Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1978 7 Þjóðhagsvísitala í stað verð- bólguvísitölu Vísir segir m.a. í leiðara í fyrradag. „í byrjun stjórnartímabils núv. ríkisstjórnar var formaður Alþýðubanda- lagsins þeirrar skoðun- ar, að koma yrði í veg fyrir að kaup æddi upp á eftir verðlagi eftir einhverjum vísitöluregl- um eins og þeim, sem við höfum búið við, því að það kippti stoðunum undan eðlilegum at- vinnurekstri ... “ — „Dr. Gylfi Þ. Gíslason skrifaði m.a. mjög at- hyglisverða grein í Vísi fyrir skömmu um vísi- tölukerfið og sýndi með skýrum rökum fram á galla þess. Það mælir t.d. rýrnandi viðskipta- kjör til hærri launa, og aukin framlög til opin- berrar þjónustu eins og heilsugæzlu hafa sömu áhrif.“ „Þegar til lengdar lætur stendur verð- mætasköpunin ekki undir þessari sjálfvirku krónufjölgun. Og þá er verðlausum krónum stungið í launaumslög- in. Kjarni málsins er sá að menn verða að átta sig á því í eitt skipti fyrir öll að þessar verð- lausu verðbólgukrónur bæta alls ekki lffskjör in.“ Að lokum leiðir Vísir að þvi rök, m.a. með ummælum forystu- manna stjórnarand- stæðinga, að þjóðhags- vísitala, er taki mið af verðlagi útflutningsaf- urða og rauntekjum þjóðarbúsins, eigi að leysa verðbólguvísitöl- una af hólmi. Hyggindi í st^ið heiftar I leiðara Mbl. sl. sunnudag er hvatt til sátta í stað sundrungar íkjölfar misheppnaðra aðgerða tiltekinna for ystumanna ASÍ og BSRB. Ekki eigi að láta kné fylgja kviði gagn- vart þeim forystumönn- um, sem beitt hafi sér fyrir ólöglegum aðgerð- um. Jafnframt vænti þjóðin þess, að verka- lýðsforingjar hafi Þroska til að taka í framrétta hönd. Þessum boðskap Mbl. líkir Þjóð- viljinn við kröfu um það, að verkalýðsforyst- an „kyssi á vöndinn“, eins og það er orðað. Þjóðvilanum er greini- lega ekki verr við neitt en þann möguleika, að vinnufriður og verð- mætasköpun f landinu geti áfram tryggt grundvöll þeirra lífs- kjara, er þjóðin býr við f dag. Rekstrarstöðvun í fiskiðnaði kallaði á at- vinnuleysi. Stórskerti þá verðmætasköpun, er ber uppi þjóðarafkom- una. Ekki síður þá gjaldeyrisöflun sem inn- flutningur þurfta okkar er undir kominn. Þessi rekstrarstöðvun var komin f hlaðvarpa þjóð- arinnar. Umdeildar efnahagsráðstafanir voru gerðar til að forðast þá þjóðarvá, ef unnt væri. Þær voru ekki sársaukalausar. Engu að síður eru sætt- ir á vinnumarkaði, við núverandi aðstæður, þjóðarnauðsyn. Þjóðar- skylda við samtfð og framtfð og forsenda þess að náin famtfð feli í sér raunhæfar kjara- bætur. Að viðurkenna staðreyndir er ekki að „kyssa á vönd“, eins og illindamálgagnið segir, heldur hyggindi, sem í hag konta, f atvinnuör- yggi, í hægari eða minni verðbólgu og þar mcð verðmeiri krónum en ella, og f forsendum verðmætaaukningar f þjóðarbúskapnum, sem er eina færa leiðin til bættra lffskjara. Mbl. hvetur eindregið til hygginda f stað heiftrar. Hitt er svo annað mál að tónninn í Þjóðviljanum fer ekki fram hjá mönnum og viðbrögðin verða þá í samræmi við það. Hvað kostaði „verkfallið“ fólk og félög? Skammsýnir forystu- menn innan ASI og BSRB stefndu tugþs- undum fslendinga út f 2ja daga ótfmabært og ólöglegt