Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 35
I MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1978 35 Strikin benda á bietti í falsaða 500 króna peningnum. Önnur einkenni eru að rétt þykkt á að vera 1.448 mm en er 1.359 mm á falsaða peningnum. Rifflurnar í röndinni eiga að vera 176 en ekki 164. Þvermál- ið á að vera 23.025 eða 23.035 en ekki 23.098 mm. og skriða færi af stað og seldist peningurinn upp á skömmum tíma. Hefir peningurinn verið seldur úti um allan heim því ég hefi séð hans getið í verðlistum frá mörgum löndum. Þegar peningurinn var nú uppseldur tók verð hans skjótt að hækka því margir voru um boðið. Hefir hann verið skráð- ur á mismunandi verði. T.d. $400 í amerískum listum lengi vel og allt að 3.400 dönskum krónum eða um 150.000 ís- lenzkar krónur í dag. Eg kannaði það í seinustu viku hvað fengist fyrir peninginn í London og Kaupmannahöfn. í London er hann keyptur á um 100 sterlingspund eða um 50 þúsund krónur. I Kaupmanna- höfn kannaði ég það hjá 2 aðilum. Annar vildi ekki kaupa peninginn af ótta við falsaða peninga en hinn myntsalinn vildi gefa um 1500 krónur danskar fyrir peninginn eða um 67.000 íslenzkar. Söluverð peninganna hjá dönskum myntsölum er þetta frá 2000 til 3400 danskar krónur. í júlímánuði 1974 fundust 3 falsaðir peningar í Bandaríkj- unum. Voru peningarnir rann- sakaðir gaumgæfilega. Kom í ljós að þeir hafa að öllum líkindum verið slegnir í Beirút í Líbanon. Eru þeir afar vel gerðir og ekki nema fyrir sérfræðinga að sjá muninn á þeim og hinum ekta. Þessir 3 peningar, og ekki hafa komið fram fleiri, hafa þó orðið til þess, að þessi ágæti peningur er ekki eins auðseljanlegur og áður var. I amerískum mynt- verðlistum féll verð hans strax niður í 275 dollara. í dag er 500 króna gullpeningurinn seldur á um 35 til 50 þúsund og hefir verðið á honum breytzt lítið undanfarin 3 ár. Það kemur einn Jóns Sigurðssonar pening- ur fram á uppboði Myntsafn- arafélagsins í næsta mánuði Saga 500 króna gull- peningsins frá 1961 Útfærslan á skialdarmerkinu: 500 króna silfurpening- urinn frá 1974 Ég minntist á það hér í myntþætti hinn 4. febrúar s.l., að myntsafnarar vilja gjarnan vita söguna á bakvið hvern pening, sem þeir eignast. Ég ætla því hér að fjalla um sögu 500 króna gullpeningsins frá 1961, Jóns Sigurðssonar pen- ingsins. Sjálfur hefi ég að vfsu ekki enn eignast þennan ágæta pening, en ég keypti þó einn slíkan árið 1963 í Landsbank- anum og gaf hann. í þessum þætti mun ég einnig minnast á það hver er framhlið og bak- hlið penings. Saga peningsins hófst í marzmánuði 1960, er þeir hittust í boði Sigurgeir Sigur- jónsscm hæstaréttarlögmaður og Gunnar Thoroddsen þáver- andi fjármálaráðherra. Stakk þá Sigurgeir upp á því við Gunnar Thoroddsen, að ís- lenzka ríkið gæfi út gullmynt til að minnast merkra manna og atburða og hefði hagnað af Sigurgeir Sigurjónsson, hæstaréttarlögmaður. Höf- undur 500 króna gullpenings- ins frá 1961. um leið. Gunnari leizt strax vel á hugmyndina og gat þess, að á næsta ári stæði til, að ríkið minntist á einhvern veglegan hátt 150 ára afmælis Jóns Sigurðssonar forseta og myndi vel við eiga, að gefa út íslenzka gullmynt af því tilefni. Bað hann síðan Sigurgeir að kynna sér málið nánar og gefa sér skýrslu. Sigurgeir hafði síðan samband við eitt virtasta firma á sviði myntsölu í heiminurh, B.A. Seaby í London, kynnti þar hugmyndir íslenzkra yfir- valda og bað um ráðleggingar og upplýsingar. Ekki hafði verið slegin gullmynt á Norð- urlöndum síðustu 30 árin og því var sjálfsagt að leita til traustra aðila um ráð. Það er ekki að orðlengja það, að Sigurgeir Sigurjónsson sendi fjármálaráðherra skýrslu með nákvæmum tillögum um stærð, upplag og verðgildi peningsins og var farið að tillögum Sigur- geirs í einu og öllu. Hinn 25. marz 1961 voru samþykkt á Alþingi lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta gera minnispening í tilefni af 150 ára afmæli Jóns Sigurðs- sonar. I lögunum er svo kveðið á um verðgildi peningsins sem skuli vera 500 krónur og að heimilt sé að selja hann með allt að 50% álagi á nafnverð og skuli verja ágóðanum til fram- kvæmda á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, Rafnseyri við Arnarfjörð. Þá er einnig gert ráð fyrir því að með forsetaúr- skurði megi ákveða að pening- urinn skuli vera mynt. Ekki er Þetta eru myndir af framhlið og bakhlið ekta peninga. Strikað hefir verið í nokkur einkenni sem komið hafa fram í sláttunni. Líklegast hafa verið notuð a.m.k. 2 mót í sláttunni. Einkenni þessi sjást ekki nema í smásjá. Athugiði Stallinn vantar undir landvættirnar. 