Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1978 13 sumum leikritum hef ég leikið mörg hlutverk. í Nýársnóttinni hef ég leikið dansandi álfamey, Mjöll, Guörúnu og Áslaugu viö opnun Þjóöleikhússins og Önnu gömlu á leikarakvöldvöku. Lénharði fógeta á ég þrjár, Guðnýju, Helgu og Snjólaugu á Galtalæk í filmunni. Þaö hefur verið eólilegt aö ganga inn í aldursstigin í þessum verkum eins og sporin markast á hálfri öld. í Manni og konu hef ég leikið Siggu, Sigrúnu og Madömmu Steinunni og svo allt í einu kom eitt íhlaupahlutverkiö, Frillan í Gullna hliöinu. Ég haföi leikið það hlutverk 15 árum áður og mikið gasalega þótti mér gaman að hlaupa í Frilluna eftir 15 ár, ég reglulega boltraði og naut þess. ^óra Borg í búníngsklefa sínum í Iðnó nú í vikunni. Ljósmynd Mbl. RAX. „Ægilegt að hafa innleitt þessa elektronísku tónlist" Ég var hins vegar mjög hátíöleg í Margréti í Hlíð, spilaði á orgel og söng sálma. Ég hringdi þá í Pál ísólfsson og spurði hvað ég ætti að gera í sambandi við orgelleikinn, því ég hafði aðeins spilaö lítillega í sveitinni á bernskuárunum. „Þú kemur í tíma til mín“, sagði Páll. Ég fékk forláta orgel heim til mín og Páll kenndi mér og síöan hef ég aöeins leikið á sviði. Ég var sú fyrsta hér sem spilaði reglulega elektroniska tónlist. Ég lék þá Önnu Lines í Stundum kvaka kanarífuglar. Hún er voðalegt snobb og er að gera sig lekkera fyrir lávarði sem var gestur ásamt eiginkonu sinni hjá Önnu og Einu sinni hrundi skýjakassinn ofan úr loftinu í leikritinu Dauöinn nýtur lífsins, en nákvæmlega á þeim tíma sem enginn var undir, því ella hefði illa farið. Við héldum áfram eins og ekkert hefði í skorist. Einu sinni kviknaði í út frá kolunum í Gullna hliðinu. Það var þegar Brynjólfur var að deyja í hlutverki Jóns og Arndís sem lék kellinguna slökkti eldinn með svuntu sinni að ráðum Brynjólfs sem átti ekki gott með það aöstæðna vegna að spretta á fætur og slökkva eldinn. í Nýársnóttinni fannst einni álfa- meynni að hún hefði ekki nógu miklar krullur og kynti því sprittjárn til að krulla sig. Hún lagöi síöan járniö í hillu en gleymdi að slökkva á því og hillan og veggurinn voru að brenna þegar að var komið, en eldurinn varp heftur. Fyrir fáum árum fékk leik- sviðsstjórinn sig ekki til að fara heim þótt allir væru farnir. Hann ráfaði um húsið og spurði sjálfan sig hverju hann hefði gleymt. Allt í einu fann hann sviðalykt í einu horni hússins, en þar hafði þá orðið rafmagnsbilun og eldur í fæðingu. Nei, það er engin spurning að góðar hendur hafa vakað yfir störfunum í þessu gamla góða húsi og þær vættir sem hér eru munu fara með upp í Borgarleikhúsið nýja, þær eru svo handgengnar Leikfélaginu. Ég held að þær fari með. Það óskýranlega hefur svo oft gripið í taumana þegar á hefur bjátað. Það var til dæmis á 50 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur að frú Gunnþórunn lék konu Jóns bónda í Fjalla-Eyvindi. Gunnþórunn var veik, en tímdi ekki að fella niður sýninguna á hátíöarkvöldinu, píndi sig og lék. Hafsteinn Björnsson miðill sá þá gamlan látinn vin Gunnþórunnar