Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1978 — Kauptaxtar Framhald af bls. 2 benda á, að þeir taxtar eru reiknaðir miðað við hálfar vísitölubætur. Gildir þetta einnig um lægstu taxtana, og brýtur þar af leiðandi ótvírætt í bága við þau ólög, sem þessir aðilar leggja nú megináherslu á að virða skuli. Hvergi sést örla á þeim láglaunabótum sem 2. grein ólaganna er ætlað að tryggja láglaunafólki. Einmitt þessar láglaunabætur voru helsta réttlæting forsætisráðherra og vinnuveitenda á ólögunum. Kauptaxtar VSÍ og fjár- málaráðaneytisins eru því bæði brot á lölega geröum kjarasamningum og kjaraskerðingarlögum ríkisstjórnarinn- ar. Geta má þess, að láglaunafólk innan BSRB fékk um síðustu mánaðamót útborgað í samræmi við hina skertu taxta fjármálaráðuneytisins, — þ.e. án láglaunabóta." — Fráleitt að frystihúsin stöðvist... Framhald af bls. 2 við að ríkisstjórnin greiddi úr vanda fiskiðnaðarins í Eyjum, þannig að frystihúsin gætu þá staöið í skilum við rafveituna og hún gert upp skuld sína við Raok Morgunbíaðið sneri sér til Matthías- ar Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra og spurði hann á hvaða stigi málefní frystihúsanna í Eyjum væru innan ríkisstjórnar. Ráðherra kvað þessi mál enn vera til athugunar. Hann sagði að sér væri Ijóst að þarna væri verulegt vandamál á ferð, en við fleiri væri að eiga en hann einan. Hann kvaðst telja fráleitt, að fiskvinnslan í Vestmanna- eyjum stöðvaöist á miðri vertíð, og kvaðst eiga erfitt með að trúa því að opinbert fyrirtæki myndi stöðva allt atvinnulíf á staö eins og Vestmanna- eyjum meðan vandi þessa staðar væri til meðferöar og athugunar hjá stjórn- völdum án þess þó að hann vildi fara að blanda sér inn í málefni annars ráðuneytis og stofnunar sem undir þaö heyrði. — Óðinn kom að njósnaskipi Framhald af bls. 32. Magnússon, lögfræðingur Land- helgisga slunnar og blaðafulltrúi. Þegar Mbl. bað hann í gær um frásögn af atburðinum, svaraði hann því til að hann væri að ósk dómsm aráðuneytisins bundinn þagnað. iði um málið. Pétu Sigurðsson, forstjóri Landh' sgæzlunnar, rakti atburði þannig, er Mbl. spurði um hann: -„Það ar mánudaginn 20. júní 1977 a< arðskipið Óðinn, skip- herra Sigurður Þ. Arnason, kom að óþckktu skipi við óþekktar athafni rúmlega 12 sjómílur suður af Reykjanesi. Þetta var um klukkan hálftíu um morguninn og lá dimm þoka yfir, þannig að varðskipsmenn gátu ekki séð, hvað þarna væri á ferðinni. Varðskipið breytti þá hringnum sýnir sem varðskipið •) rússneska njósna- skinijiis um 11 sjómflur suður af ð morgni 20. júní I9< 7. Sænskur ræðumaður á samkomum hjá Fíladelfíu HÉR Á landi er nú staddur sænskur prédikari í heimsókn hjá Ffladelfíusöfnuðinum og heitir hann Enok Karlsson. Hefur hann dvalið hér síðan í fyrri viku og tekur þátt í samkomum í Ffladelfíu, hann sagðist hafa komið hingað áður og þetta væri nú þriðja heim- sókn hansi — Eg verð ræðumaður á sam- komum í Fíladelfíu á hverju kvöldi nú fram til laugardags er síðasta samkoman verður, en síðan fer ég til Færeyja. I 25 ár hef ég starfað sem ferðaprédik- ari, en það eru liðin 25 ár frá því ég komst til trúar, og áður var ég fiskimaður. Á þessum árum hef Loðnuveiði að glæðast LOÐNUVEIÐIN var aftur tekin að glæðast seinnipart dags í gær, og um tíuleytið í gærkvöldi höfðu 18 bátar tilkynnt loðnu- nefnd um afla, samtals um 6.400 tonn. Skipin voru: Örn með 550 tonn, Ljósfari 320, Vonin 190, Sandafell 340, Faxi 240, Óskar Halldórsson 400, Svanur 340, Þórður Jónasson 380, Helga II 530, ísleifur IV 190, Ólafur Magnússon 200, Hrafn Sveinbjarnarson 250, Gísli Árni 620, Þórshamar 500, Freyja 370, Víkurberg 280, ísleifur 430 og Sigurbjörg 260. Skipin fóru öll með aflann til Austfjarðahafna. um stefnu og hélt að þessu skipi og er að var komið töldu varð- skipsmenn sig þekkja það sem skip, sem