Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1978 Einsöngur ÓLÖF’ K. Harðardóttir hefur mjög fallega rödd, silfurskíra og tandurhreina. Eftir því sem undirritaður veit, er hér um að ræða „debut“ Ólafar sem ljóða- söngkonu og er konsert hennar því nokkur tíðindi, sem bæði mátti merkja af því hvert fjölmenni hún dró að sér og af móttökum hljómleikagesta. Ljóðasöngur er margslungið fyrirbæri, sem náði óvenjulegri reisn í þýzkri rómantík á 19. öldinni og fram á fyrstu áratugi þeirrar 20. Efnisskráin samanstóð af söngvum eftir Schubert, Wolf, Strauss og Mahler og er slík efnisskrá verðug hverjum stór- söngvara. Að ræða um hvert lag er í rauninni það sama og að deila við sjálfan sig um hvort þessi eða einhver önnur túlkun hæfi tilteknum lögum og jafnvel vitna til annarra söngvara því til áréttingar. Túlkun og mótun söngva er svo margþætt fyrirbrigði og ná- tengt tilfinningaþroska flytj- andans, að aldrei verður hægt að slá nokkru föstu um það hvernig syngja skuli tiltekin lög. I heild voru tónleikarnir mjög góðir, einkum fyrir það að Olöf hafði fullt vald á öllum söngvunum, að viðbættum Tðnlist eftir JÓN ÁSGEIRSSON náttúrulegum söngþokka og raddgæðum sem eru mjög mikil. Svona jafngóður konsert er fátíður hjá ungum og lítt reyndum listamanni og eftir þessa frammistöðu verður ætl- ast til mikils af henni í framtíðinni. Það sem einkum mætti finna að, er hve mjög Sigrún Harðardóttir hún leggur sig fram um að syngja sterkt, sem hæfir rödd hennar vel en veldur því að túlkun hennar verður ekki eins marglit og annars gæti orðið. Það mátti og merkja þreytu í röddinni undir lok tónleikanna, sem er skiljanlegt og gæti allt Framhald á bis. 19 í— Hafa baðskápar i Vinsælu Hafa baöskáparnir eru komnir aftur: Fáanlegir úr teak, aski og hvítlakkaöir. Margar geröir fyrirliggjandi. Mjög hagstætt verö. ÚTSÖLUSTAÐIR: Málningarþjónustan, Akureyri íbúðin hf., Akureyri Bústoó hf., Keflavík Brimnes, Vestmannaeyjum Kaupfél. Húnv. Blönduósi Kaupfél. Hvammsfjarðar Búðardal Kaupfél. Héraðsbúa Egilsstöðum KASK Hornafirði Kaupfél. V-Hún. Hvammstanga Kaupfél. Rangæinga Hvolsvelli Kaupfél. Fram Neskaupstað Kaupfél. Skagfirðinga Sauðárkróki Kaupfél. Skaftfellinga Vik. Vald Poulsén h/f SUÐURLANDSBRAUT 10 sími 38520—31 142 Óvenju mikil þorsk- veiði við Grænland ÞORSKVEIÐIN við vesturströnd Grænlands hefur verið óvenju góð síðan um áramót. Togararnir fá fullfermi, þ.e. um 200 tonn á 3—4 dögum. 5 grænlenzkir togar- ar, sem eru við veiði um þetta leyti, hafa fengið 3000 tonn á 3 vikum. Þetta er stór fiskur, 6—8 ára. Sjómenn halda að um göngur frá Islandi kunni að vera að ræða. Ymislegt bendir til, að það sé ekki sami stofn og veiðzt hefur síðustu árin. Bæði er fiskurinn stærri og það er talsvert af ýsu innan um, en ýsa sést yfirleitt ekki við Grænland. Frá fiskrann- sóknastofnuninni í Godthaab hefur' verið sent sýnishorn til rannsóknastofunnar í Kaup- mannahöfn og þaðan er innan skamms von á skýringu á þessari óvenjulegu veiði. - i.e. Samband næst á ný vid Skylab Cape Canaveral. 