Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10—11 FRÁ MANUDEGI „Nýlega var greint frá því í fréttum að einhver áhættuþókn- un hefði verið felld niður í launagreiðslum til varðskips- manna, en sú þóknun var tekin upp í landhelgisdeilunni síðustu. Það er ef til vill ekki endilega stærsta málið í þessu sambandi, en þó má vera að þarna komi fram ákveðin vísbending um að störf landhelgisgæzlumanna séu ekki nógu vel metin. Þessar fréttir ýta líka undir það að mínu mati, að almenningur fái þá hugmynd, að úr því við eigum ekki í útistöðum við erlendar þjóðir um fiskveiðiréttindi, þá séu störfin sem gæzlumenn vinna bara ósköp venjuleg. Ég tel mig hafa orðið varan við það að fólk heldur að landhelgisgæzlan hafi það hlutverk eitt að sigla um sjóinn hér við land og dunda við að horfa í sínar ratsjár og vita hvort ekki er einhver fiskibátur- inn kominn í landhelgi. Að hér sé nánast leitað eftir því hvort ekki sé einhvers staðar einhver bátur sem verði að klekkja svolítið á. Auðvitað er þetta alrangt og kannski er það barnalegt að vera að minnast á þessa skoðun, en samt held ég að sumir haldi að nánast geri gæzlan lítið annað. Ef við lítum nánar á málið eru störfin mjög margvísleg og merkileg. Þau þurfa að fara með vistir til afskekktra staða úti um land, einkum vitavarða, og spyrja má hvar stæðu okkar sjómenn ef ekki nyti vitanna við og umsjón- armanna þeirra. Þá hefur gæzlan margoft bjargað mannslífum, strönduðum sjómönnum, bjargað verðmætum, dregið biluð skip í land og svo mætti lengi telja. í sambandi við það höfum við sjálfsagt séð og munum eftir fréttum er varðskipsmenn hafa hlotið viðurkenningar erlendra aðila fyrir vasklega framgöngu í björgunarleiðöngrum sínum. Þetta bréf átti nú ekki að vera nein langloka hjá mér, en sem landkrabba fannst mér rétt að minnast á þetta og tilefnið var þessi umræða um áhættuþóknun varðskipsmanna. Einhvern veg- inn hef ég það á tilfinningunni að störf þeirra séu ekki endilega það vel launuð að þeir megi vel fá að hafa sína áhættuþóknun áfram, jafnvel þótt hún hafi í fyrstunni verið ætluð til bráðabirgða. Landkrabbi." Þessir hringdu . . . • Betri umferð- armenningu „Um nokkurt skeið hefur lítið verið rætt um umferðina í Velvakanda," sagði ökumaður í stuttu samtali nýlega, „og vildi ég fá að bæta örlítið úr því. Ekki ætla ég þó að koma fram með neina nýja eða byltingarkennda hugmynd, en benda á að mjög brýn nauðsyn er á að bætt verði verulega úr umferðarmenningu okkar. Helzt þarf að gera hana liðugri eða liðlegri á allan hátt og útrýma stirðbusahugsunarhætti, sem að mínu áliti er alltof mikið ráðandi alls staðar í umferð. Það er eins og allir séu svo svekktir á að aka um borgina að við hið minnsta hik og töf sem verður, t.d. ef einhver verður fyrir því að SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti (að Hamri) í Noregi í byrjun janúar kom þessi staða upp í skák þeirra Westerinnens. Finnlandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Faragos. Ungverjalandi, en þeir eru báðir stórmeistarar: bíll hans stöðvast á grænu ljósi og fer ekki í gang alveg strax, á samri sekúndu hefst mikill flautukór bíla fyrir aftan. Þetta finnst mér alltaf lýsa hinni megnustu vanstillingu, en um leið má nota þetta sem áminn- ingu um að ökumenn geri sér far um að tefja ekki né trufla eðlilega umferð, eins og ég held að ég segi orðrétt í umferðarlög- unum. I þessu sambandi má einnig minnast á akreinar, að menn víki fyrir þeim sem þarf að skipta um akrein, en flauti hann ekki í burtu, þannig að það verði auðveldara að aka á þessum tveggja akreina götum okkar. Terelynebuxur frá kr. 2.975.-. Gallabuxur kr. 2.500.-. Leöurlíkijakkar kr. 5.500.-. Úlpur margar geröir (lágt verö). Peysur nýkomnar. Skyrtur, ný sending, dökkir litir, sokkar o.fl. ódýrt. Andrés Skólavörðustíg 22. Okkar vinsælu fótlagaskór komnir aftur Póstsendum GEísm Nr. 35—41. Nr. 35—41. Nr. 35—45. Landssmiðian SÖIVHÓISGÖTIMOI REYKMVIK SÍMI 20680 TELEX 3307 z viðgeréaþjónusta LANDSSMIÐJAN annast viðgerðaþjóustu á öllum teg- undum loftpressa, loitverkfæra og tækja. Ef óskað er sjáum við einníg um fyrirbyggjandi viðhald. MtlasCopco var stofnað 1873 og framleiðir loftverkfærí, býður einnig fram þjónustu fyrir verktaka við vinnu tllboða og aðstoðar við val á tækjum og aðferðum. Westerinen, sem var í tíma- hraki, lék hér 37. Dd4? og skákinni lauk skömmu síðar með jafntefli. í stað þess átti hann einfaldan en bráðsnjallan vinn- ingsleik í stöðunni: 37. Dg7+! — Kxg7.38. Bxe4+ - Kf7. 39. Bxc2 og hvítur vinnur létt. Norðmaðurinn Terje Wibe varð sigurvegari á mótinu. Hann hlaut 6'h v. af 9 mögulegum, en stórmeistaraárangur var 7 v. Næstir komu síðan þeir Leif Ögaard og Westerinen með 6 v. \ Uf ttí. Mmr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.