smíðað hefði verið í Sovétríkjunum sem fiskiskip. Á meðan siglt var að skipinu töldu varðskipsmenn sig greina á ratsjánni dauft endurvarp við hlið ókunna skipsins. Þegar varðskipið kom að, sáu varðskips- menn hvorki nafn né númer og heldur ekki neinn fána. Skipinu var eðlilega gefið stöðvunarmerki, en er það sinnti því í engu, voru gefin endurtekin stöðvunarmerki, bæði með ljós- um og hljóðum. Skipið stöðvaði þó ekki og sneri ávallt undan varðskipinu, en upp komu plata með nafninu Ekholot og rúss- neski fáninn. Þeir um borð í varðskipinu fóru þá að kanna, hvaða skip þetta gæti verið og höfðu samband við okkur í landi. I ljós kom, að þarna var um að ræða skip, sem í uppsláttarritinu Janes fighting ships er skráð sem tilheyrandi sovézka flotanum. Samkvæmt skýrslu skipherra varðskipsins töldu varðskipsmenn áig sjá á þilfari skipsins einkennsiklædda menn, bæði yfir- og undirmenn og voru sumir vopnaðir hríð- skotarifflum. Þar sem hér r'eyndist ekki vera um fiskveiðiskip að ræða, heldur skip, sem telja varð herskip og það á siglingu utan landhelgis- marka, var ekkert' frekara hægt að gera og var því varðskipinu skipað að hætta eftirförinni.“ Þegar Mbl. spurði Pétur, hvort málið hefði verið borið undir yfirstjórn Landhelgisgæzlunnar, dómsmálaráðuneytið, sagði hann, að ráðuneytinu hefði verið send skýrsla um atburðinn eftir á. Þegar Mbl. spurði Pétur, hvort varðskip hefðu áður rekist á slík skip við Island, svaraðí hann því til: „Við höfum af og til rekizt á skip, sem við vitum ekki, hvað hafa verið að gera, en þetta er eina dæmið frá síðasta ári svo ég segi ekki meira en ég get staðið við, en um fyrri atburði man ég ekki svo glöggt, nema að þar hefur verið um að ræða skip, smíðuð sem fiskiskip, af sovézk- um og pólskum uppruna.“ ég ferðast um heima í Svíþjóð, og einnig farið til annarra Norður- landa og Evrópulanda. I ferðum sínum hingað til lands áður hefur Enok Karlsson ferðast um landið og tekið þátt í samkomum víða, en að þessu sinni hvað hann það ekki hafa verið hægt, aðallega vegna slæmra veðurskilyrða. Einar J. Gíslason sagði að margir hefðu sótt samkomurnar sem Enok Karlsson hefði tekið þátt í hjá þeim, og væru þau hjá Fíladelfíu- söfnuðinum ánægð með að hafa fengið hann til landsins nú í þriðja sinn. Enok Karlsson segist ferðast algjörlega á eigin vegum og fara þangað sem Guð byði honum þverju sinni. Auk Enok Karlsson taka ýmsir sönghópar þátt í samkomunum, sem hefjast á hverju kvöldi kl. 20:30 og sagði Einar J. Gíslason að aðalkórinn væri í fríi þar sem hann hefði nýlokið við að syngja inn á plötu — og notum við því yngra fólkið meira, sagði Einar, og söngurinn er mjög góður. - Kolanámumenn Framhald af bls. 1. getur kallað út þjóðvarðliðið, þótt það mundi mælast illa fyrir, til þess að tryggja að verkfallsmenn komi ekki í veg fyrir að einhverj- ir námumenn eða aðrir verka- menn hefji störf í námunum. Um 50.000 af 160.000 námumönnum Vestur-Virginíu eru í verkfalli og margir þeirra eru stuðningsmenn ríkisstjórans. — Kvótakerfi Framhald af bls. 17. innlendum markaöi fyrir þessar afuröi. 6. Hvort ekki sé unnt að fá fjármagn úr Byggðasjóði til þess að efla nýjar þúgreinar, s.s. loðdýrarækt, aukna fiskrækt o.fl. sem hugsanlegt væri að taka uþp og auka, en draga í þess staö úr mjólkur- og kjötframleiöslu. 