Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 iKgpsttfilftMft MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1978 í kvöld og annað kvöld sýnir íslenzki dansílokkurinn ásamt Yuri Chatal og Sveinbjörgu Alexanders íimm nýja balletta sem þau Yuri Chatal og Sveinbjörg Alexanders stjórna. Sjá nánar á bls. 10. Stórsölur á málverkauppboði: Kjarval og Finnur fóru yfir milljón GEYSIHÁAR fjárhæðir fengust fyrir nokkur málverk á uppboði Klausturhóla, sem haldið var í gær. Olíumálverk eftir Jóhannes Kjarval — 180x119 cm frá 1948, Snæfjöll, fór á 1,1 milljón króna eða 1 milljón og 320 þúsund með söluskatti. Hefur Kjarvalsmynd ekki áður farið á hærra verði hér á málverkauppboði, en hins vegar mun Kjarvalsmynd nýlega hafa selzt á 2,5 milljónir króna. Þá seldist eina mynd Finns Jónssonar á uppboðinu í gær, olíumálverk frá Þingvöllum, 148x88 sm á 900 þúsund króhur eða 1080 þús. með söluskatti og hefur mynd eftir Finn ekki áður farið á svo háu verði. Olíumál- verk eftir Gunnlaug Blöndal — Sumardagur, 148x88 sm á stærð, fór á uppboðinu í gær á 800 þúsund krónur en mynd eftir hann fór í fyrra á uppboði á um 700 þúsund krónur, og mynd eftir Jón Þorleifsson — Höfðavogur við Mývatn, seldist á 450 þúsund krónur, og hafa myndir eftir hann ekki heldur farið á svo háu verði áður, að sögn Guðmundar Axelssonar uppboðshaldara. Hluti búvöruverðsins ákveðinn: Mjólkin hækkar um 15% og fer i 131 kr. lítrinn SEX-mannanefnd Verðlagsráðs landbúnaðarins hefur lokið verðákvörðun á mjólkurvörum. og kartöflum, sem taka mun gildi 8. marz. Mjólkurlítrinn ha'kkar um 17 krónur og fer í 131 krónu en þetta er hækkun um 15%. Fimm kílóa pokinn af Óðinn kom að ómerktu rússnesku njósnaskipi Ahöfnin vopnuð hríðskotarifflum á þilfari - Gerðist í júní 1977 - Dóms- málaráðuneytið fyrirskipaði þögn VARÐSKIÐIÐ Óðinn kom að rússnesku njósnaskipi um 14 sjómílur suður af Reykjanesi 20. júní í fyrra. Þegar varðskipið kom að skipinu, sem var smíðað í Sovét- ríkjunum sem fiskiskip, bar það hvorki nafn né númer og hafði engan fána uppi. Skip inu voru gefin stöðvunar merki, sem það sinnti í engu, Nýtt fíkni- efnamál í rannsókn IIAFIN er rannsókn á nýju fíkni- efnamáli hjá Fikniefnadómstólnum og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavik. Vegna rannsóknarinnar var lið- lega tvítugur sjómaður á farskipi úrskurðaður í ailt að 30 daga gæzluvarðhald í fyrrakvöld. Rannsóknaraðilar verjast allra frétta af málinu. þar sem það sé enn á byrjunarstigi. en þess í stað var dreginn upp rússneski fáninn og plata með nafni skipsins. Samkvæmt uppsláttarritinu „Jane’s fighting ships 1975—76“ var þarna um njósnaskip á vegum sovézka flotans að ræða. Þrátt fyrir ítrekuð stöðvunarmerki varðskipsins, stöðvaði rússneksa skipið ekki og sneri það ávaílt undan, er varðskipið nálgaðist. Á þil- fari skipsins greindu varð- skipsmenn einkennisklædda menn og voru sumir vopnað- ir hríðskotarifflum. Varðskipið tilkynnti um atburð þennan til stjórnstöðvar Land- helgisgæzlunnar, sem síðan gaf skipun um að hætta eftirför, þar sem um flotaskip var að ræða og það á siglingu utan landhelgis- marka. Pétur