Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1978 39 BLÓM VIKUNNAR rSTy/ UMSJÓN: ÁB. © Sumar- blóm © Centaurea Cyanus — Garðakornblóm er harðgert og skrautlegt. Lágvaxnari af- brigðin svo sem Polka dot og Nana compacta jubilee sem eru einna heppilegust hér á okkar misviðrasama landi. Aðallitur blóma er blár en til eru afbrigði með fjólubláum, bleikum rauðum eða hvítum blómum. Best er að sá garða- kornblómi inni í apríl og planta út þegar aðstæður leyfa. Gypsophila elegans — finnst það bera af öðrum sumarblómum um fegurð og yndisþokka. Nemesia Strumosa — Fiðrildablóm er alþekkt og vinælt og að verðleikum því það er mjög skrautlegt í blómi og blómsælt. Til þess þarf að sá inni í mars/apríl. Það þarf frjórri jarðveg en flest önnur sumarblóm. Papaver — Deplasól — Draumasól — Valmúi. Einær valmúi er til í fjölda afbrigða, einfaldur og ofkrýndur. Blóm- Ýmsar tegundir sumarblóma í þyrpingum. Skrautblæja er harðgerð, auð- ræktuð og blómsæl. Má sá beint út. Blómin sem eru hvít fara vel með öðrum blómum í vendi. Iberis — Kragablóm eru blómsæl og auðveld í ræktun. Má sá beint út í garðinn í maí, en betra þó að sá inni í apríl og planta út. Blómskipunin er þéttur stuttur klasi (hálfsveip- ur). Blómlitir: hvítir, bleikir, rauðir og fjólubláir. Iberis er fallegt og skemmtilegt sumar- blóm sem stendur langt fram á haust. Linaria marocana — Þorskagin harðgert og má sá á vaxtarstað þó betra sé að sá því inni og planta út. Litir fjölbreyttir. Öllu glæsilegra er þó Ýsuginið — Linaria reticulata er næstum ókleift hefur verið að fá af því fræ — því miður — því mörgum Nemophila— garðasnót in skrautleg oftast rauðleit eða bleik. Best er að sá til þeirra beint í garðinn og grisja síðar. Þola illa útplönt- un. Linum grandiflorum — Sumarlín. Hárautt sumar blóm nægjusamt og fallegt. Sáð út í maí. Annað hárautt sumarblóm er Adonis autumnalis — Haustgoði með fínlegt og fallegt laufskrúð. Um haust goðann eru til gamlar sagnir. í grískri goðsögn er frá því skýrt að óður villigöltur hafi rifið Adonis elskhuga Afrodítu á hol og orðið honum þannig að bana en göltinn sendi hinn afbrýðisami Ares til þess að drepa Adonis. Rómversk goðsögn bætti því við að Adonis hefði lifnað aftur umbreyttur í blóm: hinn blóðrauða Adonis autumnalis, haustgoðann litprúða sem lit- skær og fagur gleður enn þann dag í dag augu þeirra er sjá hann í skrúði sínu. Sumarblóm eiga það öll sammerkt að til þeirra þarf að sá árlega. Þau þurfa að njóta sólar og verða yfirleitt blóm- sækust í frekar mögrum jarð vegi en feitum. Það er því ekki heppilegt að nota mikinn áburð á vaxtarstað þeirra. Fræ sem er mjög fínt t.d valmúafræ er gott að blanda svolitlum sandi áður en sáð sr S.A. Nokkur röskun hefur orðið á útkomu frímerkjaþátta Mbl., og eru lesendum vita- skuld kunnar aðalástæður til þessa. Reynt verður að koma festu á birtingu þáttanna frá og með þessum laugardegi, en sfðasti þáttur kom á þriðju- daginn var, þar sem ekki reyndist rúm fyrir hann í helgarblöðunum. Fyrir um hálfum mánuði barst þættinum eftirfarandi tilkynning eða dreifibréf frá Frímerkjaklúbbinum Öskju á Húsavík, og þykir mér einsætt að birta það hér orðrétt ásamt mynd af umslagi því, sem frá er sagt. Frímerkjaklúbburinn Askja hefur ákveðið að hefja útgáfu á umslögum til stimplunar á útgáfudegi og annarrar stimpl- unar fyrir safnara. Fyrirhugað er að gefa út eitt umslag á ári, og skal mynd þess vera frá Húsavík eða úr Suður-Þingeyj- arsýslu. — Fyrsta umslagið er nú komið út og er með mynd af Húsavíkurkirkju og bát í flæðarmálinu. Myndin er teiknuð af Jóni Kristinssyni, Lambhaga, Rangárvallasýslu. Prentun annaðist Prentverk Odds Björnssonar, Akureyri. Verð umslagsins er kr. 150.00, og má panta það hjá Óla Kristinssyni, Höfðabrekku 11, 640 HÚSAVÍK, sími 96-41314, eða Eysteini Hallgrímssyni, Grímshúsum, 641 HÚSAVÍK, sími 96-43551. Enn fremur hefur klúbbur- inn ákveðið áð gefa mönnum kost á því að gerast áskrifend- ur að fyrstadagsstimplum á umslagið, stimpluðum á Húsa- vík eða öðrum póststöðvum Suður-Þingeyjarsýslu. Þannig hljóðar dreifibréfið, en því miður var þess ekki kostur að birta það hér í þættinum fyrir útkomu síðustu frímerkja, 8. þ.m. svo sem æskilegt hefði verið vegna þeirra; sem áhuga hafa á stimplasöfnun og sérumslögum