10 krónur frá 1967 penings. í ágætri grein, sem Ólafur Tryggvason læknir hef- ir ritað í tímarit myntsafnara, MYNT, segir hann um reglurn- ar um það hver sé framhlið og hver sé bakhlið penings: Fram- hlið er: 1. Sú sem ber mynd ríkjandi þjóðhöfðingja, fanga- mark hans eða annað tákn hans; 2. Sú, sem ber skjaldar- merki ríkisins eða annað tákn þess. Ólafur segir ennfremur: Menn skyldu athuga að and- litsmynd á hlið þarf ekki að þýða að sú hlið sé framhlið, svo sem á 500 króna peningnum okkar frá Í961. Þar er mynd Jóns Sigurðssonar á bakhlið. A þjóðhöfðingjaskiptapeningum er mynd þess, sem tekur við, á frafnhlið, en þess fráfarandi á bakhlið. Sé mynd þjóðhöfð- ingja og skjaldarmerki sitt á hvorri hlið telst sú með mynd þjóðhöfðingjans framhlið. Stundum eru skjaldarmerkin stílfærð eða breytt, eins og til dæmis þýzki örninn á Ólympíu- myntinni frá 1972, en hann er ríkistáknið og því framhlið, sem ber mynd hans. Sænski myntfræðingurinn Staffan Björkman vekur einnig athygli á þessu atriði með framhlið 500 króna peningsins í grein er hann ritar um peninginn í Nordisk Numismatik Unions Medlemsblad í september 1965. Björkman getur þess þar að strangt tekið séu lögin um peninginn og venjur myntsafn- ara um hvað sé framhlið eða bakhlið ekki samhljóða, en Björkman getur þess þó að þetta geri ekkert til sosum, þar eð íslendingar líti á Jón Sigurðsson sem eins konar eilífan þjóðhöfðingja. Ef við lítum svo aðeins á skjaldarmerkið þá taka menn eftir því að fótstallinn vantar undir landvættirnar. í lögun- um um gerð skjaldarmerkis íslands er kveðið svo á um gerð þess, að stuðlabergsfótstallur skuli vera undir landvættun- um, svo sem sjá má á myntinni í dag. Jörundur Pálsson hefir sagt mér að það hafi þeir verið alveg sammála um, eins og allt annað varðandi gerð penings- ins, hann og Ásgeir forseti, að sleppa fótstallinum. 500 króna gullpenihgurinn kom svo til sölu hér á landi á árinu 1961. Var hann til sölu í flestum bönkum og sparisjóð- um. Seldist hann tiltölulega dræmt. Var hann fáanlegur með og án öskju. Ekki seldust allir peningarnir í öskjum og voru þær til sölu til skamms tíma hjá fjármálaráðuneytinu. Var peningurinn seldur á 750 krónur, eins og gert var ráð fyrir í lögunum. Lá við að illa færii Að framansögðu er augljóst að Jóns Sigurðssonar pening- urinn er mynt en ekki minnis- peningur því hann hefir verð- gildið 500 krónur og ég veit um að nokkrir peningar voru not- aðir sem gjaldmiðill skömmu eftir að peningurinn kom út. I tilefni af Alþingishátíðinni 1930 voru slegnir peningar með verðgildunum 2, 5 og 10 krónur skv. lögum frá 4. maí 1929. Þessir peningar eru þó taldir minnispeningar í dag, en ekki mynt. Hvernig víkur því við? Jú, vegna þess, að í lögunum frá 1929 var gert ráð fyrir því, að konungur úrskurðaði þessa peninga sem löglega skipti- mynt. En það gleymdist bara aftur á móti að fella þennan úrskurð og urðu því Alþingis- hátíðar peningarnir aldrei lög- leg mynt. En hvernig var það með Jóns Sigurðssonar pening- inn? Lá ekki við að svo færi einnig fyrir honum? Jú, það var einmitt tilfellið! Snemma árs 1964 ritaði Staffan Björk- man vini sínum Helga Jóns- syni, sem síðar varð fyrsti formaður Myntsafnarafélags- ins, bréf þar sem hann spurðist fyrir um löggildingu 500 króna peningsins. Helgi sá strax hvað á ferðinni var. Hafði hann samband við Ólaf Guðmunds- son myntsafnara og Kristján Eldjárn. Rituðu þeir þremenn- ingar bréf til fjármálaráðu- neytisins hinn 17.4. 1964 og vöktu athygli á málinu. Var burgðið skjótt við og var peningurinn gerður gjaldgeng mynt með forsetabréfi hinn 25. sama mánaðar. Þegar þessi úrskurður var fyrir hendi var allt í einu eins neitt sagt í lögunum um stærð og þyngd peningsins en í greinargerðinni með frumvarpi að lögum þessum segir að fyrirhugað sé að peningurinn verði með vangamynd Jóns Sigurðssonar á framhlið og skjaldarmerki íslands á bak- hlið. Stærð hans verði 23 mm í þvermál og þyngd 8.96 grömm, hreint gull að 9/10 hlutum. Fjármálaráðuneytið sá um sláttu peningsins og var samið við konunglegu brezku myntsláttuna um að slá pen- inginn og skyldu slegin 10.000 eintök. Jörundur Pálsson arki- tekt var fenginn til að teikna peninginn og voru það hann og Ásgeir Ásgeirsson þáverandi forseti sem réðu endanlegu útliti peningsins. Við skulum hér aðeins staldra við og athuga hvernig fara saman lögin um peninginn og venjur myntsafnara um það hver sé framhlið og hver sé bakhlið Fundur verður í Mynt- safnarafélaginu í dag klukkan hálf þrjú í Templarahöllinni. Margir athyglisverðir peningar eru á upp- boðsskránni. Jörundur Pálsson arkitekt teiknaði 500 króna gulipen- inginn. eftir RAGNAR BORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.