Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978 Byggingasamvinnufélag ungs fólks í Mosfellssveit Félagið er að byrja byggingu annarra áfanga af raðhúsum i landi Bjargastaðar, þeir félagsmenn sem óska að vera með snúi sér til undirritaðs sem veitir allar nánari upplýsingar 9. og 10. marz í síma 66567 Byggðarholti .9 milli kl. 1 5 Örn Kjærnested 'í loftnet og fylgihluti "m“c pareinriatæki Stæðu verði! Stigahlíð 45-47 sími 91 - 31315 - ----------- ---------- --------- ■ ■ ---------------- ^ Emil Björnsson; Fáein orð um ljóðakver Það hlýtur að gleðja oss er eitthvað rekur á fjörur vorar, sem oss virðist við nána íhugun nálgast það að bera af. Eg er að hugsa um lítið Ijóðakver, Eldfuglinn, eftir Maríu Skagan, sem Helgafell gaf út fyrir síðustu jól. Það hefir fátt verið ritað um þetta kver, að ég hygg, og að ytra búningi gæti það ekki verið yfirlætisminna. Samt grunar mig, að forlagið græði enn álit á þessu lítilræði, þótt það græði e.t.v. ekki beinharða fémuni. Þessi kvæði koma mér svo á óvart í ljóðrænu og skáldlistar- legu tilliti, að ég freistast til að vekja athygli annarra ljóðvina á kverinu, ef einhverjum fyndist ómaksins vert að fara að þeirri ábendingu. Sú er hin eina ástæða þessa greinarkorns, — alþekkt tilfinning; — að óska þess að sem flestir líti á það með oss, sem oss virðist eftirtektarvert og álitlegt. Ég þekki Maríu Skagan aðeins af þessu ljóðakveri hennar, hefi aldrei heyrt hana eða séð, en þó ég geti ekkert fullyrt, yrði ég ekki hissa, þótt ýmis ljóða hennar lifðu sjálfstæðu lífi í bókmennt- um vorum, þegar Ijóð margra, sem nú syngja á hærri nótum, hefðu lifað sitt fegursta, eða jafnvel týnst úr lestinni. Hennar ljóð gætu svo sem hæglega týnst líka. Þau ná stutt í hávaðamæl- ingu og eru ekki samkeppnisfær í skrumi og skarkala. Færi svo, hefi ég samt þá trú, að þau myndu uppgötvast þó síðar yrði og kæmu þá græn undan vetrar- María Skagan snjónum. Tímans tönn vinnur seint á þessháttar hugverkum. En hverskonar ljóð er þá hér um að ræða? Hetjuljóð, sálma- kveðskap, ástaljóð, harmljóð, ádeilu eða baráttuljóð? Nei, ekkert af þessu í hefðbundinni merkingu orðanna; ljóð Maríu eru m.a.s.- rímlaus, verða að teljast atómljóð, og eru langflest örstutt og orðknöpp. Þeim mun meiri vandi er að yrkja vel, þegar innihaldið þarf að standa eitt og óstutt. Það er minnstur vandi að vera slæmt atómskákd, én mest- ur vandi (jafnvel ofar öllum hefðbundnum stíl), að yera gott atómskáld. Hvergi á það því betur við en í veröld atómljóðs- ins, að nauðsynlegt er að kunna að greina kjarnann frá hisminu. Það er stundum vandasamt í upphafi, en leynir sér ekki, þegar tímar líða. Þá er það fallið, sem var fallvalt, og það eitt stendur eftir, sem fær staðist. Ljóð Maríu Skagan bera með sér að hún hefir haft, eða veitt sér, tíma til að íhuga margt. I öðru lagi er hún mjög fundvís á nýstárlegar líkingar í skáldskap og smekkvís í vali þeirra. I þriðja lagi er þroskuð máltilfinning. Síðast en ekki síst kemur svo til sögunnar það sem gerir herslu- muninn og engum hefir tekist að skilgreina. Við getum kallað það öðru nafni gæfumuninn. En það eru aðeins 2 orð yfir hið sama. Þau gefa til kynna hvílíkur örlagavaldur þessi munur er, en bera ekki við að útlista í hverju hann er fólginn. Jafnvel bók- menntafræðingar hika við að skilgreina með orðum gæfumun- inn, sem skilar kallaða frá útvöldum, enda er enginn algild- ur mælikvarði til á þann mun, heldur dæmir hver fyrir sig. Engu að síður fer svo að lokum, að sumt geymist en annað gleymist til fulls. Fáein örstutt ljóð úr Eldfugli Maríu Skagan eru prentuð með þessu greinarkorni. Seilzt um hurðarloku Væri innangengt úr hugskoti mínu ( vitund þína þyrftum við ekki svo langan veg að rekja krókóttu orðspori. Koma svo loks að luktum dyrum. Væri mannheldur . þessi veiki fs milli stjarnanna. Ævintýri Variega andar sólin blóminu upp úr moldinni. Græn blöð á grönnum stöngli, bikar rósarinnar leikinn Framhald á bls. 19. TILBOÐ finlloliiiviii* yanauuAui 5800. 5800.- 5800. Athugið takmarkaöar birgðir SENDUM I P0STKR0FU VINNUFATABUÐIN Laugavegi 76 - Hverfisgotu 26 5800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.