Morgunblaðið - 12.03.1978, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 12.03.1978, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1978 39 Minning: Ármann Kristjánsson frá Breiðabólstað í íslenzkri sögu hefur heitið Hafnar-lslendingur sérstakan hljóm. Kaupmannahöfn var um aldir höfuðstaður Islands og aðal- menntasetur. Þangað lágu leiðir fjölmargra af beztu sonum þjóð- arinnar til náms og mennta. A seinustu öld bjuggu þar um lengri eða skemmri tima ýmsir þeir, sem fremstir stóðu i baráttunni fyrir fullu og óskoruðu sjálfstæði ís- lenzkrar þjóðar. Nægir þar að nefna Jón Sigurðsson, sem átti þar heimili sitt um áratugi. Nú er þetta breytt. Æðstu menntastofnanir okkar eru löngu fluttar heim, enda fullt sjálfstæði fengið frá Dönum. Samt er sá hópur enn furðu fjölmennur, sem enn ber með réttu heitið Hafnar- Islendingar. Og þótt sá hópur láti ekki lengur að sér kveða sem áður um mál hér heima, er þó þar að finna margan ágætan landa, sem lætur sér annt um gamla Frón. Þó fer þessi hópur sennilega smá- minnkandi. Fólkið eldist og fellur frá, og færri bætast í hópinn en áður var. Tilefni þessara lína er það, að enn hefur verið höggvið skarð i hóp Hafnar-lslendinga, að þessu sinni óvenju stórt skarð. Vinur minn, Armann Kristjánsson, er hniginn í vaiinn. Þar með er horf- inn af sjónarsviðinu einn þeirra manna, sem öðrum fremur setti svip á félags- og menningarlíf landa i Kaupmannahöfn um margra áratuga skeið. Mér finnst erfitt að hugsa mér Kaupmanna- höfn án Ármanns, og tómlegt verður að koma þangað og geta ekki hitt þennan gamla kæra vin. Kynni okkar hófust, er leið min lá til Kaupmannahafnar til starfa fyrir nær fjórtán árum. Armann var alls ekki allra, enda ekki sér- lega fljótur að tengjast nýjum vináttuböndum, þótt kunningj- arnir væru margir. En mér varð fijótlega ljóst, að hann bjó yfir meiri persónuþekkingu um Is- lendinga búsetta í Kaupmanna- höfn og nágrenni en flestir, ef ekki allir landar þar. Og þegar hefja skyldi nýtt starf meðal Is- lendinga í Höfn, var ekkert eðli- legra en Ármann yrði einn af allra nánustu samstarfsmönnum íslenzka prestsins þar, en það samstarf leiddi brátt til örofa vin- áttu, sem aldrei bar skugga á og varð því nánari sem árin liðu. Armann hafði flutzt til Kaup- mannahafnar skömmu fyrir heimsstyrjöldina. Alllengi rak hann þar verzlun, þótt með mikl- um rétti megi segja, að verzlun hans hafi verið „aukaséndiráð" Islands i borginni. Þeir munu ófá- ir landarnir, sem leituðu til hans í hvers kyns vanda eða annarri þörf. Hann var jafn'an fús á að veita úrlausn, oft raunverulega um efni fram, því að hann mun oft hafa borið skarðan hlut frá borði I þeim viðskiptum, ef metið er á mælikvarða viðskiptalifsins. Skömmu áður en kynni okkar hóf- úst, hafði hann hætt verzlunar- rekstrinum og stundaði ýmsa vinnu, jafnframt því sem hann var vaktmaður um borð í íslenzk- um skipum, sem komu til Kaup- mannahafnar. Þeir munu ófáir, sem minnast hans úr því starfi. Eftir að hús Jóns Sigurðssonar komst i eigu Alþingis Islendinga, var Armann ráðinn til umsjónar með því, og því starfi gegndi hann til dauðadags. Öll þessi ár tók Ármann virkan þátt í íslenzku félagslífi í Kaup- mannahöfn og var ein aðaldrif- fjöður Islendingafélagsins um áratuga skeið. Lengst af mun hann hafa verið gjaldkeri félags- ins, og þarf vart að taka fram, að hann var þessi árin sá maður, sem hafði samband við flesta landa í Danmörku og hafði félagaskrá Is- lendingafélagsins undir höndum. Mér þótti alltaf gott að leita til Armanns. Hann átti það stundum til að vera dálítið hrjúfur í tilsvör- um, svo að ókunnugir áttu stund- um erfitt með að átta sig á honum, en við vinir hans vissum, að það var aðeins þunn ytri skel, sem hann bar utan á sér, e.t.v. vegna fyrri reynslu sinnar af viðskipt- um við suma landa áður fyrri. Ég veit það ekki en inni undir skel- inni sló viðkvæmt og hlýtt hjarta manns, sern vildi hvers manns vanda leysa, og hann lagði sig i framkróka við hvaða verk, sem hann tók sér fyrir hendur. Armann var mikill Islendingur í sér eins og sannur Hafnar- Islendingur. Hann gat stundum verið berorður/er hann talaði um hag og heill Islands og var þá ófeiminn við að finna að því, sem honum fannst aflaga fara. En hann var þá vinur, er til vamms sagði. 