Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1978 13 Mjallhvít í Mosfellssveit Sviðsmynd úr sýningu Leikfélags Mosfellssveitar á Mjallhvíti og dvergunum sjö. í dyrunum stendur Mjallhvít (Heiga Grímsdóttir). Með henni á myndinni eru dvergarnir. Leikfélag Mosfellssveitari MJALLHVÍT OG DVERGARNIR SJÖ íslensk þýðingi Stefán Jónsson. Leikstjórii Sigríður borvalds- dóttir. Leikmyndi Fanney Valgarðsdótt- ir. Fyrir nokkru hóf Þjóðleikhúsið sýningar á Öskubusku eftir Evgení Schwars. Það sem mér þótti athyglisverðast við þessa sýningu var sú viðleitni að endur- skoða gamalt ævintýri, fitja upp á ýmsu nýju án þess þó að væri á kostnað söguþráðarins. Ösku- buska er vitanlega alltaf Ösku- buska í okkar augum. En til þess að hún öðlist líf á leiksviði þarf að blása í hana nýjum lífsanda, tengja hana þeim tíma sem við lifum. Þetta tókst farsællega í Þjóðleikhúsinu að mínu viti. Mjalihvít og dvergarnir sjö eftir Margarete Kaiser er verk sem leggur of mikið upp úr því að endursegja ævintýri Grimms- Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON bræðra. Að vísu eru nokkur frávik frá ævintýrinu, en þau eru satt að segja veigalítil. Margarete Kaiser er ekki þess umkomin að sýna okkur Mjallhvít í óvæntu ljósi. Verk hennar er aðeins upprifjun á því sem við öll þekkjum. Ýmsum mun líklega þykja þetta kostur. Sú skoðun er furðu áber- andi að ekki megi hrófla við kunnum ævintýrum og sögum, allt eigi að vera í upphaflegum skorð- um. Þeir sem halda þessu fram munu njóta verks Kaisers, í því er ekkert sem villir um fyrir fólki. Innan sinna takmarka er sýning Leikfélags Mosfellssveitar á Mjallhvíti og dvergunum sjö vel heppnuð. Kunn leikkona, Sigríður Þorvaldsdóttir, leikstýrir verkinu og ferst það vel. Sýningin hefur marga leikræna kosti og er greinilegt að leikararnir eru áhugasamt fólk sem nokkurs er af að vænta. Erna Gísladóttir lék Drottning- una af talsverðum þrótti og hefði sómt sér í hvaða leikhúsi sem væri. Helga Grímsdóttir sem leikur Mjallhvíti fellur vel inn í hlutverkið, en hefði mátt vera ögn glaðlegri. Hún verður fyrir sárrl reynslu eins og við vitum öll, en engu að síður líður henni vel hjá dvergunum, að ég tali ekki um þá hamingjustund þegar prinsinn ungi birtist. Héramamma er leikin af Ásu Hlín Svavarsdóttur og þótti mér leikur hennar góður, hún náði til hinna ungu áhorf- enda. Sama er að segja um dvergana sem voru prýðilegir, nægir að nefna Klókan í höndun Ingrid Jónsdóttur og Stubb Karls Tómassonar. Hérabörn skiluðu líka sínum hlutverkum vel. Fleiri komu við sögu. Ekki skal gleymt að minnast á leikmynd Fanneyjar Valgarðsdóttur sem var hin ævintýralegasta. Þessi sýning á fyrst og fremst erindi við íbúa Mosfellssveitar, enda er í leikskránni skorað á þá að styðja viðleitni til menningarlegs sjálf- stæðis byggðarlagsins: „Við vilj- um ekki að byggðin okkar verði svefnbær án nokkurrar sjálf- stæðrar viðleitni til félgsþroska," stendur þar. Fyrir Reykvíkinga og fleiri er líka stutt að fara til að njóta Mjallhvítar í Mosfellssveit. Gyorgy Pauk Adam Iisher Sinfóníutónleikar Efnisskrái Mozart Forleikur að Leik- hússtjóranum Bartok Fiðlukonsert nr. 2 Schubert Sinfónía nr. 7 (eða 9). Einlcikarii György Pauk Stjórnandi Adam Fisher „Lærdómstími ævin er“ kvað Helgi Hálfdanarson í einum sálmi sínum og