Sigurðsson, for- stjóri Landhelgisgæzlunnar staðfesti þennan atburð, er Mbl. spurði hann um hann í gær. Meðal þeirra, sem voru um borð í Óðni, er þetta gerðist var Jón Framhald á bls. 18 Njósnaskipið Ekholot er af gerðinni uppsláttarritinu Jane's fighting ships flotinn fimmtán slik dulbúin fiskiskip í „Okean“, en samkvæmt 1975—76 hefur sovézki sinni þjónustu. fyrsta flokks kartöflum hækkar hins vegar um 17,20 kr. eða um 10,5%. Undanrennulítrinn hækkar nú um 8 krónur — í 108 úr 100 krónum, en mikill styrr varð um hækkun á undanrenn- unni við siðustu verðákvörðun búvöru. Að sögn Sveins Tryggvasonar, framkvæmdastjóra Verðlagsráðs landbúnaðarins, er ástæðan fyrir hækkununum nú að verðlags- grundvöllurinn hefur hækkað um 8,97% frá því sem ákveðið var hinn 7. desember sl. Þeir liðir grundvallarins sem hækka eru kjarnfóður sem hækkar um 31,3%, kostnaður við vélar um 5,2%, flutningskostnaður hækkar um 22,7%, vextir um 4,7% og hækkun ýmiss annars kostnaðar er 16,3%. Þá kemur einnig til hækkun launa um 7,1% vegna efnahagsráðstöfunarlaga ríkis- stjórnarinnar. Til viðbótar við þetta hækkar síðan vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur um 14,8%, og pökkunarkostnaður mjólkur um 25%, en ástæða þeirrar hækkunar er fyrst og fremst gengislækkunin. Samkvæmt þessu hækkar mjólkurlítrinn úr 114 krónum í 131 krónu eða um 14,9%, rjóma- pelinn úr 218 krónum í 243 krónur eða um 11,5%, skyrið úr 245 í 269 krónur eða um 9,8%, Framhald á bls. 18 Landeigendafélag Laxár og Mývatns: Krefst 5,3 milljóna króna af ríkinu í lögfræðikostnað FYRIR bæjarpingi Reykjavikur er nú rekið mál, sem Landeigendafélag Laxár og Mývatns hefur höföaö á hendur ríkissjóöi vegna ágreinings um greiöslu lögfraeðikostnaöar fé- lagsins. Ríkissjóður hefur pegar greitt Landeigendafélaginu 2.750.000 og er það sama fjárhseð og ríkissjóð- ur greiddi Laxárvirkjun vegna mál- flutningsþóknunar lögmanna hennar. Landeigendafélagið telur hins vegar að enn sé ógreiddur mikill hluti og er í málinu krafist kr. 2.584.214 með vöxtum frá árinu 1973. Samtals eru Því kröfur Landeigendafélagsins vegna lögfræðikostnaðar við Laxár- mál rúmar 5,3 millj. króna, auk vaxta. í viötali vió Mbl. sagði Gunnlaugur Claessen, deildarstjóri málflutnings- deildar fjármálaráðuneytisins, aö málaferli þessi væru sprottin af mismunandi skilningi Landeigendafé- lagsins og fjármálaráöuneytisins á 5. gr. sáttagerðar í Laxármálum milli Landeigendafélagsins, Laxárvirkjunar og ríkissjöðs. í þessari grein segir: „Ríkissjóður greiðir deiluaðilum hæfi- lega fjárhæð vegna þess kostnaöar, sem þeir hafa haft af málaferlum í sambandi við þessi deilumál." Gunnlaugur sagði, að í framhaldi af þessari sáttargerð, sem gerð var í maí 1973, hafi ríkissjóður greitt Laxárvirkj- un kr. 2.750.000 sem var reikningur Laxárvirkjunar vegna þóknunar 'til tveggja lögmanna sinna, Hjartar Torfa- sonar hrl. og Friðriks Magnússonar hrl. Hafi reikningum þessum fylgt ítarieg sundurliöun á öllum atriðum. Af hálfu Landeigendafélagsins hafi hins vegar verið lagöur fram reikningur Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.