Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1978 Dr. Magni Guðmundsson: F rumvarp til nýrra bankalaga Þegar afstaða hefir verið tekin, er lögfræðingum falið að semja frumvarpsdrögin, sem er loka- stigið. Slíkur starfsháttur samræmist fyllstu lýðræðisreglum og mun treysta grunn íslenzkrar laga- smíðar. Fleira vinnst í leiðinni: (i) Alþjóð losnar að mestu við hvimleitt nefndafargan og ríkis- sjóður við kvöð þúsund bitlinga því samfara. (ii) Embættismenn geta stundað störfin, sem þeir voru ráðnir til að gegna, er þeir þurfa ekki lengur að sitja langtímum saman á nefnda- fundum út um hvippinn og hvappinn. Tvö frumvörp til nýrra banka- laga hafa verið lögð fram á Alþingi, sem nú situr. Það ber vott um lofsverðan áhuga stjórnmálamanna á þeim þætti efnahagslífsins. Væri freistandi að taka frumvörpin til rann- sóknar lið fyrir lið. Hvorki tími né aðstaða leyfir slíkt. Hins vegar má í stuttri blaðagrein gera nokkrar athugasemdir. Mun það svara kostnaði og fyrirhöfn, ef komast mætti hjá flaustri í þingmeðferð frumvarpanna. Þörf breyttra vinnubragða við stefnumótandi lagasmíði Það er nokkur ljóður á ráði hins háa Alþingis að vilja samþykkja of mikið af lögum. Frumvörpin flæða um þingsal- ina í stríðum straumum, en að sumum þeirra er lítil bót. Stundum er lagasmíðin falin löglærðum, einum eða fleiri. Oftar mun þó hitt, að nefnd embættismanna, sem eiga ann- ríkt, fái hana til umfjöllunar. Niðurstaðan er þá gjarnan sú, að einn nefndarmanna semji drögin að lögunum, en hinir skrifi upp á. Það er undir hælinn lagt, hvort hagfræðingur er spurður álits eða ráða, þótt lagabálkurinn snúist um hans grein, svo sem t.d. skattamál eða peningamál. Alþingi Islendinga ætti að taka upp breytt vinnubrögð við lausn stærri þjóðmála. Við þurfum ekki endilega fleiri lög eða lengri lög, heldur fyrst og fremst betri lög. Slík lög þarf vel að vanda. Lagaundirbúning- ur í sumum löndum (þeirra á meðal Kanada) tekur frá tveim og upp í tíu ár, þegar unnið er að honum jafnt og þétt allan tímann. Árangursríkasta að- ferðin er sú, að sérstök þing- nefnd hafi veg og vanda af nýrri löggjöf, sem markar stjórnar- ( stefnu. Þingnefndin byrjar störf S sín með því að kynna sér | skoðanir sérfróðra manna og manna með reynslu á hinu tiltekna sviði. Þetta gerir hún með þeim hætti að kalla mennina til fundar við sig og leggja fyrir þá spurningar. Einnig má biðia aðila með sérþekkingu að kanna einstök atriði og skila greinargerð. Meginmálið er, að sem flest sjónarmið komi fram — frá breiðu bandi kunnáttumanna. Öll svör og álit eru bókuð og síðan birt opinberiega í skýrslu. Skýrslan ásamt stuttu ágripi er lögð fyrir ríkisstjórnina í heild. Sérstakar ástæður gátu hafa flýtt bankalagafrum- vörpunum Nú má raunar geta sér þess til, að þeim sérstöku frumvörp- um, sem hér um ræðir, hafi verið hraðað vegna leiðindamáls í einum ríkisbankanna sl. vetur. Er vel skiljanlegt, að ráðherra, sem fer með bankamál, vilji ekki tefja að gera ráðstafanir, sem duga mættu gegn misferli í bankarekstri. Þannig eru í frumvarpi hans greinar, sem beinlínis kveða á um meira aðhald (gr. 7, 9 og 11). En svarið við vandamáli af þessu tagi þurfti ekki nauðsynlega að vera lagabálkur, sem krafðist nánari íhugunar og vinnu. Bráða- birgðalausn gat legið í því að koma bankaeftrrlitinu í nýtt form, eins og nánar verður að vikið síðar. Vöntun á almennum bankalögum en ekki sérlögum ríkisbanka Bæði frumvörpin, sem lögð hafa verið fram, fjalla um viðskiptabanka í eigu ríkisins. Annað þeirra, flutt af ráðherra, tekur til Búnaðarbanka, Lands- banka og Útvegsbanka, en hitt, flutt af Lúðvíki