Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1978 19 — Hæstiréttur staðfesti Framhald af bls. 3. neinar upplýsingar um hvenær eða með hverjum hætti fjármunir þessir hafi verið fluttir til Sviss. Með þessari athugasemd og með vísan til 1. tl. 67. gr. laga nr. 74/1974 ber að staðfesta hinn kærða úrskurð. Engir þeir annmarkar eru á hinum kærða úrskurði eða málsmeð- ferð fyrir dómi að vítum varði, en eigi verður fjallað um kröfu varnar- aðila um vítur að öðru leyti í kærumáli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. — NATO óttast Framhald af bls. 15 mesta lagi geta reitt sig á um 7.500 skip eða 1.500 fleiri en Kidd flotaforingi telur lágmarksnauð- syn. En búizt er við gífurlegu skipatjóni ef til átaka komi og Rússar hafa jafnframt stóreflt herskipaflota sinn. Búizt er við að Rússar muni tefla fram rúmlega 50 ofansjávarskipum og rúmlega 100 kafbátum við upphaf átaka. Og Kidd flotaforingi gagnrýnir að vestræn ríki skuli smíða skip fyrir Rússa sem þar með geti einbeitt sér að herskipasmíði. — Einsöngur Framhald af bls. 14. eins stafað af kvefsýkingu og af of miklu álagi, sem eykst að mun í slíkri raun sem einn konsert er. Konsertinum lauk með fjórum lögum eftir Sigfús Einarsson og Sigvalda Kalda- lóns. Ekki brást henni boga- listin því þrátt fyrir þreytu, var söngur hennar rismikill. Raddgerð Olafar og túlkun mun áreiðanlega falla vel að óperutónlist, enda mun hún bráðlega láta heyra til sín á þeim vettvangi og mun mörg- um forvitni í að heyra og sjá til hennar á leiksviðinu. Guð- rún Kristinsdóttir píanóleikari fylgdi Ólöfu vel og dyggilega og var samleikur þeirra mjög góður, en heldur mikið þó á sterku nótunum, sem erfitt er að komast hjá í þessum glym- sal Félagsstofnunar stúdenta. Jón Ásgeirsson. Vegna vorkfalla og tafa af þeirra viildum hefur tónlistar gagnrýni þossi beðið birtingar óvenju lengi. Er beðið veivirðingar á því. — Tónlist Framhald af bls. 13. skipta, nema helst hjá þeim, sem tileinkað hafa sér nýjung- ar og síðar meir hverfa aftur til þess sem þeir voru aldir upp við. Samkvæmt þessu er hljóð- upplifun á þroskatímabilinu mótandi fyrir hljóðmat hins þroskaða hlustanda og afstaða hans að nriklu leyti skorðuð við reynslu, sem upplifuð er á fyrri hluta æviskeiðsins. Þannig hefur hinn aldni heiðursmaður sætt sig við Bela Bartók, en ekki tileinkað sér tónmál hans. Þegar áhugamannahópar um tónlist hyggjast takast á við einhver verkefni á sviði tónlist- ar, er viðhorf .þeirra bundið því að velja skemmtileg og vinsæl verk. Þessi vinsælu verk hafa oftast verið svo mikið flutt, að sem hljóðáreiti eru þau hætt að framkalla andsvar hjá hlust- andanum. Forleikurinn að Leikhúsforstjóranum eftir Mozart var ekki illa leikinn en í hljóðrannsóknastöð (heilan- um) hlustenda var hér. um svo „prógrammeraða" tónlist að ræða, að varla tók því að klappa fyrir,flutningnum. Ekki einu sinni ástæða til að þakka hljómsveitarstjóranum sér- staklega fyrir ágæta stjórn. Bela Bartók er fyrir undirrit- aðan mjög skemmtilegt verk og var frábærlega vel leikið af György Pauk. Síðasta verkið er ein af sterkustu hljóðupplifunum undirritaðs á svo nefndu þroskaskeiði og var upplifunin nú ekki eins sterk og þá. Samt sem áður var margt gott að heyra hjá hljómsveitinni. Duc- an Campell lék mjög vel á sitt óbó, sömuleiðis Sigurður I. Snorrason á sitt klarinett. Hvort sem þessi sinfónía er númeruð sem 9 eða 7, er hún sérstætt listaverk og er ekki óviðeigandi að vitna til gagn- rýni, sem Róbert Schumann ritaði um þessa sinfóníu í Neue Zeitschrift Fiir Musik. „í hreinskilni sagt veit sá sem ekki hefur kynnst þessari sinfóníu harla lítið um Schu- bert, þó slík staðhæfing kunni að þykja ýkjur, þegar tillit er tekið til þeirra listaverka, sem meistarinn hefur þegar gefið heiminum. í verkinu birtist glæsileg tækni, lifandi tónvef- ur, fínleg litröðun og næmi fyrir hinu smágerða. Gerð verksins er hjúpuð rómantískri dulúð, sem nú er okkur kunn af öðrum verkum Schuberts.“ Schumann lýkur greininni á eftirfarandi orðum: „Engin Sinfónía hefur haft eins mikil áhrif á okkur síðan á dögum Beethovens." Þannig mælir maður með mikla hlustunar- reynslu og þekkingu á tækni- legum undirstöðum þeirrar iðju að semja sinfóníu. Með þann samanburð er hanm viss um að stóra sinfónían í C-dúr eftir Schubert er óviðjafnan- legt listaverk. Er hægt að efast um þá staðhæfingu? Ekki ef gert er ráð fyrir því að vitsmunir manna séu eitthvað annað og meira en orðin tóm og þjálfun þeirra til ýmissa at- hafna meira en fikt og leikur. Á hverju byggja þeir menn staðhæfingu sína, sem segja að klassísk tónlist sé gaul og að enginn. hafi gaman af slíkri tónlist. Á eigin þekkingu, eigin reynslu, eigin tilfinningu, eigin þekkingarleysi, eigin reynslu- leysi, eigin tilfinningaleysi? Lærdómstími ævin er og maðurinn er það, sem hann hefur fengist við og þroski hans er m.a. mótaður af gæðum viðfangsefnisins. Ef einhver hefur gaman af því að hlusta á sinfóníur, er það af því að han'n hefur gefið sér tíma til þess, fremur en að hana sé sérlega hæfur til þess og hann mun halda því áfram, vegna þess að þessi þjálfun, sem hann hefur öðlast í að greina hljóð, veitir honum djúpstæða ánægju. Jón Ásgeirsson Einingarklefar, sem allir geta reist á fáum klukkustundum. Ýmsar stœrðir og gerðir til uppsetningar hvar sem rúm leyfir. Komið - hringið - skrifið - við veitum allar nánari upplýsingar. ^ Byggingavörur Sámbandsins Suðurlandsbraut 32 • Simar82033 • 82180 Kaupfélag Eyfirðinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.