skæruverkfall. Aðeins brot af meðlim- um launþegasamtaka gegndi kalli. Aðgerðirn- ar misheppnuðust. En hvað kostaði allt bram- boltið? Ekki aðeins fólk og heimili, þar sem fyrirvinnur lögðu niður vinnu. Heldur ekki síð- ur þau launþegafélög, sem fjármögnuðu úr félagssjóðum allan her- kostnaðinn. Hér skal engum getum leitt að því, hver herkostnaður forystumanna ASÍ og BSRB hefur verið. En á ekki fólk f viðkomandi félögum, og raunar þjóðin »11. rétt á því að fá vitneskju um, hve miklum fjármunum þessir forystumenn cyddu úr sjóðum verka- lýðs hreyfingarinnar í aðdraganda og fram- kvæmd þessa 2ja daga misheppnaða brölts? Einhverja fjármálalega ábyrgð og upplýsinga- skyldu hljóta þeir að hafa. Þessi hlið skiptir að vísu minna máli en sú, að í aðgerðunum fólst viss aðför að þing- ræðinu f landinu. En hún skiptir máli engu að síður. GERIÐ GOÐ KAUP! Við seljum í þessari viku ýmsar vörur með 30-50% afslætti: ■ %fJ í Húsgagnadeild Lítið gölluð borðstofuhúsgögn, teak og palisander Stakir stólar, sófar, sófaborð og m.fl. I Teppadeild Ýmsar stærðir og gerðir af teppabútum, einnig margar gerðir af alullarteppum. í Byggingarvörudeild Veggfóður og ítalskar gólf- og veggflísar. Ath. Við földum teppabútana og smærri teppi, meðan beðið er. I Rafdeild rr Ýmsar gerðir rafljósa /A A A A A A ^ k .. —J i_J l—\ ....] L.J J* £1 '_________________ ._____i u * II 1 _1 ) , jiS _ __ :..J UiJDJ.: Jón Loftsson hf. ITI ........ Hringbraut 121, sími 10600 — 28603. r~.-----------------------------------------^ Ahuga á flugvirkjun, flugi?? í Spartan getið þér lært: Atvinnuflugmaður Flugvirkjun Með þjálfun og kennslu i hinum fræga skóla. James Haroldson, Spartan School of Aeronautics, 8820 East Pine St. Tulsa Oklahoma 741 51 U.S.A Skrifiðstrax i dag eftir nánari upplýsingum upplýsingabæklingur. mun verða sendurtil yðar, nýir nemerjdur teknir inn mánaðarlega Yfir 30 íslendingar stunda nú nám í Spartan. Stjórnunarfélag íslands Standast gæðin í f ramleiðslunni? Gæðastýring Dagana 16. og 17. marz nk. gengst Stjórnunarfélag íslands fyrir námskeiði i Gæðastýringu. Leiðbeinandi verður Halldór Friðgeirsson verkfræðingur. Á námskeiðinu verður farið i hugtakið gæði og merk- ingu þess.markmiðið með gæðastýringu, gildi gæða og kostnað við gæðaeftirlit Þá verður fjallað um hönnunar- gæði, framleiðslugæði. sölu- og þjónustugæði, 2gæðaeftirlit með tölfræðilegum aðferðum, úrtak og óvissu, dæmi um tölfræðileg- - ar aðferðir við gæðaeftirlit, að- gerðarannsóknir og gæðastýr- ing. Tilgangur námskeiðsins er að beina athyglinni áð gæðum framleiðslunnar. en gæðin hafa oft verið veikur hlekkur hjá ísl. fyrirtækjum. Námskeiðið er ætlað þeim. sem skipuleggja framleiðsluna og þeim, sem stýra og bera ábyrgð á framleiðslunni hjá iðnfyrirtækj- um. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skrifstofu Stjórnunarfélags (s- lands að Skipholti 37, s. _ 82930. Stjornunarfélag Matthías Johannessen Sverrir Haraldsson Clæsileg listaverkabók Tilvalin tækifa'risKjöf lil vina heima «f> erlendis. Texti cr bædi á íslensku og ensku. Söluumboð: Hildur, Sfmar 43880 — 44400 — 17155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.