Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1978 15 vísitölubúinu er reiknaö með að tekjur fjölskyldunnar séu um helmingur veltunnar en reyndin er sú að tekjurnar eru ekki nema milli 30 og 40% af veltunni. Fyrirgreiðsla við frumbýlinga er ónóg, þannig að það er næstum ógerlegt fyrir ungt fólk að hefja búskap svo að endur- nýjun stéttarinnar er mjög hæg. Af sömu ástæðum eru bændur neyddir til að búa lengur en þeir geta og aðstæður leyfa, vegna þess að sala jarða og bústofns getur ekki farið fram. Flestar ráðstafanir í búnaðar- málum eru til bráðabirgða, það vantar að hugsa lengra fram í tímann. í samningum við ríkið er hægt að fjalla um kjaramál bænda í heild: verðlagsmál, lánafyrirgreiðslu, fyrirkomulag styrkja, orlofsmál, tryggingar, o.s.frv. en til þyrfti að sjálfsögðu lagabreytingu. Með þessu móti er líka unnt að koma á meiri sveigjanleika við framleiðslu og sölu búvara. — En hvað um þann vanda sem nú er við að stríða? Aðalvandkvæðin stafa af verðbólgunni og of mikilli fram- leiðslu búvara. Verðbólgan kem- ur illa við marga þjóðfélagshópa og bændur verða hvað harðast fyrir barðinu á henni. En fyrir utan lágar tekjur bændafólks er umframframleiðslan megin- vandinn. Samningsaðstaða bænda væri ólíkt sterkari ef skortur væri á búvörum. Á það má benda að framleiðslan hefur ekki aukist mjög síðustu árin, hins vegar hefur sala dregist saman innanlands og erlendir markaðir orðið sífellt óhagstæð- ari. Þess vegna verður umfram allt að draga úr framleiðslunni. — Hvernig á að fara að því? Það sýnist lítið vit í því að ríkið sé að ýta undir aukna framleiðslu þegar við umfram- framleiðslu er að stríða. Þess vegna á í fyrsta lagi að hætta að greiða framlög til tún- og grænfóðurræktar og minnka styrk á framræslu og nota það fé til að brúa bilið á milli launa viðmiðunarstéttanna og launa bændafólks. Það liggur ekki á að ræsa allt landið fram af einni kynslóð og óvist að eftirkom- endurnir þakki það. I öðru lagi verður að tryggja lán til býgginga og jarðakaupa en jafnframt að taka tillit til markaðs — framleiðslu og staðhátta. Auk þess verður að auka aðstoð við frumbýlinga og auðvelda ábúðaskipti. í þriðja lagi þarf ríkisvaldið að fá heimild til meiri stjórnun- ar og sveigjanleika, t.d. með því að greiða niður eða skattleggja áburð og fóðurbæti til að örva eða draga úr framleiðslu vitan- lega með fullu tilliti til bænda. Slíkar verðbreytingar þurfa þá að koma fram í verðlagsgrund- vellinum. Loks, þar sem harðbýlt er, eða land af einhverjum sökum erfitt til búskapar þarf að koma til sérstakur styrkur eða aðstoð. Það er nauðsynlegt að viðhalda byggð um allt land. Fiskimiðin eru allt í kringum landið og fólkið í sjávarþorpunum kemst ekki af án landbúnaðar, auk þess yrði þar daprara mannlíf ef nærliggjandi sveitir færu í auðn. — Ilvað fengist mikið fé með því að hætta að greiða ræktun- arstyrki? Til tún- og garðræktar fór samkvæmt úttekt frá árinu 1977, og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum, um 400 milljónir. Til viðbótar eru svo framlög til framræslu. Þetta gerir þannig verulega fjárhæð sem notuð yrði til að minnka bilið á tekjum bænda og viðmiðunarstéttanna. Jafnframt drægi eitthvað úr framleiðslunni. — Ilvernig verkar þetta. verður þetta ekki til að rýra hlut bamda enn frekar? Það er ekki meiningin að taka þetta af bændum, enda væri það óeðlilegt. Ætlunin er að bændur fái sömu tekjur og viðmiðunar- stéttirnar — að minnsta kosti að einhverju leyti. Meö þessu móti kæmu tekj- urnar jafnar