Alþýðublaðið - 21.01.1931, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 21.01.1931, Qupperneq 2
2 áMÞVBWBhAÐIÐ Er dr. Wegener á Ififi? íslendingamir, er voru í Wegeners-Ieiðangrinum. Vigfús Grænlandjsfari (berhöfðaður), Guðnmndur Gislason (me'ð gleraugu) og Jón frá Laug (í kápu). Tíðiradamaður blaðsins hitti að málii Jón Jóns&on frá Laug, sen. var einn af peim prem Islend- ingum, er vom með Wegenexs- leiðangrinum, og sþurði hann hvað hann áliti um afdrif dr. Wegeners og félaga ha-ns,- inni á meginjökli Grænlands. „Þessu er fljótsvarað,“ segir Jón frá Laug, „því ég álít hina mestu tvisýnu á Íífi þeirra. Ég álit það alt of mikla bjartsýnl, að þeir séu ekki í hinni mestu hættu, ef þeir em enn á lífí. Ætlunin var ab leiðangurinn kæmi upp þrem stöðvum uppi á jöklinum; áttu tvær að vera við jökulbrúnirnar, önnur að austan, eín hin að vestan, en sú þriðja á miðjum Grænlandsjökli. Stöðin að austan er vestan við Skores- byesund og var öllu tií hennar komiö í land þar, og skal ekki orðiengt um hana hér. En það, sem fara átti til hinna tveggja stöðvanna, var látið í iand á vesturströndinni við Um- anakfjörð, og var fari'ð með þhð upp eftir iskriðjökli einum og not- aðir til þess islenzku hestarnir, er við höfðum meö okkuz Það, sem fara átti til míðjökulsrstö'ðv- arinnar, átti aðallega að flytja inn á jökulinn á tveimur mótor-' sleðum, er höfðu loftskrúfu eins og flugvélar, en sumt áttu Græn- lendingar að flytja á hundasleb- um. Ferðir á hundasleðum. Fyrsta ferðin inn á miöjökulinn var farin 10. eða 11. júli með 7 himdasleða, ag fóru hana dr. Georgi, dr. Löwe og dr. Weiken og fjórir Grænlendingar. Þeir snéra við þegar þeir voru kornn- ir á miðjan jökulinn, en þangað var 400 rasta leiö eða jafn-langt og austur á Langanes héð'an úr Reykjavík. Varð dr. Georgi þarna eftir, til þess að geta þá þegar byrjað rannsóknir, en ekki. munu þá hafa verið hjá honum nema mánaðarvistir, því skipunum We- geners um að leggja aðaláherzl- una á að flytja vistir inn á jök- ulinn hafði ekki verið hlýtt, held- ur hafði verið lögð áherzla á að flytja ranrasóknar-verkfæri, því þeir treystu mótorsleðunmn, er síðar myradu færa þeirn alt. Jök- ullinn er þama sem miðstöðin er um 3000 metra hár, eða hærri en þó Esjan væri sett ofan á Snæ- fellsjökul. Jökulbrúnin þar sem aðalstöðin er, er aftur á móti ekki nema í eitthvað þúsund rnetra hæð, eða viðlíka og hæð Esjunnar. I aðra ferð var farið 6. ágúst, og var farið á 9 sleðum, og gekk sú ferð sæmilega, sem hin fyrri. En enn þá var óhlýðnast boðum Wegeners ög vistir látnar sitja á hakanum fyrir mælíngaverkfær- um. Hér var um áhugasama vfs- indamenn að ræða, sem voru á- kafir í að framkvæma fyrirhug- aðar rannsókniir, en hins vegar treystu algerlega mótorsleðun- um, en álitu dr. Wegener of gamaldags í sér sem norðurfare, er hann vildi láta vistirnar sitja í fyrirrúmi. Þriðja ferðin var farin siðustu dagana í ágúst. I þeirri för voru 12 hundasleðar, 9 Grænlendingar og 3 Þjóðverjar. Var einn hdnna síðamefndu dr. Sorge, er nú varð eftir hjá dr. Georgi. Vora vistir eftir hjá þehn, er myndu nægja fram í febrúax til marz, en þeir uröu að búa í snjóhúsum, þvi húsið, sem þeir áttu að búa í og átti að koma með mótorsleðun- um, var ókomið, og sama var að segja um loftskeytatækin, er þeir áttú að hafa. Verst var þó hve lítið eldsneyti þeir höfðu, en 'það voru að eiins tveir 40 lítra dunk- ar af olíu. Mótorsleðarnir, En nú er að segja frá piótor- sleðunum. Það gekk mjög seint að koma mótorunum fyrir í þeim, og mun nokkra hafa valdið, að þeir, sem þaÖ áttu að gera (og víst reyndar allir Þjóðverjarnir), trúðu tfeint á tæki þessi, svo ekk- ert lægi á. Var álitið að þeir gætu farið 100 rastir á lriukku- stund, með öðrum orðum að þeir myndu að eins vera 8 stundir inn að stöðinni á miöjöklinum og aftur til