Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1978 Dregið í skák- happdrætti DREGIÐ hefur verið í happdrætti Reykjavíkurskákmótsins og kom 50 þúsund króna ferðavinningur á miða númer 3750'. Var miðinn seldur á 13. umferð mótsins. Vinningsins má vitja til Skáksam- bands Islands. (Birt án ábyrgðar.) — Útsýn Framhald af bls. 25. aðstöðu farþeganna, sem nú fá íbúðir í splunkunýrri, vandaðri byggingu við sjávargötuna. Ferðirnar til Lloret de Mar eru þær ódýrustu, sem Útsýn hefur á boðstólum að undanskiidum vorferðunum til Torremolinos. Norðurlandaferðir Útsýn starfrækir sérstaka deild fyrir Norðurlandaferðir, bæði einstaklinga og hópferðir í nafi ýmissa félagssamtaka. •Nýlega hefur Félag ísl. bifreiða- eigenda gert samning við Útsýn um Norðurlandaferðir og aðra þjónustu við félagsmenn sína með mjög hagstæðum kjörum. En að auki rekur Utsýn alhliða, alþjóðlega skipulagn- ingu ferðalaga um allan heim og er stærsta söluumboð flugfélag- anna á Islandi. 1 þjónustu Útsýnar munu starfa nærri 100 manns hér heima og erlendis í sumar. Ekki skortir áhuga fólks að vinna fyrir Útsýn, því að um 300 manns sótti um starf, þegar Útsýn auglýsti 3 störf hjá fyrirtækinu nýlega." — Fjárkláði Framhald af bls. 48 fjárkláða í Húnavatnssýslu, en það hefur ekki tekizt. Sigurður sagði að aldrei hefði verið skoðað eins rækilega og nú og því hefði í mörgum tilfellum verið unnt að greina kláða á byrjunarstigi. Kvað hann líklegt að kláði væri í fé á mun fleiri bæjum, því aðeins væri búið að skoða í þremur af fimm hreppum í Austur-Húnavatns- sýslu. í Vestur-Húnavatnssýslu kvað hann ekkert hafa verið skoðað ennþá, en þar mætti alveg gera ráð fyrir kláða á jafn mörgum bæjum. Kvað Sigurður það há ákvörðunum hreppsnefnda hvort skoðun færi fram og kvað hann virðast sem svo, því miður, sagði hann, að sumar hrepps- nefndir hefðu engan áhuga á að leysa málið. Ráðið við fjárkláða er böðun, en skylduböðun er aðeins annað hvert ár. Kvað hann ákveðið að nú yrði baðað fé á þeim bæjum sem kláði hefði fundist á, en þetta væri þó ófullkomin aðferð þar sem ekki væri unnið”§kipulega yfir allt svæðið. Aðaltjónið við sífellda böðun fjár kvað Sigurður fyrst og fremst vera mikla fóðurgjöf, því ávallt þyrfti að auka fóðurgjöf eftir höðunina. — Hörpudiskur Framhald af bls. 48 og íslenzku útflutningsmiðstöðvarinnar." Um þessar mundir er engin hörpudisksveiði hér á landi en Óttar kvað það hagstætt því á þessum árstíma væri mjög lágt yerð fyrir hörpudisk á Bandaríkja- markaði. Óttar kvað verðið fyrir pundið hafa komizt upp í 2 dollara fyrir stærsta lausfrysta hörpu- diskinn, en verðið á pund væri venjulega í kring um $1,70. Toppurinn á verðinu er í janúar og febrúar, en síðan er mikil lægð í 2—3 mánuði er verðið fer venju- lega aftur að hækka. Alls hefur Islenzka útflutningsniðstöðin flutt út hörpudisk á tæpu ári fyrir nær 500 millj. kr. Óttar kvað stöðugleika hafa vantað s.l. ár í hörpudisksveiðarn- ar hér á landi og uppbyggingu sölukerfis fyrir þessa vöru. Hann kvað Ágúst hafa þróað sína framleiðslu á s.l. 5—6 árum með miklum tilraunum og erfiðleikum inn á milli, en nú væri búið að ná mjög góðum tökum á fram- leiðslunni og framúrskarandi gæð- um. Þó kvað hann þá ekki