Morgunblaðið - 12.03.1978, Side 20

Morgunblaðið - 12.03.1978, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1978 KRISTSMENN Vík frá mér kona! Nú eru liðin tuttugu ár frá því að konum var leyfður prestskap- ur í Svíþjóð. Hafa fleiri en 200 konur verið vígðar til prests þar á þessum árum, og hefur þeim yfirleitt verið vel tekið, þar eð Svíar eru flestir jafnréttissinnað- ir heldur en hitt. Ekki eru þó allir jafnhrifnir af kvenprestunum, og sumir eru svo andsnúnir þeim, að þeir róa að því öllum árum, að konum verði aftur bannaður prestskapur. Þetta eru vitanlega karlar mestan part og einkum guðfræðinemar og prestar en einnig margir leikmenn. Hafa orðið miklar æsingar af þessum sökum, svo að furðu gegnir því að manni virðist í fljótu bragði að Svíar láti sig trúmál yfirleitt litlu skipta. Sundurþykkja andstæðinga og stuðningsmanna kvenpresta var orðin svo mikil, að biskupinn í Stokkhólmi, Ingmar Strömþóttist knúinn til þess að skerast í leikinn. Bað hann þá sem hafa horn í síðu kvenpresta að láta af óbiigirni sinni og hugsa málið frekar. Ström biskup telur, að nærri þriðjungur karlpresta í Svíþjóð sé mótfallin prestskap kvenna, ýmist af guðfræðilegum ástæðum ellegar einstaklings- bundnum fordæmum. Andstæðingar kvenpresta munu einna fjölmennastir í háskólabænum Lundi í Suðursví- þjóð. Standa þar miklar og stöðugar deilur um málið og eru sumir furðu æstir. Karlar í hópi guðfræðinema við háskólann hafa gengið úr kennslustundum i mótmælaskyni við það, að konum er leyft guðfræðinám. Kveprestar hafa og fengið nafnlaus hótana- bréf þar sem þær eru kallaðar „verkfæri djöfulsins" og öðru ámóta nöfnum. Ég gat þess áðan, að manni kæmi þetta á óvart því að flestir Svíar létu sig trúmál heldur litlu skipta, og stinga þessar hörðu deilur um prestskap kvenna nokkuð í stúf við þá hugmynd sem útlendingar hafa um þá, að VERÖLD þeir séu víðsýn þjóð, uppiýst og frjálslynd. Þegar betur er að gáð kemur manni þó ýmislegt í hug, sem bendir til þess að æsingarnar um kvenprestana séu Svíum eiginlegri en virðist í fyrstu. Til dæmis að nefna munu flestir, er séð hafa kvikmyndir Ingmars Bergman, kannast við það, að þær eru margar þrungnar undar- lega áleitnum trúaranda og dulrænu — jafnvel af heiðnum toga. Þetta vekur manni þann grun, að forn dularöfl, draugar og árar, tröll og álfar lifi enn góðu lífi í Svíþjóð þrátt fyrir allt, og hörðustu andstæðingar kven- presta renna stoðum undir þann grun heldur en ekki. - COLIN NARBROUGH KYNSKIPTINGAR Að kafna ekki undir nafni Kynskiptingar eru menn, sem fæddir eru í rangri mynd, ef svo má að orði komast. Þeir eru ekki kynvilltir, heldur finnst þeim þeir tilheyra hinu kyninu og hafi þeir fæðzt á röngu kyni fyrir einhver mistök náttúrunn- ar. Þessir menn hafa jafnan átt erfitt uppdráttar í samfélaginu og ættu ástæðurnar til þess að vera fljótséðar. Til skamms tíma voru þeir tilneyddir að þola hlutskipti sitt ævilangt, en nú orðið er hægt að breyta kyni manna með skurðaðgerðum og hafa margir brugðið á það ráð. En ekki er allur vandi kyn- skiptinga leystur með því. Þeir eiga erfitt uppdráttar eftir sem áður, af því meðal annars að í lögum er hvergi gert ráð fyrir kynskiptum. Þetta stendur þó til bóta. í tvö undan farin ár hefur vesturþýzka innanríkis- ráðuneytið unnið að frumvarpi til laga um málefni kynskipt- inga, og verður það sent fylkis- stjórnum til athugunar og umsagnar innan skamms. Nærri 3000 Vesturþjóðverjar hafa látið breyta kyni sínu. En löggjafinn hefur ekki viður- kennt kynskipti fram að þessu. Hefur kynskiptingum t.d. verið meinað að breyta nöfnum sín- um til samræmis við umskiptin og margir þeirra orðið fyrir alvarlegum vandræðum af stífni yfirvalda í þessu og fleiri atriðum. Nægir að nefna hnjónaband og atvinnu í því sambandi. Það vakti mikla athygli í Vesturþýzkalandi fyrir tveimur árum, þegar kynskiptingur, karlmaður sem hafði látið Þegar Sanjay setti ýturnar á smælingjana I Nýju-Delhi, höfuðborg Ind- lands, var til skamms tíma fátækrahverfi kennt við Tyrkja- hlið svonefnt. Þar bjuggu síðast ein 6000 manns, múhameðstrúar- menn mestan part, í kofaskrifl- um, sem hrófað hafði verið upp í skyndi úr kassafjölum og