þrátt fyrir skýra merkingu orðanna þar, hefur merking þeirra verið yfirfærð á marga vegu. Þannig komu þau mér í hug, er aldinn gáfumaður, sem sótt hefur tónleika hér á landi í yfir hálfa öld, lét þess*getið, að þá hann heyrði fyrst tónlist eftir Bela Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Bartok, hafi honum fundist hún mjög skrýtin. „í dag fellur mér betur við hana, en hún er nú samt soldið skrítin á köfl- um,“ sagði hann og kímdi. Athugasemd þessa heiðurs- manns. varð mér tilefni til umhugsunar, því undanfarið hefur lesning á ritverkum eftir Carl E. Seashore gjörbylt hugmyndum mínum um tón- list, sérlega er varðar hlustun. Samkvæmt því sem vitað er um hljóðið, þera bylgjurnar með sér þrenns konar skilaboð. Af þéttleika (tíðni) bylgnanna getur hlustandi ráðið í tónhæð, af útslagi (vídd) styrk og af mynstri eða gerð margbreyti- leik blæbrigðanna. Þetta þrí- skipta form hljóðsins fetar leið sína gegnum efnið sem vélræn höggdeyfing og innan vissra marka nemur eyrað þetta áreiti og flytur inn í innra eyrað, þar sem þessu vélræna höggáreiti er breytt í rafboð. Með heyrnartauginni berast rafboðin til heilans og þar upplifir hlustandinn hljóðgerð þeirra. Carl E. Seashore lætur ekki nægja að vita hvernig hljóðið kemst til skila, heldur hefur hann reynt að fá úr því skorið á hvern hátt menn skilja hljóð, hvað það er að vera gefin fyrir tónlist og hvers vegna tiltekna en ekki alla tónlist. Er hér um lærdóm eða ásakpaða náttúru að ræða? Af rannsóknum hans má skilja að frá ungum aldri þjálfast mað- urinn í að greina hljóð. Samhliða því sem ítrekuð upplifun á sinn þátt í að vanafesta viðbrögð við áreiti þroskast heilinn. Reynslan sýnir að náið samband er milli hljóðupplifunar og tilfinninga- legra andsvara, bæði hjá mönnum og dýrum og því óvenjulegra sem hljóðáreitið er, því markvissari verða áhrif-' in. Skýring á þessu er talin vera sú, að í heilanum hafi tiltekin hljóðáreiti verið flokk- uð og byggt hafi verið upp viðmiðunarkerfi, sem með tíð og tíma verður viðkomandi til viðmiðunar í greiningu og mati á óþekktum hljóðum. Eftir að þroskatími heilans er liðinn, fær viðkomandi sjaldan sætt sig við hljóðáreiti, sem ganga í berhögg við fyrri venjur, þó hann viti að þeir, sem eru á mótunarskeiðinu, séu yfir sig hrifnir. Þannig er smekkur á hljóð afleiðing þeirrar þjálfunar, sem heilinn hefur gengið í gegnum. Því afmarkaðri sem þjálfunin hefur verið, því bundnari er afstaða hlustand- ans. Við aukna reynslu í hljóðupplifun, eftir að þroska- tímabilinu er lokið, hefur afstaða til nýrri hljóðgerða smátt og smátt orðið jákvæð, en mjög sjaldan leitt til um- Framhald á bls. 19. FERDASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshusinu simi 26900 Einstök ævintýrafenö sem ekM veröur endurtekin Vegna sérstakra samninga við International Air Bahamas býður ferðaskrifstofan Úrval einstaka ævintýraferð til Bahamaeyjanna. Brottför: 7. apríl nk. Gisting: 2ja manna herbergi með baði á lúxushóteli í 17 nætur. Innifalið: Beint þotuflug til Nassau. Ferðir til og frá hóteli. Amerískur morgunverður. Fararstjórn. -4Í Ekki innifalið: Brottfararskattur. Heimkoma: 25. apríl. BEINT ÞOTUFLUG KEFLAVÍK/NASSAU AÐEINS 60 SÆTI LAUS Verð Kr. 188.000. 17 nætur i Paradís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.