Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1978 Árið 1977: ÍSAL greiddi tæpa 5 mill- jarða til íslenzkra aðila 33 V2 milljarður greiddur frá byrjun Hér fer á eftir að meginmáli þingræða, sem Ingólfur Jónsson, fyrrv. iðnaðar- og orkuráðherra, flutti á dögunum í umræðu um raforkufram- leiðslu og sölu til orkufreks iðnaðar. í ræðunni er að finna fjölþættan fróðleik, sem á erindi til allra landsmanna. Tæknin og kjörin Ég tel rétt að minna á það, að á íslandi hefur alla tíð verið einhæft atvinnulíf og framleiðsl- an yfirleitt of lítil og bundin árferði. Landbúnaður og sjávar- útvegur hafa haldið lífinu í þjóðinni á liðnum árum og öldum. Tekjur þjóðarbúsins og almenn- ings vóru yfirleitt litiar meðan atvinnutæki vóru afkastalítil og framleiðslan fábreytt. En með véltækni og auknum afköstum hafa fjárráð manna aukist og lífskjörin batnað með meiri þjóðartekjum, eftir að farið var að nýta orkulindir og auðlindir landsins, virkja vatnsföllin, virkja jarðhitann og reyna að láta þessa orkugjafa mala gull til hagsbóta fyrir þjóðina. Það má því segja, að eftir að vélaöldin gekk í garð, hafi iðnaðurinn orðið þróttmesti atvinnuvegurinn í mörgum löndum. Iðnrekstur hef- ur margfaldað þjóðartekjur víða um heim og staðið undir kostnaði við margvíslegar framkvæmdir og þjónustu við almenning. En við Islendingar tókum tæknina í þjónustu okkar verulega seinna en flestar aðrar þjóðir, þess vegna bjuggum við við fátækt og úrelt vinnubrögð, þegar aðrar þjóðir höfðu í áratugi notið aukinnar framleiðslu og fram- fara m.a. vegna véltækninnar og verktækni. En í seinni tíð hafa Islendingar tileinkað sér vél- tækni og stuðlað að fjölbreytni í framleiðslu. Tekjur hafa aukizt og lífskjör og framfarir orðið miklar á tiltölulega stuttum tíma. Má segja, að lífkjör hér á landi séu að mestu leyti, og kannski öllu leyti, sambærileg við það, sem gerist hjá nágranna- þjóðunum. En það verður því aðeins til frambúðar að við reynum að nýta þær auðlindir sem við eigum og aukum fram- leiðsluna. Allt er undir því komið, að einstaklingarnir geti haft miklar tekjur, að tekjur í þjóðar- búið verði miklar og að mikið verði til skiptanna. Iðnaður vaxandi undirstöðuþáttur Iðnaðurinn hefur á s.l. árum orið þýðingarmikill í þjóðarbú- skap okkar. Að mestu leyti er um að ræða mjög smá fyrirtæki, en þau veita fjölda manna atvinnu og framleiða fjölbreyttar vörur til nota í landinu, sem áður þurfti að flytja að öllu leyti inn. Útflutningur iðnaðarvara hefur aukizt í seinni tíð og er umtals- verður, sérstaklega á ullar- og skinnavörum, og er gott að minnast þess, þegar rætt er um landbúnaðinn af misjafnlega miklum skilningi. Gjaldeyristekjur fyrir útflutt- ar iðnaðarvörur eru verulegar og fara árlega vaxandi. Menn hafa misjafnar skoðanir á svonefndri stóriðju. Sérstaklega ef út- lendingar koma við sögu. Það er sjálfsagt að vera varkár gagnvart útlendingum. En of mikil minni- máttarkennd, þegar um samninga við þá er að ræða, held ég að sé tæplega holl. En það er nauðsynlegt að nota skynsemi og varúð og tryggja það, að samningarnir, sem gerðir verða, séu okkur í hag. Fiskiðnaður, sements- og áburðarframleiðsla teljast til stóriðju sem er að öllu ieyti í eigu íslendinga. Við þyrftum að stækka sementsverk- smiðjuna og ef það væri gert, gæti vel komið til mála að framleiða sement til útflutnings. Við þurfum að endurbæta áburðarverksmiðjuna og spara með því gjaldeyri og jafnvel framleiða ódýrari áburð á þann hátt, en þetta hefur nú dregist vegna þess að okkur vantar fjármagn. Samið við Norðmenn Álverksmiðjan er að öllu leyti í eign erlendra aðila, en kísilgúr- verksmiðjan er sameign íslend- inga og útlendinga. Járnblendi- verksmiðjan á Grundartanga verður að meiri hluta í eigu okkar íslendinga, 55%, en 45% í eigu Norðmanna. Það eru ýmsir, sem spá illa fyrir Grundartangaverk- smiðjunni. Ég er einn af þeim, sem greiddu atkv. með lögum og samningnum við Elkem Spieger- verket í því skyni að reisa verksmiðju á Grundartanga. Það er rangt, sem sagt var hér áðan, að