Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1978 7 Stjórnlaust rekald Alþýðuílokkurinn er um þessar mundir stjórnlaust rekald. Fæstum hefði dottið í huK, að vegur flokksins gæti enn minnkað frá því, sem verið hefur undanfarin ár, en því virðast í raun engin takmörk sett, hve langt flokkurinn kemst í þcim efnum. Alþýðu- flokkurinn hugðist taka forystu í baráttu verkalýðshreyfingarinnar gegn efnahagsaðgerð- um ríkisstjórnarinnar. Sú tilraun Alþýðu- flokksins til frumkvæð- . is fór út um þúfur. I Tveir helztu forystu- | menn flokksins. þeir l Benedikt Gröndal og Gylfi Þ. Gíslason, lentu í hár saman út af ólöglegum verkfallsað- gerðum verkaiýðsfé- laga um síðustu mán- aðamót. Benedikt Grön- dal lýsti hér í Morgun- blaðinu yfir eindregn- um stuðningi Alþýðú- flokksins við þær að- gerðir. en kvaðst leiða hjá sér spurninguna um það, hvort þær aðgerðir væru brot á lögum. Hvernig getur formað- ur stjórnmálaflokks, sem vill láta taka sig alvarlega „leitt hjá sér“ að taka afstöðu til stór- felldra lögbrota fjöl- mennra almannasam- taka? Jafn fróðlegt var að fylgjast með því hvernig Benedikt Grön- dal sjálfur, sem opinber starfsmaður tók þátt í verkfallsaðgerðum. Hann mætti til vinnu en fór svo úr vinnu. Eftir stendur að formaður Alþýðuflokksins tók þátt í ólöglegum verk- fallsaðgerðum með minnihluta launþega í landinu. Gylíi Þ. Gíslason lýsti því hins vegar yfir í viðtali við Morgunblað- ið. að verkalýðssamtök- in ættu að heyja baráttu si'na innan ramma lag- anna. Gylfi hefur gegnt slíkum ábyrgðarstöðum í samfélagi okkar, að hann gat ekki tekið aðra afstöðu. Engu að síður sýndi afstaða Gylfa. að óeining ríkti innan Alþýðuflokksins um afstöðuna til þessara ólöglegu verk- fallsaðgerða. Benedikt togaði í eina átt en Gylfi í aðra. Þess vegna er Alþýðuflokkurinn stjórnlaust rekald. Afstaða, sem vekur eftirtekt Gylfi Þ. Gíslason læt- ur af þingmennsku í vor. Benedikt Gröndal hefur tekið við forystu Alþýðuflokksins og slær tóninn. Alþýðu- flokkurinn á sér merka sögu. Hvað cftir annað hefur lýðræðissinnað fólk komið til stuðnings við Alþýðuflokkinn vegna þess. að það hef- ur talið. að hann væri ein af kjölfestum okkar þjóðfélags og styrkur hans væri nokkur trygging fyrir því. að sæmilegt jafnvægi ríkti á vettvangi stjórnmál- anna. Alþýðuflokkur inn stóð í 13 ár að ríkisstjórn. sem vann merkilegt umbótastarf og tryggði slíkt jafn- vægi. Þetta sama fólk mun vafalaust hugsa sig um tvisvar áður en það veitir Alþýðu- flokknum stuðning sinn nú. þegar það sér, að hann er ekki sú kjölfesta sem hann var. heldur stjórnlaust rekald. Lýðraeðissinnað fólk. sem vill standa traustan vörð um utan- ríkisstefnu íslands. aðild landsins að At- lantshafs bandalaginu og varnarsamninginn við Bandaríkin hlýtur að hugsa sig um tvisvar áður en það veitir Al- þýðuflokknum stuðn- ing nú. þegar það sér hvernig hann feykist til eftir því. sem vindurinn blæs hverju sinni. Lýð- ræðissinnað fólk, sem heíur litið á Alþýðu- flokkinn sem jákvætt umbðtaafl. hlýtur að hugsa sig um tvisvar áður en það veitir þeim flokki stuðning nú. þeg- ar formaður hans tekur undir með þeim þjóðfé- lagsöflum. sem vilja okkar lýðræðislega þjóðfélag feigt. Menn verða að hafa