Jósefssyni alþm., tekur til tveggja banka aðeins, enda gert ráð fyrir sameiningu Búnaðarbanka og Útvegsbanka. Sá einn er munur- inn á þessum tveim frumvörp- um — auk áðurnefndra greina 7, 9 og 11. Til voru sérlög um hvern einstakan ríkisviðskiptabanka, og hér virðist reynt að samhæfa þau. Megingallinn við þessa til- raun er sá, að hún leysir ekki brýnasta vanda islenzkra fjár- mála, sem er að semja almenn bankalög án tillits til eignarað- ildar. Einkabankar eru þegar staðreynd á íslandi, og form rekstrar skiptir ekki máli. Banki er banki, hvort sem hann er rekinn af ríki eða héraði, af hlutafélagi eða samvinnufélagi. Bankalög eiga að skilgreina orðið banki, þannig að ekki verði um villst, hvaða lánastofnanir megi nota það og hverjar ekki. Lögin eiga að greina frá skilyrð- um, sem uppfylla þarf, til að mega stofna banka. Þau eiga að setja reglur um rekstur, er tryggi öryggi bankans sjálfs og jafnframt hag innstæðueigenda og annarra viðskiptamanna. Þau eiga að gefa fyrirmæli um það, með hvaða hætti banki skuli lúta almennri peninga- stjórn. Er þá fátt eitt upp talið. Ekkert af þessu er reyndar að finna í frumvörpunum, sem eru því ófullkomin — utan þess að ná yfir einn flokk banka aðeins. Ef bankalög — lög um við- skiptabanka almennt — verða að veruleika, er Alþingis að staðfesta samþykktir hvers og eins þeirra, hvað sem eignarað- ild líður. Einnig yrði Alþingis að ákveða, hvort leyfa ætti starf- semi erlendra banka. Á að lögfesta ríkis- einokun á peningamarkaði okkar? Jón Árnason, fyrrum banka- stjóri Landsbankans, varð fyrst- ur manna til að vara við ríkiseinokun fjármagns, sem hann taldi meiri hérlendis en í nokkru öðru landi vestan járn- tjalds. Lítið hefir breyzt til hins betra frá tíð þeirra ummæla. Enn halda ríkisbankarnir þrír nál. % heildarinnlána í innláns- stofnunum. I 4. grein frumvarp- anna, er nú liggja fyrir Alþingi, segir svo: „Ríkisviðskipta- bönkunum er einum heimilt að reka almenna viðskiptabanka- starfsemi hér á iandi, nema lög heimili annað.“ Skýringar, sem fylgja frumvörpunum, skera ekki úr um það, hvort ætlunin með þessu ákvæði sé raunveru- lega að lögfesta einokunarað- stöðu ríkisbankanna um ófyrir- sjáanlegan tíma. Það verður þó að teljast heldur ósennilegt í bili, því að flokkar þeir, sem standa að núverandi ríkisstjórn, eru skipaðir samkeppnismönn- um og samvinnumönnum, en ekki sameignarmönnum. Hins vegar bendir ýmislegt til þess, að ekki vanti vilja til að veita ríkisbönkunum fríðindi umfram aðra viðskiptabanka. Það verður ráðið m.a. af 23. grein um rétt ríkisbankanna einna til að verzla með erlendan gjaldeyri. Slík mismunun á ekki að eiga sér stað. Öllum þjón- ustustofnunum innan sömu at- vinnugreinar verður að gera jafn hátt undir höfði. Einka- rekstur hefir ekkert á móti því að keppa við ríkisrekstur, svo fremi að báðir aðilar séu háðir sömu skilmálum. Ef öðru rekstrarforminu er ívilnað meö lögum á kostnaði hins, er heilbrigð samkeppni þeirra á milli úr sögunni. Þegar innlánsstofnun hefir hlotið staðfestingu sem banki, hver svo sem eignaraðildin er, ber henni að hafa réttindi og skyldur eins og aðrir bankar. Það er mergurinn málsins. Ákvæði um verzlun með erlend- an gjaldeyri eiga að gilda fyrir alla viðskiptabankana jafnt, og þau eiga að standa í bankalög- unum sjálfum. Nokkur helztu atriðin í frum- vörpunum verða að bíða um- .sagnar í næstu grein, sem birtast mun að viku lliðinni. Ríkið á að hætta að greiða rækt- unarstyrki en nota féð til að brúa bilið milli launa bænda- fólks og við- miðunarstétta - segir Gísli Pálsson á Hofi í Vatns- dai í samtali við Jón á Torfalæk Hér fer á eftir samtal, sem Jón Torfason á Torfulæk hefur átt við Gísla Pálsson, bónda á Hofi í VatnsdaL Undanfarið hafa farið fram miklar umræður um landbúnað- inn og vanda hans — og ekki að ástæðulausu. Bændur hefur vantað um þriðjung viðmiðunar- stéttanna, sala á búvörum dreg- ist saman innanlands og vegna óðaverðbólgu og óhagstæðrar verðlagsþróunar erlendis duga útflutningsbæturnar sífellt verr til að verðbæta umframleiðsl- una. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda á Eiðum í endaðan ágúst og á aukafundinum í nóvember- lok voru þessi mál mikið rædd og meðal annars samþykktar tillögur um fóðurbætisskatt og kvótakerfi og jafnframt gerðar ýmsar kröfur til stjórnvalda um úrbætur. Ekki eru allir sáttir við þessar tillögur, það hefur komið berlega í ljós á velsóttum bændafundum um allt land. Menn hafa bent á að fleiri leiðir komi til greina í stað fóður- bætisskatts og kvótakerfis, eða þá jafnframt því. Meðal þeirra er Gísli Pálsson bóndi á Hofi í Vatnsdal og eftir fund í Flóðvangi 13. janúar er ætlunin að fá nánari skýringar á hugmyndum hans. — Hvernig eru þessar hug- myndir? í fyrsta lagi eiga bændur að semja beint við ríkið. Þeirri hugmynd hefur vaxið fylgi meðal bænda enda hefur núver- andi fyrirkomulag gengið sér til húðar. Bændur vantar nú um þriðjung upp á umsamið kaup, sem m.a. stafar af því að kostnaðarliðir vísitölubúsins eru vantaldir. Munurinn kemur fram þegar búreikningar og skattframtöl eru gerð upp. Á Guðmundur Árnason, stórkaupmaður: Fjársvikamál? Nýlega mátti lesa hér í blaðinu frétt eða tilkynningu frá Tollgæsl- unni um árverkni hennar í starfi, sem ekki ber að lasta. Því miður fannst mér þessi skýrsla eins og hún var fram sett slá hálfgerðan takt við fréttir af þeim fjársvika- málum, sem nú eru efst á baugi, og gefa lesendum, sem ekki til þekkja, í skyn, að innflytjendur sitji á stöðugum svikráðum við tollinn. Innflytjendur eru ekki afmark- aður hópur. Hér á landi er það svo, sem tíðkast óvíða annarsstaðar, að allur almenningur stundar inn- flutning í þó nokkrum mæli og er þess að vænta, að margan skorti þá kunnáttú sem til þarf. Eigi að síður er í daglegri notkun orðsins innflytjendur átt við þá, sem hafa innflutning að aðalatvinnu og þess vegna eðlilegt, að þeir taki fréttautnin af þessu tagi til sín. Þótt segja megi, að við fylgjum númerakerfi svokallaðrar Brússel- skrár um vöruflokkun, er okkar tollflokkun oft byggð á geðþótta- ákvörðunum íslenzkra tollyfir- valda og hún getur stangast á við tollflokkun í okkar viðskiptalönd- um, sem einnig fylgja Brúss- el-skránni. Tollflokkun upplýs- inga, sem innflytjendur fá frá erlendum sejendum, eru þess vegna ekki óyggjandi og bjóða heim þeirri hættu, að innflytjend- ur verði taldir tilgreina röng númer á aðflutningsskýrslum. I þessu sambandi ber heldur ekki að leyna, að hér á sér stað stöðug barátta innflytjenda annars vegar við að fá sem hagstæðasta toll- flokkun til að fá fram sem lægst vöruverð og svo tilhneiging toll- gæslunnar til að tryggja ríkissjóði sem mestar tekjur með sem hæstum tolli. Má af þessu sjá, að hér er ekki um að ræða einfaldar reglur að fara eftir og þess vegna ósanngjarnt að auglýsa mistök eða árekstra, sem í framkvæmdinni verða í dagblöðum í fjársvikastíl. Það er að mínu mati eðlilegt og ekki fréttaefni, að við þær aðstæð- ur, sem hér hefur verið lýst, verði alltaf eitthvað um endurflokkun af hálfu tollyfirvalda. Enginn mót- mælir þeirri sjálfsögðu skyldu að vanda gerð aðflutningsskýrslna til að tryggja, að túlkun tollyfirvalda sé fullnægt. En hafa ber í huga, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.