1 hjarta hans brann heit ást til föðurlandsins, og þá ekki sizt til átthaganna vestur í Dölum. Ar- mann var sannur Dalamaður í þess orðs beztu merkingu allt til dauðadags. Honum var ljúft að tala um Dalina sina, og hann var ekki fyrr kominn heim á sumrin hin siðari ár en hann var rokinn vestur í Dali til fundar við bernskuslóðir og forna vini. Herdís Jóhannes- dóttir-Mummgarorð Hinn 24. febrúar sl. lést á Landspítalanum frú Jónína Gísla- dóttir til heimilis að Glaðheimum 4, Reykjavík. Hún fæddist 17. apríl 1894 á ísafirði, dóttir hjónanna Margrétar Jónsdóttur og Gísla Jónssonar trésmiðs í Garðshorni. Hún ólst upp í hópi þriggja systkina sinna, Alfonsar, Dagmar og Svövu, en Svava er nú ein eftirlifandi af systkinahópnum, háöldruð. Árið 1917 giftist Jónína Steini Vilhelmssyni og eignuðust þau tvo syni, Gísla Vilhelm og Stein Ágúst, en hinn síðarnefndi lést 1975. Jónína missti mann sinn í spönsku veikinni árið 1918. Árið 1924 giftist ún seinni manni sínum Elíasi Runólfssyni og eignuðust þau fimm börn. Tvö þeirra dóu á unga aldri en þrjú komust upp, þær systurnar Olöf, Margrét og Dagbjört. Jónína missti seinni mann sinn árið 1966 en eftir það varð Steinn Ágúst móður sinni stoð og stytta er hann flutti til hennar og reyndist hann aldraðri og sjúkri móður sinni mjög umhyggjusamur sonur til síns dauðadags. Eftir það tóku þau Ólöf dóttir hennar og Árni tengdasonur hennar hana inn á heimili sitt og önnuðust hana af einstakri kost- gæfni í erfiðum veikindum. Hún Jóna frænka mín mátti margt reyna á langri ævi, stórar sorgir og einnig mikla gleði. Hópurinn stóri frá Garðahorni á Isafirði, ásamt sk.vldfólkinu frá Hnífsdal, var ætíð mjög s^mrýnd- ur, einnig eftir að systkinin fluttu En hann var jafnframt góður þegn síns nýja heimalands og hafði tamið sér ýmislegt það bezta, sem Dani prýðir. Hann var kvæntur danskri konu, ágætri konu, sem lét sér annt um hann og heimili þeirra, þótt hún tæki lengst af lítinn þátt í starfi hans fyrir landa. Hún andaðist fyrir einu ári. Þau eignuðust fjögur börn. Ég sótti Ármann oft heim. Það var gott að koma á Thorvaldsens- vej. Heimili hans stóð mér jafnan opið, og alltaf fór ég rikari af fundi hans en ég hafði komið. Spjallað var um heima og geima, en venjulega barst talið fljótt að löndum, búsettum í borginni. Og ég komst að því, að þeir voru ófáir í hópi eldri landa, sem einmana voru og hittu fáa sem enga, er Ármann hélt stöðugu sambandi við, bæði gegnum simann og með heimsóknum. Hann vissi jafnan bezt, hvernig hverjum ein- staklingi leið. Og ósjaldan fékk ég hann með mér, er leið mín lá í heimsókn til eldra fólksins viðs vegar um borgina. Leið okkar allra stefnir að einu og sama marki, lokum hinnar jarðnesku tilveru. Þó finnst mér undarlegt að hugsa til þess, að Ármann skuli vera horfinn okkur sjónum. Það eru aðeins nokkrir mánuðir, síðan ég sótti hann seinast heim og gisti þá hjá hon- um nokkrar nætur. Eftir hann er stórt autt rúm. Hann var sjálfum sér líkur til hinztu stundar. Hann var kominn til starfa að morgni dags, er hann hné niður. Þegar í stað var honum ekid á sjúkrahús, en lifi hans varð ekki bjargað. Ég ætlaði alls ekki með þessum fáu orðum að rita ævisögu Ar- manns, heldur langaði mig aðeins til þess að