7. Hvernig auka megi tengsl og samræma stefnur og starfsemi þeirra stofnana, er vinna að framgangi þeirra mála, sem landbúnaðinn varöa, s.s. Búnaðarfélags ísands, Stéttarsam- bands bænda, Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Landnáms ríkisins, Stofnlánadeildar landbúnaðarins, Byggingarstofnunar landbúnaöarins, Landgræðslu ríkisins, Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins o.fl. í tillögunni er gert ráö fyrir að ráðherra skipi þrjá menn eftir til- nefningu Búnaöarfélagsins, jafnmarga eftir tilnefningu Stéttarsambands bænda og einn án tilnefningar, sem jafnframt veröi formaður. Við umræöur um tillöguna á fundi þingsins í gær lýstu þeir, sem til máls tóku, ánægju sinni yfir henni, en fram kom í máli nokkurra ræöumanna að þeir töldu ekki rétt að setja fram ákveðna reglu um hvernig ákveða ætti kvóta fyrir framleiösluna í þessari ályktun heldur ætti fyrirhuguð nefnd að hafa þar einnig óPundnar hendur sem og með annað. Tóku nefndarmenn undir þessa skoðun og boðuðu breyt- ingu á þessu atriði. Þá töldu ýmsir að æskilegt væri aö nefndin legöi fram tillögur sínar eigi síðar en í júlímánuði n.k. þannig að bændur gætu rætt þær, áður til aðalfundar Stéttarsambands bænda kæmi þá um haustið. — Krefst 5,3 milljóna kr. Framhald af bls. 32. aö fjárhæð kr. 4.694.000. Byggði Landeigendafélagið þennan reikning á samkomulagi sínu við lögmann sinn, Sigurö Gizurarson þáv. hrl. Sam- kvæmt því samkomulagi skyldi gjald- skrárnefnd Lögmannafélags íslands úrskurða um störf hans í þágu Landeigendafélagsins. Gjaldskrár- nefndin taldi fyrrgreindar kr. 4.694.000 hæfilega þóknun „fyrir störf í þágu Landeigendafélags Laxár og Mývatns og flutnings máls varðandi lögmæti virkjunarframkvæmda Laxárvirkjunar í Laxá í Þingeyjarsýslu og lögbannsmáls vegna þeirra framkvæmda". Þar við átti svo að bæta útlögöum kostnaði. Gunnlaugur sagði, aö Landeigenda- félagiö teldi að ríkissjóður hafi í sáttargerðinni skuldbundið sig til þess að greiða þennan kostnaö. Ríkissjóður telji hins vegar, aö ekki beri aö greiða nema hæfilegan kostnað vegna mála- ferlanna sjálfra í sambandi viö Laxár- málin. Benti ríkissjóður sérstaklega á, aö Landeigendafélagiö greiddi sínum lögmanni nær helmingi hærri fjárhæð en tveir lögmenn Laxárvirkjunar hefðu fengið samtals. Ríkissjóður teldi enn- fremur, aö úrskurður gjaldskrárnefnd- ar Lögmannafélagsins væri um mun meiri störf en rætt væri um í sáttargerðinni. Eins og fyrr segir er málið nú rekið fyrir bæjarþingi Reykjavíkur. Dómari í málinu er Garðar Gíslason, settur borgardómari, en Logi Guðbrandsson hrl. er lögmaður Landeigendafélags- ins. Gunnlaugur Claessen fer meö málið fyrir hönd ríkissjóðs. — Hóta að hætta Framhald af bls. 1. herra að hætta viðræðum sínum í Bandaríkjunum og segja af sér ef Gyðingum yrði leyft að halda áfram landnámi í Nebi Salech og Beit E1 á vesturbakka Jórdan. Israelska útvarpið sagði að Simcha Ehrlich fjármálaráð- herra hefði hótað að fara að dæmi Weizmans og segja af sér. Báðir ráðherrarnir neituðu því seinna að þeir hefðu í raun og veru hótað að hættá, en Weizman sagði í viðtali við síðdegisblaðið Maariv að hann hefði tekið harða afstöðu. Samstarfsmenn Ehrlichs segja að hann sé sammála Weizman. Áður en Weizman fór frá ísrael á sunnudaginn bannaði hann frekari framkvæmdir í Nebi Salech og. Beit El. Málefni hertekinna svæða heyra undir •Weizman og hann hefur beitt sér fyrir því að öllu nýju landnámi verði hætt meðan friðarviðræður fara fram. Alfred Atherton, aðstoðar- utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í dag að loknum viðræðum við Menachem Begin forsætisráðherra að bilið milli sjónarmiða Egypta og ísraels- manna hefði minnkað. Hann sagði að ferðir sínar milli Jerúsalem og Kaíró undanfarnar tvær vikur hefðu verið gagnlegar og að hann færi til Washington seinna í vikunni til að undirbúa fundi Begins í næstu viku með Jimmy Carter forseta. í Washington höfðu þingleið- togar eftir Carter í dag að hann óttaðist að Israelsmenn mundu afneita ályktun Sameinuðu þjóð- anna nr. 242 þar sem hvatt er til brottflutnings herliðs frá arabískum svæðum, sem voru hertekin í stríðinu 1967. Hann sagði þetta vegna þess að ísraels- menn hafa gefið í skyn að ályktun 242 eigi ekki við um vesturbakka Jórdan. - Rhodesíumenn Framhald af bls. 1. togum í Rhódesíu á óvart. Tals- maður