Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.03.1978, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1978 46 Landsliösþjálfarinn í knattspyrnu kominn til landsins Reynt að fá Rússa til landsleiks í vor LANDSLIÐSÞJÁLFARINN í knattspyrnu, Youri Ilytchev. kom til landsins í vikunni og þessa dagana er unnið að því að skipuleggja starf hans fyrir KSÍ, en ætlunin er að hann verði meira nýttur. en fyrirrennari hans, Tony Knapp. Fyrsti landsleikur sumarsins átti að vera við Færeyinga, en síðan við Dani í byrjun júnímánaðar. Svo getur þó farið að góðir gestir komi fyrr á keppnistímabilinu hingað til lands til keppni við beztu íslenzku knattspyrnumennina.v099 I Meistara- mótið í sundi SUNDMEISTARAMÓT íslands i innilaug verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur nú um helgina, en mótið hófst reyndar í gærkvöldi með keppni í 800 metra skrið- sundi karla. Fyrir hádegi í dag og á morgun verða undanrásir, en eftir hádegi verður keppt til úrslita. Alls verður keppt í 24 greinum og er góð pátttaka í mótinu. Þess má geta að Sund- sambandiö hóf nýlega útgáfu rits, sem ber nafniö Sundmál. Er par getið helztu móta, úrslita í peim, íslandsmeta í sundi og allra peirra mála, sem varða sundípróttina. KEPPTí OPNUM FLOKKI í JUDO SEINNI hluti Islandsmótsins í júdó fer fram á sunnudaginn. Verður pá keppt í opnum flokki karls, opnum flokki kvenna og ungl- íngaflokkum 15—17 ára. Keppnin hefst í Ípróttahúsí Kennarahá- skólans kl. 14 á sunnudag. í opnum flokki karla keppa allir sterkustu júdómenn landsins og er búizt við harðri keppni. Keppt er um Datsun-bikarinn i 6. sinn. Bikarinn vann Viðar Guöjohnsen í fyrra, en hann verður ekki meðal pátttakenda að pessu sinnt. Víöavangs- hlaup íslands á morgun LÍKUR eru á aö öll fyrri Dátttökumet veröi slegin í Viöavangshlaupi íslands, sem háö veröur i Vatnsmýrinni á morgun. Alls eru skráöir um 360—370 pátttakendur í hlaupinu, en paö er nokkru fleira en í fyrra. Víðavangshlaupíð hefst kl. 14 í Vatnsmýrinni. Á Melavell- inum verður búningsaðstaða, og verður hún opnuð kl. 13. Þar eru fyrirliðar félaga beðnír um að nálgast keppnisnúmer. Búast má við að hörku- keppni verði í einstökum flokkum hlaupsins, ekki síst í karlaflokki pví úrslit par munu ráöa um val keppenda í Víðavangshlaupi heimsins sem fram fer í Glasgow eftir tvær vikur. Þá ætti keppni í kvennaflokki Víðavangs- hlaupsins aö geta orðiö skemmtileg. Allir helztu hlauparar landsins veröa meöal pátttakenda. RÓLEG HELGI í BLAKINU UM HELGINA verður fremur lítið um að vera í blakinu. Aðeins fara fram tveir leikír og báðir í Haga- skóla. Hefst sá fyrri kl. 13.30 og eigast par við lið ÍS og Víkings i 1. deild kvehna og strax á eftir eða kl. 15.00 leika í annarri deild karla UBK og Mimir. Eru pessir leikir á sunnudag. Ennfremur má geta pess, aö nú um helgina fara fram úrslit i skólamóti karla í framhaldsskóla- flokkí. Verður sú keppni haldin á Laugum í S.