Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1978 5 Prófkjör sjálfstæðismanna Akureyri: Kosningin bind- andi fyrir 4 sæti í PRÓFKJÖRI sjálfstæðismanna á Akuroyri greiddu 1455 atkvæði sem eru fi5% af fyÍRÍ Sjálfstæðisflokksins við síðustu bæjarstjórnarkosning- ar þar. Kosningin nú varð bindandi fyrir fjögur efstu sætin. en til þess að svo yrði. varð kjörsókn að verða minnst 50% af fylgi flokksins við síðustu bæjarstjórnarkosningar og frambjóðendur að hljóta minnst 50% Kildra atkvæða. beir fjórir. sem hluti bindandi kosninKU. voru Gísli Jónsson. Sigurður J. Sigurðsson. Sigurður Hannesson og Gunnar Ragnars. Sjálfstæðismenn hafa nú fimm menn af 11 í bæjarstjórn og skipuðu þeir Gísli og Sigurðarnir tveir þrjú efstu sæti iistans síðast. í fjórða og fimmta sæti voru Jón G. Sólnes alþingismaður og Bjarni Rafnar læknir. en þeir gáfu ekki kost á sér nú. Fimmti maðurinn í prófkjörinu um helgina varð Tryggvi Pálsson. Gísli Jónsson menntaskóla- kennari hlaut 83,84% gildra atkvæða, eða 1209, Sigurður J. Sigurðsson framkvæmdastjóri hlaut 875 atkvæði, eða 60,67%, Sigurður Hannesson byggingar- meistari hlaut 862 atkvæði, eða 59,77%, Gunnar Ragnars fram- kvæmdastjóri hlaut 756 atkvæði, eða 52,42%, Tryggvi Pálsson fram- kvæmdastjóri hlaut 674 atkvæði, eða 46,74%, Ingi Þór Jóhannsson framkvæmdastjóri hlaut 573 atkvæði, eða 39,73%, Margrét Kristinsdóttir, hússtjórnarkenn- ari hlaut 573 atkvæði, eða 39,73%, Ekið á bíl LAUGARDAGINN 4. marz s.l. mílli klukkan 23.30 og 00.30 var ekið á bifreiðina G-5776, þar sem hún stóð fyrir utan skemmtistaðinn Hollywood í Ármúla. Bifreiðin, sem er af Dodge-gerð, skemmdist tölu- vert að framan, m.a. dældaðist hægra frambretti og ljós brotnaði. Þeir, sem geta veitt einhverjar upplýsingar í þéssu máli, eru beðnir að hafa samband við slysadeild lögregl- unnar. Margrét Kristinsdóttir, hússtjórnarkennari hlaut 508 at- kvæði, eða 35,22%, Björn Jósef Arnviðarson lögfræðingur hlaut 479 atkvæði, eða 33,21%, Rafn M. Magnússon húsasmiður hlaut 479 atkvæði, eða 33,21%, Þórunn Sig- urbjörnsdóttir húsmóðir hlaut 399 atkvæði, eða 29%. Freyja Jónsdótt- ir húsmóðir hlaut 380 atvkæði, Árni Árnason framkvæmdastjóri hlaut 372 atkvæði, Sverrir Leósson fulltrúi hlaut 314 atkvæði, Her- mann Haraldsson bankafulltrúi hlaut 298 atkvæði, Steindór Stein- dórsson plötu- og ketilsmiður hlaut 288 atkvæði, Oddur C. Thorarensen apótekari hlaut 230 atkvæði, Óli G. Jóhannsson listmálari hlaut 223 atkvæði, Hrefna Jakobsdóttir húsmóðir hlaut 203 atkvæði, Björg Þórðardóttir húsmóðir og kaup- kona hlaut 187 atkvæði, Jón Viðar Guðlaugsson lyfjatæknir hlaut 184 atkvæði, Höskuldur Helgason bíl- stjóri hlaut 141 atkvæði, Óli D. F'riðbjarnarson skrifstofumaður hlaut 110 atkvæði og Sveinbjörn Vigfússon viðskiptafræðingur hlaut 100 atkvæði. Guðrún Ásmundsdóttir. Gísli Halldórsson. Þorsteinn Gunnarsson og Sigríður Hagalín í „Refunum“ eftir Lillian Hellman, sem frumsýndir verða hjá L.R. í næstu viku. Refirnir hjá Leik- félagi Reykjavíkur í NÆSTU viku verður banda- ríski sjónleikurinn „Refirnir“ eftir LiIIian Hellman frumsýnd- ur hjá Leikfélagi Reykjavíkur í þýðingu Sverris Hólmarssonar. Lillian Hellman er í hópi þekktustu leikskálda Bandaríkj- anna og varð fyrst kunn á fjórða áratugnum. „Refina" skrifaði hún á árunum 1936—39, en þá voru þeir frumsýndir í New York og hafa síðan verið settir á svið um allan heim. Leikurinn gerist um aldamótin í Suðurríkjum Banda- ríkjanna og fjalla um græðgi og þrá efti auði og völdum: þrjú systkini leggja á ráðin og svífast einskis til að koma ár sinni fyrir borð. Leiðrétting: Borgin beitir reglu MJÖG slæm villa kom inn í fyrirsögn í gær vegna um- ræðna í borgarstjórn um fjarvistir borgarstarfsmanna 1. og 2. marz. í blaðinu stóð: „Borgin breitir reglu... “, en þetta átti auðvitað að vera „Borgin beitir reglu áður samþykktri ágreiningslaust í borgarstjórn vegna ólöglegra aðgerða 1. og 2. marz. Um Kvennaheimil- ið Hallveigarstaði Athugasemd frá Sigríði Thorlacius VEGNA viðtals, sem blaða- maður Morgunblaðsins átti við mig í síma um sölu Hallveigar- staða, vil ég biðja blaðið að birta eftirfarandi athugasemdi Það er misskilningur að Kven- félagasamband Islands sé einka- eigandi Hallveigarstaða. Þetta er sjálfseignarstofnun, en að rekstri hennar standa, auk Kven- félagasambandsins, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kven- réttindafélag