kjark og þor til að standa við sannfæringu sína. Það þor og þann kjark hef- ur Alþýðuflokkurinn haft í gcgnum árin — en síðustu atburðir vekja upp spurningar um það. hvort þrekið sé að bresta. iMtáóur á morgun DÓMKIRKJAN Messa kl. 11 árd. Ljóöakórinn syngur m.a. Máríubæn eftir dr. Pál ísólfsson og Faðirvoriö eftir Malotte. Organisti Gústaf Jóhannesson. Séra Þórir Stephen- sen. Föstumessa kl. 2 síöd. Séra Hjalti Guðmundsson. LANDAKOTSSPÍTALI Messa kl. 10 árd. Séra Hjalti Guömundsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL Barnasamkoma í Árbæjarskóla kl. 10:30 árd. Síödegismessa fellur niöur vegna flutnings á orgeli. Séra Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma í Ölduselsskóla laugardag kl. 10:30. Barnasamkoma í Breiöholtsskóla sunnud. kl. 11. Föstuguðsþjónusta í Breiöholts- skóla sunnud. kl. 2. Séra Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA Barnasamkoma kl. 11. Guösþjónusta kl. 2, séra Jónas Gíslason predikar. Kaffi og umræður eftir messu. Séra Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL Barnasamkoma í safnaöarheimilinu viö Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 2. Séra Þorbergur Kristjánsson. FELLA- og Hólaprestakall Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í safnaöarheimil- inu aö Keilufelli 1 kl. 2 síöd. Séra Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA Barnasamkoma kl. 11. Guösþjónusta kl. 2, organ- leikari Jón G. Þórarinsson. Séra Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA Messa kl. 11. Messa kl. 2. Dagur eldra fólksins. Lesmessa n.k. þriðjudag kl. 10:30 árd. Beðiö fyrir sjúkum. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Landspítal- inn: Messa kl. 10 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA Barnaguösþjónusta kl. 11 árd. Séra Arngrímur Jónsson. Guösþjónusta kl. 2. Séra Tómas Sveinsson. Tónleikar kl. 5 síöd. KÁRSNESPRESTAKALL Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Messan sem vera átti kl. 11 í Kópavogskirkju fellur niöur vegna veikinda. Séra Árni Pálsson. LANGHOLTSPREST AK ALL Minnumst í dag 25 ára afmælis kvenfélagsins. Barnasamk. kl. 10:30. Séra Árelíus Níelsson. Guðs- þjónusta kl. 2. Ræðuefni: „Konan með fjöregg heimsins í fangi". í stól sr. Sig. Haukur Guöjónsson, viö orgelið Helgi Þorláksson, skóla- stjóri. Safnaðarstjórn. LAUGARNESKIRKJA Barnaguösþjónusta kl. 11. Messa kl. 2. Sóknarprestur. NESKIRKJA Barnasamk. kl. 10:30 árd. Guösþjónusta kl. 2 e.h. Bæna- guðsþjónusta kl. 5 síðd. Séra Guðm. Óskar Ólafsson. FÍLADELFÍUKIRKJAN Safnaðarguðsþjónusta kl. 2 síöd. Almenn guösþjónusta kl. 8 síðd. Einar J. Gíslason. AÐVENTKIRKJAN Reykjavík Biblíukynning kl. 5 síöd. Siguröur Bjarnason. FRÍKIRKJAN Reykjavik Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Guöni Gunnarsson. Messa kl. 2 síöd. Aðalsafnaðarfundur kl. 3 síðd. Séra Þorsteinn Björnsson. SELTJARNARNESSÓKN Barnaguðsþjónusta í félagsheimil- inu kl. 11 árd. Séra Frank M. Halldórsson. KIRKJA óháöa safnaöarins. Messa kl. 2 síöd. Séra Emil Björnsson. DOMKIRKJA Krists Konungs Landakoti Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10:30 árd. Lágmessa kl. 2 síöd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum þá kl. 2 