Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1978 Valþór missti af markaðssölu í Hull VALÞÓR frá Siglufirði seldi í gær í Hull fyrstur ís- lenzkra báta í 16 mánuði, 67 tonn af fiski fyrir tæpar 14 millj. kr. Meðalverð var um 210 kr. á kg en reiknað hafði verið með um 250 kr. á kg. Vegna bilunar varð Valþór að fara inn til Færeyja í viðgerð og á leiðinni frá Færeyjum til Hull lenti báturinn í vondu veðri og tepptist þannig að hann náði ekki til hafnar í Hull fyrr en á morgunflóðinu í gærmorg- un og misstu skipverjar því af sölu fiskmarkaðnum. Fyrirtækið Bird Eyes keypti hins vegar allan aflann og gekk löndun eðlilega fyrir Landað úr Valþór í IIulI í jja'r. sig í alla staði. Skipstjóri á Valþóri er Númi Jóhannsson. Næsta markaðssala er ekki fyrr en á mánudag og vegna þeirra tafa sem Valþór hafði orðið fyrir þótti ekki fært að geyma aflann lengur vegna hættu á skemmdum. Fiskkælitank- ar settir upp á Húsavík Fiskiðjusamlag Húsavíkur cr nú að undirhúa notkun á tönkum til kælingar á fiski. Tryggvi Finnsson framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlagsins sagði í sam- tali við Mbl. í gær að hér væri um að ræða tvo 30 tonna tanka til þess að geyma óslægðan fisk í. en fiskurinn er geymdur í 0 gráðu heitu vatni með salti í og jafnvel aðeins kaldara. Tryggvi sagði að það væri gömul aðferð að geyma fisk á þennan hátt. en hins vegar hefðu ávallt verið vandræði með að tæma tankana. Norðmenn heíðu nú fundið lausn á því máli og þá hugmynd kaupir Fiskiðju- samlagið frá Noregi. Tæming fer fram með þeim hætti að lofti er dælt inn í tankana þannig að straumur myndast í þeim og flytur fiskinn að færihandi til vinnslu. Tryggi sagði að þeir hefðu haldið að þeir væru með besta hráefni í heimi þar sem var Framhald á bls. 26 Olíusamningurinn bætir vöruskipta- jöfnuð við Portúgal EINS OG sagt var frá í Morgunblaðinu í gær hefur viðskiptaráðuneytið gert kaupsamning við Portúgal um kaup á 35 þús. tonnum af gasolíu og 7. þús. tonnum af bensíni fyrir u.þ.b. 1300 millj. kr. Vöruskiptajöfnuð- urinn milli Islendinga og Portúgal hefur verið mjög óhagstæður Portúgölum um árabil þar sem þeir hafa keypt saltfisk fyrir millj- arða króna, en Islendingar hafa hins vegar aðeins keypt fyrir nokkur hundruð millj. kr. á ári frá Portúgal. Árið 1977 fluttu íslendingar út til Portúgal fyrir 5719 milljónir króna, en innflutningur til Islands frá Portúgal var fyrir 343 millj. kr. Árið 1976 var flutt út til Portúgals fyrir 7602 millj. kr. en inn fyrir 269 millj. kr. Á árinu 1977 voru flutt inn til Islands alls 322 þús. tonn af gasolíu og þar af voru 233 þús. tonn frá Sovétríkjunum. Allt bílabensín var flutt inn frá Sovétríkjunum s.l. ár, alls 78 þús tonn. Á undanförnum árum hafa Islendingar ke.vpt vefnaðarvörur, vín og fleira frá Portúgal fyrir 200—300 millj. kr. á ári, en nú er útlit fyrir að sú upphæð hækki upp í a.m.k. 1500—1600 millj. kr. Sjálfstæðismenn í Fólkvangi AÐALFUNDUR í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi verður haldinn næst- komandi laugardag 18. marz að Fólkvangi á Kjalarnesi kl. 14. Fundarefni verða venjuleg aðal- fundarstörf og gengið verður frá framboðslista sjálfstæðismanna fyrir komandi alþingiskosningar. Slæmar horfur með loðnufrystingu: bessar myndir tók Sigurgeir í Eyjum í gærdag þegar verið var að landa loðnuhrognum. en efri myndin sýnir^ þar _sem loðnuskiljararnir eru að skilja loðnu úr Víkingi og sjómennirnir fylgjast með hvort allt sé í