Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978 Dagbjört Vilhjábnsdótt- ir — Minningarorð í dag verður jarðsett frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði frú Dagbjört Vilhjálmsdóttir, en eftirlifandi maður hennar er Jón Eiríksson, skipstjóri, frá Sjónar- hóli í Hafnarfirði. Hún var fædd í Hafnarfirði hinn 10. júlí 1894. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Magnea Egilsdóttir og Vilhjálmur Gunnar Gunnarsson. Dagbjört og Jón gengu í hjónaband hinn 14. október 1916. — Þau eignuðust 6 börn, en þau eru þessi: Hafsteinn, kvæntur Stefáníu Halldórsdóttur, Eiríkur, kvæntur Guðnýju Stefaænsdótt- ur, Vilhjálmur, lést 1947, kvænt- ur Magnfriði Ingimarsdóttur, Svanur, lést 1968, kvæntur Jen- sínu Gísladóttur, Anna Magnea, gift Hjalta Sigfússyni, Svala, gift Braga Friðþjófssyni. Þegar Dagbjört lézt, hinn 3. mars sl., höfðu þau Jón verið gift í 61 ár. Margt kemur upp í hugann við hinstu kveðjustund og eru þær minníngar, sem ég á um Dag- björtu, mér sérstaklega hugljúf- ar. Dagbjört var nett kona og áberandi lagleg og alltaf smekk- lega klædd. Sérstaklega fannst mér íslenski búningurinn fara henni glæsilega og það var tekið eftir þeim Jóni þar sem þau komu því hún bar mikla reisn þótt ekki væri hún há kona. Dagbjört var með afbrigðum dugleg, árrisul og stjórnsöm, enda veitti stundum ekki af, þegar heimilið var sem stærst og Jón skipstjóri fjarri að draga björg í bú. Það. má með sanni, segja að henni félli aldrei verk úr hendi. Hún frestaði því aldrei til morguns, sem gera þurfti í dag, enda var alltaf allt í röð og reglu á hennar heimili og vel fyrir öllu t séð. Hún var listræn til handa og ber handavinna hennar því ljós- ast og best vitni. Dagbjört var heisluhraust til hinstu stundar. Hún æðraðist aldrei. Hún kvartaði aldrei. Hún hafði yndi af því að fá vini og vandamenn í heimsókn og höfð- inglegar voru þá alltaf móttök- urnar, en elskulegheitin og góð- semin skinu úr andliti hennar þegar hún fékk tækifæri til þess að veita öðrum og það var æði oft þau 61 ár, sem þau Jón voru gift. Dagbjört tók ekki mikinn þátt í félagsmálum, enda lítill tími til slíks, en þó var hún ein af stofnendum Kvenfélags Frí- kirkjusafnaðarins í Hafnarfirði og Fríkirkjunni í Hafnarfirði veittu þau hjón mikinn og góðan stuðning frá upphafi. Nú á þessari skilnaðarstund vil ég þakka Dagbjörtu fyrir mína hönd og systur minnar hve vel og elskulega hún og fjölskylda henn- ar reyndust móður okkar meðan hún lifði og fyrir alla hlýjuna og umhyggjuna, sem hún naut frá henni. Jóni votta ég innilega samúð mína, sem hann á svo sannarlega + Útför HERDÍSAR JÓHANNESDÓTTUR verður í Fossvogskirkju mánudaginn 1 3 marz kl 1 3 30 Baldur Leópoldsson. t ANNA GUORÚN GUÐMUNDSDÓTTIR. Njálsgötu 74, andaðist 8 marz Vamdamenn t Eiginmaður minn GUNNARJÓNSSON áður til heimilis að Hellisgötu 22 andaðist að Hrafnistu i Hafnarfiði þann 8 marz Fyrir hönd aðstandenda Guðmundina Þorleifsdóttir. + Móðir okkar. ' MÁLFRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, Kárastíg 7, lést aðfaranótt fimmtudagsins 9 marz á Sjúkraheimilinu, Hafnarbúð- um Reimar Sigurðsson. ína Dóra Sigurðardóttir. Rafn Sigurðsson. Randý Sigurðardóttir. t Innilegar þakktr fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát föður okkar fósturföður. tengdaföður. afa og langafa, GUÐBRANDAR GUÐMUNDSSONAR, frá Lækjarskógi. Hraunbæ 132. Hilmar Guðbrandsson Inga Guðbrandsdóttir Guðmundur Guðbrandsson Helga Guðbrandsdóttir Kristin Guðbrandsdóttir Guðrún Magnúsdóttir Lilja Krístinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Bjamey Guðjónsdótir Hjalti Þórðarson Alda Hjartardóttir Ingvi Eyjólfsson Sigrún Guðbrandsdóttir Óskar Jóhannesson numdsson-Mmnmg skilið að verða aðnjótandi á þessari kveðjustund, eftir hina löngu sambúð, en framhjá kall- inu kemst enginn, og því er það nú Jóns að kveðja sína konu. Fjölskyldunni allri bið ég Guðs blessunar. Guðný Stefánsdóttir. Fæddur 