síðd. GRUND Elli- og hjúkrunarheimiliö Messa kl. 10 árd. Séra Lárus Halldórsson. ÁSPRESTAKALL Kirkjudagur — Fjáröflunardagur. — Messa kl. 2 síðd. að Norðurbrún 1. Kaffisala. Kirkjukór Hvalsneskirkju kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Þorsteins Gunnarssonar. Séra Grímur Grímsson. GUOSPJALL DAGSINS: Lúk. 1: Gabriel engill sendur. LITUR DAGSINS: Fjólublár. Litur iörunar og yfirbótar. HJÁLPRÆDISHERINN Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 2 síðd. Hjálp- ræöissamkoma kl. 8.30 siöd. Lautinant Evju. SUNNUDAGASKÓLI K.F.U.M. Amtmannsstig 2 b — fyrir öll börn kl. 10:30 árd. FÆREYSKA Sjómannaheimilið Samkoma í heimilinu kl. 5 síöd. GARDASÓKN Barnasamkoma í skólasalnum kl. 11 árd. Séra Bragi Friöriksson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garða- bæ Hámessa kl. 2 síðd. HAFNARFJARÐARKIRKJA Barnasamkoma kl. 11 árd. Guðs- þjónusta kl. 2 síðd. — Kvöldvaka kl. 8.30 síöd. Þátttöku fermingarbarna og forráðamanna þeirra sérstaklega vænst. Bænastund n.k. þriðjudags- kvöld kl. 20.30. Séra Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN Hafnarfiröí Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Safn- aðarprestur. VÍDISTAÐASÓKN Barnasamkoma kl. 11 árd. Almenn guðsþjónusta kl. 2 síöd. í Hrafnistu. Séra Sigurður H Guðmundsson. KÁLFATJARNARKIRKJA Guösþjónusta kl. 2 síöd. Séra Bragi Friöriksson. N JARÐVÍKURPREST AK ALL Sunnudagaskóli í Stapa kl. 11 árd. og i safnaöarheimilinu í Innri-Njarö- vík kl. 1.30 síöd. Séra Páll Þóröar- son. KEFLAVÍKURKIRKJA Sunnudagáskóli kl. 11 árd. Munið skólabílinn. — Föstukvöld í kirkj- unni n.k. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA Guösþjónusta kl. 2 síöd. Sóknar- prestur. STOKKSEYR ARKIRK JA Barnaguösþjónusta kl. 10:30 árd. Sókarprestur. AKRANESKIRKJA Barnasamkoma kl. 10.30. árd. Messa kl. 2 síðd. Séra Björn Jónsson. Kökubazar og flóamarkaður veröur haldinn í dag í Safnaöarheimili Neskirkju, kl. 3 síðdegis. 6. bekkur Verzlunarskóla íslands. Flutningur til og frá Danmörku og frá húsi til húss U mboðsmaður i Reykjavik. Skipaafgreiðsla JesZimsen. Skapraunið ekki sjálfum yður að óþörfu — Notið margra ára reynslis okkar Biðjið um tilboð Það er ókeypis. — Notfærið yður það. það sparar. Uppl um tilboð: Flytterfirmaet AALBORG Aps. Lygten 2—4, 2400 Köbenhavn NV. simi (01) 816300. telex 19228. Orð krossins Fagnaðarerindið verður boðað frá Trans World Radio, Monte Carlo, á hverjum laugardags- morgni kl. 1 0.00—10.15. Sent verður á stutt- bylgju 31 metra, (9,5 MHZ.) Orð Krossirts, pósth. 4187, Reykjavik. Verksmiðjuútsala — Verksmiðjuútsala Seljum í dag og næstu daga lítið gölluð eldhús- borð og stóla, barnastóla og borð í barnaher- bergi. Einnig gallon- og dralonáklæði. Veruiegur afsiáttur. Opið laugardag STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. Skeifan 8, Rvík. Kópavogsbúar afskiptir? Matthías Á Mathiesen fjármálaráðherra svarar þessari spurningu á fundi hjá félagini laugar- daginn 1 1. marz kl. 14 að Hamraborg 1, 3. hæð. Matthias A. Mathiesen. Rætt verður um ríkisfjármálin og hags- munamál Kópavogsbúa. TYRf félag ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi auglýsir:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.