það hafi verið hálfgerðir nauðungarsamningar, sem þar vóru gerðir. Ég vil vænta þess, að verksmiðjan við Grundartanga gefi þjóðarbúinu góðan arð. Það er lægð í verðlagi stáls á þessum tímum og svo hefur alltaf verið öðru hverju. Norðmenn, sem bezt þekkja til reksturs járnblendi- verksmiðja í 50 ár, segja: Það hafa alltaf verið verðsveiflur á járnblendi. Það hafa alltaf komið vond ár inn á milli. En hvert 5 ára tímabil hefur jafnað sig upp og gefið fyrirtækjunum arð. Og þeir segja meira. Það er best að byggja, þegar lægð er í verðlag- inu og hafa lokið að byggja, þegar verðlagið fer að rísa og fram- leiðslan byrjar. Og meðan nauð- synlegt er að hafa járnblendi við stálframleiðslu, þá verður markaður fyrir það, misjafnlega mikill á hverju ári og verðið misjafnlega hátt, en Norðmenn hafa grætt á þessari framleiðslu og þeir hafa ekkert verið tregir að leggja peninga í verksmiðjuna á Grundartanga. Ég held, að það sé ástæðulaust að vera með miklar hrakspár og ekki væri það nú skynsamlegt að stöðva fram- kvæmdir nú og láta það fjár- magn, sem komið er í verksmiðj- una, sem er mikið, liggja rentu- laust. Það er með þessa verk- smiðju, eins og aðrar byggingar- framkvæmdir, dýrast að vera lengi að byggja. Það væri ódýrast og hagkvæmast að hafa bygg- ingartímann sem stytztan, ef ekki þarf að yfirborga mönnum til þess að stytta tímann. Þess vegna er það fjarstæða, sem hér hefur komið fram, að fram- kvæmdum verði hætt eða þær séu tafðar. Það er ekki búmannsleg tillaga. Að ganga fram með varkárni en framsýni Iðnaður er nú þegar ríkur þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar og stendur undir kostnaði við nýbyggingu í landinu og eykur þjóðartekjurnar. í fámennu þjóð- félagi ber margt að varast, þegar ráðist er í fjárfrekar fram- kvæmdir og stofnað er til at- - vinnurekstrar í stórum mæli. Þetta gera íslendingar sér ljóst, að það þarf að fara með varkárni, þegar ráðast skal í miklar og stórar framkvæmdir, en sú var- kárni má ekki ganga það langt, að hún stöðvi menn, geri það að verkum, að menn þori ekki að gera það, sem er hagkvæmt fyrir þjóðarheildina. Stóriðju fylgdi áður mengun og atvinnusjúkdómar. Þekking og tækni hefur aukist og er nú talið, að með nýjustu hreinsitækjum megi útiloka mengun og óholl- ustu í verksmiðjum innan húss og utan. Þannig verður það með Grundartangaverksmiðjuna og þannig verður það með álverk- smiðjuna, þegar nýju hreinsitæk- in eru þar komin upp. Álverk- smiðjan í Straumsvík er stærsta stóriðjufyrirtæki hér á landi. Þegar samið var við Svisslend- inga um byggingu verksmiðjunn- ar, var mikil mótstaða gegn því af þáv. stjórnarandstöðu. Síðan hafa ýmsir þm. og fleiri haldið áfram áróðri gegn álverksmiðj- unni í Straumsvík. Þeirrj fjar- stæðu er haldið fram, að íslend- ingar hafi skaðast á samningun- um um verksmiðjuna og raforkan sé seld til verksmiðjunnar undir kostnaðarverði. Þessu er enn haldið fram og má það merkilegt teljast, þar sem staðreyndirnar segja allt annað. Sannleikurinn Sverrir Hermannsson, alþingismaður: Kortabók Islands Þingræða um þjóðlandsatlas Á þingskjali 340 flytja 5 þingmenn úr öllum þingflokkum tillögu til þingsályktunar um útgáfu kortabókar Islands og er skorað á ríkisstjórn að hafa um það forgöngu. I greinargerð fyrir tillögunni segir svo: „Kortabók íslands verður safn korta af Islandi, þar sem margs konar fróðleikur um land og þjóð er settur fram á myndrænan hátt. Þjóðlandaatlasar hafa verið gefnir út í velflestum Evrópu- löndum, þ.