Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 20
20 M0RGUNBLAÐ1Ð, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1978 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna A ha Ungur maður, ýmsu vanur verslunar- gagnfræðingur og stúdent, óskar eftir vinnu. Tilboð skilist á augl. Mbl. fyrir 1 1.3 merkt: „0 — 944". Atvinna — bifreiðaviðgerðir óskað er eftir vönum bifreiðaviðgerða- manni Réttindi ekki áskilin. Góð vinnu- skilyrði. Lysthafendur sendi upplýsingar um aldur, og fyrri störf, til afgr. Mbl. fyrir 14. marz, merkt. „Bifreiðaviðgerðir — 4140". Iðnaðarmenn — sölumann Óskum að ráða nú þegar eftirtalið starfsfólk: Plötu og rennismiði, rafsuðumenn. Menn vana viðhaldi og uppsetningu á Hydrolic-tækjum SÖIumann til að annast sölu á Hydroliskum tækjum og framleiðsluvörum fyrirtækisins. Aðstoðarmenn í járniðnaði Vélaverkstæðið VÉLTAK H/F, Hvaleyrarbraut 3, simi 50236. Hafnarfirði. Einn háseta vantar á M.B. Ólaf Bjarnason frá Ólafsvík sem er að byrja á þorskanetum. Upplýsingar í síma 93-6294, Ólafsvík. Starfsmaður óskast Starfsmann vantar til skamms tíma á Skattstofu Reykjanesumdæmis. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu embættisins, að Strandgötu 8 —10, Hafnarfirði. Skattstjórinn í Reyk/anesumdæmi. Ritari Ósk um að ráða vanan ritara. Verzlunar- skólamenntun eða sambærileg menntun æskileg. Áherzla lögð á góða enskukunn- áttu svo og nokkra þekkingu í þýzku og norðurlandamálum. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra, á skrifstofu vorri, að Fellsmúla 26. A/menna verkfræðistofan h. f. Skrifstofustarf óskum að ráða starfskraft á skrifstofu hjá innflutnings- og iðnaðarfyrirtæki í Hafnar- firði. Verzlunar- og samvinnuskóla- menntun æskileg. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 15. mars, merkt: „Skrifstofustarf". Maður óskast Reglusamur maður óskast við vélavinnu í þvottahúsi, frá og með næstu mánaðar- mótum. Meðmæli æskileg. Tilboð sendist Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: „Þ — 4141 ". VANTAR ÞIGVINNU VANTAR ÞIG FÓLK (j ÞL' AUGLVSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR ÞL ALG- LÝSIR í MORGUXBLAÐINL Einmitt Hturinn sem ég hafði hugsað mér!" ,,Nýtt Kópal er málning að mínu skapi. Nýja litakerfið gerir manni auðvelt að velja hvaða lit sem er, — og liturinn á litakortinu kemur eins út á veggnum. Þaö er verulega ánægjulegt að sjá hve nýtt Kópal uppfyllir allar óskir manns og kröfur. málninghlf Nýtt Kópal þekur vel og er létt í málningu. Endingin á eftir að koma í Ijós, en ef hún er eftir öðru hjá Kópal, þá er ég ekki banginn!" Jmdrich Rohan hljóm- sveitarstjóri látinn Mér bárust þau sorgartíðindi, að vinur minn, Jindrich Rohan hljómsveitarstjóri, væri látinn. Hann andaðist hinn 14. febrúar 1978, hann var fæddur í Briinn í Bæheimi 14. maí 1919. Jindrich Rohan var Islending- um að góðu kunnur, hann var fyrsti fastráðni stjórnandi Sin- fóniuhljómsveitar íslands þegar hún tók til starfa með reglulegu hljómleikahaldi veturinn 1961—2 i Háskóiabíói. Sama ár réðst Þjóð- leikhúsið í það stórvirki að færa upp óperettuna My Fair Lady, var Rohan einnig þar hijómsveitar- stjóri. Tvisvar siðan hefir hann verið boðinn hingað til að stjórna einstaka hljómleikum Sinfóníu- hljómsveilarinnar. Rohan var orðinn vel þekktur hljómsveitarstjóri víðsvegar um heim. Oft fékk ég póstkort frá Rohan, þar sem hann var staddur til að stjórna hinum mismunandi hljómsveitum, svo sem frá Japan, þar sem hann stjórnaði vetrar- langt Yomiuri Symphony Orchestra í Tokyo, ítaiíu, Ung- verjalandi, Spáni, Austur- og Vestur-Þýzkalandi, Belgíu og Austurriki svo að nokkuð sé nefnt. Síðasta blaðaumsögn, sem hann sendi mér var frá U.S.A. þar sem hann stjórnaði The Phila- delphia Orchestra 30. apríl 1977. Segja má að það eru Íofsamleg unimæli, vísað til þeirra góðu dóma sem hann fékk með sömu hljómsveit 1974, hann hafi engu tapað síðan: „persónulegir töfrar hans á pallinum og hæfileikar hans til að móta tónverkin voru áhrifameiri en nokkru sinni.“ 1 föðurlandi sínu var hann einn af stjórnendum Prag sinfóníu- hljómsveitarinnar frá 1954 og um árabil prófessor við músikháskóla þar. Eg hef kynnst mörgu góðu fólki, bæði íslenzku og erlendu, en minningar mínar frá þeim tíma, sem Rohan og kona hans bjuggu hjá mér, meðan þau dyöldu á íslandi, eru einhverjar þær beztu sem ég á. Ðau sýndu mér mestan þann hluta lands míns, sem ég hef séð. Ég var alltaf boðin með, þegar þau óku af stað í litla Fiatinum sínum til að skoða ísland. Seinna buðu þau mér til Tékkóslóvakíu og sýndu mér nokkurn hluta af föðurlandi sínu. Þvílíkrar tryggðar og vináttu i Jindrich Rohan gegnum árin er dýrðlegt að minn- ast. Guð blessi þau hjónin lífs óg liðin. Kristin Tómasdóttir Melhaga 5, Reykjavík. r Iran: Auðinn fyrir soninn Tehcran, íran. 6. marz. AP. ÍRANSKUR auðkýfingur hefur boðizt til að láta af hendi allan auð fjölskyldunnar gegn því að 9 ára syni hans verði skilað, en honum var rænt fyrir 10 dögum. Auðkýfingurinn, Mohamed Pournik, auglýsti í dagblöðum í dag, að hann væri nú vonlaus um að lögreglan leysti málið og bauðst til að láta af hendi allan sinn auð í stað sonarins. Þrír menn rændu syni Pourniks fyrir um 10 dögum er hann var á leið heim úr skóla. Skömmu eftir ránið var hringt í fjölskyldu hans og hún krafin 1 milljónar Bandaríkjadala í lausn- argjald. Ekkert frekara hefur heyrzt frá ræningjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.