Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1978 Grein: Árni Johnsen Farkostur hversdagsins, heimili hennar, ber svip af lífsstíl hennar, leikhúsinu. Margir sérstæðir og per- sónulegir hlutir minna á staði og stundir, en hlutverkin hafa verið misjafnlega stór eins og gengur jafnt á fjölum Thalíu og þjóða heimsins. Það er notalegt í stofunni hennar á jarðhæð við Laufásveg 5, veggþykktin hálfur faðmur, því undir múrnum lúrir handhöggvið grágrýti. Þóra brá kaffikönnunni á borðið, en ég spuröi hana um mynd á veggnum, mynd af Önnu Borg leikkonu, systur hennar. Mynd af svo glæsilegri konu að hver sem ann fegurð hlýtur að staldra viö. „Ég læt ramma myndina inn“ „Já, ég lét ramma hana inn,“ sagði Þóra með sinni Ijúfu rödd,“ það kom eitt sinn til mín lítil stúlka sem kvaðst sjá konu frammi í ganginum, konu sem brosti til hennar, en litlu stúlkunni var ekki alveg sama. Ég spurði hana hvernig konan liti út og þegar lýsingin kom þá vissi ég strax hvað var á seyði. Ég sótti myndir inn í skáp hjá mér, myndina af Önnu systur minni, og sýndi stúlkunni. — Já, þetta er hún, þetta er hún sem stendur þarna, sagöi litla stúlkan og brosti nú fram á ganginn. — Ég hugsaði mitt, nú Anna mín, þú vilt ekki hafa þetta svona, ég læt ramma inn myndina." hefur verið misjafnt en það jákvæöa flýtur. Hlutverkin? Blönduö. Fyrst laglegar stúlkur, mér þóttu þær heldur leiöinlegar og keimlíkar hver annarri. Ég hét Vanda í fyrsta stykkinu mínu og Brynjólfur sagði viö mig: „Það er alveg vandalaust," en mér hefur alls ekki fundist þaö vera vandalaust. Síðan komu karakter- hlutverkin og þau sitja bezt í manni. Þau voru innlegg með góðum vöxt- um, ekki þessum jarðbundnu, ég þekki þá svo lítið. Rætt við Þóru Borg leikkonu % tilefni 50 ára leiklistarafmælis. Annars er það kynlegt hve ég hef oft þurft að hlaupa fyrirvaralaust inn í hlutverk. Ég man t.d. þegar Poul Roumert kom hingaö í fyrsta sinn að ég varð að hlaupa í hlutverk Möllu i Andbýlingunum. Leikkonunni hafði mislíkað viö leikstjórann og hent i hann heftinu um leiö og hún rauk a dyr og é<p var sett í hlutverkiö um kvöldið. Eg byrjaöi t.d. á hlutverki Siggu í Manni og Konu, en eftir nokkrar sýningar var mér falið að leika Sigrúnu. Þannig voru þetta hrindingar út og inn. „Hún var svo fjolluð“ Svo komu rullur eins og Túttí. Það var afskaplega skemmtileg kona að leika. Hún var fjolluð, hún var svo fjolluð. Gift, jú, jú, en þegar allt fór í hönk var kallaö á lögregluþjóninn og hann var þá maðurinn hennar. Þessi leiksýning var bönnuö í fyrstu. Það var sagt að ég hefði verið hneyksliö af því að ég var í baðfötum, en hneykslið var annaö og lögreglu- stjóri bannaði sýninguna. Hneykslið var að Alfreð kemur að sumarhótel- inu Vatnalaug til þess aö ná sér í kvenmann og Brúsi „vert“ ætlar að vera „smart“ og setur hann inn í herbergi hjá kvenréttindakonu sem kom á hótelið til þess eins að hneykslast. Alfreð kom allur rifinn út frá henni og hún líka þar til á maskaprufunni. Þetta var viðkvæmt í þá tíð. Menntamálaráðuneytið skip- aði 5 manna nefnd til að dæma um það hvort sýningin skyldi leyfð eða ekki eftir að lögreglustjóri hafði stöðvað hana. Það var drifið í æfingu og boðið þingmönnum og bæjar- stjórn og vinum og vandamönnum