hafa náð sama verði og Kanadamenn, sem fengju um 10% hærra verð. Ástæðuna kvað hann vera þá að íslenzkur hörpudiskur hefði verið búinn að fá fremur slæmt orð á sig á markaðnum og kanadíski hörpu- diskurinn væri talsvert stærri og hvítari en sá íslenzki. „Sá kana- diski er pappírshvítur og stærri", sagði Óttar, „en sá íslenzki er fílabeinslitur og ljósbrúnn til endanna." Kvað hann markaðs- kynninguna hafa gengið vel í Bandaríkjunum og fyrir dyrum stæði einnig sala á fiski fyrir Bandaríkjamarkað, en ekki þó í stórum stíl. Óttar kvað þá ætla að leggja áherzlu á það í markaðskynningu hve íslenzka hörpudisknum er pakkað ferskum, en hann mun unninn mun freskari en kanadiski hörpudiskurinn. — Eþíópía Framhald af bls. 1. ekki svarað opinberlega vopna- hlésáskorun Carters forseta. í Washington sagði bandaríska utanríkisráðuneytið að undanhald Sómalíumanna væri óskipulegt og að bardögum væri greinilega haldið áfram á sumum svæðum. Talsmáður ráðuneytisins sagði að sveitir úr sómalska fastahernum hefðu hiýtt skipuninni um undan- hald hvarvetna í Suður-Eþíópíu. — Kjötverð Framhald af bls. 48 kjötið, enda lá fyrir að ullarverk- smiðjurnar töldu sig ekki geta tekið á sig neina hækkun og bændur töldu sig sjá þannig fram á að ullarverðshækkunin myndi því ekki skila sér aftur til bænda á þennan hátt. Niðurstaðan í yfirnefnd varð hins vegar sú að vetrarrúin ull skyldi hækka um &,97'/r en önnur ull ekkert, sem aftur þýðir að ullin hækkar um 3,14%. þegar á heildina er litið. Þegar þessi úrskurður yfir- nefndar lá fyrir var unnt að ganga frá verðinu á bæði kindakjöti og nautakjöti. Hækkunin þar stafar af ýmsum þáttum, en þó f.vrst og fremst að verðlagsgrundvöllurinn sjálfur hækkar um 8,97% frá því sem var í desember, í öðru lagi tekur kjötið á sig nokkuð af hækkuninni er orðið hefur á ullar- og gæruliðnum í grundvellinum, og í þriðja lagi hefur slátur- og h(ildsöludreifing kindakjötsins hækkað um 4 kr., eða úr 206 í 210 krónur. Krónutala smásöíuálagn- ingar hækkar einnig um 6,63%.. Á móti þessum hækkunum kemur áukin niðurgreiðsla ríkissjóðs á kindakjötið eða úr kr. 210 í 363 kr. á hvert kíló. Varðandi kindakjötið kemur einnig til samkvæmt ákvörðun 6-mannanefndar nokkur tilfærsla á verði milli framhluta og afturhluta skrokka. Samkvæmt þessu lækkar smá- söluverð á heilum og hálfum skrokkum úr 992 krónum í 909 eða um 9,1%, læri lækkar úr 1170 í 1125, sem er 3,8% lækkun, hryggir lækka úr 1197 kr. í 1150 , sem er 3,9% lækkun og frampartar lækka úr 1031 krónu í 925 krónur eða um 10,3% og kemur þarna fram tilfærsian milli fram- og aftur- hluta skrokkanna, þannig að frampartur lækkar töluvert meira. Hvað nautakjötið áhrærir þá hækkaðr grundvallarverðið innan. þess liðar um 14% vegna þess að hluti af hækkuninni sem varð á mjólkinni er færður yfir á þennan lið í grundvellinum. Niðurgreiðsla á nautakjöti er aftur á móti óbreytt. Smásöluálagning hækkar að krónutölu um 12.5% og á munurinn á prósentuhækkuninni milli þessara tveggja kjöttegunda rætur að rekja til rýrnunarþáttar- ins, sem er mismunandi vegna þess hversu mikill munur er á verðbreytingu þessara tveggja kjöttegunda — nautakjötsins og kindakjötsins. Hækkunin á nautakjötinú verð- ur með þeim