-Þing. ps/kpe — Við höfum skrifað Sovét- mönnum og farið fram á lands- leik við þá í vor hér heima, sggði Eilert Schram í samtali við Morgunblaðið í gær. — Banda- ríkjamenn hafa nánast lofað iandsleik hér í sumar, en ekki hefur endanlega verið gengið frá dagsetningu á þeim leik. I haust leika Pólverjar síðan hér 6. september í Evrópukeppninni og við leikum ytra við Holland og A-Þýzkaland. Við viljum gjarnan fá einn heimaleik í viðbót og höfum skrifað Portúgölum, Finn- um og Wales í því sambandi. Finnar og Portúgalir hafa ekki getað orðið við óskum okkar, en Walesbúar hafa ekki svarað okkur enn, sagði Ellert. Youri Ilytchev, fyrrum Vals- þjálfari, verður eins og kunnugt er með a-landsliðið, en hann mun einnig starfa ásamt Lárusi Lofts- syni að málefnum unglingalands- liðanna. Þá er ætlunin að Youri - áij. Youri Ilytchev er kominn til landsins og farinn að skipu- leggja starf sitt með landsliðið í knattspyrnu. Keppnin í 1. deildinni í handknattleik rúmlega hálfnuð: Fimm af liöunum átta eru enn í baráttunni KEPPNIN í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik er nú liðlega háifnuð, 32 leikir eru búnir en 24 eftir. Flest liðin hafa leikið átta leiki, en FH-ingar þó 9 Ieiki og Haukar 7. Víkingar hafa forystu í mótinu. en þeir eru með 12 stig og hafa því tapað 4 stigum. Haukarnir fylgja Víkingum eftir eins og skugginn og hafa tapað 5 stigum. Fleiri lið blanda sér örugglega í baráttuna á toppinum, því sjaldan hefur eins mikið verið um óvænt úrslit. Valur, FH og IR hafa tapað sjö stigum og t.d. Valsmenn eru til alls líklegir í mótinu. Morgunblaðið hafði í vikunni samband við leikmenn þeirra fimm liða, sem berjast á þessu stigi í efri helmingi deildarinnar. Fara viðtölin hér á eftir. Baráttan stendur á milli FH og Víkings Magnús Ólafsson, markvörð- ur FH-liðsins, sagðist vera óánægður meö framkvæmd Islandsmótsins. Mótið væri slitið sundur í langan tíma og bitnaði það á áhuga leikmanna jafnt sem áhorfenda. — En ef mótið verður jafnt seinni hlutann eykst áhugi og með aukinni aðsókn áhorfenda verða leikirnir betur leiknir, sagði Magnús. — Eg tel að Valur sé úr leik, og að Hauk- arnir þoli ekki spennuna í mótinu. Baráttan stendur milli FH og Víkings og þegar upp verður staðið hefur FH sigrað í enn einu íslandsmótinu, sagði Magnús að lokum. Ýtarlegri blaðaskrif Hættulegustu andstæðingar Víkings í mótinu eru FH, Haukar og Valur, sagði lands- liðsmaðurinn snjalli, Árni Indriðason, og bætti því við að þeir í Víking myndu berjast til loka og ekkert gefa eftir. — Handknattleikurinn er allgóður það sem af er íslands- mótinu, en dagblöðin mættu skrifa ýtarlegri greinar og skemmtilegri um leikina, því aðsóknin fer mjög eftir blaða- skrifunum, sagði Árni. — Það kom mér á óvart hve Valsmenn náðu sér seint á strik í mótinu með alla þá góðu handknatt- leiksmenn sem þeir hafa. Ég tel að það verði Ármann sem falli í aðra deild og að Framar- ar séu í talsverðri hættu. Félögin sniðgengin Félögin hafa verið sniðgeng- in um of í vetur, þar