standa við hlið hennar á sýningunni og styöja hana. Á þessu hátíðar- kvöldi var leikið úr þremur leikritum, Þóra og Alfreð Andrósson í Eruð Þér frímúrari? Ijóshærð/ og létt undir brún./ Handsmá og hýreyg/ og heitir Sigrún. Nú ætla ég að binda handritiö inn. Mér þykir gaman að eiga slíka hluti og ég er að læra bókband. Ég á líka íslenzka skó sem ég hef leikið í fjórum sinnum. Ég vil heldur eiga slíka hluti sjálf en fá þá hjá leikhúsinu. Lengi vel var þaö ein af mínum sérvizkum að ég vildi gera eitthvað sjálf við búninginn minn, finna nál, armband eða eitthvað sem átti viö, en nú er ég hætt því. Ennþá vil ég þó bera eitthvaö á mér, einhvern heillagrip og þá helzt eitthvað sem mamma hefur átt. Ég get verið með giftingarhringinn minn í Addý af því að hann er svo mjór, en nú er ég búin að finna það, það er nál sem hún mamma átti. Ég ætla að sýna þér þessa nál og hana get ég haft í undirkjólnum mínurn." Hún sýndi mér forláta skartgripi sem áður höfðu skartaö hjá for- mæðrum hennar. Hún naut svo innilega fegurðar þeirra og þótti vænt um þá, því þeir voru tákn góöra stunda og órjúfandi vináttu við minningar sem eru hennar ankeri. „Ég er alltaf að leita að því sem ég hef týnt,“ sagöi hún,“ og finn oftast það sem ég er ekki að leita að þá stundina en hins vegar verið það sem ég hef verið að leita að lengi. Hlutir dúkka upp, enda eru þeir margir þessir persónulegu munir sem ég hef yndi af. Gamlir hlutir hafa stundum sankast að mér. Kristalvasa fékk ég einu sinni í kaup fyrir aö lesa rullu á æfingum, saumaveski sem Muggur saumaði í stafi og rósir fékk ég sem áheit frá æskuvinkonu minni. Ég á líka aöra saumavélina sem kom til íslands 1868 og hún stendur ennþá vel fyrir sínu.“ Þóra og Gestur Pálsson í hlutverkum Margrétar í Hlíö > Þóra sem Stína í Pilti og stúlku, 1934, meó Gesti og séra Björns í leikritinu Á heimleið eftir Lárus Pálssyni í hlutverki Þorsteins matgoggs. Sigurbjörnsson, 1939. Margrét segir: „Ég ann yður, þaö er satt, en ég ann Jesú meira en yður, hvernig getum viö þá átt samleiö?" '^í* 1952',Í“"k0r Sonur hennar „Hlutverkin, fólk sem ég hef hitt á lífsleiðinni“ Viö vikum talinu aftur aö leiklistinni og ég spurði hana um tilfinningar hennar til þeirra persóna sem hún túlkaöi. „Já, þær eru hluti af mér, hluti af mínu lífi. Þetta er fólk sem ég hef hitt á lífsleiðinni og ég hugsa oft til hlutverkanna eins og fólks. *Ég get ef til vill allt í einu farið aö hugsa um þessar persónur og þá spretta fram smáatvik sem hafa gerst í sambandi við leikinn og ég skemmti mér svo vel yfir því. Það kemur svo óvænt en er samt svo nálægt. Líf mitt er svo tengt leikhúsinu að ég hef varla farið fetið frá því. Ég var fjögurra ára þegar mamma var að leika og ég var frammi í sal án þess í fyrstu að gera mér grein fyrir því að mamma var á sviöinu, en þegar Ijósið rann upp hrópaði ég: „Mamma, mamma, nú þekki ég þig.“ Þegar sonur minn var á svipuðum aldri brýndi ég rækilega fyrir honum að hann mætti ekki kalla á mig þegar ég væri á leiksviðinu og hann stóðst mátið hvað mig snerti, en ég hafði ekki oröaö aö hann mætti ekki kalla á einhvern annan og einu sinni þegar Emilía systir mín var að leika kallaði strákurinn hástöfum: „Milla, mamma, nú þekki ég þig.