Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1978 25 fclk f fréttum Lengi lifir í gömlum glœðum + Fyrir 10 árum voru þau trúlof- uð, Olivia Hussey og Paul Ryan, En það slettist eitthvað upp á vinskapinn og eftir að hún lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni „Rómeó og Júlía“ giftist hún Dino syni Deans Martns. Þau eru nú skilin og í janúar síðastliðnum giftu þau Olivia og Paul sig. + Fyrir nokkrum árum hrifust íslenskar jafnt sem eriendar yngismeyjar mjög af breska rokksöngvaranum Tommy Steele. Hér sjáum við hann ásamt konu sinni Ann. Þau eru hér að leggja af stað til Bermuda í smá frí. Fréttamynd ársins 1977 + Þessi mynd var nýlega valin fréttamynd ársins 1977. Ljósmyndarinn sem tók hana heitir Leslie Hammond og starfar við dagblað í Cape Town í S-Afríku. Myndin, sem heitir „Táragas-terror", var tekin í einum af mörgum mótmælaaðgerðum svartra manna þar í borg á síðasta ári. Verðlaunum þessum er úthlutað árlega í Amsterdam. + Marjorie og Stan Lassman eru ekki mikiðfyrir að flýta sér og gera ekkert án þess að hugsa sig um tvisvar. Það var því ekki fyrr en þau höfðu búið saman í 21 ár og átt 6 börn að þau ákváðu að gifta sig. Launagreiðslur F.S. Athugasemdir vegna viðtals við menntamálaráðherra Hvað er Félags- stofnun stúdenta? F.S. var stofnsett með lögum frá Alþingi árið 1968 og var markmiðið með stofnun hennar að tryggja stúdentum á Islandi, samsvarandi þjónustu og sjálf- sögð þykir í nágrannalöndum. okkar. Þessu markmiði reynir F.S. að ná með rekstri eftirtal- inna fyrirtækja: 1) Stúdentagarðanna, Gamla og Nýja Garðs. 2) Hjónagarða. 3) Stúdentaheimilisins (Félags- heimili stúdenta) 4) Kaffistofa í aðalbyggingu, Arnagarði og Lögbergi. 5) Stúdentakjallaranum. 6) Matstofu stúdenta. 7) Bóksölu stúdenta. 8) Háskólafjölritunar. 9) Barnaheimilanna Efrihlíðar og Valhallar. Auk þess rekur Félagsstofnun Hótel Garð á sumrin. F.S. er stjórnað sameiginlega af fulltrúum ríkisvaldsins (sem eru 2, annar tilnefndur af ráðu- neyti en hinn af háskólaráði) og fulltrúum stúdenta (þeir eru 3, tilnefndir af stúdentaráði). Stúdentar hafa (því) meirihluta í stjórn F.S. Alþingi taldi (á þeim tíma sem lögin um F.S. voru sett) að kennsla, kennsluhúsnæði og námsbækur væru ekki einu for- sendurnar fyrir námi. í greinar- gerð með frumvarpi laganna um stofnun F.S. segir að „engu minna máli skipti fyrir náms- manninn að hann hafi aðstöðu til að stunda nám sitt án daglegrar áhyggju um afkomu sína“. Þess- um orðum fylgdu síðan fyrirheit um fjárhagslegan stuðning til stofnunarinnar eða svo vitnað sé í greinargerðina: „Gera verður ráð fyrir að framlög ríkisins til félagsmálefna stúdenta fari hækkandi á næstu árum“. Hver er staða F.S. í dag? Hin fögru orð í greinargerðinni með frumvarpinu um stofnun F.S. hafa ekki verið efnd. Fram- lög ríkissjóðs til reksturs félags- stofnunar hafa jafnt og þétt verið skorin niður á sama tíma og opinber gjöld stofnunarinnar hafa stóraukist. Framlag ríkis- sjóðs hefur dregist saman úr kr. 3.328 (þrjúþúsund þrjúhundruð tuttugu og átta) pr. stúdent árið 1970 í kr. 519 (fimmhundruð og nítján) árið 1977 (miðað við fast verðlag árið 1969). .Samkvæmt áætlun mun framlagið minnka enn árið 1978. Nú er svo komið að opinber gjöld eru helmingi hærri en ríkisframlagið til reksturs stofnunarinnar. F.S. er því tekju- lind fyrir ríkissjóð í stað þess að vera styrkt af honum eins og ætlast var til í upphafi. Höfuðtekjustofnar F.S. eru innritunargjöld stúdenta við H.