Morgunblaðið - 12.03.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.03.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 52. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 12. MARZ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. tngjana: Havana, 10. marz. Reuter. BANDARÍSKIR embættismenn oK fulltrúar kanadíska flug- félaKsins „Air Canada" reyndu í da« aú komast að samkomulagi eftir að flusfélaKÍð neitaði að flytja sex Bandaríkjamenn heim frá Kúbu til að mæta fyrir dómstól fyrir flugrán. Mennirnir sex. sem hafa verið eftirlýstir í Bandaríkjunum fyrir fimm flugrán þar í landi á árunum 1969 til 1971. hafa af frjálsum vilja kosið að snúa aftur til Bandaríkjanna. Kúbönsk yfir- viild hafa ekkert haft við brottför þeirra að athuga. Flugræningjarnir voru allir reiðubúnir til að fljúga til Montre-- al á fimmtudag, þegar kanadískir öryggisverðir, er komu til Kúbu til að fylgja sexmenningunum, sögð- ust ekki geta ábyrgzt öryggi þeirra á leiðinni, að sögn áreiðanlegra heimilda. Flugræningjarnir þurfa að fara heim um annað land þar eð ekki er' stjórnmálasamband milli Kúbu og Bandaríkjanna. Kanadíska ríkisstjórnin mun hafa gefið sitt leyfi fyrir viðkomu flugræningjanna í Kanada með því skilyrði að þeir yrðu tafarlaust Framhald á bls. 47. Rússar vilja stuðla að brott- flutningi Kúbumanna frá Ogaden Frestad dómi yfir Ali Bhutto Lahore, 11. mars. Reuter. FYRRVERANDI forsætisráð- herra Pakistan, Zulfikar Ali Bhutto, mætti fyrir sérstökum héraðsdómstóli í Lahore-feng- elsinu í dag, en nú er að hefjast málsókn á hendur honum varð- andi meint stjórnmálaafbrot. Dómstóllinn frestaði málinu í mánuð eftir rúmlega hálftíma rannsókn og var Bhutto ekki formlega ákærður. Bhutto, sem er fimmtugur að aldri, sat hljóður í réttinum meðan verjandi hans færði rök Framhald á bls. 33. Washington — 11. marz. — AP, Reuter. SOVÉTSTJÓRNIN segist ætla að beita áhrifum sínum til að Kúbu- menn flytji herlið sitt frá Ogaden þegar Sómalíuher fari þaðan og lát verði á bardögum. Áreiðanleg- ar heimildir herma að Dobrynin, sendiherra Sovétríkjanna í Washington. hafi tilkynnt Cyrus Vance um þessa afstöðu Sovét- stjórnarinnar á fimmtudaginn þegar Sómalir tilkynntu að þeir ætluðu að hverfa með lið sitt frá Ogaden. Frá Eritreu berast þær fregnir að Eþíópar séu farnir að undirbúa meiriháttar sókn gegn aðskilnaðarsinnum, sem hafa héraðið að langmestu leyti á valdi sínu. Aðskilnaðarsinnar eru þó þeirrar skoðunar að þrátt fyrir sigurinn í Ogaden, þar sem hernaðarumsvif Kúbumanna og Sovétmanna réðu úrslitum, sé slík ihlutun í bardaga f Eritreu ólikleg eins og nú standa sakir. Af hálfu herforingjastórnarinn- ar í Addis Abeba er því haldið fram að bardagar í Ogaden muni halda áfram um ófyrirsjáanlega framtíð nema Sómalir fallist á skilyrði Eþíópa um „varanlegan frið“. Eþíópar hafá neitað að faliast á vopnahlé, nema Sómalir séu reiðubúnir að virða landamæri ríkjanna og heiti því að hafa ekki frekari afskipti af innanríkismál- um í Eþíópíu. Litið er á yfirlýsingu Sovét- stjórnarinnar um brottflutning Kúbumanna frá Ogaden sem merki um stefnubreytingu varðandi Afríku, en styrjöldin í Ogaden og hernaðarleg íhlutun Sovétmanna og Kúbumanna hefur valdið versnandi sambúð stórveld- anna tveggja að undanförnu.