“ Huldar vættir í Iðnó Stemmningin ( |önó? Hún er engu lík og það er engin spurning að það eru huldar vættir í Iðnó. en Hafsteinn sá látna höfunda tveggja, þá Jóhann Sigurjónsson og Indriða Einarsson, koma inn á sviöið með leikurunum og taka klappi áhorfenda." „Okkar hugur á að vera opnari“ Ég spurði Þóru um hugarástand leikara og álit hennar á þeirri hugmynd aö leikarar séu að jafnaði viðkvæmari en almennt gengur og gerist. „Leikarar eru mjög viðkvæmt fólk," svaraöi hún strax, „viðkvæmir á sumt. Þeir eru ekki beint hörundsárir, en þó, þeir geta særst svo djúpt yfir því sem annað fólk getur hrist af sér. Þetta er ekki undarlegt. Okkar starf er að setja okkur inn í annarra starf, annarra skoðun og annarra tilfinning- ar og því á okkar hugur að vera opnari. Ég er því ekki frá því að þetta- sé rétt ályktað með viðkvæmnina, en það er eitt í eðli leikstarfsins sem mér finnst hafa breytzt til hins lakara. Ég veit ekki hvort maður á að segja það, en þó. Það sem var eiginlega aðalsmerki frumherjanna og næstu kynslóða í leiklistinni, var væntum- þykja og virðing fyrir okkar starfi, en nú er peningahliðin orðin svo ríkj- andi. Mér kemur það að vísu ekki nokkurn skapaðan hlut við, en ég skammaðist mín fyrir það þegar leikarar Þjóöleikhússins strækuðu fyrir skömmu. Sama fólkið klæðir sig upp úr rúminu, oft fárveikt og við erfiðar aðstæður til þess að fella ekki niður sýningu. Framhald á hls. 11. manni hennar, en aðrir leikarar voru ekki í leikritinu. Ég átti að leika eigin tónverk og eingöngu það sem mér datt í hug á hverri sýningu. Indriði leikstýröi og skipunin ar: Jo galere, jo bedre, og ég fékk að æfa mig í tómu húsi úti í bæ. „Bravo" kallaði Indriöi um kvöldið þegar hann heyrði til mín,“ engin melódía," Valur lék lordinn sem þoldi ekki þessa tónlist og það var líklega auðveldur leikur hjá honum því slík var þjáning hans við að hluta á orgelleik minn. Það er ægilegt að hafa innleitt þessa elektronisku tónlist. „Nú, það er Anna Lines,“ segi ég oft þegar ég heyri þessa svoköll- uðu tónlist sem hefur enga melódíu og ég get ekki talið tónlist. Einu sinni þurfti ég að leikalagið Hin gömlu kynni gleymast ei, en ég leyföi mér að gera það einfaldara en til var ætlast, ég hata nefnilega að spila með B-um. „Mér pykir gaman að eiga slíka hluti“ Tónlistin er spennandi, það fylgir henni svo fallegt og því er gott að vera með henni. Ég hafði ekki mikla söngrödd, en vögguvísan í Pilti og stúlku var samin handa mér af Emil Thoroddsen og ég á fyrsta handritið að því lagi. Hann kom svo seint með það, þessi elska, og ég var svo „nervus“. „Vertu alveg róleg," sagöi hann, „ég veit hvað þú getur og hvað ekki og það virtist standa. Það var skemmtilegt að syngja þarna í fyrsta sinn lagið viö Litfríð og Þóra sem Lára í Ævintýri á gönguför 1935. Þóra Borg í hlutverkí konu Tuma Jónsen í Kristnihaldinu, 1970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.