leikaranna. Þegar nefndin kom ask- vaðandi fundu þeir að því að fleira fólk var komiö í salinn í gamla Iðnó, Leikarinn verðurað gleyma Hjálp augnabliksins Verst var það þó í Þjóðleikhúsinu einn daginn þegar Indriði kom brunandi upp stigann kl. 7 og sagði að ég yrði að leika barónsfrúna i Góða dátanum. Ég hafði ekki einu sinni séð senuna, en það voru ekki liðnar tvær klukkustundir frá því að Indriði gaf skipunina og þar til eg gekk út af sviöinu í hlutverki barónsfrúarinnar. Ég hafði l®rt rulluna á meðan verið var að sminka mig. Ég var einmitt aö hugleiða tóninn sem hæfði hlutverkinu þegar ég leit upp og sá mig í speglinum eftir förðunina. Á ég að vera svona gömul, spuröi ég undrandi. „Þú ert hundgömul," svaraði Har- aldur Adolfsson sminkari um hæl * kostulegum tón og ég greip tóninn. Svona hjálpar augnablikið. Jafnvel þegar ég sminkaði mér til gamans í Meyjaskemmunni varð eg tvisvar að fara inn í hlutverk. Þetta er kostulegt." Addý kom aftur inn í myndina, vatt sér inn og það hýrnaði yfir Þóru a sérstakan hátt Hún brosti djúpu brosi eins og þegar vorilmurinn leggst ylir landið: „Addý er einn af mínum gömlu vinum, sem mér þykir vaent sjálfum sér“ Ad muna þad skemmtilega - Við röbbuðum saman um leikferil hennar og annað sem fylgdi í kjölfar þessarar stundar, leikmunina úr lífi hennar, atvik sem heilsa eins og vinir þegar þá allt í einu ber að úr firð liðins tíma. „Leiklistin,“ sagði hún og það blossaði í auga um leið og hún reis í stólnum, „það er ýmislegt sem fylgir henni, en svo er bara eins og maður muni það skemmtilega. Það eru sólblikin eins og hún Dóra sagði í Hallsteinn og Dóra, í 4. atriöi. Já, það er ekki bara kerlingin úr Gullna hliðinu sem þarf að klöngrast yfir kletta og klungur. Nei, manni er leyft að gleyma eins og Scrubby sagði á Útleiöinni. Bíddu nú viö, hvenær var það leikið?" Hún náði í bók í hillu í stofunni. „Það er þessi Leikfélagsbók, hún er Biblían. Jú, það var 1941. Þetta er á skipinu milli heimanna og ég leik þar frú Cliveden-Banks. Þeg- ar hún veit að hún er dáin klæðir hún sig í svart. Ég var dæmd til að vera með eiginmanni mínum þegar ég kom yfirum og það var versta refsing sem hún gat fengið eins eigingjörn og hún var. Þetta er merkilegt leikrit. Fólkið er að fara til heimsins handan við móðuna miklu og þaö fær skjótt að vita hvert stefnir. Scrubby er einn á skipinu. Hann hafði fyrirfarið sér og fær því ekki að fara í land. Hann verður stöðugt að feröast fram og aftur með skipinu og þegar hann er spurður um ástæðuna man hann ekki lengur og svarar þessu gulli: „Mér hefur verið leyft að gleyma." Já, þetta en það var ekkert gefiö eftir og nefndin varð að sitja á 1. bekk með áhorfendur fyrir aftan sig. Einn í nefndinni var ákaflega hláturmildur, en hinir voru sérlega hátíðlegir. Þetta var ein skemmtilegasta sýning sem ég hef leikið í. í hléi komu boð til þingmanna eins flokksins um að koma á þingflokksfund út í Alþingishús, en þeir neituðu að fara fyrr en sýning- unni væri lokiö, skemmtu sér kon- unglega og báru því við að þeir ætluðu sér ekki að missa af seinni hlutanum ef sýningin yrði bönnuð. Fólkið skemmti sér vel og það var klappað, júblað og húrrað. Það var svo skemmtilegt að leika þetta kvöld. Einstaka sýningar