22. júlí 1966. Dáinn 5. marz 1978. í dag kveðjum við hinstu kveðju lítinn frænda. Æviár hans urðu aðeins ellefu. Sár er söknuðurinn, og maður á erfitt með að skilja, hvers vegna hann var hrifinn svona ungur frá okkur. Öll vissum við að vísu frá því að hann veiktist fyrir tæpum tveim árum, að veikindi hans voru alvarlegs eðlis, og að brugð- ið gat til beggja vona. En dugnaöur hans í veikindum sín- um var einstakur, og aldrei heyrðist hann kvarta. Allt til hinstu stundar horfði hann fram á veginn. Gestur var einstaklega þrosk- aður og vel gerður drengur, sem átti auðvelt með að læra og hafði yndi af bókum. Hann fylgdist vel Sigmar Kristins- son - Minningarorð Fæddur 31. októbcr 1909. Dáinn 3. marz 1978. Hinn 3. marz andaðist Sigmar Kristinsson módelsmiður í sjúkrahúsi í Lundúnum eftir uppskurð vegna hjartameins á 69. aldursári. Heilsu hans hafði hrakað smám saman á undan- förnum árum uns yfir lauk fyrir fáum dögum. Sigmar var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur. Fpreldrar hans voru þau Kristinn Árnason og kona hans Guðbjörg Árna- dóttir. Ungur að árum var hann tekinn í fóstur af þeim Guðrúnu Jónasson og Gunnþórunni Hall- dórsdóttur, sem allir eldri Reyk- víkingar muna. Hjá þessum Framhald á bls. 19. með því sem var að gerast í kringum hann og hafði slíka réttlætiskennd til að bera, að eftirtektarvert var. Gestur var ákaflega barngóður og natinn við litlu frændsystkini sín og söknuður þeirra er mikill. Þó er söknuður Helenu litlu systur hans sárastur, og erfitt fyrir hana að skilja að stóri bróðir komi aldrei til hennar áftur. Við sendum- foreldrum hans, litlu systur, ömmum og öfum, einlægar samúðar-kveðjur. og biðjum algóðan guð að hugga þau og styrkja í þungbærri sorg. Hvf fölnar jurtin fríða Og fellir blóm svo skjótt? Hvf sveipar barnið blfða Svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi Svo varpað niður í gröf? Hvf berst svo burt f skyndi Hin besta lífsins gjöf? Björn Halldórsson frá Laufási Við þökkum Gesti fyrir sam- fylgdina. Án hans hefði líf okkar verið fátækara. Föðurbróðir. GesturRúnar Guð- + Þökkum auðsýnda samúð við andlát föður okkar, GUÐMUNDAR BJARNASONAR, fyrrum bónda ð Hæli i Flókadal Börnin. + Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför ÁSLAUGAR GUORÚNAR TORFADÓTTUR, Vesturgötu 20. Torfi Þorsteinsson, Jón Þorsteinsson Kolfinna Þorsteinsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Kolfinna Magnúsdóttir, og aðrir vandamenn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför JAKOBS VALDIMARS OLSEN BJÖRNSSONAR milarameistara Akureyri. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Kristneshælis fyrir frábæra umönnun og hjúkrun Guðbjörg Pétursdóttir, böm, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlyhug við andlát og jarðarför eiginmanns mins, föður okkar. tengdaföður og afa. FRIÐBJARNAR SNORRASONAR, Bröttuhlið 7, Hveragerði, Ingibjörg Guðmundsdóttir. Helga Friðbjarnardóttir, Grétar Björnsscn. Anna Friðbjamardóttir. ÓmarHillers. Björn Grétarsson, Ingibjörg Grétarsdóttir. Hrafn Grétarsson. Helga Hilters Thelma Hillers. Ljós ber á rökkurveKU. rökkur ber á ljósveKu. Lfí ber til dauóa. <»K dauói til líls. Þ.V. Lítill sjö ára snáði byrjar skólagöngu í Melaskólanum glað- ur og hraustur í hópi skólasystk- Fratnhald á bls. 19. Dánarfregn Hinn 27. janúar síðastliðinn lézt að heimili sínu í New York Margrét Baldvinsdóttir frá Helguhvammi í Vestur-Hún. Þar fæddist hún 4. september árið 1900. Foreldrar hennar voru hjónin Vigdís Jónsdóttir og Baldvin Eggertsson er þar bjuggu. Margrét var kona mjög listræn að eðlisfari, nam leturgröft hjá Daníel Danielssyni og hafði hún um árabil sjálfstæða vinnustofu að Áðalstræti 9 í Reykjavík. Árið 1945 giftist Margrét eftir- lifandi manni sínum John Koza- kos og áttu þau heimili í New York. Margir munu minnast þessarar hagleikskonu frá fyrri árum. K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.