Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978 5 Úr „Tunglinu og tíeyringnum“ sem sýnd verður í kvöld, en sú mynd fær þrjár og hálfa stjörnu í kvikmyndahandbókinni okkar. „Tunglið og tíeyringurinn” Nína í Hollywood. — Á myndinni er hún að móta mynd af leikkonunni Hedy Lamarr, sem situr fyrir (t.h.) Guðalikneskið sem Nína gerði „Framfarahugur“ eftir Nínu fyrir myndina. Sæmundsdóttur. í kvöld klukkan 22.00 verður sýnd í sjónvarpinu kvikmyndin „Tunglið og tíeyringurinn" byggð á skáldsögu eftir Somerset Maugham. Mynd þessi var gerð í Hollywood árið 1942. Með aðalhlutverk fara Georges Sanders og Herbert Marshall, sem leikur Maugham. Talið er að sagan byggist á ævi listmálarans fræga Gauguin, en hann eyddi síðustu ævidögum sínum á eyjunni Dominique í litlu þorpi sem heitir Hiva-Hova. Þar byggði hann sér vinnustofu og fyrir utan dyrnar stóð stórt og mikið guðalíkneski úr leir og herma sagnir að Gauguin hafi lagt það í vana sinn að krjúpa daglega f.vrir framan líkneskið og ákalla sólguðinn. Gauguin lézt á eyjunni Dominique árið 1903. Þegar kvikmyndin var gerð efndi kvikmyndafélagið til samkeppni meðal listamanna um gerð á líkneski, sem hægt væri að nota við töku myndarinnar. Líkneski þetta átti að tákna þann sólguð sem Gauguin tilbað. Hlutskörpust í þessari keppni varð ung, íslenzk listakona, Nína Sæmundsdóttir, sem þá var nýflutt til Hollywood og átti eftir að skapa sér þar frægð sem myndhöggvari. Nína sagði frá því síðar í vinahópi í Hollywood, að þessi sigur hennar í samkeppninni hefði verið einkar kærkominn þvi svo illa hefði staðið á fyrir henni fjárhagslega, að daginn áður en skilafrestur rann út hefði hún lokið við líkneskið og orðið að fara með það fótgangandi í kvikmyndaverið og hefði það tekið allan daginn. Mörgum árum síðar, þegar Nína var orðin þekkt listakona í Hollywood, var henni boðið í hádegisverð af yfirmönnum kvikmyndaversins og þar var henni afhent styttan af sólguðinum og sagði formaður kvikmyndaversins er hann afhenti Nínu hana, að sá listamaður, sem legði jafn mikið á sig og hún hefði gert við að koma styttunni á framfæri, ætti einn skilið að eiga hana. Styttan hafnaði síðar á íslandi, en Nína gaf hana ungum Islendingi, sem var við nám í Hollywood á þessum árum. Þeir mörgu Islendingar sem leið sína leggja til New York þekkja eflaust hið fræga hótel Waldorf Astoria, en yfir aðalinngangi þess gnæfir stytta eftir Nínu, sem hún nefndi „Spirit of achievement" eða „Framfarahugur". - Ói.k.m. Kvöldvaka Nor- ræna félagsins í Hafnarfirði NORRÆNA félagið í Hafnarfirði efnir til kvöldvöku í Iðnaðar- mannahúsinu við Linnetsstíg sunnudag 12. marz kl. 20:30. Er hún haldin í tilefni af því að á næsta vori eru liðin 20 ár frá stofnun félagsins. Á kvöldvökunni er meðal efnis söngur Sigurðar Björnssonar og Sieglinde Kahmann óperusöngv- ara, Anna Guðmundsdóttir leik- kona les upp og kaffiveitingar verða að loknum dagskráratrið- um. Sieglinde Kahmann og Sigurður Björnsson syngja á kvöldvöku Norræna félagsins í Hafnarfirði annað kvöld. Nýjar glæsilegar vörur við allra hæfi teknar wpp % dag 4/^ TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS WKARNABÆR Laugaveg 20. Laugaveg 66 Austurstræti 22 Glæsibæ Simi 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.