Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1978 Mesta þátttaka frá upphafi í prófkjörí 27,9% meiri en fyrir borgarstjórnarkosningamar 1974 BIRGIR ísleifur Gunnarsson borgar- stjóri varð efstur í prófkjöri sjólf- stæðismanna um val á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Borgarstjóri hlaut 85,89% greiddra atkvæða, eða 9.305 atkvæöi af 10.833. Er petta mesta pátttaka í prófkjöri á vegum Sjálfstæðisflokksins, 9,7% meiri en í prófkjörinu vegna alpingis- kosninganna í nóvember og 27,9% meiri en í prófkjörinu 1974, sem einnig var til borgarstjórnar. Annar í prófkjörinu varð Ólafur B. Thors forseti borgarstjórnar, en hann hlaut 7.755 atkvæði, eða 71,59% atkvæða, í priðja sæti varð Albert Guðmundsson borgarfulltrúi með 7.559 atkvæði, eða 69,78% atkvæða, í fjórða sæti varð Davíð Oddsson borgarfulltrúi með 6.628 atkvæði, eða 61,18% atkvæða, í fimmta sæti varð Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi með 5.884 atkvæði, eöa 54,32%, í sjötta sæti varö Páll Gislason borgar- fulltrúi með 5.881 atkvæöi, eða 54,29%, í sjöunda sæti varð Markús Örn Antonsson borgarfulltrúi með 5.650 atkvæði, eða 52,16%. Allir ofangreindir hlutu bindandi kosn- ingu, en prófkjörsreglur gera ráð fyrir að peir, sem hljóta yfir helming greíddra atkvæða, hljóti bindandi kosningu. í áttunda sæti varð Elín Pálmadóttir borgarfulltrúi með 4.690 atkvæði, eða 43,29%, í níunda sæti varð Sigurjón Fjeldsted skólastjóri með 4.336 at- kvæöi, eöa 40,03%, í tíunda sæti varð Ragnar Júlíusson borgarfulltrúi með 4.239 atkvæði, eða 39,13%, í ellefta sæti varö Hilmar Guðlaugsson með 3.490 atkvæði, eða 32,22% og í tólfta sæti varð Bessí Jóhannsdóttir með 3.471 atkvæði, eða 32,04% atkvæða. Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins gera ekki ráð fyrir að fleiri en 12 sæti séu birt í úrslitum prófkjörs. Sam- kvæmt upplýsingum, sem Morgun- Kauptaxtar vinnuveitenda brot á samningum og lög- um ríkisstjórnar segir ASÍ MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá Alpýöusambandi ísland, sem vill vegna fréttar frá Vinnuveítendasambandi íslands, sem dagsett var 5. marz benda á að eins og kunnugt sé „er pað krafa launafólks, að farið verði eftir samningum peim, sem undirrítaðír voru 22. júní 1977. Þeir taxtar, sem verkalýðsfélög hafa sent frá sér að undanförnu, eru reiknaöir í samræmi við samningsákvæöi; með peirri breytingu, sem felst í tilkynningu Kauplagsnefndar frá 20. febrúar sl.“ í fréttatilkynningu ASÍ er síðan vitnaö til tilkynningar Kauplagsnefndar um úfreikning verðbótavísitölu sam- kvæmt samningum og segir þar: „Veröbótavísitala reiknuð eftir fram- færsluvísitölu 1. febr. 1978 samkvæmt ákvæðum í 1. og 2. lið 3. gr. í kjarasamningi Alþýöusambands ís- lands og samtaka vinnuveitenda frá 22. júní 1977. er 123.24 stig (grunntala 100 hinn 1. maí 1977). Verðbótaauki samkvæmt ákvæðum í 3. og 4. lið 3. gr. í fyrrnéfndum samningi er sem svarar 2,91 stigi í verðbótavísitölu. Verðbótavísitala að viðbættum verðbótaauka er þannig 126,15 stig, og er þar um að ræða 12,13 stiga hækkun á þeirri vísitölu, sem verðbætur eru greiddar eftir á yfirstandandi 3ja mánaöa tímabili. Hækkun þessi er 10,64%, en vegna breytts launagrunns 1. desember 1977 felst í þessu, að viðkomandi kjara- ákvæðum óröskuðum, 12,33% hækkun á núgildandi mánaöarlaunum, eftir að þau hafa verið lækkuð sem svarar fjárhæð verðbótaauka 1. desember 1977, sem er 1.590,- kr.