Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1978 Sagnirnar voru dálítið óeðlileg- ar. Austur og vestur sögðu alltaf pass. Suður opnaði á einum spaða og norður sagði tvö lauf. Suður endursagði þá spaðalit sinn og norður hækkaði í fjóra. Vestur spilaði út hjartaás sem suður trompaði. Hann tók því- næst á spaðaás og spilaði aftur spaða. Vestur-fékk á kónginn og skipti í laufgosa, tekið í borði og hjartakóngúr píndur af austri. Sagnhafi tók nú síðasta trompið með drottningunni og spilaði tígli frá blindum. Vestur tók drottn- inguna með ás og spilaði sig aftur út á laufi. „Nú ættuð þið að geta séð fyrir ykkur stöðuna," sagði sá er spilað hafi spilið við nokkra áhugasama áheyrendur. „Tígulkóngurinn hótar vestri, að hann verði settur inn á gosann. Hann verður því að láta hann í kónginn en þá get ég tekið á hjartagosann áður en ég spila aftur tígli. Austur á þá bara eftir lauf á hendinni og ég fæ tvo síðustu slagina heima.“ „Mjög laglegt,“ sagði einn áheyrenda en hann beið eftir að geta sagt frá öðru spili sjálfur. „Hvað vannstu rúbertuna með mörgum punktum? „Því miður engurn," svaraði spilarinn „ég tók fyrst á hjarta- gosa og síðan tígulkóng og fór tvo niður!“ ^ Framhaldssaga eftir HUS MALVERKANNA , 81 — Hvað hafðir þú lofaö Birni að láta hann fá mikla peninga til að byrja nýtt líf I Suður-Ameríku? Rödd Emmu var hljóð en ákveðin. — Já, en... alls ekki... Hvers vegna hefði ég átt að gera það. Ég hjálpaði honum til að fara úr landi og ætlaði að kosta það og ég hafði gefið hon- um ríflega vasapenínga I þenn- an mánuð... Hann snarþagnaði. — Þegar maður leggur stund á sögu undrast maður stundum hve einföld sum mál eru — jafnvel þau sem virðast allra flóknust. Rödd Emmu var enn hljóð- leg. — Geturðu gefið mér eina haldbæra ástæðu fyrir því að það gæti ekki hafa verið Björn sem hafði út úr þér fé? Björn sem vissi alit um þig og fjöl- skyldu þfna. Björn sem innan tíðar þurfti að hefja nýtt líf f Suður-Amerlku án þess að hafa skotsilfur. Björn sem hafði myrt einu sinni áður. Skotið yfirmann sinn. — Það var... — Já, það var morð. Morð að yfirlögðu ráði og það er sagt að auðveldara sé :ð myrða I annað skipti ef fólk er á annað borá byrjað... — Susie... sagði Carl skjálf- andi röddu. — Hún hefur sjálfsagt upp- götvað að það var hann. Hún vissi um fjárkúgara og eini fjárkúgarinn sem var í hættu ef upp um hann kæmist var Björn... aðrir hefðu bara getað hlegið... látið sem ekkert væri... farið sfna lcið. En Birni var Ijóst hvar hann stóð ef þú fengir að vita að hann hafði ofan á allt hitt haft út úr þér fé. — Björn... Carl reis undur- seinlega upp úr sætinu. — Björn já. Hann er einí maðurinn sem getur hafa gert það svo að púsluspilið passi. Við vitum að fjárkúgarinn hlaut að hafa töluvcrða vitn- eskju um fjölskyldu þfna. — Við vitum að hann varð að vera viss úm að ég borgaði og það er aðeins einn sem þekkti mig nægjanlega vel til að vita það. — Við vitum að fjárkúgar- inn vissi hvað hafði gerzt f Víet- nam. — Við vitum að Dorrit var slegin niður og við vitum að venjulegur fjárkúgarí hefði neitað öllu, farið cða hótað að framselja Björn, svo að Dorrit hefði neyðzt til að gefa málið upp á bátinn... en Björn sjálfdu... — Við vitum að Björn hafði myrt einu sinni, sagði Emma alvörugcfin. — Við vitum Ifka að ráðist var á Dorrttg susie var myrt. — Björn. Carl hristi höfuðið eins og svefngengill. — Björn, já. Ég veit að hann á á hættu