í. og sala hennar á vörum og þjónustu. Vegna stöðugs sam- dráttar á aðstoð hins opinbera hefur sífellt þurft að leggja meiri áherzlu á þessar tekjuöflunar- leiðir. Stuðningur ríkissjóðs við Félagsstofnun í dag er aðeins til málamynda og rekstur hennar hvílir svo til eingöngu á herðum stúdenta. Stjórn F.S. hefur fengið það hlutskipti að gerast „stuð- púði“ milli ríkisvaldsins og stúdenta. Hún hefur þurft að finna þær leiðir til hækkunar verðlagningar á þjónustu stofnunarinnar, sem líklegastar eru til að draga úr róttækum mótmælaaðgerðum frá stúdent- um. Menntamálaráðherra. Á fundi í stjórn F.S. sl. miðvikudag var samþykkt að greiða fullar vísitölubætur á laun starfsmanna F.S. hinn 1. marz. Þessi ákvörðun var tekin af fulltrúum stúdenta í stjórn F.S. eftir að stjórn stúdentaráðs H.I. hafði skorað á þá að gera slíka samþykkt. I Morgunblaðinu sl. sunnudag er birt viðtal við Vilhjálm Hjálmarsson menntamálaráð- herra, þar sem hann lýsir undrun sinni yfir því að „þeir sem telja sig hafa átt í svo miklum erfiðleikum sem raun ber vitni, skuli þó telja sig þess umkomna að gera slíka hluti". Það sem skiptir mestu máli í þessu sambandi er að fulltrúar stúdenta í stjórn F.S. eru með þessari samþykkt að sýna sam- stöðu með launafólki í landinu og að mótmæla kjaraskerðingar- áformum ríkisstjórnarinnar. Þeir telja að kjarabarátta stúdenta verði ekki slitin úr samhengi við almenna kjarabaráttu í landinu. Það fólk sem þiggur laun frá Félagsstofnun stúdenta er aðal- lega láglaunafólk, sem vinnur eftir töxtum verkakvennafélags- ins Framsóknar. Undirritaður leyfir sér að fullyrða að ef þetta fólk hefði haft, þó ekki væri nema helming af launum Vilhjálms Hjálmarssonar, þá hefði stjórn F.S. ekki treyst sér til að taka umrædda ákvörðun. Sú kjara- skerðing, sem þarna var áformuð samrýmist ekki hugsjónum raun- verulegra félagshyggjumanna. Fulltrúar stúdenta í stjórn F.S. eru kosnir af meirihluta vinstri manna í stúdentaráði H.í. í stjórn félagsstofnunar eru þeir fulltrúar ákveðinna hugsjóna. Þeir munu ekki láta ríkisvaldið neyða sig til að yfirgefa þær hugsjónir. Misheppnuð tilraun. Með stofnun Félagsstofnunar stúdenta árið 1968 var gerð tilraun til að skapa stúdentum við H.í. „aðstöðu til að stunda nám sitt án daglegrar áhyggju um afkomu sína“. Þessi tilraun hefur mistekist, vegna niður- skurðar á framlögum ríkisvalds- ins til stofnunarinnar. Ef afstaða ríkisvaldsins tekur ekki breyting- um hafa stúdentar ekkert að gera í stjórn F.S. Fulltrúar stúdenta í stjórn F.S. eru þar hvorki til að aðstoða ríkisvaldið við að skerða kjör námsmanna, né heldur til að aðstoða það við að skerða kjör launafólks. Pétur Orri Jónsson. fulltrúi stúdenta í stjórn Félagsstofnunar stúdenta. Ráðstefna JC um iðnaðarmál Á VEGUM Junior Chamber á Suðurnesjum var fyrir nokkru haldin ráðstefna um iðnaðarmál og er hún liður í verkefni á sviði iðnaðar sem nú er í framkvæmd á vegum JC. Annar þáttur þessa verkefnis er ritgerðasamkeppni um iðnaðarmál sem fram fer í skólum á svæðinu og fyrirhugað- ur er borgarafundur í lok marz. Ráðstefnuna sóttu um 80 manns og var á fyrri hluta hennar kynnt starfsaðstaða iðn- aðar á Suðurnesjum og líklegar breytingar á næstu árum. Á síðari hluta hennar voru kynntir vaxtarmöguleikar iðnaðar og kynnt var starfsemi Hitaveitu Suðurnesja. Að lokinni ráðstefn- unni var gestum boðið í kynnis- ferðir ^il Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og hitaveitunnar í Svartsengi og segir í frétt frá JC á Suðurnesjum að þetta hafi þótt takast vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.