Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978 15 Skotinn eftir árás í flugvél Hong Kong. 9. marz. Reuter. VÉLSTJÓRI flugvólar flugfélags- ins á Taiwan réðst í da« á flugstóra vélarinnar með hamri og skærum en öryggisvörður skaut hann til bana. Talsmaður stjórnarinnar í Hong Kong segir að grunur leiki á að um tilraun til flugráns hafi verið að ræða. Vélin var af gerðinni Boeing 737 og var að koma til lendingar í Hong Kong þegar atburðurinn gerðist með 92 farþega innan- borðs. Tveir af ahöfninni særðust í viðureigninni við vélstjórann. Einum af áhöfninni tókst að hrópa í hátalarakerfið meðan á áflogunum stóð og öryggisvörður ruddist inn í flugstjórnarklefann og skaut vélstjórann til bana. Tveir öryggisverðir eru yfirleitt hafðir í flugvélum flugfélagsins, einn fram í og annar aftur í. Hinir slösuðu voru fluttir í sjúkrahús eftir lendingu og frá því var skýrt að þeim liði vel eftir atvikum. Lending flugvélarinnar gekk að óskum. Ráðgjafi forseta Nicaragua drepinn Manafíua, Nicaragua, 9. marz. AP. SKÆRULIÐAR í Nicaragua sögðu í dag að þeim hefði tekizt að drepa Reynaldo Perez Vega hershöfð- ingja, en hann er einn höfuðráð- gjafi Anastasio Somoza forseta. Stjórn landsins hefur ekki viljað láta hafa neitt eftir sér um þessa . yfirlýsingu skæruliðanna. Skæruliðahreyfingin FSLN sem hefur beitt sér gegn herforingja- stjórn Somozas sagði í yfirlýsing- unni að Perez Vega hefði verið drepinn á miðvikudag þegar til- raun til að ræna honum á skrif- stofu hans hefði farið út um þúfur. Tító kveður Bandaríkin Washington. 9. mars. AP. CARTER Bandaríkjaforseti kvaddi Tító marskálk á fimmtudag og þáði heimboð af honum til Belgrad. I tilkynningu, sem gefin var út við lok heimsóknar Júgó- slavíuforseta, sem stóð í þrjá daga, sagði að Carter hefði heitið Tító stuðningi við sjálf- stæði og einingu júgóslavnesku þjóðarinnar. Ekki kom fram í tilkynningunni hvenær Carter hefur í hyggju að endurgjalda heimsókn Títós en hins vegar kom fram að honum væri mikil aufúsa í boðinu. Forsetarnir ræddu á fundum Framhald á bls. 19. Máli verjanda Baader frestað Stutt«art. 9. marz. AP. Reuter. RÉTTARHÖLD hófust í dag í máli vinstrisinnaða lögfræðings- ins Klaus Croissant en þeim var frestað til þriðjudags í næstu viku þar sem verjendur hans mótmæltu því að leit yrði gerð á þeim. Helmut Schiebel dómari sagði að lögmannafélagið í Stuttgart mundi nota frestinn til að fjalla um umdeiidar reglur um öryggi í dómsölum og rétturinn mun taka til meðferðar skýrslu frá félaginu um málið þegar réttar- höldin hefjast aftur á þriðjudag- inn. Sex franskir og þýzkir verjendur Croissants mótmæltu því að þeir yrðu afklæddir og að þeir opnuðu skjalatöskur sínar áður en þeir gengju inn í dómsalinn. Schiebei dómari kvað þetta nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir að smyglað væri vopnum og sprengi- efni inn á fangelsissvæði þar sem dómstóllinn er til húsa. Stöðvast blöðin í V-I>ýzkalandi? Frankfurt, 9. marz. AP. BLAÐAÚTGEFENDUR í V-Þýzkalandi hótuðu prenturum því í dag að setja á almennt verkbann, sem lama mundi meiri- hluta hinna 364 blaða í landinu, ef prentarar aflýsa ekki verkföllum gegn einstökum fyrirtækjum; sem þeir hafa boðað til. Rúmlega 100 blöð komu ekki út í nokkra daga í vikunni vegna aðgerða prentara. Verkalýðsfélag prentaranna hefur boðað til verkfallanna til að reyna að koma í veg fyrir að setjurum verði sagt upp störfum vegna nýrrar tölvutækni sem gæti gert störf þeirra úrelt. AfS^ TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS Wkarnabær Laugaveg 20 Laugaveg 66 Austurstræti 22 Glæsibæ Simi 28155 fcvminiumn Jakkaföt, rifflaö flauel Skyrtur, elnlitar, mislitar Slaufur og bindi Dragtir fínflauel/rifflað flauel Blússur, einlitar — Margir litir Stakar buxur, terelyne & ull og rifflaö flauel Leður stuttjakkar Leðurstígvél á dömur og herra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.