ströngustu refsingu cn hann fékk tækifæri. Þú gafst honum það. Hnn hefur myrt einu sinni, nefnilega tvisvar, þvf að mér segir svo hugur um að hann hafi ráðið niðurlögum Susie. Hann reyndi að myrða Dorrit. Ætlarðu að láta hann halda uppteknum hætti? — Eg... — Ef það er auðveldara fyrir þig, skal ég hringja til lögregl- unnar. Emma stóð upp. — Og um annað er ekki að ræða... — Höfuðsmaðurinn ' Viét- nem... Susic... konan þín... — Ef þú vilt hringja Emma og segja... segðu að þeir skuli tafarlaust hefja leit að honum hjá hinum, ef hann er ekki hjá sér. Carl Hendberg settíst þyngslalega niður aftur. Hnn horfði á eftir henni án þess að gera sér grein fyrir þvf að hún var að fara fram. 34. kafli Hann hafði gengið um skóg- inn f marga klukkutíma. t marga klukkutfma og hafði reynt að sannfæra sig um að honum hefði skjátlast. Auðvitað hafði honum skjátl- ast. Hann hafði lifað fram að þessu án stúlkunnar með Ijósa hárið og f svörtu rúllukraga- vUf> MORÖJKí KAFF/NO ■, fl ------4\'-r; Ég skal sýna þér. hún er með hárkollu! Ég á 49 ára afmæli í dag. finnst þér ekki að við ættum að gera okkur dagamun! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Það er líkt með bridgespilara og veiðimanni. að báðir hugsa mikið um þá. sem sluppu. Að lokinni rúhertukeppni hafði einn spilaranna sögu að segja um síðasta spilið. Gjafari suður, A-V á hættu. Norður S. D104 H. DG93 T. K86 L. KD9 Vestur S. K3 H. Á108762 T. ÁG3 L. G5 Austur S. G92 H. K54 T. 1094 L. 10874 Suður S. Á8765 H. - T. D754 L. Á632 Sömu lummurnar? Borist hefur bréf frá manni nokkrum sem gagnrýnir nokkuð teiknimyndir þær er birzt hafa í Dagbók Morgunblaðsins um ára- bil og eru eftir Sigmund Jóhanns- son. Segir bréfritari svo um það mál. „Kæri Velvakandi. Sem daglegur lesandi Morgunblaðsins vildi ég gjarnan koma á framfæri nokkru sem legið hefur mér á hjarta lengi. Það er ósk varðandi teiknarann Sigmund. Þar sem hann er þekktur fyrir opinskáa gagnrýni á mönnum og málefnum, geri ég ráð fyrir að hann muni einnig taka gagnrýni með álíka opnum hug. Er einhver ábyrgur aðili hjá blaðinu sem gæti hvatt hann til þess að hætta að hugsa eingöngu með neðri hluta líkamans. Þessir einhæfu klámbrandarar verða ósköp leiðigjarnir þegar maður er mataður á sömu lummunum hvað eftir annað. Ef þetta er það eina sem hann hefur áhuga á, það eina sem knýr ímyndunarafl hans og það eina sem veitir honum innblástur, þá bið ég þess að einhver annar verði látinn fá reit hans í blaðinu, einhver með nýjar hugmyndir og heilbrigðari lífs- skoðanir, eða þá að nota rýmið undir einhverjar greinar með viti. Valtýr Bjarnason“ Ekki er nú Velvakandi viss um að allir séu á sömu skoðun og bréfritari, varðandi það að Sig- mund mati fólk á sömu lummun- um, hann hefur tekið sér ýmis- legt fyrir hendur, og benda má á líka að umræður hafa snúizt mjög að undanförnu um klám og list í framhaldi af kvikmyndahá- tíð listahátíðar, þannig að varla er óeðlilegt að teiknarinn leiti sér viðfangsefna á þeim vettvangi. Nóg um það, en hér fara á eftir tvær vísur, gamlar stökur sem blaðinu hafa borist ásamt mynd- inni sem 8. marz hreyfingin hefur tileinkað sér: • Hin staka hönd Hvað megnar harður hnefi ef hjartað skilur ei neitt? Hann getur barið og brotið og blessun friðarins eytt. Hönd, sem í aðra heldur, hjálpar og þiggur í senn. Hin staka hönd, steyttur knefi steingert tákn haturs við menn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.