tjá þakklæti mitt og fjölskyldu minnar fyrir samvist- arárin i Kaupmannahöfn, sem aldrei bar skugga á. Og eftir að þeim samvistum lauk, hélzt vin- átta okkar óbreytt. Jafnframt leyfi ég mér að tjá þakkir allra þeirra mörgu landa, sem nutu fyrirgreiðslu hans og aðstoðar í Kaupmannahöfn um áratuga skeið. Ég bið börnum hans og ástvinum öðrum blessunar Guðs, um leið og ég blessa minningu þessa heiðursmanns. Jónas Gislason. Leika landmunir lýða sonum, hveim er fúss er fara. Römm er sú taug, er rekka dregur föður-túna til. — Ovidius — — Sveinbjörn Egilsson.— Armann Kristjánsson var fædd- ur á Breiðabólstað, Fellsströnd, Dalasýslu, 1. janúar 1902. For- eldrar hans voru hjónin Kristján Þórðarson og Sigurbjörg Jóns- dóttir, er bjuggu allan sinn bú- skap á Breiðabólstað. Þau eignuð- ust 12 börn, 3 dætur og 9 sonu. Dætur þeirra voru Jófriður, sem dó i bernsku, Jófriður Þórunn, sem dó á ungum aldri, og Salome, er lengi var húsfreyja á Sveins- stöðum. Einn sonur þeirra, Jón, varð úti 14 ára gamall í fyrstu dvöl sinni að heiman -— og síð- ustu. Sá yngsti, Hallur, ólst að mestu leyti upp á Skarfsstöðum í Hvammssveit hjá frændfólki sinu. Um þá átta bræður á Breiða- til Reykjavíkur með fjölskyldum sínum. Ættingjahópurinn stóri kveður með virðingu aldraða konu sem nú hefur hlotið hvíld eftir langan og strangan vinnudag. Bogi Arnar Finnhogason. bólstað, sem náðu follorðinsaldri, setti Margrét á Hafursstöðum eitt sinnn saman eftirfarandi vísu: Þórður, íngvar, óskar, Karl, Armann, Friðjón. Keli. Vtar sjá við annan stall. yngsta bróður þeirra. Hall. Armann ólst upp á Breiðaból- stað, í föðurgarði, á fjölmennu og gestkvæmu heimili. Þar var oft unnið kappsamlega, en'Binnig les- ið, leikið, spilað og sungið og allt- af nægur tími til að fagna gestum og greiða götu þeirra á allan hátt. Þegar leiðin lá að heiman fór Ár- mann til Rafnseyrar og stundaði unglinganám hjá sr. Böðvari Bjarnasyni árin 1919—1921. Landbúnaðarnám í Danmörku stundaði Ármann 1922—1923. Síðan lagði hann fyrir sig ýmis störf, m.a. barnakennslu árum saman. Arið 1938 urðu þáttaskil í lífi hans. Þá kvæntist hann danskri konu og fluttist til Kaup- mannahafnar. Þar var heimili hans upp frá því til æviloka, lengstum að Thorvaldsensvej 21. I Höfn rak Ármann verslun í 20 ár við Halmtorvet 1, sem margir munu kannast við frá striðsárun- um. Síðan vann hann á vegum Eimskipafélagsins meðan Gull- foss hélt uppi ferðum milli Hafn- ar og Reykjavikur. Frá 1971 starf- aði hann i Islendingahúsinu við Östervoldgade 12. Svo sem alkunnugt er getur jafnan brugðið til beggja vona um íslendinga, sem taka sér búsetu erlendis. Margir hverfa í fjöldann og koma aldrei aftur. Aðrir hugsa heim, en ýmis atvik og áhrif valda því, að taug sú, 'sem tengir þá landi og þjóð, slaknar, er tímar líða og slitnar nær alveg. En oft og iðulega er þessi taug svo römm, að hún endist til æviloka — út yfir gröf dauða, — án þess að bila eða bresta. Armann eignaðist gpða og dug- mikla konu, Helene Barkhus, hjúkrunarkonu að mennt, sem bjó manni sínum og börnum gott og hlýlegt heimili. Þau hjón eign- uðust 4 börn, sem öll eru búsett í Danmörku, þrjá sonu: Karl Börge, verkfræðing, Erik Björn, dýralækni, Finn Bjarne, kennara, og eina dóttur: Eddu Birgit. Öll voru börnin skírð ættarnafni móður sinnar, Barkhus. Helene andaðist 10. mars á s.l. ári. Þó að Armanni væri fyrir löngu Ijóst, að fjölskylda hans og heim- ili stæði á danskri grund til fram- búðar, léku honum jafnan land- munir til átthaga sinna og ætt- jarðar. Hann umgekkst Islend- inga á Hafnarslóð svo að segja daglega og tók mikinn þátt í félagslífi þeirra. Hann átti sæti í stjórn Islendingafélagsins í Kaup- mannahöfn í 25 ár samfleytt. Ötaldir munu vera þeir landar, sem hann hjálpaði og