niður, því að yfirgnæfandi meiri hlutinn af ræktunarframlögunun fer til að stækka stóru búin og kemur þeim til góða sem besta hafa aðstöðuna. Það er betra fyrir tekjuminni bændur að fá laun sín greidd, þeir geta þá ráöstaf- að þeim sjálfir. Það þjónar hvorki hagsmunum þjóðarinnar né bænda að auka framleiðsl- una. Grænfóðurstyrknum var komið á á kalárunum, þá var sérlega illt árferði og tún stórskemmdust og því sjálfsagt að leita þeirra úrræða að auka grænfóðurrækt. Nú er hins vegar lítið um kal eða ekkert og því betra að nota þessa peninga á skynsamlegri hátt. Ekki er samt ætlunin að hætta að rækta en ríkisvaldið getur ekki ábyrgst bændum tekjur samkvæmt lög- um og því fráleitt að auka á vandann með svona styrkveit- ingum. — Það er eðlilegt að bæta aðstöðu frumbýlinga og bænda sem búa við erfiðar aðsta'ður. En hvað um þriðja Iiðinn. áhurðinn og fóðurhætinn? Sveiflur í framleiðslunni eru óheppilegar og þær þarf að minnka. Aburður og fóðurbætir ' eru stærstu kostnaðarliðirnir í búrekstrinum. Ef fóðurbætir lækkar í verði er eðlilegt að skattleggja hann og nota það fé til að greiða fyrir innlendum fóðuriðnaði. Þegar offramleiðsla er, er hæpið að hafa fóðurvörur ódýrar. Ef hins vegar dregur úr framleiðslu þarf að vera heimild til pð örva hana, t.d. með niðurgreiðslum á áburði. Það vantar meiri sveigjan- leika í framleiðsluna, það á ekki aðeins að semja um laun, heldur líka um skipulag. En nú er stjórn búnaðarmála á mörgum höndum, sem ekki eru alltaf samtaka, og sumt lögbundið og í óbre.vtanlegum skorðum. Dr. Finnur Guðmundsson: •• Orn og æður - athugasemd í Morgunblaðinu í gær, 9. þ.m., er skýrt frá orðahnippingum, sem orðiö hafa á Alþingi vegna frv. Sigurlaugar Bjarnadóttur um breytingu á lögum um fuglaveiðar og fuglafriðun. Skv. frásögn Morgunbl. skýrði S.Bj. frá því í umræðum um frv., að frv. væri flutt í samráði við dr. Finn Guðmundsson fuglafræðing. Það er rétt, aö S.Bj. hafði tvívegis samband við mig í síma vegna þessa fyrirhugaða frv. hennar. I fyrra skiptið ráðlagði ég henni frá því að leggja slíkt frv. fram, m.a. vegna þess, að frv. að endurskoð- uðum lögum um fuglaveiðar og fuglafriðun yrði væntanlega lagt fyrir næsta þing, og gæfist þá þingmönnum næg tækifæri til að fjalla um einstakar greinar þess. I síðara skiptið féllst ég hins vegar á, að meinlaust væri þótt flutt væri nú þegar frumvarp um breytingu á 11. gr. laganna, er hljóðaði svo: Ef eðlilegum nytjum af æðarvarpi er ógnað af ágangi arnar er ráðuneytinu skylt, sé þess óskað af hlutaðeigandi varpbónda, að senda svo fljótt sem unnt er sérfræðing á staðinn, er fylgist með meintu tjóni og geri tillögur um, hvernig koma megi í veg fyrir eða bæta það. — Þetta er nánast í fullu samræmi við fyrri hluta frv. S.Bj. Eg taldi slíkan frumvarps- flutning meinlausan og jafnvel til bóta. Slík rannsókn myndi taka af öll tvímæli um það, hvort kvartan- ir um tjón á æðarvarpi af völdum arnar væru á rökum reistar og hvert eðli þess og umfang væri. Ég gerði fastlega ráð fyrir, að þessu frv. yrði vísað til ríkisstjórnarinn- ar, sem hefur skipað sérstaka nefnd til að endurskoða lög um fuglaveiðar og fuglafriðun og skiptir raunar litlu máli, þótt ný lög um þetta efni tækju ekki gildi fyrr en eftir alþingiskosningar í sumar. Ef ósk kæmi þegar á þessu vori um rannsókn á meintu tjóni af völdum arnar, tel ég víst, að við henni verði orðið. Síðari hluti frv. S.Bj. hljóöar svo: „Ráðuneytinu er þá heimilt að grípa til tafarlausra aðgerða til varnar viðkomandi æðarvarpi, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 27. gr. án þess þó, að erni verði eytt.