Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978 13 Helgi Björnsson í hlutverki refsins og Finnur Gunnlaugsson í hlutverki úflsins. Ljósm.i Trausti Hermannsson. ísafjörður: Litli leikklúbburinn frumsýnir Rauðhettu Ibúðalóðum úthlutað í Mjóumýri og Eiðsgranda ísafirði 9. mars 1978 Litli Leikklúbburinn á ísafirði frumsýnir ævintýraleikinn Rauðhettu eftir E. Schwartzh í Alþýðuhúsinu á föstudag. Aðal- hlutverk leika Edda Pétursdóttir, Rauðhetta, Finnur Gunnlaugsson, úlfurinn, og Kristín Sigurleifs- dóttir, amman. Leikendur eru 17, en um 30 manns starfa við sýninguna. Leikmynd gerði Mar- grét Oskarsdóttir, Rannveig Páls- dóttir og Guðríður Sigurðardóttir æfðu dansa. Hörður Ingólfsson útsetti lögin og sér um undirleik. Reynir Ingason er leikstjóri og er þetta frumraun hans sem leikstjóri. Reynir er stofnfélagi L.L. og hefur leikið mikið með klúbbnum. Hann hefur sótt nám- skeið í leikgreiningu, sem hann hefur síðan miðlað til félaga sinna. Rauðhetta er 29 verkefni L.L. og annað verkefni klúbbsins á leikár- inu. Leikurinn er í 3 þáttum og tekur um 2 tíma í sýningu. Frumsýningin er kl. 5 á föstu- dag en önnur sýning er sama kvöld kl. 20.30 og er það fjöl- skyldusýning. Formaður L.L. er Trausti Her- mannsson. Úlfar. BORGARRÁÐ heíur sam- þykkt tillögur lóðanefndar um lóðaúthlutun í Mjóumýri við Seljahverfi í Breiðholti Hitablásara stolið úr Strákagöngum BLÁSARA. sem notaður hefur verið til þess að halda Stráka- göngum þtðum hefur verið stolið — að því er fréttaritari Morgun- blaðsins í Siglufirði skýrði blað- inu frá. Bifreiðastjóri, sem nýlega kom til Siglufjarðar, varð þessa þjófnaðar var. Hann sagði jafn- framt að útilokað væri að aka Skriðurnar án þess að stór skemma bíla þar. Stafar það af því að göngin, sem Vegagerðin hefur gert í snjóinn, eru svo mjó að ekki er unnt að aka stórum bílum klakklaust eftir veginum. Annars hefur gjáin, sem ekið er eftir, lækkað um eina þrjá metra í þíðu síðustu daga. og á Eiðsgranda í Reykja- vík. Mjóumýrinni var út- hlutað til sjö byggingaraðila en lóðum á Eiðsgranda var úthlutað til þriggja aðila. Samkvæmt bókun borgarráðs- fundar sl. þriðjudag þá voru þeir byggingaraðilar sem lóðir fengu í Mjóumýri sem hér segir: Miðafl hf. var gefinn kostur á bygging- arrétti fyrir um það bil 21 íbúð, Haraldi Sumarliðasyni var gef- inn kostur á 26 íbúðum, Arnljóti Guðmundssyni á um 24 íbúðum, Eihamri á um 47 íbúðum, Birgi R. Gunnarssyni á 33 íbúðum, Húna sf. á um 31 íbúð og Jóni Hannessyni á 23 íbúðum. Á byggingasvæðinu á Eiðs- granda var hins vegar Kwstjáni Péturssyni gefinn kostur á bygg- ingarrétti fyrir um 18 íbúðir í fjölbýlishúsi vestast á svæðinu, Byggingarsamvinnufélagi ungs fólks var gefinn kostur á alls um 80 íbúðum í fjölbýlishúsum nyrzt á Grandanum og loks var Bygg- ingarfélaginu Ármannsfelli gef- inn kostur á byggingarrétti fyrir um 27 íbúðir í fjölbýlishúsi austast á Eiðsgranda. Jón óskar Jón Óskar fær bókmenntaverð- laun Gunnars Gunnarssonar NÝLEGA vóru Jóni Óskari rithöf- undi veitt bókmenntaverðlaun Gunnars Gunnarssonar, að upp- hæð þrjú hundruð þúsund krónur. í tilkynningu úthlutunarnefndar segir, að Jón Óskar hljóti þessa viðurkenningu fyrir ritstörf sín yfirleitt. Nefndina skipa Tómas Guðmundsson, Kristján Karlsson og Ragnar Jónsson. Gunnars Gunnarssonar verð- launin hafa verið veitt einu sinni áður, og hlaut þau þá Hannes Pétursson. (Fréttatilkynning) ♦ Lee Cooper fot LAUGAVEGI47 ♦ Föt frá Sólídó og Lee Cooper ♦ Föt frá Sólídó jakki og Adamson tereiyne buxur #'ADnm BANKASTRÆTI 7 ADAMI FERMINGARSKAPI Nú fara fermingar í hönd. I Adam er úrval fermingarfatnaðar á skaplegu verði, m.a.: Lee Cooper flauelsföt Stakir Lee Cooper flauelsjakkar Stakar Lee Cooper flauelsbuxur Stakar terelyne buxur frá Adamson Flauelsföt frá Sólídó Urval af slaufum (m.a. úr sama efni og í sama lit og fötin)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.