baka. En þegar þeir loks komust í lag, sem var síð- ;ast í ágúst, gengu jreár langtum ver en við hafði verið búist, og komust mest 25 rastir á klukku- stund, þ. e. þeir hefðu verið tvær stundir að komast vegalengd eins og úr Reykjavík til ÞingvaDa þegar bezt gekk, en oft komust þeir langtum minna. Ekki hafði verið ráðgert að fara nema þrjár ferðir á hunda- sleðum inn á miðjökul, en þegar var farið að líða fram í septem- ber og ekkert heyrðist um ferða- lag mótorsleðanna, ákvað dr. Wegener að fara sjálfur fjórðu ferðina til þess að færa þeim dr. Georgi og dr. Sorge vistir og eldsneyti, enda vissi hann að þá vantaði hvorttveggja, og var honum þó eihkum áhugamál að færa þeim hið síðarnefnda. Gerði hann ráð fyrir að förin myndi taka 25 daga fram og aftur, og var það viðlíka og hinar tvær fyrri farir höfðu tekið, en úr þriðju förinni voru menn þá ekki komnir. Starf íslendinganna. , Meðan á þessu stóð vorum við íslendi.ngarnir, eins og reyndar alt sumarið, sem ákafast aö flytja farangurinn upp skriðjökulinn. Urðum við að gera þar veg og brúa jökulsprungur; urðum við iðulega að .endurbæta veginn, því skriðjökullinn lá ekki kyr, svo sem nafnið bendir á. Einn hest imistum við í sprungu og dó hann samstundis, en tvo urðum við að drepa af því þeÍT voru slegnir, en ekki hægt að' bíða eft- ir að þeir næðu sér aftur. Annars er fuTðulegt hve fljótir hestarnir voru að læra hvernig þeir éettu að haga sér á jöklinum, og má á því sjá skynsemi þessara skepna. En úr því ég fór að minnast-á hestana er rétt að geta þess,' að. þeir voru í ágætum holdum i haust, þrátt fyrir mikla brúkun, og mun mestu hafa valdið, a'ó þeir náðu a'ð komast i svo ágæt hold í sumar á hálfum öðrum mánuði, er vi'ð urðum aö bíða í Grænlandi eftir að kornast lei'ðar okkar, en þei.r vora striðajdrp bæði þar og við jökulinn, en á hvorugum staðnum var haglendi Segi ég frá þessu af þvi það get- ur verið góð bending fyrir þá. sem í framtíðinni vilja nota is- lenzka hesta í Grænlandsleið- angrum, að vera búnir að fóðra þá upp áð'ur en farið er með þá frá fslandi. Komst allur farangurinn, er til» heyrð^, aðalstöðinni, upp á jökuÞ i,nn, og var húsið reist þar eins og til stóð á berum jöklinum í- nálega 1000 metra hæð. Dvelja þar 9 menn í vetur og hafa gnægð af öllu og loftskeytíitækj.; er einn þeirra, er þar dveliu',.. Guðmundur Gíslason. Dr. Wegener fer hjálparför. Þegar liðlega þrjár vikur vore, liðnar af september, var Wege- ner tilbúinn að fara fjórðu ferð- ína. En 22. september komu þeir aftur, sem farið höfðu þri.ðju íerðina, og morguninn eftir lagði. dr. Wegener af stað á 15 hunda- sleðum með dr. Löwe og 13; Grænlendingum. Eitthvað tæpri. viku eftir að |>tár dr. Wegener fóru í ferð', þessa, komu Þjóðverjamir fjórir,,. er stjóraað höf'ðu mótorsieðun- um. Höfðu þeir mætt þeim We- gener. Höfðu mótorsleðamir aldr- ei komist nema eina ferð 200 rastir inn á jökulinn, og höfðu; fiutt þangað benzín og nokkuð af vetrarhúsinu, sem nota átti á iniðjöklinum, en á heimleiðinm. höfðu báðir mótorsleðamir bií- að, og komu Þjóðverjarnir gang- andi. Höfðu þeir lent í nokkmm hrakningum og verið matariaus- ir síðustu 30 stundirnar. En ferðalag dr. Wegeners gekk ekki eins vel og hann hafði ráð- gert, því veður vora farin að spHlast, og fékk hann svo vont, að þeir lágu hríðarteptir dag eftir dag, og voru þeir ekki komnir nema fimta hluta leiðar- innar, er hann sendi 9 Græn- lendinganna aftur, þvi hann sá að liann myndi ekki hafa vLstir' handa svona mörgum. Það er gersamlega rangt, að Græniend- iingarnir hafi neitað að fara lengra og yfirgefið hann, heldur sendi Wegener þá aftur af áður- greindum ástæðum. Wegener er Scháef \ferkfræðingur og annar mótorsleðinn. Skiðin er« ekki komin undir sle'ðann óg loftskrúfuna vantar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.