Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1978 15 Danmörk: Þingmenn fá engin opinber laun nema þingfararkaup Kaupmannahofn. 4. marz. Reuter. FORSETI danska þingsins gerði það að tillögu sinni í dag að hætt yrði að greiða dönskum þing- mönnum önnur laun en þing- mannslaun þótt þeir störfuðu auk þingmennskunnar í þágu hins opinbera. Líkur eru taldar á að samþykkt verði að þessar aukalaunagreiðslur þingmanna skuli afnumdar að því er segir í fréttaskeytum frá Kaupmanna- höfn. Margir hinna 179 þingmanna hafa lagt fyrir sig stjórnmál og orðið þingmenn á sama tíma og þeir störfuðu í þágu hins opin- bera. Lög og reglur í Danmörku gera þessum þingmönnum kleift að halda nokkru eftir af sínum fyrri launum. Þannig fær þing- maður sem ekkert kemur nálægt fyrra starfi áfram þriðjung fyrri launa, en sá þingmaður sem enn gegnir að einhverju leyti fyrra starfi fær auk þingmannslauna allt að tvo þriðju af fyrri launum. Forseti þingsins mun von bráð- ar hefja viðræður við fjármála- ráðherra Dana um hvernig skuli binda enda á þessar tvöföldu launagreiðslur þingmanna og reiknað er með að stjórnin fallist á þá breytingu. Þá hefur stærsti flokkur dönsku stjórnarand- stöðunnar lengi verið mótfallinn greiðslunum. Telur flokkurinn þær greiðslur sem viðgangast gera opinberum embættismönn- um þingmennskuna eftirsóknar- verðari en öðru fólki. NATO óttast eflingu kaupskipaflota Rússa Kólera heggur stórt í Tanzaníu Gení. 7. mars. AP. SVISSNESKA fréttablaðið „Neue Ziiricher Zeitung“ skýrði frá því á þriðjudag að kólerufaraldurinn í Afríkurikinu Tanzaníu væri nú 'kominn á stórháskalegt stig og væri nú tala þeirra. er faraldurinn hefði lagt að velli, um 3000 manns. 1 fréttinni, sem skrifuð var af fréttaritara blaðsins í Dar Es Salaam, sagði að öllum skólum í höfuðborginni hefði verið lokað á mánudag og hefði fólk á stórum svæðum verið sett í sóttkví og ferðamönnum meinað að fara þar um. Fréttaritarinn sagðist hafa það eftir læknum og kristniboð- um að „margir" sjúklingar hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús og bar hann „ýmsar heimildir" fyrir því að 3000 manns hefðu látizt af völdum sóttarinnar frá því að hún gaus upp í nóvfember sl. Talsmenn heilbrigðismála- stofnunar SÞ í Genf hafa fram til þessa ekkert viljað segja um fréttina. Á hinn bóginn ber óopinberum heimildum þar í borg saman um að raunverulegur fjöldi kólerutilfella í Tanzaníu kunni að vera mun meiri en yfirvöld þar hafa látið uppi. Þar sem Tanzanía á aðild að heilbrigðismálastofnuninni er stjórnvöldum þar þó skylt að gefa upp allar viðkomandi upplýsing- ar. Á þessu hefur orðið brestur, segja heimildir í Genf, og berast fréttir með allt of löngu millibili og oft fást þær aðeins með eftirgangsmunum. Norfolk. Router. NATO hefur vaxandi áhyggjur af eflingu sovézka kaupskipaflotans sem hefur fimmfaldazt á undan- förnum 15 árum og óttast að bandalaginu geti stafað hernað- arleg hætta frá honum Isaac Kidd flotaforingi, yfir- maður Atlantshafsflota NÁTO, óttast að aðildarlöndin geti orðið háð sovézkum flutningaskipum áður en langt um líði og telur eflingu