Islands. Þessir þrír aðilar skipa í stjórn stofnunar- innar og hafa formennsku á hendi til skiptis. Sem stendur er það formaður Bandalags kvenna í Reykjavík, frú Unnur Schram Ágústsdóttir, sem er formaður. Með þökk fyrir birtinguna, Sigríður Thorlacius. Hvammstangi: INNLENT Hvammstanga, 7. marz. UM SÍÐUSTU helgi luku Hvammstangabátar við að veiða þann skammt, sem þeir fengu af Húnaflóarækjunni að þessu sinni eða 360 tonn. Benedikt Gröndal: Svar til Har- alds Blöndals Morgunblaðið birti í gær (þriðjudag) fyrirspurn frá Haraldi Blöndal þess efnis, hvort ég hafi mætt til vinnu í Fræðslumyndasafni ríkisins 1. og 2. mars, þegar mótmælaað- gerðir launþega stóðu yfir. Ég kom í safnið morguninn 1. mars til að kanna mætingu starfsmanna, sem eru.auk mín þrír. Þeir voru allir mættir og kváðust ekki ætla að leggja niður vinnu. Hvarf ég þá á brott og starfaði ekki frekar í safninu mótmæladagana. Sem forstöðumaður hef ég nokkrar sérstakar skyldur, og hafði auk þess fyrirmæli ráðu- neytis um að gefa skýrslu um mætingu eftir að mótmælum lauk. Það gerði ég 3. mars. Tölur blaðanna um 100% mæt- ingu í safninu eru ekki frá mér komnar. Með þökk fyrir birtinguna. Benedikt Gröndal. Fjórir bátar voru gerðir út á rækju og hófu þeir veiðarnar í nóvember. Gæftir voru mjög góðar að öðru leyti en því að slæmt veður var síðustu vikuna. Rækjan var öll unnin á staðn- um og er núna verið að vinna síðustu rækjuna. Mikill áhugi er á úthafs- rækjuveiðum næsta sumar og hafa aðilar á Hvammstanga eignast hlut í 70 tonna bát, sem ber nafnið Sif og gerður verður út til úthafsrækjuveiða næsta sumar. Báturinn er á línuveið- um frá Skagaströnd í vetur. - Karl. I sýningu Leikfélagsins fara þau Sigríður Hagalín, Gísli Hall- dórsson og Þorsteinn Gunnarsson með hlutverk systkinanna, en alls eru 10 hlutverk í leiknum. Aðrir leikendur eru: Jón Sigurbjörns- son, Guðrún Ásmundsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Valgerður Dan, Guðmundur Pálsson, Jón Hjartarson og Þóra Borg. — Leikstjóri er Steindór Hjörleifs- son, leikmynd og búningateikn- ingar hefur Jón Þórisson gert en Daníel Williamsson annast lýs- ingu. Skáldkonan Lillian Hellman er mjög til umræðu um þessar mundir í Bandaríkjunum. Nýlok- ið er við að gera kvikmynd um þátt úr ævisögu hennar, sem þykir hafa lánast svo vel að myndin er nefnd til Oscars-verð- launa á ýmsum sviðum. Myndin heitir „Julia“ og í henni fer Jane Fonda með hlutverk Lillian Hellmans. Frumsýning á „Refunum" verður miðvikudaginn 8. mars. Njarðvík- urveitan á ekki í vanskilum Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Albert Sanders, bæjarstjóra í Njarðvíkumi Vegna fréttar Morgunblaðsins um viðskipti Rafmagnsveitna ríkisins og Rafveitu Njarðvíkur vil ég taka fram að það er misskilningur að rafveitan sé í vanskilum við Rarik. Samkvæmt greiðsluáætlun sem gerð var milli þessara aðila var gert ráð fyrir að rafveitan greiddi 4 milljónir króna í febrúar og var það gert. Fór greiðslan fram í Lands- bankaútibúinu á Keflavíkurflug- velli og fór þar inn á reikning rafveitnanna. Aftur á móti er ágreiningur um vaxtaskuld Rafveitu Njarðvíkur vegna viðskipta sl. árs en Raf- veitan hefur óskað eftir því við Rarik, að það mál verði endur- skoðað. Rafveitan hefur reynt að standa í skilum við Rarik af fremsta megni, þrátt fyrir erfið- leika í innheimtu hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum. Til dæmis um erfiðleika þessara fyrirtækja má nefna, að 4 fyrir- tæki úr sjávarútvegi skulda Rafveitunni um 12 milljónir króna, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til innheimtu og jafnvel lokun. _____ _____ Leiðrétting SÚ VILLA varð í grein Leifs Sveinssonar lögfræðings í Morgunblaðinu sl. sunnudag um fasteignagjöldin og gamla fólkið, að eftirfarandi setning féll niður úr greininni: „Hækkun fast- eignamats frá 1976—1978 er 1136%, hækkun fasteignaskatts milli sömu ára er 170%, en hækkun vatnsskatts 116%.“ Þetta leiðréttist hér með. Rækjubátarnir búnir k að veiða upp í kvótann Leiðrétting MISRITAÐ var nafn í frétt Mbl. í gær um sönglagahefti eftir Skúla Halldórsson. Það var dr. Melitta Urbancic, sem gerði þýzka þýðingu texta við lög Skúla. Er beðizt velvirðingar á þessari misritun. Kr. 7.900.- Rally blússur Austurstræti 1(U ^sími: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.