aðstoðaði á ýmsa lund, m.a. sjúklingar, náms- menn og æskufólk. Veit ég, að margir þeirra munu minnast hans með hlýju og þakklæti. Hann hafði jafnan gott samband við ís- lenska sendiráðið í Kaupmanna- höfn og íslensku prestana, sem urðu vinir hans og samstarfs- menn í félagsmálum og þjónustu- störfum. Á þessum árum frá 1938 störfuðu alls 9 íslenskir sendi- herrar og 3 islenskir prestár í Kaupmannahöfn, ágætir menn og vel hæfir að dómi Ármanns. Ar- mann fylgdist af lifandi áhuga með öllu því, sem gerðist heima á Islandi, ferðalögum íslendinga heiman og heim, og lífsbaráttu þeirra i Danmörku. Hann kunni skil á ættum og uppruna fjöl- margra landa, sem búsettir eru eða höfðu verið á Hafnarslóð um lengri eða skemmri tíma. Heyrði ég sagt, að fáir myndu fróðari honum um ýmsa þætti persónu- sögu og lífsháttu þessa fjölmenna hóps tslendinga og veraldargengi þeirra á undanförnum árum. Armann kom að jafnaði einu sinni á ári í heimsókn til tslands. Hann átti orðið kunningja og vini um allt land. En fyrsta verk hans í hverri Islandsferð var ævinlega að fara á æskuslóðir í Dölum vest- ur og dveljast þar um tima. Síð- asta ferð hans þangað var farin í júlímánuði s.l. og sú næsta ákveð- in á komandi sumri. Það var Armanni mikið ánægju- efni og kærkomin lífsfylling að geta unnið siðustu árin í tslend- ingahúsinu i Kaupmannahöfn. Miðvikudaginn 4. janúar s.l. kom hann árdegis til vinnu sinnar i húsinu svo sem venja hans var. En „á snöggu augabragði“ hneig hann í gólfið og var allur. Dauð- inn hafði formálalaust kvatt hann á sinn fund. Hann var jarðsung- inn 8. janúar s.l. af sr. Jóhanni Hlíðar og hvilir nú við hlið konu sinnar i grafreit í Bispebjerg- kirkjugarði i Kaupmannahöfn. Frændur og vinir Armanns á tslandi senda honum að leiðarlok- um kærar þakkir fyrir órofa- tryggð og vináttu frá liðnum árum, blessa minningu góðs drengs og senda börnum hans innilegar samúðakveðjur yfir haf- ið. Friðjón Þórðarson. Róhert Birgir Sig- urðsson —Mnning Fæddur 21. 6. 195fi. Dáinn 1. 2. 1978. Mig setti hljóða og tár féll af auga mínu, þegar ég frétti andlát Róberts Birgis Sigurðssonar. Þá hvörfluðu að mér hinar sígildu setningar: Ungur má en gamall skal; Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Róbert var einn af þessum ungu efniviðum sem setja markið hátt og hefði lokið járnsmíðanámi í vor, hefði sverð dauðans ekki lostið hann. Ég minnist hans, lítils dreng- hnokka með ljósan koll og ljósblik í augum, er hann komst með móður sinni og brður mínum leiðandi hönd í hönd stjúpföður ■ síns, er hann naut svo skammt, inn til fjölskyldu minnar. Hann yljaði okkur með barnslega brosinu sínu. Síðar fylgist ég með hinum unga kvisti á berangrinu, berjandi móti æðandi storminum, vaxa úr grasi og líkjast fögru, ungu reynitré að vori. Fyrir 14 árum á jólum missti Róbert Birgir stjúpföður sinn. Á síðasta jóladag minnist ég þess er hann opnaði hurðina hjá ömmu í Hólmgarði 44. Svo ungur og fallegur, til að halda heilaga jólahátíð með fjölskyldunum okk- ar. Þá sagði ég við hann að hann væri eina barnið, eini drengurinn sem ég hefði ljóðað til á fermingarskeyti og við rifjuðum upp þegar þau systkinin héldu jólahátíð í bernskunni á heimili mínu og við gengum öíl saman í kringum jólatréð og sungum jóla- sálma og barnaljóð. Þá minnist ég þess að brosið yljaöi eins og sólin. Þegar hann kvaddi kyssti hann mig á kinnina og bað ég hann fyrir kveðju til móður sinnar. Hann sagði mér að hugur sinn hneigðist að húsasmíðanámi að hinu loknu. Ég votta öllum að- standendum Róberts Birgis dýpstu samúð við fráfall hans. Nú hefur stjúpfaðir hans tekið hönd hans og leiðir hann þangað sem guð signir hans ógengnu spor og sýnir fagra heima. Ragnhildur Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.