Morgunblaðið - 12.03.1978, Síða 18

Morgunblaðið - 12.03.1978, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1978 Með bréfi dagsettu 22. jan- úar 1975 fóru ísbjörninn h/f í Reykjavík og Hafsíld h/f á Seyðisfirði þess á leit við sjávarútvegsmálaráðherra að hann heimilaði þeim að taka á leigu norska verksmiðjuskipið Norglobal á loðnuvertíð þeirri sem þá fór í hönd, enda hefði snjóskriða fallið á verksmiðju þeirra á Seyðisfirði og gert hana óstarfhæfa. Ráðuneytið gaf leyfi sitt til leigutökunnar með vissum skilyrðum og m.a. því, að leigutakar skyldu greiða öll gjöld af framleiðsl- unni eins og um verksmiðju í landi væri að ræða. Þann 20.febrúar sama ár úrskurðaði samgöngumála- ráðherra, að ein forsenda samþykkis ríkisstjórnarinnar fyrir leyfisveitingunni hafi verið að fullt afiagjald yrði greitt af ölium afla, sem verksmiðjuskipið tæki við og skyldi gjaldið renna til Hafn- asrsjóðs Seyðisfjarðar. Taldi ráðherrann leigutaka skipsins bera samningsbundna skyldu til að standa skil á umræddu aflagjaldi til Hafnarsjóðsins. Þeir ættu heimili og varnar- þing á Seyðisfirði og fiski- mjölsverksmiðja sú sem skemmdist í snjóflóðunum hefði að hluta verið eign Hafsfldar h/f og hefði Hafnar- sjóður Seyðisfjarðar notið góðs af aflagjaldi af afla sem þar hefði verið landað, en skipinu hefði aðallega verið ætlað að leysa verksmiðjuna af hólmi. 13. mars 1975 voru leigutak- ar verksmiðjuskipsins krafðir um greiðslu aflagjalds til Hafnarstjóðs, kr. 1.711.655, eða sem nemur andvirði 1% þess loðnuafla sem lagður var upp í Norglobal á vertíðinni. Greiðsla var ekki innt af hendi (en uppi var ágreining- ur um það hvort þeim útgerð- armönnum, sem áttu skip sem lögðu upp afla í verksmiðju- skipið, bæri skylda til að greiða þetta gjald. Leygutak- arnir tóku það ráð að leggja andvirði aflagjaldsins sem þeir höfðu innheimt af þeim skipum sem lögðu afla upp í Norglobal inn á bundna bankabók þar til úr því máli yrði leyst). „Leiguskipinu ætlað að leysa verksmiðjuna af hólmi.“ 30. apríl höfðaði Seyðisfjarðar- kaupstaður f.h. Hafnarsjóðs Seyðisfjarðar mál gegn leigu- tökunum og krafðist þess að þeir greiddu aflagjaldið óskipt Deilt um skilyrði ráðherra er veitt var leyfi fyrir Norglobal vallar, heldur væri hér ein- göngu um að ræða einhliða, skilyrt stjórnvaldsleyfi, engin lög heimil urðu greint skilyrði, sem væri ólögmætt. Skilyrðin byggðust á valdníðslu og efnis- annmörkum og skýringar sam- gönguráðherra á leyfinu frá 20. febrúar 1975 byggðust á vald- þurrð. Gegn andmælum stefn- anda þótti þesi málsástæða stefndu, að heimtu aflagjalds- ins skorti lagastoð, ekki of seint fram komin. Héraðsdómur — skilyrðin í leyfinu markleysa I niðurstöðu héraðsdómsins segir, að aflagjald það, sem hér um ræðir, sé skattur í merk- ingu 40. gr. stjórnarskrárinnar, enda sé það hvorki endurgjald fyrir aðstöðu eða þjónustu. Slíkan skatt megi ekki leggja á nema með lögum. Lagaheimild bresti til slíkr- ar skattheimtu, enda eigi 12. gr. hafnarlaga nr. 45. 