hætti, t.d. innan 2. verðflokks, að afturhluti hækkar úr 1218 kr. hvert kíló í 1473 kr. eða um 21%, frampartur hækkar úr 689 kr. í 834 kr. eða um 21%, hryggstykki úr 2296 kr. í 2670 kr. eða um 16,3% og bógstykki hækk- ar úr 1387 kr. í 1615 eða um 16,4%. — Grigorenko Framhald af bls. 1. ráðinu og undirrituð af Leonid Brezhnev forseta. í henni segir að Grigorenko hafi með fram- komu sinni valdið Sovétríkjun- um álitshnekki. Grigorenko var talinn áhrifa- mesti andófsmaðurinn í Moskvu ásamt kjarnorkueðlis- fræðingnum Andrei Sakharov þar til hann fór frá Sovét- ríkjunum í desember til New York þar sem hann ætlaði að hitta son sinn og gangast undir uppskurð. „Hann óttaðist þetta,“ sagði sonur hershöfðingjans, Andrei Grigorenko, þegar hann fétti að faðir hans hefði verið sviptur borgararétti. „Þetta er honum þungbært og hann er mjög vonsvikinn." „Eg skil ekki ákvörðun sovézku stórnarinnar því að faðir minn hefur neitað að svara öllum spurningum og- hefur engar yfirlýsingar gefið síðan hann kom hingað," sagði Andrei Grigorenko. Þegar Grigorenko fór frá Sovétríkjunum ásamt Zinaida konu sinni og Oleg stjúpsyni sínum sagði hann að hann væri staðráðinn i að snúa aftur til Sovétríkjanna og því fullvissaði hann sovézka embættismenn um að hann mundi engar opinberar yfirlýsingar láta frá sér fara þann tíma sem hann dveldist í Bandaríkjunum. Grigorenko dvaldist rúm fimm ár í fengelsum og geð- sjúkrahúsum og gagnrýndi manna mest illa meðferð á vistmönnum geðsjúkrahúsa í Sovétrikjunum. Hann gat sér mikið frægðarorð í síðari heimsstyrjöldinni og gegndi mikilvægu starfi í Frunze-herskólanum eftir stríðið. Andófsstarfsemi hans hófst 1960 þegar hann gagn- rýndi Nikita Krúsjeff fyrir stalinistiskar kúgunaraðferðir. Meðal annarra kunnra sovézkra andófsmanna sem hafa verið sviptir sovézkum borgararétti eru Nóbelsskáldið Alexander Solzhenitsyn, rit- höfundurinn Valery Tarsis og dóttir Stalíns, Svetlana Allilu- yeva. — Engar aðgerðir Framhald af bls. 48 upp svo sem komið hefur fram í féttum. Samningafundurinn á mánudag verður í húsakynnum Vinnuveit- endasambands íslands að Garða- stræti 41. 10-manna nefndar fundurinn í gærmorgun tók enga ákvörðun aðra en þá að ýtt verði á um viðræður við vinnuveitendur. — Fiskkæli- tankar ... Framhald af bls. 2 fiskurinn af bátunum, en eftir að togararnir fóru að landa í fisk- kössum kom betri fiskur til vinnslu frá þeim. Því sagði Tryggvi að þeir vildu reyna að vernda betur fisk sem bátarnir landa, t.d. á föstudögum, og fer ekki í vinnslu fyrr en á mánudegi. Kostnaðurinn við uppsetningu taúkanna er 15—20 millj. kr. — Þorskgengd Framhald af bls. 48 vestanlands í vetur hefur verið sterkur árgangur frá 1973. Þessi árgangur virðist vera álíka sterkur og árgangurinn frá 1970 og þorskur af þessum árgangi er ekki orðinn kynþroska enn nema að litlu Jeyti. — Það hefur enginn reiknað með góðri vertíð í vetur vegna þess hve ástand þorskstofnsins er lélegt, sagði Sigfús. Oft hafa þorskgöngur frá Grænlandi gengið á miðin hér og verið góð búbót en nú er ástand þorsk- stofnanna við Grænland einnig slæmt og ekki að búast við neinum göngum þaðan á þessu ári. Að sögn Sigfúsar binda fiski- fræðingar nú mestar vonir við