7. marz. Reuter. BANDARÍSKIR geimvísinda- menn hafa skýrt frá að þeir hafi komist á ný í samband við geimstöðina „Skylab“, en það hefur vísindamönnum ekki tekizt í fjögur ár. Því hefur verið spáð að geimstöðin muni falla inn í gufuhvolf jarðar einhvern tíma á tímabilinu frá næsta sumri til miðs árs 1980. Það voru starfsmenn geim- rannsóknastöðvarinnar á Bermudaeyjum, sem sendu merki til stöðvarinnar á mánudag til að setja stjórnkerfi hennar aftur í gang. Starfsmönnunum bárust síðan upplýsingar til baka og stóðu sendingar yfir í tvær mínútur áður en samband rofn- aði. Seinna bárust þeim svo fleiri merki en engar upplýsingar. Að sögn vísindamannanna kann ástæðan fyrir því, að sendingarn- ar eru ekki samfelldar. að vera, að geimstöðin hrapar eða vegna þess að tölva er ekki í lagi. „Skylab“, sem vegur 85 tonn og var áður vistarvera þriggja geim- farsáhafna. hefur fallið hraðar af braut sinni en búist hafði verið við og hafa vísindamenn áhuga á að kanna hvort beina megi stöðinni á nýja og fjarlægari braut eða hvort unnt er að ná henni til jarðar án þess að tjón verði af. Dýrt höfuð boðið upp I,ondon. 6. mars. AP. HÖFUÐKÚPA, sem talin er vcra höfuðkúpa sænska rithöfundar- ins og guðfræðingsins Emanuel Swedenhorgs. var á mánudag seld á uppboði á Sothcby í London fyrir 1500 pund eða meira en 7.3 milljónir íslenzkra króna. Það var konunglega vísinda- akademían í Stokkhólmi, sem keypti höfuðkúpuna, og mun hún að öllum líkindum verða flutt til Svíþjóðar og látin við hliðina á jarðneskum leifum Swedenborgs, sem eru almenningi til sýnis í Stokkhólmi. Swedenborg var fæddur 1698 og lézt í London 1772. Gröf hans var rænd nokkr- lím árum síðar og höfði hans stolið. Veður víða um heim Amsterdam 3 skýjað Apena 21 skýjað Berlín 6 skýjað BrUssel 6 heiðskýrt Chicago 0 skýjað Frankfurt 7 skýjað Genf 6 skýjaó Helsinki 1 skýjað Jóh.b 23 sólskin Kaupm.h. 5 aólskin Lissabon 19 sólskin London 11 sólskin Los Angeles 20 heióskírt Madrid 16 sólskín Malaga 16 léttskýjað Miami 22 skýjað Moskva -2 skýjað New York 1 heiðskýrt Ósló 6 heiðskírt Palma 13 skýjaó París 10 heiðskírt Róm 14 heiðskírt Stokkhólmur 1 skýjaö Tel Aviv 22 heiðskírt Tokýó 15 heiðskírt Vancouver 10 rigning Vínarborg 7 sólskin Ljubojevic og Spassky efstir Rujíojnó. JÚRÓslavíu. 7. mars. AP. SOVÉTMAÐURINN Boris Spassky og Júgóslavinn Ljubojevic höfðu forystu á alþjóðlega skákmótinu í Júgóslavíu á þriðjudag, þeg- ar tefldar höfðu verið átta umferðir. Úrslit biðskáka, er tefldar Að standa undir nafni Portsmouth. 7. mars. AP. FRÉTTIR herma að maöur að nafni ísmael Bakkus, nafni vín- guðsins gríska, hafi á mánudag verið dæmdur til að greiða 25 punda sekt fyrir drykkjuskap á almannafæri. voru á mánudagskvöld, urðu eftirfarandi: Ungverjinn Portisch vann Júgóslavann Vukic og Englendingurinn Miles gerði jafntefli við Bandaríkjamanninn Byrne. Spassky og Ljubojevic hafa nú fimm og hálfan vinning, Tékkinn Hort er með fimm og biðskák og Hollendingur- inn Timman fimm vinninga einnig. Sovétmaðurinn Tal hefur fjóra og hálfan, heims- meistarinn Karpov og Júgóslavinn Ivkov fjóra og biðskák, Portisch, og Húbner fjóra, Glicoric og Miles þfjá og hálfan, Bent Larsen þrjá, Vukic tvo og hálfan, Balashov og Bukic hafa tvo og biðskák og Byrne tvo. Biðskákir átti að tefla á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.