í því sambandi. Þetta dreifibréf mun hafa verið sent ýmsum áhugamönn- um. Ég skil það svo, að þeir þarna norður frá hugsi sér, að menn geti keypt umslögin og notað undir öll þau frímerki, sem út koma á ári hverju, og eins, ef eitthvert sérstakt tilefni annað gefst til. Athugulir menn munu veita því athygli, að þetta fyrsta umslag þeirra Þingeyinganna er merkt FA 2, en ekki 1, eins og búast hefói mátt við, þar sem þetta er fyrsta umslagið. Ástæðan fyrir þessu er sú, að þeir telja afmælisumslag sitt frá í fyrra nr. 1. Um þetta má e.t.v. deila, og ég hefði talið réttara að hafa þessa umslaga- Sér- stæð um- slaga- útgáfa útgáfu með sértölusetningu. Þá er annað atriði, sem ég vil vekja athygli á og gagnrýna nokkuð um leið, það er stærð' myndarinnar. Hún er að mín- um dómi allt of rúmfrek á umslaginu. Má í hæsta lagi koma fyrir tveimur merkjum hlið við hlið og raunar tæplega, ef myndflötur þeirra er lárétt- ur. Áf þessu leiðir, að tæplega verður komið við auka- eða hliðarstimpli, þegar nafn og heimilisfang viðtakanda er komið á umslagið. Þetta tel ég mikinn ókost, og ég er sann- færður um, að velflestir safn- arar eru sama sinnis. Þetta ættu öskjumenn að hafa í huga við næstu útgáfu sína að ári. Myndin á þessu umslagi er falleg í litum, en hún nyti sín alveg eins vel, þótt hún væri nokkru minni. Hvernig á að leysa íslenzku kiílóvöruna upp? í frímerkjaþætti 4. febr, sl. var rætt allrækilega um kíló- vöru ísl. póststjórnarinnar og raunverulegt verðmæti hennar, þegar málið hefur verið athug- að frá ýmsum hliðum. Eitt atriði varð þá útundan, sem full ástæða er til að minnast hér á, enda þótt ég viti vel, að margir safnarar hafi rekið sig á það og á stundum allóþyrmi- lega. Hér ér átt við rauða pappírinn, sem notaður hefur verið á hluta eyðublaða pósts- ins um árabil og lætur svo herfilega lit, þegar hann kemur Frimerki eftir JON AÐAL- STEIN JÓNSSON í vatn, að hann eyðileggur öll frímerki, sem í vatninu eru. Hér er því þörf mikillar aðgæzlu. Verður að taka allan rauðan pappír úr og leysa af honum sérstaklega. Ekki minnkar þá vinna kaupandans við þetta og dregur því enn úr þeim hagnaði, sem hugsanlega gæti orðið við kaupin. Vinir mínir í félaginu ísl- andssamlarna í Stokkhólmi hafa vitanlega rekið sig á þetta vandamál, enda hafa þeir sótzt mikið í kílóvöruna. Þar sem þeir hafa farið líkt að og ég og vafalaust fleiri hér heima, leyfi ég mér að endursegja hér í þættinum það, sem þeir ráð- leggja í fréttabréfi sínu í sept. sl., svo að allir safnarar geti lært hér af. Fyrst er þar rætt um, að íslenzka kílóvaran sé bæði vinsæl og verðmikil og þess vegna sé mikilvægt að fara rétt aö Við að leysa frímerkin upp. Svo segir orðrétt: Vandamálið er, að hluti af afklippingunum er og hefur verið í mörgum árgöngum kílóvörunnar á eyðublöðum í mismunandi rauðum lit, sem leysist upp í vatni. Ef menn létu allt í einu í vatnsbaðið með þessum rauðu afklippingum, yrði óbætanlegt slys, þar sem öll merkin yrðu rauðlituð — og því ónýt. Þess vegna á fyrst að vinza úr alla rauða afklippinga til sérmeðferðar, og getum við mælt með eftirfarandi aðferð. Notið þrjár skálar með volgu vatni, og skiptir sérstöku máli, að vatnið í fyrstu, skálinni sé ekki of heitt. I hana á að setja í hæsta lagi 5 til 6 rauÓa afklippinga. Þegar merkin losna frá, skulu þau strax flutt með frímerkjatöng yfir í næstu skál, en í henni þvæst í burtu rauð slikja, sem e.t.v. hefur setzt á bakhlið merkjanna. Síðan eru merkin flutt í þriðju skálina, þar sem þau hreinsast alveg. Skipta skal jafnóðum um vatnið í fyrstu skálinni, svo að það sé alltaf hreint, og síðan í annarri skálinni, þegar það fer að verða rauðleitt. Þriðja skálin er notuð til að safna merkjunum í, en þau má svo þurrka öll í einu, því að það getum við ekki, þegar verið er að vinna við hinar skálarnar. „Gangi allt vel og góða skemmtun," segja vinirnir i Stokkhólmi að lokum. Af eigin reynslu veit ég, að þetta ráð þeirra er öruggt, og mæli því eindregið með því, enda veitir ekki af, að sem flest frímerkin komist heil úr bað- inu í hendur okkar safnaranna. Að lokum vil ég svo enn minna lesendur á að senda þættinum línur, ef þeir álíta þörf á að brydda upp á einhverju sérstöku umræðu- efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.