ámóta byggingarefnum. Þetta hverfi stendur ekki lengur; það er nú í rústum, Sanjay Gandhi, sonur Indiru, lét jafna hverfið við jörðu fyrir tveimur árum. Svo mikið þótti liggja við, að unnið var nætur sem daga og verkinu lokið á níu sólarhingum. Aðfarirnar við ruðningu þessa voru slíkar, að hún þykir einna óhugnanlegust allra tiltekta Indlandsstjórnar á neyðarástandstímanum ill- ræmda, og er þá langt til jafnað. Það kom til bóðsúthellinga þegar áður en verkið hófst. Þegar Ijóst varð, að það yrði unnið hvað sem í skærist kom til illinda með múhameðstrúarmönnum og yfir- völdum. ímaminn (prestur) í Föstudagsmoskunni, sem er hin stærsta í Indlandi og stendur skammt frá því þar sem fátækra- hverfið stóð áður, bannsöng Indíru Gandhi og forstöðumenn byggingaáætlunar í Nýju-Delhi. Stutttu seinna sló í brýnu með múhameðstrúarmönnum og lög- reglunni; skaut lögreglan á mannfjöldann og féllu margir, en hundruð manna særðust og tug- um kvenna var nauðgað. Þó kastaði tólfunum þegar verkið var hafið. 16 jarðýtur voru settar til þess, unnið á vöktum þar til yfir lauk, og engu þyrmt það var jafnvel ekið yfir menn og þeir grafnir í rústum heimila sinna. Vitni hefur lýst því, að 16 ára piltur, Suleiman að nafni, var staddur heima kvöldið þegar jarðýturnar komu þangað, og var hann drepinn með köldu blóði. „Hann opnaði munninn og virtist Sanjayi Öhugnanlegt upp&tæki æpa, en gnýrinn frá vélunum yfirgnæfði óp hans. Geysistór ýtutönn gekk inn í kofann miðjan MiNNINGARORÐ Salazar Mendosa________ trræðu. Lfk hins 53 ára gamla Jóra, sem hæfður var 22 skot andlit, háls, briogu og hand var flutt f höfuðstöðvar eðinga Somozastjórnarinn- var sfðan flutt til blaðsins, *>nn ritstýrði, La Prensa, líkið lá á viðhafnarbörum það var aftur flutt til hans í gærdag. Fréttir malIns pedV syrSÍendur standi fyrir :i^3 V 'Jölskyldu hans og muni ítir L\ssG6t”an ’ar til jarðarförin fer ^ ***' <iaf ^ immtudag. Heimildir is-y uíSSí'V. \»n 3 oaU’ i st® l So' döRutt'AiUdaS lOtto vaJ4{\ásVtot- ‘^rðarförin sem fi verði sú Allt frá því að Pedro Joaquin Chamorro, hinn virti ritstjóri La Prensa og einn einarðasti andstæðingur Somoza forseta Nicaragua. var myrtur hinn 10. janúar sfðastliðinn. hefur mikil ólga verið í landinu. Fjöldi manna hefur fallið í átökum við hermenn og lögreglu Somoza-fjölskyldunnar og ótalinn fjöldi fangelsaður að auki. í siðastliðinni viku sendi dr. Guðmundur E. Sigvaldason, sem starfar í Mið-Ameríku á vegum Sameinuðu þjóðanna, Morgunblaðinu úrklippu úr daghlaðinu Miami Herald ásamt með þýðingu sinni. Klausan birtist hinn 8. febrú- ar og er á þcssa leið, Pedro Joaquin Chamorri ritstjóri og kona hans Violeta áttu tvo syni og tvær dætur. Önnur dóttirin, Claudia Lucia Cayetana Chamorro, fæst við Bréf til látins födur ritstörf og listmálun. Daginn sem Chamorro var myrtur fór Cayetana á skrifstofu dag- blaðsins La Prensa og settist við gömlu ritvélina hans föður síns. Tárin streymdu niður vanga hennar á meðan hún skriíaðii Gef mér örk að skrifa, faðir minn, svo ég geti vakið þjóð þína. vakið alla veröld, hrópað í þínu nafni, nafni blóðs þíns, dauða þíns, þagnar þinnar... Hrópað á sannleika. réttlæti og frelsi í Nicaragua. landi feðra þinna, landinu scm þú helgaðir lif þitt, baráttu þína og þjáningu allt til hinztu fórnar. Megi veröldin vita að engin orð fá lýst þér, faðir. drengur, bezti vinur minn. Blóði þínu var ekki úthellt til einskis. Mótmæli þín bergmála í heim- inum og á jörðu. Þau endur- óma í eyrum þeirra, sem unnu þér, þau æpa á samvizku hatursmanna þinna. Þeim tókst ekki að hefta tungu þina, faðir minn. Blóð þitt streymir í mínum æðum. Ég mun halda áfram að hrópa( enginn getur þaggað niður í okkur. Þú lézt lífið fyri okkur. í hjörtum okkar geymum við orðin sem þú skrifaðin „Börn- in mín, og önnur þeim lík, eru þjóð mínt í þeirra þágu verðum við að þjást, jafnvel að deyja.“ Mikil er sorg mín að missa þig, stærra er þó stolt mitt að hafa átt slíkan föður. heiður minn að heita dóttir þín. Þú varst einn þeirra sem guðirnir elska. Nú muntu njóta eilífs friðar og enginn getur gert þér mein. Ég bið þig gæta okkar. Caetana

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.