geta setið svo í manni. „Svona pótti henni gaman“. Ég minnist sýningar á Manni og konu eitt sinn. Hún hófst klukkan 7 um kvöldiö með fólki af elliheimilinu og á vegum fátækranefndar. Fólkið lifði sig svo inn í sýninguna að setningarnar komu jöfnum höndum frá sviðinu og salnum. Ég man til dæmis að Brynjólfur var að humma í ræðum séra Sigvalda og þá kom ein setning alveg orörétt framan úr salnum. „Alveg rétt,“ sagði Brynjólfur þá. Ég lék Sigrúnu þarna og Gestur lék Þórarin. í einu atriðinu kemur Finnur inn (Lárus Pálsson) til að vara Sigrúnu og Gest við séra Sigvalda sem var að koma. Þá sagði kona úr salnum stundarhátt: „Hvað er strák- urinn að rekast þetta, því mega þau ekki vera í friði." Ein gömul kona sat og prjónaði alla sýninguna. Hún var blind. í sýningar- lok sagði hún við sjálfa sig, en allir heyrðu: „Æ, ég vildi að það væri aö byrja." Svona þótti henni gaman, þótt hún sæi ekkert.“ 650 leikkvöld í þessum skóm Allt í einu spratt Addý fram, Addý, sem Þóra leikur um þessar mundir í Refnum, en hún lék það hlutverk einnig fyrir 30 árum. „Það var kostulegt með Addý. Emilía systir mín átti að leika hana, en ég varð að fara inn í sýninguna viku fyrir frumsýningu og nú leik ég í sömu skónum. Það er búið að leika mörg hlutverk í þessum skóm, Emilía mest, en ég hef átt mörg sporin í þeim líka. Viö vorum að rifja þetta upp eitt kvöldið við Emilía og vorum komnar upp í 650 kvöld sem leikiö hefur verið í þessum skóm. um. Mér hefur alltaf þótt vænt u hlutverkin mín. Þetta eru ekki aðein persónur í bók, þetta er fólk sem e9 hef þekkt, þekkt í gegn um súrt o9 sætt. Eftir að ég kom al*ur Leikfélagsins þá hef ég leikiö m)09 skemmtilegar rullur. Til dæmis Marl Jósefu í Hús Bernhördu Alba. Hun e brjáluð og heldur að hún sé búin a eiga barn, en hún heldur að lam sem hún er meö sé barnið henne,u Ég elska líka Júlíu frænku í Hed Gabler og frú Luisu í Dóminó Jöku' • „Ég veit ekkert hvaó ég á að segja.“ Einu sinni lék ég pínulitla rullu Bandið eftir Strindberg og Ann systir mín lék sér að því að brey _ mér í förðun. Hún tísti frammi i s ■ því ég var víst ekkert gáfuleg. hafði eina setningu í leikritinu: „ veit ekkert hvað ég á að segja, ég hafði svo gaman af að leika ÞeS rutlu." k. Ég hugleiddi hvort ég hefði n0 urn tíma heyrt leikara státa af I litlu hlutverki, en þegar ég s|3Uk|n hana um stóru og litlu hlu*vej.|a sagði hún: „Það er svo erfiti að um stór og lítil hlutverk. Þetta er og með lífið sjálft. Okkur 'in n líöandi stund merkilegust, en si , fer hönd tímans um handritið °=ður er engin regla til um það hvað ve ^ til lengdar stórt eða lítið. Slðan ao október 1927 þegar ég byrja° m í leika sem fulloröin í Gleipg°su jkiö Iðnó eru hlutverkin sem ég he . er á sviði farin að nálgast 200. stutt síðan Sveinn Einarsson „|c)a mér að ég væri hæst í hlutverk j af konunum í leikarastéttinm . Þóra og Guðmundur Pálsson í hlutverkum í Selurinn hefur manns augu, 1975. Þóra og Brynjólfur í hlutverkum Túttí og Puttalín í leikritinu umdeilda Stundum og stundum ekki, 1940, en menntamáiaráóherra varð að skipa nefnd til að dæma um siðferði leikrítsins. Þóra Borg sem Kristín í Hringjarabænum í Kvikmyndinni um Brekkukotsannál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.