sovézka kaupskipaflotans eina af orsökum þeirrar kreppu sem nú ríkir í siglingum og skipasmíðum heimsins. Rússar eiga um 1700 kaupskip. Fletninga- og fiskiskip þeirra eru rúmlega 20 milljónir lesta en voru aðeins 3.5 milljónir lesta 1960. Samkvæmt næstu fimm ára áætl- un ætla Rússar að smíða fimm milljónir lesta kaupskipa til við- bótar. Vestræn' skipafélög hafa orðið að leggja skipum vegna minnkandi umsvifa en á sama tíma hafa Rússar undirboðið farmgjöld og náð í sínar hendur töluverðum kaupsiglingum milli NATO-landa á kostnað vestrænna skipa. NATO óttast að kaúþskipum bandalagsríkjanna haldi áfram að fækka vegna skipakreppunnar og undirboða Rússa þannig að banda- lagið hafi ekki á að skipa þeim lágmarksskipastóli sem nauðsyn- legur sé til að flýtja liðsauka og vistir til Vestur-Evrópu frá Bandaríkjunum á Stríðstímum. Bandalagið þyrfti 6.000 flutn- ingaskip til slíkra flutninga í hverjum mánuði. Bandalagið ræður nú yfir um 10.000 skipum, en um 25% þeirra sigla undir fána Panama eða Líberíu og NATO telur að þeim sé lítt treystandi. Mörgum öðrum skipum er heldur ekki treyst, meðal annars vegna þess að áhafnir eru aðallega frá löndum utan bandalagsins. I svipinn telur bandalagið sig í Framhald á bls. 19. V erkbanni hætt í V-Þýzkalandi Talsmenn prentara segjast hins vegar ætla að halda áfram verkfalli sínu við blöð í Múnchen, Kassel, Wuppertal og Dússeldorf. í nýrri tilkynningu frá blaðaút- gefendum segir að haldi þrentar- ar verkfalli sínu til streitu muni þeir grípa til „frekari aðgerða". Aðgerðir þær, sem við er átt, eru þó ekki tilgreindar. Bonn. 7. mars. AP. BLAÐAÚTGEFENDUR í Vest- ur-Þýzkalandi tilkynntu á þriðju- dag að þeir hefðu ákveðið að aflétta verkbanni sínu á prent- ara, sem staðið hafði í 48 klukkustundir og hvöttu þá til að aflýsa verkfalli sínu og ganga til vinnu við þau fimm útgáfufyrir- tæki sem um er að ræða. Herferð til höfuðs umhv erfissp j öllum Vancouvcr. Kanada. 7. mars. AP. EVRÓPUDEILDIR „Greenpeace“-stofnunarinnar, samtaka um- vherifsverdarmanna, hafa fest kaup á um fimmtíu metra löngum togara og ætla að nota hann til fimm mánaða langrar ferðar, 16.000 kílómetra veglengd, til að spyrna fótum við hvers kyns lífríkisspjölium að því er leiðangursstjórinn David MacTaggart skýrði frá á mánudag. McTaggart, sem á sínum tíma varð kunnur fyrir mótmælaaðgerðir sínar gegn tilraunum Frakka með kjarnorkusprengjur á Suður-Kyrra- hafi, sagði að hugmyndin væri að skipið sigldi til Islands, Frakklands, Noregs og Korsíku til að mótmæla hvalveiðum, kjarnorkutilraunum og mengun Miðjarðarhafsins. Togarinn hefur hlotið nafnið „Regnbogahermaðurinn" og sagði McTaggart að kaupverð hans hefði verið 65 þúsund dollarar eða rúmlega 16,2 milljónir íslenzkra króna. Það munu vera deildir „Greenpeace" í Englandi, Frakklandi, Hollandi og Danmörku, sem skipulagðar voru af McTaggart, sem bera munu kostnaðarbyrgðina af leiðangrinum. „Þessi ferð hefur verið í bígerð í eitt og hálft ár,“ sagði McTaggart, „og við erum staðráðin í að hleypa af stokkunum vel skipulagðri og árangursríkri herferð," sagði hann. Áhöfn „Regnbogahermannsins" verður 24 menn og mun hann leggja úr höfn í Edinborg hinn 6. maí n.k. Þetta gerðist 1973 — Norður írsk hryðju- verkastarfsemi teygir anga sína tit Lundúna, er sprengja springur í bíl fyrir utan Old Bailey dómshúsið með þeim afleiðingum að einn lætur lífið og margir særast. 