Morgunblaðið - 12.03.1978, Page 5

Morgunblaðið - 12.03.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1978 Þróunin í málefn um vangefinna Klukkan 13.20 í dag flytur Margrét Margeirsdóttir ann- að erindi í erindaflokknum um málefni vangefinna. Nefnist það „félagsleg þróun í málefnum vangefinna" og er 40 mínútna langt. í viðtali við Mbl. sagði Margrét að í erindinu væri reynt að gera grein fyrir þróun mála vangefinna frá því um 1840 til dagsins í dag. Fjallaði erindið um alþjóð- lega þróun mála þessara, en ekki væri neitt fjallað um þróunina á Islandi, það yrði gert síðar. Margrét sagði að hún tæki málið frá sögulegu sjónarhorni og fjallaði eink- anlega um þróunina í Mið- Evrópu, Bandaríkjunumi og á Norðurlöndum. Væri löggjöf varðandi vangafna í Svíþjóð og Danmörku kynnt og fjall- að um uppbyggingu þjónust- unnar fyrir vangefna í Dan- mörku, Svíþjóð og Finnlandi. Þá er fjallað í erindinu um alþjóðasamtök foreldra van- gefinna og styrktarfélög van- gefinna, og hvernig viðhorfin til vangefinna hafa breytzt í gegnum árin. Ur munaðarlíf- inu upp í sveit KLUKKAN 2140 i kvöld veröur sýndur fyrri hluti sjónvarpsmyndar sem gerö er eftir hinni kunnu skáldsögu Alexanders Dumas yngri, ,Kamelíufrúnniu. Með aðal- hlutverk fara Kate Nelligan og Peter Firth. Myndin fjallar um fagra heimskonu, Marguerita Gautier, sem hefur fremur illt orð á sér meðal fyrirfólks Parisarborgar. Hún er tær- ingarveik og sér að hverju stefnir, þegar ungur maður, Armand Duval, hrífst af fegurð hennar. Hann er févana, en tekst að telja hana á að láta af munaðarlifi sinu ogflytjast með sér upp i sveit. Síðari hluti myndarinnar verður sýndur sunnudaginn 19. marz næstkomandi. Kate Nelligan og Peter Firth í hlutverkum Marguerita Gautier og Armand Duval í Kamelíufrúnni. „Maður er nefndur RaKnar II. Rannar" nefnist þáttur sem er á dajjskrá sjónvarps í kvöld klukkan 20.30. Er í þættinum litið við hjá Rajfnari og rætt við hann. Umsjónarmaður þáttarins er Bryndís Schram. Látið dnnnnum rœtast... NJÓTIÐ LÍFSINS í FERD MEÐ SUNNU Nú býður Sunna upp á dagflug til allra eftirsóttustu sólarlandanna. Hvergi fjölbreyttara ferðaval. SPÁNN MALLORCA - COSTA DEL SOL - COSTA BRAVA - KANARÍEYJAR ÍTALÍA SORRENTO - KAPRÍ - RÓM GRIKKLAND aþenustrendur - eyjarnar rhodos OG KORFÚ - SKEMMTIFERÐASKIP PORTÚGAL ESTORIL - LISSABON Skrifstofur Sunnu á öllum dvalarstöðum með þjálfuðu íslensku starfsfólki veitir öryggi og þjónustu. Barnagæsla og leikskóli með íslenskum fóstrum. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Dagílug með rúmgóðum þotum. ÞÚSUNDIR ÁNÆGÐRA VIÐSKIPTAVINA VHLJA SUNNUFERÐ ÁR EFTIR ÁR BANKASTRÆTI 10. SÍMAR 29322 - 16400 - 12070 - 25060

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.