Abel Muzorewa biskups sagði að biskupnum hefði ekki verið fyrirfram tilkynnt um árásina þar sem samningurinn frá því á föstudaginn væri ekki genginn í gildi en hann hefði ekki samþykkt hana. Talsmaður séra Ndabaningi Sithole sagði að afstaða hans til árásarinnar færi eftir því hvort hún hefði verið hefndar- eða árásaraðgerð. í tilkynningu frá Rhódesíuher segir að árásin hafi verið skipu- lögð þegar hópur skæruliða hefði farið yfir landamærin og verið tekinn til fanga og komið hefði í ljós að skæruliðar hefðu komið upp mikilli bækistöð rétt handan við landamærin. I tilkynningunni sagði að þessi skæruliðahópur hefði greinilega verið framvarð- arsveit fjölmenns innrásarliðs og að meiriháttar aðgerðir hefðu verið í undirbúningi gegn Rhó- desíu. Þess vegna sagði í tilkynn- ingunni að aðgerðir hefðu verið skipulagðar gegn stöðvum hryðjuverkamanna í varnar- skyni. Samkvæmt heimildum í Lus- aka beindist árásin gegn stuðn- ingsmönnum Joshua Nkomo, annars tveggja leiðtoga Föðurlandsfylkingarinnar sem hefur lagzt eindregið gegn sam- komulaginu sem náðist um meiri- hlutastjórn blökkumanna í Salis- bury. Talsmaður Nkomo sagði að árásin væri glæpsamleg og ófyr- irgefanleg. Vestrænir sérfræðingar í Lus- aka telja að árásin sýni að Ian Smith forsætisráðherra ætli að sýna skæruliðum í Zambíu meiri hörku og að hann hafi gefið upp alla von um að komast að samkomulagi við Nkomo. Þeir segja að árásin geti leitt til þess að Nkomo og Robert Mugabe, hinn leiðtogi Föðurlandsfylkingarinnar, sam- eini skæruliðaheri sína. Bretar og Bandaríkjamenn sögðu í dag að þeir hörmuðu hvers konar stignjögnun átaka í Rhódesíu. David Owen, utanríkis- ráðherra Breta, fer til Washing- ton á morgun til viðræðna við Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og þeir munu reyna að samræma stefnu ríkis- stjórna sinna í Rhódesíumálinu. Owen og Vance vilja að Föður- landsfylkingin verði aðili að samkomulaginu sem tókst í Salisbury. — Falið að mynda stjórn Framhald af bls. 1. forseti, sem tilnefnir nýjan forsætisráðherra eftir síðari umferð kosninganna 12. marz, ber mikla virðingu fyrir Mend- es-France. Mendes-France hef- ur farið undan í flæmingi þegar hann hefur vérið að því spurður hvort hann hyggist hefja aftur afskipti af stjórn- málum. — Carter Framhald af bls. 1. löndum og stríð Eþíópíu og Sómalíu. Samkvæmt bandarískum heimildum hefur Carter áhuga á að kanna hvað við muni taka í Júgóslavíu þegar Tito hverfur af sjónarsviðinu, einkum deilur þjóðanna sem byggja landið og getu Júgó- slava til að standast þrýsting frá Sovétríkjunum. Tito forseti sagði í viðtali við James Reston í New York Times í síðustu viku að hann hefði búið svo um hnútana að öruggt væri að ekki kæmi til vandræða að honum látnum. Carter forseti sagði þegar hann tók á móti Tito að Júgóslavar gætu ásamt Ind- verjum og Egyptum brúað bil milli landa sem ættu erfið samskipti. Meðal þess sem ágreiningi veldur milli Bandaríkjamanna og Júgóslava er krafa Júgóslava um „nýlendustefnu" verði hætt á Puerto Rico og óánægja þeirra með friðarvið- ræður Egypta og ísraels- manna. — Mjólk hækkar um 15% Framhald af bls. 32. kílóið af 45 prósent osti úr 1399 krónum í 1534 krónur eða um 9,6% og kartöflur í fyrsta flokki í 5 kg pokum hækka úr 164,40 krónur hvert kíló í 181,60 krónur eða um 10,5%. Hver lítri af undanrennu hækkar úr 100 krón- um í 108 krónur eða um 8%. Eftir því sem Morgunblaðið hefur fregnað mun einnig að mestu frágengið hver hækkunin á nautakjöti verður eða í kringum 16% .og einnig á kindakjötinu, þar sem niðurgreiðslurnar munu koma til. Hins vegar. er ágrein- ingur innan 6-mannanefndar um hækkunina á ullinni, þar sem framleiðendur munu vera þess ófúsir að hækka hana í líkingu við aðra búvöru og málið komið til yfirnefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.