á m. Norðurlöndum, en auk þess í mörgum löndum í öðrum heimsálfum. Fyrsta korta- bók, sem út var gefin af þessu tagi, var Finnlandsatlas, sem gefinn var út 1899, en hefur verið gefinn út þrisvar sinnum 'síðan. Hefur slík útgáfa hvarvetna verið talin hin mesta nauðsyn, til að auka þekkingu á landsháttum. Árið 1976 kom út kortabók yfir öll Norðurlönd (Norden i text och kartor). Að undanskildum nokkr- um þáttum náttúrufars eru nær engar upplýsingar um ísland í kortabókinni. Oftast er einungis ein stærð eða tala yfir allt landið, þar sem upplýsingar eru birtar eftir umdæmum í hinum löndun- um. Kortabókinni er ætlað að vera upplýsinga- og heimildarit í þágu stjórnvalda, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga, sem fást við margs konar áætlanagerð varð- andi byggð, atvinnulíf og land- nýtingu. Er þar átt við nýtingu lands til búskapar, ýmiss konar verklegra framkvæmda, sam- gangna, almenningsnota og nátt- úruverndar. Kortabókin verður gagnlegt heimildarit fyrir innlenda og erlenda fræðimenn, sem stunda rannsóknir á ýmsum fræðisvið- um. Ennfremur yrði bókin mikil- væg fyrir fjölmarga aðra, sem vilja kanna útbreiðslu ýmiss konar fyrirbæra til lands og sjávar og athuga samhengi þeirra á milli. Síðast en ekki sízt er ótalið menntunargildi bókar af þessu tagi. Hún yrði notuð af kennur- um og nemendum í framhalds- skólum og á háskólastigi og yrði handbók eða uppsláttarrit fyrir kennara og nemendur í efstu bekkjum á grunnskólastigi. Til þess að ná þeim árangri, Sverrir Hermannsson sem að framan er getið, er fyrirhugað að setja fram á kortum og á annan myndrænan hátt ýmis einkenni lands og þjóðar. Þar á meðal má nefna náttúrufar, sögu, atvinnulíf, fé- lagsmál og menningarmál." Það hefir alllengi verið mikið áhugamál ýmissa aðila að út verði gefin Kortabók eða atlas fyrir ísland. Má það furðu gegna hversu mjög hefir dregizt úr hömlu framkvæmd svo mikil- vægs og hnýsilegs verks. Á s.l. ári áttu áhugaaðilar fund með sér um málið. Voru þar mættir fulltrúar ýmissa stofnana s.s. menntmála- og samgöngu- ráðuneytis, Seðlabanka, Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, Hag- stofu, rannsóknastofnana at- vinnuveganna, Háskóla Islands, og ennfremur fulltrúa frá bænda- samtökum og iðnrekendum. Á fundinum kom fram mikill áhugi allra fundarmanna á útgáfu kortabókar Islands. Á fundi þessum voru rædd almenn atriði málsins, svo sem eintakafjöldi við útgáfu bókarinnar. Komst fund- urinn að þeirri niðurstöðu, þótt hún sé eftir lauslega athugun og til bráðabirgða, að ef bókin yrði þannig úr garði gerð að hún nýtist við átthaga- og landa- fræðikennslu á flestum skólastig- um, væri ekki ástæða til annars en að ætla, að þannig greiddist teiknunar- og prentkostnaður. Upplýsingasöfnun og úrvinnsla gagna verði hins vegar fram- kvæmd af einstökum ríkisstofn- unum án endurgjalds. En auðvit- að þarf að fjármagna verkið á framkvæmdatíma og taka áhættu á halla á útgáfunni. Þá er ekki fjarri lagi að ætla að Norræni menningarmálasjóð- urinn hlaupi eitthvað undir bagga og styrki slíka útgáfu. Er þá haft í huga, að hlutur ríkisins verði unnin til þess að bæta hinn mjög svo slaka hluta íslands í Kortabók Norðurlanda. Á fyrrnefndum fundi var kosin til bráðabirgða undirbúnings- og framkvæmdanefnd, sem hafa skyldi með höndum að athuga, hvers konar efni væri æskilegt að birta í slíkri bók, afla nánari upplýsinga um útgáfukostnað, verktilhögun og annað sem að verkinu lýtur. I nefndina voru valdir fulltrúar frá Háskóla íslands, Landmælingum, Seðla- banka og Framkvæmdastofnun ríkisins, og má af þessu marka að málið er komið á nokkurn rek- spöl. Gera má ráð fyrir að ekki verði tök á að ráðast í útgáfu fyrr en að 2—3 árum liðnum, þótt fljótlega verði hafizt handa af fullum -krafti. Ég vil að lokum geta um helztu efnisflokka í Kortabók Islands: I. íl. Náttúra landsins 1. Lands- lag, 2. Jarðfræði íslands, 3. Jarðeðlisfræðileg kort, 4. Jarð- vegur og gróður, 5. Vatnafræði- kort, 6. Veðurfar, 7. Hafið við ísland. II. Sagnfræðileg kort. 1. Stjórn- málasaga, 2. Hagsaga, 3. Menn- ingarsaga. III. Landsbúar. 1. Mannfjöldi og mannfjölgun, 2. Dreifing íbúanna (þéttbýli), 4. Fólksflutningar, 4. Menntun. IV. Hagræn kort (atvinnulíf). 1. Fiskveiðar, 2. Landbúnaður, 3. Orku- og námavinnsla, 4. Iðnað- ur, 5. Samgöngur, 6. Viðskipti. V. Stjórnarfar. 1. Umdæmaskipt- ing (af ýmsu tagi), 2. Alþingis- og sveitarstj órnarkosningar. Ég vil biðja hv. alþingismenn sérstaklega um að veita máli þessu athygli sína og stuðning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.