“ Varöandi taxta þá sem Vinnuveit- endasamband íslands og fjármála- ráðuneytið hafa sent frá sér er rétt aö Framhald á bls. 18 blaöiö fékk í gær munu næstu 6 sæti hafa verið skiþuð með þessum hætti, en blaðinu er ekki kunnugt um atkvæðatölur í þeim sætum: 13. Margreit Einarsdóttir, 14. Sveinn Björnsson kaupmaður, 15. Hulda Valtýsdóttir, 16. Sigríður Ásgeirsdóttir, 17. Sveinn Björnsson verkfræðingur, og 18. Valgarð Briem. í marzbyrjun 1974 fór fram prófkjör vegna skipunar á framboöslista Sjálf- stæöisflokksins viö borgarstjórnarkosningarnar það vor. Atkvæði greiddu 8.470. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Birgir ísleifur Gunnarsson 7.776 (91,8%), 2. Albert Guðmundsson 6.580 (77,7%), 3. Ólafur B. Thors 6.509 (76,8%), 4. Markús Örn Antonsson 4.771 (56,3%), 5. Elín Pálmadóttir 4.420 (52,2%). Ofan- greindir 5 aöilar hlutu allir bindandi kosningu. 6. Magnús L. Sveinsson 3.587 (42,3%), 7. Ragnar Júlíusson 3.491 (41,2%), 8. Úlfar Þórðarson 3.481 (41,1%), 9. Páll Gíslason 3.267 (38,6%), 10. Davíð Oddsson 2.811 (33,2%), 11.. Valgarð Briem 2.800 (33,1%), 12. Margrét Einarsdóttir 2.618 (30,9%), 13. Sveinn Björnsson kaupmaður 1.956 (23,1%), 14. Sveinn Björnsson verkfræðingur 1.670 (19,7%), 15. Hilmar Guðlaugsson 1.604 (18,9%), 16. Sigríður Ásgeirsdóttir, 1.380 (16,3%), 17. Bessí Jóhannsdóttir 1.288 (15,2%), 18. Ragnar Fjalar Lárusson 1.281 (15,1%). & Dælan komin upp SúgandafirAi, 7. marz. BÚIÐ VAR í kvöld að ná dælunni upp úr heitavatnshol- unni, en hins vegar var ekki farið að rífa hana í sundur til að kanna skemmdirnar. Við- gerðamenn telja hins vegar líklegast að ryð úr röri utan um dælurörið hafi valdið skemmdun á neðsta þrepi dælunnar. Viðgerð verður í fyrsta lagi lokið á fimmtu- dagskvöld en annars á föstu- dag miðað við eðlilegan gang. Halldór. Ganga verzlun- armenn úr ASÍ ? Karl Kristjánsson, fyrr- um þingmaður, látinn KARL Kristjánsson, fyrrum al- þingismaður. andaðist í Borgar spi'talanum í gær. 82ja ára að aldri. Karl fæddist á Kaldbak í Húsa- víkurhreppi í Suður-Þingeyjarsýslu og voru foreldrar hans hjónin Kristján Sigfússon, bóndi þar, og Jakobína Jósíasdóttir. Hann stund- aði nám í unglingaskólanum á Húsavík, en síðan í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Þá vað hann farkennari um tíma eða fram til 1920 er hann gerðist bóndi að Eyvík á Tjörnesi. Karl varð framkvæmdastjóri Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík árið 1935—36 og einnig um svipað leyti forstjóri Sparisjóðs Kf. Þingey- inga. Þá átti hann á þessum árum sæti í hreppsnefnd Tjörnesinga og í sýslunefnd um árabil, fyrst fyrir Tjörnesinga en síðan fyrir Húsa- víkurhrepp. Þegar Húsavík fékk kaupstaðarréttindi í byrjun ársins 1950 varð Karl bæjarstjóri, en hann var fyrst kjörinn á þing árið 1949 sem þingmaður S-Þingeyjarsýslu og sat síðan á þingi fyrir Framsóknar- flokkinn þar til fyrir fáeinum árum að hann dró sig í hlé. Alla tíð tók Karl virkan þátt í félagsmálum auk þess sem hann gegndi margháttuðum trúnaðar- störfum fyrir héraðið og á vegum Alþingis. Síðustu árin var Karl formaður stjórnar Almenna bóka- félagsins. Karl kvæntist árið 1920 Pálínu Guðrúnu Jóhannesdóttur. V er zlunar mannaf é- lag Suðurnesja vill að Landssamband verzlunarmanna segi sig úr ASÍ AÐALFUNDUR Verzlunar mannafélags Suðurnesja. sem haldinn var síðastliðinn laugar- dag. samþykkti að beina því til stjórnar Landssambands ís- lenzkra verzlunarmanna, að það segði sig úr Alþýðusambandi íslands. Samþykkt þessi er grundvölluð á þeirri skoðun, að verzlunar og skrifstofufólk hafi á siðari árum dregizt mjög aftur úr í launum borið saman viö launþega innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Sambands íslenzkra banka- manna. Samkvæmt upplýsingum Agn- esar Jónsdóttur, sem starfar á skrifstofu Verzlunarmannafélags Suðurnesja, er það skoðun þeirra, er báru fram tillöguna á aðal- fundinum síðastliðinn laugardag, að á þeim árum, sem verzlunar- og skrifstofufólk hefði átt aðild að ASI, hefði það dregizt aftur úr í launaþróun miðað við aðra. Er það einkum og sér í lagi vegna þeirrar láglaunastefnu, sem for- ysta ASÍ hefur haldið á loft um mörg undanfarin ár. Agnes sagði í gær að enn hefði samþykkt aðalfundarins ekki verið send stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmaana. For- maður Verzlunarmannafélags Suðurnesja er Valgarður Krist- mundsson. Félagið greiðir á ári til Alþýðusambands íslands um 700 þúsund krónur, en öll verzl- unarmannafélögin munu greiða til ASÍ um 10 milljónir króna á ári. Sjávarútvegsráðherra: Fráleitt að frysti- hús í Eyjum stöðv- ist á miðri vertíð BÆJARSJÓOUR Vestmannaeyja er ekki Þannig í stakk búinn fjárhags- lega að hann geti greitt skuldir rafveitunnar í Eyjum gagnvart Raf- magnsveitum ríkisins, að sögn Péls Zóphaníassonar bæjarstjóra, en Eyjólfur Konráð Jónsson: Komið er aðþ ví að bændur losni úr innskriftaklafanum „ÞAÐ ER auðvitað fyrir neð- an virðingu jafn merkrar stofnunar og Búnaðarþings að gripa til rakalausra full- yrðinga um skriffinsku og jafnvel stimpilgjöld til að reyna að réttlæta ranga niður- stöðu.“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður. í sant- tali við Mbl. í gær þegar viðbrögð yfirstandandi bún- aðarþings við þingsályktunar- tillögu hans og Jóhannes Hafsteins um greiðslu rekstr- ar- og afurðalána beint til bænda voru borin undir hann. „Annars verður málinu ráðið til lykta á Alþingi og ekki efa ég að rættlætið muni sigra. Gegn því verður ekki lengi staðið að bændur fái refjalaust fjármuni sína, alveg á sama hátt og andstaðan hjaðnaði gegn því fyrir hálfri öld að verkamenn og sjómenn fengju laun sín greidd í peningum. Álþingi setti lög um það efni 1930 — og nú er komið að því að bændur losni úr innskrifta- klafanum. Að mínu áliti eiga þeir ekki einungis að fá rekstr- ar- og afurðalán milliliðalaust, heldur jafnframt útflutnings- bætur og niðurgreiðslur," sagði Eyjólfur ennfremur. Rarik hefur tilkynnt rafveitunni í Eyjum að lokaó verði fyrir rafmagnið til Eyjaveitunnar, hafi hún ekki staóið í skilum ó morgun, fimmtudag. Rafveitan í Eyjum á hins vegar verulegar fjðrhæðir inni hjá frystihús- unum í Vestmannaeyjum, sem ekki geta staðið í skilum vegna bess vanda sem pau eiga við að etja. Sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að hann teldi fráleitt aö til Þess kæmi að frystihús- in í Vestmannaeyjum stöóvuöust á miöri vertíð með Þessum hætti. Páll Zóphaníasson bæjarstjóri sagöi í samtali viö Morgunblaðið að vanda- mál rafveitunnar nú væri samhangandi vanda frystihúsanna, en hvort tveggja ætti síöan rætur sínar að rekja til eldgossins í Eyjum fyrir 5 árum. Rekstur fiskvinnslustöövanna hefði verið sföðugt og vaxandi vandamál allt frá þessum tíma vegna þess að lánafyrirgreiðslan hefði veriö sem næst engin og bætur hefðu komið svo seint að þær hefðu nýtzt illa á verðbólgutímum. Sömu sögu væri að segja um rafveituna, sem fyrir gos hefði verið eitt stöndugasta fyrirtæki bæjarfélagsins, sem hins vegar hefði orðiö fyrir miklu tjóni í gosinu og ekki borið sitt barr síðan. Páll sagði, að bæjaryfirvöld byndu allar sínar vonir Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.