“ Þessi hluti frv. er mér meö öllu óviðkomandi og getur því ekki skrifast á minn reikning. Um hann var aldrei rætt í mín eyru. Um viðhorf mín til arnarins sem meints vágests vil ég að lokum vísa til greinar minnar í bókinni „Haförninn“, sem Birgir heitinn Kjaran tók saman og gaf út. 9.3. 1978. Finnur Guðmundsson. Bæjarbókasafn Keflavíkur: Útlán9,4bæk- ur á hvern íbúa B.EJARBÓKASAFN Keflavíkur lánaði út samtals 59.G81 bók á árinu 1977 en það eru um 9.4 ba'kur á hvern íbúa. Aukning útlána frá síðasta ári var 7.233 eintök. Mest var lánað út aí skáldrit- um á íslen/.ku eða 51.103 og á erlendum málum 1.647. Af tíma- ritum voru lánuð 164 rit um heimspeki og sálfra'ði 502. trúar- brögð 237. framleiðslu og at- vinnuvegi 405 og ævisögur. landa- fræði og sagnfræði 4.325. Af einstökum höfundum voru þessir mest lesnir: Ingibjörg Sig- urðardóttir 841 bók, Snjólaug Bragadóttir 600, Guðrún frá Lundi 557, Indriði Ulfsson 341, Ingibjörg Jónsdóttir 282, Jenna og Hreiðar 276, Guðrún -Helgadóttir 250, Armann Kr. Einarsson 241, Guð- mundur Daníelsson 196, Ilalldór Laxness 183, Guðjón Sveinsson 153, Einar Þorgrímsson 151, Guð- mundur Hagalín 142 og Elínborg Lárusdóttir 139. Þá segir í frétt frá Bæjarbókasafni Keflavíkur að útlán á báta og vinnustaði fari vaxandi og að bókaeign safnsins hafi aukist á árinu um 1100 bindi. tollgæslan er í senn dómari og framkvæmdavald, sem fullnægir sínum. dómum sjálf. Við slíkar aðstæður verður manni á að spyrja: Hvað gerir tollgæslan til að koma í veg fyrir eða leiðrétta of háan toll? Eru ekki dæmi um slíkt og hefði það þá ekki átt að fylgja'í skýrslunni?. Tolltekjur greiddar af innflytj- endum munu hafa numið um kr. 22.000.000.000 á árinu 1977. Af þessari upphæð er þess getið í skýrslu tollgæslunnar, að óaf- sakanlega rangar aðflutnings- skýrslur hafi numið samtals kr. 12.500.000 eða 0.057%. Kostnaður- inn við tollheimtu mun vera um 2% af tolltekjum. Fróðlegt væri að fá upplýst: Með hvaða hætti er það staðfest, að röng tollflokkun hafi verið óaf- sakanleg? Hver er réttarstaða innflytjenda við slíkar aðstæður? Eftir hvaða reglum eru viðurlög ákveðin? Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef aflað mér, mun tollgæslan hafa afgreitt 169.662 aðflutningsskýrslur á síðastliðnu ári. I títtnefndri skýrslu er frá því greint, að í 5 tilvikum hafi EBE-skírteini reynst röng. Ef miðað er við hlutfall EBE-landa í innflutningi (47%) er hér um að ræða 0.006%>. EBE-skírteini eru skýrslur, sem innflytjendur fá í hendur frá hinum erlendu seljendum. Reynist þau röng, verður vart séð, að hægt sé við innflytjendur að sakast, eða að slíkt sé tilefni sérstakrar greinargerðar í dagblöðunum. Guðmundur Arnason. BRUNE RAKATÆKI A heimili, skrifstofur, skóla og víðar. Heilsa og vinnugleði er mikið und- ir andrúmsloftinu komin. Okkur líður ekki vel nema að rakinn í loftinu sé nægilegur, eða 45—50%. Loftið á ekki aðeins að vera á réttu hitastigi heldur einnig réttur raki. Það bætir heilsuna. varnar þurrki á húsgögnum. Það vinnur gegn rafmagnsmyndun I teppum Tækið vinnur hljóðlaust og dreifir rakanum rétt. Það vinnur með eðlilegri uppgufun vatns, _ en það sprautar ekki vatni í herbergin. Lungun þreytast á að vera notuð, sem ryksuga. Ég óska eftir upplýsingum um BRUNE rakatæki unnai Sfygeiióöon k.f. Suðurlandsbraut 16, Simi 35300 105 Reykjavík. Nafn Heimili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.