1973 ekki við hér, þar sem loðnuaflinn hafi ekki verið lagður á land á hafnarsvæði Seyðisfjarðar. Ekki verði skattheimta þessi heldur byggð á löggjöfnun frá téðu lagaákvæði. Fallast beri á það með stefndu (leigutökunum), að leyfi sjávarútvegsráðunytisins til leigu á Norglobal hinn 24. janúar 1975 sé ekki samningur heldur stjórnarathöfn. í leyfi þessu sé hvergi berum orðum að því vikið, að stefndu eigi að greiða aflagjald af þeim afla, sem skipað er um borð í Norglobal, hins vegar segi m.a. að leigutakar „greiði öll gjöld Dómur Hæstaréttar 26. jan. s.l.: Gjaldtaka og voru dómkröfurnar m.a. byggðar á því, að höfuðfor- sendan fyrir leyfisveitingunni til leigu skipsins hefði verið sú að fiskmjölsverksmiðja Haf- síldar h.f á Seyðisfirði varð óstarfhæf sakir náttúruham- fara og leiguskipin ætlað að leysa hana af hólmi meðan svo stæði á, að litið yrði á Norglo- bal að öllu leyti sem verk- smiðju í landi og skyldu sömu reglur um það gilda. Allir viðskiptavinir skipsins hafi átt að njóta sömu kjara, eins og Dómsmál Umsjón ÁSDÍS RAFNARS þeir hefðu landað afla sínum í landi. Út frá þessum forsend- um yrði að túlka leyfisveitingu sjávarútvegsráðuneytisins. Þetta hafi leigutökunum verið ljóst og þeir jafnframt sam- þykkt þetta. Sé þessi túlkun samhljóða túlkun samgöngu- málaráðherra frá 20. febrúar og eðlilegasta túlkunin, er litið sé á málavexti. Það væri venja, að fiskverksmiðjur í landi sæju um að innheimta aflagjöld hjá útgerðarmönnum vegna hinna ýmsu hafnarsjóða og þær væru gerðar ábyrgar fyrir þeim til hafnarsjóðs, ef þær vanræktu þá innheimtu sbr. 10. gr. gjaldskrár fyrir Hafnarsjóð Seyðisfjarðr. Máli sínu til stuðnings vitn- aði stefnandi til 12. gr. hafnar- laga en það væri óeðlilegt að þeir sem legðu upp loðnuafla í Norglobal yrðu betur settir en þeir sem legðu upp afla sinn hjá verksmiðju í landi. Töldu skilyrði ráðherra ólögmætt Leigutakar skipsins kröfðust sýknu m.a. vegna þess, að ekki hefði verið fjallað um innheimtu aflagjaldsins, þegar leyfið var veitt, en þeir hefðu innheimt gjaldið og lagt það inn á bundna bankabók þar til ljóst væri hver væri hinn rétti viðtakandi þess. Við munnleg- an flutning málsins mótmæltu þeir því sérstaklega, að þeir hefðu bundist samningsskyldu til að greiða aflagjald. Þar lægi enginn samningur til grund- af framleiðslunni svo sem útflutningsgjöld, eins og um versmiðju í landi væri að ræða“. Það hafi ekki stoð í lögum að leggja 1% aflagjald á þann loðnuafla, sem skipað var upp í Norglobal á greindri loðnu- vertíð. Skilyrði þau, sem upp séu talin í leyfi sjávarútvegsráðuneytisins frá 24. janar 1975, og gjaldtaka þesi er reist á, séu því mark- leysa. Sama gegni um túlkun sam- gönguráðuneytisins hinn 20. febrúar 1975 á þessari stjórn- arathöfn. Voru leigutakarnir samkvæmt þessu sýknaðir af öllum kröfum stefnanda í þessu máli og stefnanda gert að greiða stefndu málskosnað. Kaupmenn — innkaupastjórar Höfum fyrirliggjandi úrval af: axlaböndum beltum herrabindum flauelsslaufum sokkum og nærfötum, fyrir drengi og herra Heildsölubirgdir Davíö S. Jónsson & Co. h.f. sími 24333. ANNA MARÍA Fermingarstúlkur fermingarfötin sem eru vinsæl eru pilsin frá okkur, felld og plíseruö, tískulitirnir. Vandinn^r leystur meö fallegu pilsi og blússu frá okkur. ANNA MARÍA Laugavegi 11, sími 29430. RR BYGGINGAVÖRUR HE Suöurlandsbraut 4. Simi 33331. (H. Ben. húsiö) EMELERAÐIR r ELDHUSVASKAR Emeleruðu vaskarnir eru fáanlegir í brúnum, grænum og gulum lit. Suöurlandsbrau t 4. Simi 33331. (H. Ben. húsiö)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.