lagi. Um 30 tonn af loðnuhrognum fengust úr 1000 tonnum hjá Víkingi og er verðmæti loðnuhrognanna um 1 millj. kr. Neðri myndin sýnir þar sem japanskur eftirlitsmaður er að kanna gæði hrognanna og ein af stúlkunum á stiiðinni fylgist með. Vignir Þor- bjömsson varð efstur á Höfn Ntl LIGGJA fyrir úrslit í próf- kjöri sjálfstæðismanna á Höfn í Hornafirði vegna komandi hreppsnefndarkosninga. Úrslitin urðu þessi> Atkvæði 1. Vignir Þorbjörnsson 230 2. Albert Eymundsson 197 3. Árni Stefánsson 172 4. Unnsteinn Guðmundss. 154 5. Ingólfur Waage 154 Alls kusu 293, þar af voru 46 atkvæði auð og ógild. Prófkjör sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélag- anna í Hafnarfirði hefur ákveðið að viðhaft skuli prófkjör vegna væntanlegra bæjarstjórnarkosn- inga. Kjörnefnd hefur verið skipuð og vinnur hún nú að skipulagningu prófkjörsins. Samkvæmt reglum fulltrúaráðs- ins um prófkjör er meðlimum sjálfstæðisfélaganna 16 ára og eldri heimilt að gera tillögur um prófkjörsframbjóðanda. Skal slík tillaga því aðeins gild, að hún sé bundin við einn mann og undirrit- uð af minnst 15 félagsbundnum sjálfstæðismönnum. Tillögum skal komið til for- manns kjörnefndar, Jóns Kr. Jóhannessonar, Reykjavíkurvegi 38, í síðasta lagi kl. 21.00 n.k. þriðjudag 14. þ.m. Hlaut styrk úr Leiklistarsjóði Brynjólfs Jóhannessonar TILKYNNT hefur verið um styrkyeitingu úr leiklistarsjóði Brynjólfs Jóhannessonar. en stvrkinn hlaut að þessu sinni Randver Þorláksson leikari. Styrkupphæðin var 325 þúsund krónur og var styrkurinn afhent- ur á heimili frú Guðnýjar Helga- dóttur. ekkju Brynjólfs Jóhannes- sonar. að viðstaddri stjórn leik- listarsjóðsins. Valur Gíslason form. sjóðs- stjórnarinnar greindi á aðalfundi Félags ísl. leikara frá styrkveit- ingunni, en tilgangur sjóðsins er að st.vrkja unga og efnilega leikara Framhald á bls. 26 Aðeins fryst upp í brot af samningum —en hrognafrysting er 1 fullum gangi ALLT útlit er fyrir að frysting loðnu á Japans- markað verði ekki nema brot af því sem áætlað hafði verið og ekki takist að frysta nema upp í hluta af þeim samningum, sem búið var að gera við Japani. Betra útlit er með frystingu loðnuhrogna og hófst hún t.d. af fullum krafti í gær í Vestmannaeyjum. Að sögn Hjalta Einarsson- ar framkvæmdastjóra hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hefur langmest af loðnunni verið fryst í frysti- húsum suðvestanlands und- anfarin ár. Þau hafa verið tilbúin til loðnufrystingar síðan um miðjan febrúar s.l. en loðnugöngurnar hafa ver- ið svo hægfara að ekki hefur reynzt unnt að flytja loðnuna alla leið frá miðunum útaf Stokksnesi til hafna á Reykjanesi og í Faxaflóa. Einnig hefur verið mikið af smælki í loðnunni og töluvert af átu sem hefur spillt fyrir við frystingu. Hins vegar er hrognafylling stærri loðn- unnar góð og hún orðin hæf til frystingar og hrognin eru orðin nógu þroskuð til fryst- ingar á Japansmarkað. I frystihúsum SH suðaust- anlands er búið að frysta 50 tonn af loðnu samkvæmt upplýsingum Hjalta Einars- sonar en í frystihúsum Sam- bandsins er búið að frysta um 30 tonn samkvæmt upp- lýsingum Ólafs Jónssonar framkvæmdastjóra. SH gerði samninga um sölu á 3000 tonnum af frystri loðnu til Japans og Sambandið gerði samninga um 2000 tonn en Japanir höfðu áhuga á að kaupa mun meira magn. Hins vegar er útlitið þannig að sögn Hjalta og Ólafs að varla tekst að frysta upp í nema brot af samningnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.