þorskárganginn frá 1973 og einnig árganginn frá 1976, en hann virðist vera mjög sterkur. Hafa fiskifræðingar gert tillög- ur sem miða að því að vernda 1973 árganginn sem allra mest í því skyni að byggja hrygning- arstofninn upp. Leggja fiski- fræðingarnir til að hámarks- þorskaflinn verði 270 þúsund lestir á þessu og næsta ári. í fyrra lögðu þeir til 275 þúsund tonna hámarksþorskafla en það ár fór aflinn langt upp fyrir markið eða nálægt 340 þúsúnd. Aðrir árgangar eru miklu lak- ari, t.d. heppnaðist þorskklakið illa árin 1974, 1975 og 1977. í tillögum sínum miða fiskifræð- ingarnir við að hrygningar- stofninn verði kominn í 400 þúsund lestir árið 1980 ef fari •verður eftir þeim. Eftir páska mun Hafrann- sóknastofnunin gera út leiðang- ur til þess að kanna betur ástand þorskstofnsins. — Hlaut styrk Framhald af bls. 2 til framhaldsnáms í listgrein sinni. Sjóðurinn var stofnaður fyrir 7 árum af Brynjólfi Jóhann- essyni og er Randver Þorláksson 5. leikarinn er hlýtur styrk, og heldur hann til Bandaríkjanna þar sem hann hyggst dvelja um skeið við nám. — Patton stöðvaður Framhald af bls. 19 bakka öll fjölmiðlunartæki ríkisins og í dagblöðum var skrifað að kommúnistar væru lýðræðissinnaðir þjóðfélagsumbótamenn og allir Tékkóslóvakar voru hvattir til að ganga í flokkinn. Sú hvatning var ekki orðin tóm, því að útsendarar kommúnista voru á þönum um allt og auglýstu að flokksskírteinið opnaði nýjar dyr; möguleika á nýju starfi, stöðuhækkun, opinberum bitlingum o.s.frv. Vaclav Nosek, innanríkisráðherra, og Julius Duris, landbúnaðarráðherra, unnu að því að vinna flokknum hylli bænda með forðaskiptingaráætlun, sem þeir höfðu yfirumsjón með. Samkvæmt þessari áætlun gerði Nosek upptæk- ar landareignir fólks af þýzkum og ungverskum uppruna og annars fólks, sem stimplað var landráða- menn eða stuðningsmenn nazista, en Duris úthlutaði bændum þessu landi gegn þóknun, sem var arður eins árs uppskeru. Þetta bar ríkulegan ávöxt og í maí 1946 voru félagar í kommúnista- flokknum orðnir 1.2 milljónir og fylgi þjóðernissósíalista (ekkert skylt við nazistaflokkinn) og kaþólska þjóðarflokksins hafði minnkað að sama skapi. í Czerninhöll, skammt frá Hrad- canykastala, skipulagði Jan Masaryk og framkvæmdi utanríkisstefnu Benesar, sem byggðist á von um að hægt væri að viðhalda tengslum við Vesturlönd og Sovétríkin á jafnrétt- isgrundvelli. Aðstoðarráðherra hans var Vladimir Clementis, 43 ára gamall kommúnisti, sem hafði verið flokknum trúr í Lundúnum og nú í Prag. Þannig starfaði velsmurt kerfi kommúnista í allri Tékkóslóvakíu frá þeirri stundu er stjórn Benesar tók við völdum og útilokað var fyrir hinn aldna forseta að hafa vald á því starfi, sem hann hafði talið sig vera að taka við. Einkum átti þetta við í sambandi við Ofsóknirnar á hendur Þjóðverjum í Súdetahéruðunum, er kommúnistar og ýmsir aðrir stóðu að. Benes hafði undirritað lög um brottrekstur Þjóðverja og Ungverja frá Tékkóslóvakíu og upptöku eigna þeirra, en hann fylltist fljótt hryll- ingu yfir þeim barsmíðum, morðum og fangelsunum, sem þúsundir þess- ara manna sættu. Tilraunir hans til að hafa hemil á þessu voru árangurs- lausar. Kommúnistar réðu yfir innanríkisráðuneytinu og lögregl- unni