- Embættismenn í Washington vara þó við of mikilli bjartsýni þar sem óvíst sé hvernig Kúbumenn taki tilmælum Sovétmanna um að þeir hverfi á brott með herlið sitt, en Kúbumenn hafa nú alls um 12 þúsund manna lið í Ogaden. Viðræður Ecevit og Karamanlis: Leita „friðsamlegra og réttlátra lausna” Montreux, 11. marz. AP. VIÐRÆÐUM forsætisráðherra Grikklands og Tyrklands lauk í morgun. Þeir Karamanlis og Ecevit komu sér saman um að leita „friðsamlegra og réttlátra lausna" á vandamálum þeim. sem einkum hafa valdið ágreiningi milli þessara tveggja NATO-ríkja mörg undanfarin ár. í stuttri yfirlýsingu, sem birt var að viðræðunum loknum, segir að skoðanaskipti fáðherranna hafi farið fram í einlægni og vinsam- legum anda, um leið og skýrt er frá því að þeir hyggi á frekari viðræður. Þar til af þeim verður munu fulltrúar stjórna beggja ríkjanna skiptast á skoðunum. I yfirlýsingunni er ekki getið um einstök mál, en haft er eftir áreiðanlegum heimildum að í viðræðunum hafi borið á góma öll Framhald á bls. 33. Liðsauki er á leiðinni til Ogaden frá Kúbu, og er talið að í fyrstu verði miðað að því að þeir herflutningar verði stöðvaðir. Auk Kúbumannanna eru um 1100 Sovétmenn í Ogaden, að því er áreiðanlegar heimildir í Washing- ton hafa fyrir satt. 36 milljónir Frakka að kjörborðinu í dag: Samkomulag vinstri flokkanna eftír helgi? París, 11. marz. Reutcr. Samkomulag milli vinstri flokkanna í Frakklandi um stefnuyfirlýsingu fyrir síðari umferð þingkosninganna virðist á næsta leiti. en jafnaðarmenn. kommúnistar og leiðtogar hins róttæka vinstri flokks hafa boðað til fundar á mánudaginn. Eftir yfirlýsingu Marchais leiðtoga kommúnista í gær um að hægt væri að jafna ágreining jafnaðar- manna og kommúnista á einum degi hafa líkur á samkomulagi aukizt mjög verulega. Slíkt sam- komulag er talið forsenda þess að vinstri flokkarnir fái meirihluta í síðari umferð kosninganna. 36 milljónir ganga að kjörborð- inu í fyrri umferð þingkosning- anna þar sem kosið verður um alls 4214 frambjóðendur í 491 þing- sæti. Fyrri umferð kosninganna er eins konar forkosning, en flokkar sem fá minna en l2'/2% fylgi fá ekki að taka þátt í síðari umferð- inni, sem fram fer'að viku liðinni. Kjörfundur stendur frá kl. 6 til 20, og er búizt við því að kjörsóknin verði nálægt 80 af hundraði. Kjósendur á aldrinum 18—21 árs taka nú í fyrsta 'sinn þátt í þingkosningunum, og er talið að sá aldurshópur, sem telur um 2 milljónir, reynist vinstri flokkun- um liðtækur. Kosningabaráttunni lauk form- lega í gærkvöldi, en í kvöld heldur Giscard sjónvarpsræðu sem þegar Framhald á bls. 47. Hjartasjúkdómar: Fltukenn- 11 mgm haldlaus? Í GREIN, »em nýlega birtitt í hinu virta bandaríaka laaknatimaríti The New England Journal ot Medicine, ar aú kenning aett tram, aö ein helzta baráttuaðferd, aem tíökazt hefur í baráttunni gegn hjartaajúkdómum, aá vita gagnalaua, og fituanautt matarflaói aá engin trygging tyrir pví aó draga megi úr líkum á Dvt aó menn fái kranajeóastíflu. Höfundur greinarínnar, George V. Mann, heldur pví fram aó kenningin um eambandió milli mettaórar fitu f faaóunni og hjartaajúkdóma aá hin meata bábilja. Áataóuna fyrír pví hve útbreidd hún aá megi m.a. rekja til peaa aó ýmair aóilar hafi haft fjárhagalegan ávinning af henni. Úrdráttur úr greininni í The New England Medicine Journal er á ble. 25 i blaóinu í dag. Hver á að flytja flugræn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.