1970— Makaríos erkibiskup á Kýpur var sýnt banatiiræði er leyniskyttur skutu þyrlu hans niður. 1969— Sovézkt herlið sett í viðbragðsstöðu eftir landa- mæraátök við Kínverja hjá Ussurifljóti. 1966 — Stúdentar andvígir kommúnisma fara ránshendi i utanríkisráðuneytinu í Jakarta, Indónesíu. Leikarar dæmdir Rarcelona. 7. marz. AP. IIERRÉTTUR dæmdi fjóra leikara til tveggja ára fangelsisvistar í Barcelona í dag. Leikararnir. sem staría í einum þekktasta leikflokki á Spáni, voru ákærðir fyrir móðganir í garð hersins og að hóta allsherjar leikhúsverk- falli á Spáni í mótmælaskyni. Eftir að dómurinn féll brauzt út mikil ólga meðal leikhúsfólks í Madríd og Barcelona. Boðað var til allsherjarvcrkfalls leikara og farnar mótmadagöngur. þar sem tjáningarfrelsi var aðalkrafan. Dómnum verður ekki fullnægt fyrr en hann hefur verið staðfestur af Francisco Coloma Gallegos yfirmanni hersins í Barcelona. Leikarar, dansarar, söngv- arar og aðrir er starfa við leikhúsið hafa sent nefndir á fund helztu stjórnmálaflokka á Spáni til að biðja um stuðning þeirra í mótmæla- verkfallinu og baráttu þeirra fyrir tjáningarfrelsi. 1954 — Bandaríkin og Japan undirrita sameiginlegan varn- arsamning. 1950 — Voroshilov marskálkur tilkynnti að Rússar ráði yfir kjarnasprengju. 1942 — Japanir hertaka Rang- oon í Burma í síðari heims- styrjöldinni. 19l9 — Wilson Bandaríkjafor- seti fyrirskipar að bapdarísk kaupskip vopnist. Óeirðir og verkföll brjótast út í Sánkti Pétursborg og þar með hefst rússneska byltingin. 1765 — Lávarðadeild brezka þingsins samþykkir stimpillög- in og nýjar álögur á íbúa nýlendnanna í Ameríku. Afmæli: Richard Howe, aðmír- áll (1726 - 1799), Carl Philipp Emmanuel Bach, þýzkt tón- skáld (1714 - 1788), Oliver Wendell Hoomes, bandarískur lögfræðingur (1809 — 1894), Cyd Charissé bandarísk leik- kona og dansmær (1923 — ). Ilugleiðing dagsinsi „Gerðu allt gott,. sem í þínu valdi stendur án þess að gera veður út af því“. Charles Dickens, breskur rithöfundur (1812 — 1870). Aðstoðarmaður Honeckers ferst Bcrlín. 7. mars. AP. í HÓPI ellefu manna, sem létu lífið er þyrla fórst í Líbýu á mánudag, var austur-þýzkur stjórnmála- maður, Erner Lamberz, sem margir hafa litið á sem eins konar „krónprins“ Austur-Þýzkalands. Hann var aðalfulltrúi og aðstoðar- maður stjórnarleiðtoga landsins, Erichs Honeckers. Opinberar heimildir í Austur-Þýzkalandi hafa skýrt frá því að Lamberz hafi verið í sérstökuni erindagerð- um fyrir Honecker er hann fórst. Hann var þá á leið til Trípólí til ráðagerða við líbýska embættismenn. Meðal annarra, er létu lífið í slysinu var Paol Markowski, sem var eins og Lamberz félagi í miðstjórn Samein- ingarflokks sósíalista í Austur-Þýzkalandi. Önnur fórnarlömb í slysinu voru allt Líbýumenn. * í .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.