og ekkert gat stöðvað hefndar- aðgerðir þeirra. Benes gat ekki í þessu sambandi og við önnur mál treyst á stuðning Vesturveldanna til að viðhalda einhvers konar stjórnmálalegu jafn- vægi. Stjórn hans hafði verið viðurkennd í London og Washington, en leiðtogarnir þar töldu að allt væri í góðu gengi í Prag og áhyggjur þeirra snerust einkum um framtíð Póllands. í desember 1945 hurfu síðustu bandarísku hermennirnir á brott frá Tékkóslóvakíu og þar með fór síðasta vonin um utanaðkomandi stuðning við Benes og lýðræðið í landinu. Churchill var ekki lengur forsætis- ráðherra Bretlands og eftirmaður hans, Clement Attlee, virtist engar áhyggjur hafa af Tékkóslóvakíu. Bandaríkjamenn höfðu sigrað í Kyrrahafsstríðinu og hugsuðu nú aðeins um að ná mönnum sínum heim og forðast frekari íhlutun í mál Evrópu. — Lífríki og lífshættir Framhald af bls. 31. óðahnignun, alveg sérstaklega af völdum jöfnunaróra, þannig að mannkynið hefir skort and- lega og sálræna hæfileika til að ná valdi á þróun og nýtingu vísinda- og tækniframfaranna. Engin fífldirfska getur þess vegna talizt falin í þeirri forspá, að ef öllu heldur fram sem horfir enn um sinn, kunni svo að fara, að Vesturlandabúum muni re.vnast hollt og gott að hugleiða í alvöru, hvernig forfeðurnir háðu lífsbaráttuna, eða jafnvel sumar frumstæðar þjóðir enn þann dag í dag. Á þeim lærdóm- um, sem af slíkum athugunum yrðu dregnir, kunna lífsmögu- leikar þeirra — og þar með mannkynsins alls — að byggj- ast. Sigrar, sem ekki mega vinnast í stríðsfangabúðum, flótta- mannabúðum og þrælkunar- stöðvum 20. aldarinnar hefir mikill fjöldi hámenntaðra og siðfágaðra heimsborgara kynnzt því af eigin raun, hverjar lífsnauðsynlegustu þarfir mann- eskjunnar eru: skáli og flíkur til skjóls gegn kulda, úrkomu og stormi; flet og ábreiða, pottur og grautarskeið. Það, sem þeir hins vegar höfðu ekki skilyrði til að læra þar, var, hvernig fullnægja ætti þessum frumþörfum af eigin mætti og kunnáttu, án allra hjálpargagna, hvernig þeir gætu sjálfir framleitt í sig og á. Þéssi lífsreynsla varð þeim aukinn hvati við endurreisn að prísund lokinni, jók áræði og orku til að öðlast sem allra fyrst allt það, sem þeir höfðu farið á mis við, og þess vegna m.a. var haldið á fullri ferð inn á hagvaxtarbrautina, sem lá stytztu leið inn á sælulundi „velferðar“-ríkisins. En eitt gleymdist með öílu, nefnilega: að hugleiða og þess vegna hlýða lögmálinu, sem býður, að til þess að ná valdi á framtíðarþróun og varanlegri afkomu nægir ekki að einblína á stundarástand og tiltæk öfl, heldur verði fyrst og fremst að taka tillit til gnægtagetu- og forða náttúruríkisins og þeirra ósigranlegu takmarkana, er það setur umsvifum og athöfnum manneskjunnar. Og nú kennir reynslan með hlífðarlausum hætti, að þær verða þvi þrengri og áþreifanlegri þeim mun meiri „framfarir" og stærri „sigra", sem mannleg þurftarfrekja inn- ur á náttúru- og h'fríkinu. Sigur yfir náttúruríkinu, framfarir á kostnað lífríkisins, þýða endalok manns og heims. I þessari staðhæfingu felst ekki vottur af speki. Andartaksum- hugsun nægir sérhverri mann- eskju með meðaldómgreind til að sannfærást um sannleiksgildi hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.