liggur grunnurinn að góðum hand- knattleik og það má ekki svipta þau verkefnum í svo langan tíma eins og gert hefur verið sagði Gunnar Einarsson, markvörður í Haukum. — Þau lið sem hafa komið mér mest á óvart kvað getu snertir eru Haukar og IR-ing- ar, liðin hafa sýnt góða leiki og komið sterkt frá mótinu. FH-liðið hefur alltaf einhverja seiglu til að bera og blandar sér örugglega í toppbaráttuna ásamt Víkingi og Haukum. — Ég hef trú á að baráttan um botnsætið standi milli Ármanns og KR, sagði mark- vörðurinn snjalli, Gunnar Einarsson. Víkingar sigra Jón Karlsson, Valsmaður og fyrirliði landsliðsins í hand- knattleik, kvaðst sannfærður um að þróun síðustu leikja í mótinu yki áhuga á íþróttinni. Hann sagði, að handknattleik- urinn, sem boðið væri upp á, væri ekki alveg nægilega góð- ur, en hins vegar væru leikirnir mjög jafnir og spennandi. — Ég tel að landsliðsmennirnir ættu að vera í betri æfingu og sýna meiri áhuga á leikjunum en þeir hafa gert. — Liðin eru jöfn, en þó kemur mér það á óvart hve lítið kemur út úr KR-liðinu í þessu móti. ÍR-liðið kemur mest á óvart hvað getu snertir, og við Valsmenn erum á leið upp úr þeim öldudal sem við vorum í. Nýir athyglisverðir einstakl- ingar hafa komið fram í mótinu, menn eins og Andrés Kristjánsson, Haukum, og Árni Stefánsson, ÍR. Að lokum: Ég tel að Víkingar sigri í mótinu og að baráttan um annað sætið standi milli FH, Vals og Hauka sagði Jón að lokum. Vantar tilfinn- ________anlega skyttur — Ég er í betri líkamsæf- ingu en nokkru sinni fyrr og stefni að því að standa mig enn betur en ég hef gert í þessu móti, sagði markvörður IR- inga, Jens Einarsson. — Við ÍR-ingar verðum örugglega í toppbaráttunni ásamt Víkingi og Haukum. KR-ingar og Ár- mann berjast um botnsætið. — Það er alveg út í hött að slíta Islandsmótið svona í sundur eins og gert hefur verið. Fólk fylgist ekki með stöðunni eins vel og missir áhuga. Handknattleikurinn er kerfisbundnari í dag en áður, en það þarf ekki að þýða að hann sé leiðinlegri, hins vegar vantar tilfinnanlega, lang- skyttur í handknattleikinn í dag, sagði Jens að lokum. Markhæstu menn 1. deildar eru eftirfarandii Brynjólfur Markússon ÍR 48 Jón H. Karlsson, Val 44 Þórarinn Ragnarss., FH 44 Björn Jóhannss., Árm. 42 Símon Unndórss., KR 39 Janus Guðlaugsson, FH 36 Páll Björgvinss., Víkingi 35 Andrés Kristjánss., Haukum 35 Geir Hallsteinsson, FH 32 Viggó Sigurðss., Víkingi 32 Björn Pétursson, KR 32 Þorbjörn Guðmundss., Val 31 - ÞR Staðan Víkingur 8 5 2 1 171:139 12 FH 9 5 1 3 172:146 11 ÍR 8 3 3 2 159:148 9 Valur 8 4 1 3 159:151 9 Haukar 7 3 3 1 129:127 9 Fram 8 2 2 4 169:186 6 KR 8 2 1 5 165:174 5 Ármann 8 1 1 6 159:172 3 OC/UÍ, IOI~l=f=>Ol»U H£f*5T ÍK 5T4fe5TA WeiMS, HlUUNA MVoa, Mabacaua . Lio oeASÍóu oö Meuoc_o 'ikjoÁ v<ái_UNJo \ OpOUIUAe.HAVí-Ea'lUtUl, OCj l=Ae Ffeí ElOCI Á IMÍL.LI Lkc, C5AJ/-vLilÍjo viUSAtAtbTA Llus>'ií>, C7A. AHOISF-eiOte,i_i|-l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.