Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978 XI „Það er númer eitt að hafa góð- an mannskap” — segir Eggert Gíslason aflakóngur á Gísla Árna Samleik- ur á fiðlu og píanó Efnisskrái Vivaldi-Respighi Sónata í D- dúr Schubert Fantasía op. 159 Kodaly Adagio Ysaye Sónata op. 27, nr. 2 Szaymanovsky Noktúrna og Taranteila op. 28. George Palk fiðluleikari Michael Isador píanóleikari. Fyrsta verkið á efnisskránni var samið fyrir fiðlurödd og af undirleiknum samdi Vívaldi aðeins bassann (basso Tónllst eftir JÓN ASGEIRSSON continue). Það sem Ottorino Rdspighi (1879—1936) bætti aðallega um, var píanóröddin, sem er mjög skemmtilega gerð, sérlega í síðasta kaflanum. Þó slík tækni hafi ekki verið tiltæk tónskáldum á tímum Vivaldis, tókst Respighi furðu- vel að varðveita tónstíl Vívald- is. Respighi lærði hjá Rimsky-Korsakov og lagði mikla rækt við gamla ítalska tónlist og Gregorsöng. Georgy Pauk og Michael Isador léku verkið meistara- lega vel. í Schubert-fantasí- unni var píanóleikur Isadors frábær, en eins og fiðluleikar- inn hefði ekki verið undirbúinn sem skyldi. Hvað sem því líður var samleikur þeirra frábær í alla staði. Eftir hlé léku þeir félagar Adagio eftir Kodaly og var fiðluleikarinn Pauk þá í essinu sínu og í skemmtilegri sólósón- ötu eftir Ysaye fór hann á kostum. Það er óþarfi að fjölyrða um hæfni hans sem fiðluleikara, en leikur hans er ekki aðeins glæsilegur heldur gæddur leikgleði og sterkri tilfinningu fyrir formi og lagferli. Síðasta verkið var sannkallað ævintýri og leikur beggja með því glæsilegasta, sem hér hefur heyrst á tónleik- um. Fræðslufundur á vegum Ljós- mæðrafélagsins LJÓSMÆRÐAFÉLAG íslands gengst fyrir ALMENNUM FRÆÐSLUFUNDI 12. mars 1978. í Domus Medica kl. 15.30. Umræðuefni fundarins verður fæðingarhjálp og sálarlíf barna. Framsögumenn verða Hulda Jensdóttir, forstöðukona á Fæð- ingarheimili Reykjavíkur, og Halldór Hansen, yfirlæknir Barnadeildar Heilsuvernarstöðv- ar Reykjavíkur. Erindi sitt nefnir Hulda „Þcg^r mannsbarn fæðist“. Einnig mun hún sýna litskugga- myndir frá núafstöðnu alþjóða- þingi lækna og ljósmæðra í Róm os segja frá kenningum franska læknisins dr. Frederic Leboyer. Erindi yfirlæknisins Halldórs Hansens ber heitið „Slarþroski barna“. í upphafi fundar syngja þrjár telpur úr Garðabæ undir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur söng- kennara. Fundurinn er almennur fræðslufundur jafnt fyrir konur og karla. | Ljósmæður og ljósmæðranem- ar sjá um veitingar. Ludwig Siemsen. ræðismaður, afhendir þeim Gunnari Friðriks- syni. forseta SVFÍ. og Ingólfi Þórðarsyni. gjaldkera. gjöf þýzkra togaraeiganda í Bremer- haven. StórgjöJ til SVFI í TILFENI 50 ára afmælis Slysa- varnafélags íslands hefur Ludwig Siemsen. ræðismaður, umboðsmaður vcstur-þýzkra togaraeigenda afhent félaginu gjöf frá Verband der deutschen Hochseefischerein e.v. Bermerhaven að upphæð 8.000 vestur-þýzk mörk eða jafnvirði 973.456. króna. Við afhendingu gjafarinnar lét Ludwig Siemsen þess getið, að þýzkir togaraeigendur vildu sína þakklæti sitt til SVFÍ fyrir björgun manna af strönduðum togurum auk margháttaðrar annarrar aðstoðar sem veitt hefur verið sjúkum og slösuðum þýzkum sjómönnum. Slysavarnafélag íslands þakkar heilshugar hina höfðinglegu gjöf þýzkra togaraeiganda. Fréttatilkynning. — ERFITT tíðarfar og treg veiði framan af vertíðinni eru að mínu mati helstu ástæðurn- ar fyrir því að minna hefur veiðst á þessari loðnuvertíð en vertíðinni í fyrra. sagði Eggert Gíslason í samtali við Morgun- blaðið í gær. en Eggert er skipstjóri á loðnuskipinu Gísla Árna RE ásamt Sigurði Sigurðssyni. Gísli Árni er sem kunnugt er aflahæsta skipið á loðnuvertíðinni það sem af er en nú hefur veiðst um 115 þúsund tonnum minna af loðnu en var á sama tíma í fyrra. — Það er mín reynsla að engar tvær vertíðir eru eins enda er veðrið svo breytilegt og skilyrðin í sjónum svo misjöfn, sagði Eggert. Til dæmis var vertíðin í fyrra alveg einstök. Eg hef aldrei upplifað áður aðra eins veðurblíðu. Það gekk allt upp alveg endalaust og veiðin var miklu meiri en nokkru sinni áður. Tíðin í vetur hefur verið venjuleg vetrartíð en þegar hún er borin saman við blíðuna í fyrra virðist þetta vera hin mesta rosatíð. — Enda þótt vertíðin hafi gengið misjafnlega hjá ýmsum er ég ekkert að vanþakka, þvert á móti hefur þetta gengið mjög vel hjá okkur á Gísla Árna, sagði Eggert. Þeir skiptast á um skipstjórn Eggert og Sigurður Sigurðsson, sem lengi var með Dagfara. Sagði Eggert að aðal- Eggert Gislason. reglan væri sú að þeir væru með bátinn í þrjár vikur og í landi aðrar þrjár en þó gæti þetta breytzt alveg eftir því hvernig hentaði. — Þetta er allt annað líf þegar maður getur skipst svona á við annan en þennan hátt höfum við haft á síðustu fjögur árin, sagði Eggert. Þegar maður eldist er maður ónýtari við að halda út heilu vertíðirnar eins og maður gerði í gamla daga, t.d. á síldinni. Eggert var að því spurður hvort hann hefði íhugað að fá sér stærri bát en Gísla Árna, bát sem bæri meira af loðnu. — Nei ég hef ekkert hugsað um það, það er búið að gera miklar breytingar og endurbætur á bátnum og ég er ánægður með hann eins og hann er, sagði Eggert. — Ég vil koma því að í lokin að það er ekki síst áhöfninni að þakka hversu vel hefur gengið hjá okkur á vertíðinni núna. Það er númer eitt að hafa góðan mannskap, vana og trausta menn og í þeim efnum þarf ég sannarlega ekki að kvarta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.