Morgunblaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMÁL — ATHAFNALlF. Umsjóni Sighvatur Blöndal „ÞAÐ má mcð sanni segja. að um hreina varnarbaráttu haíi verið að ræða í verðlagsmálum á s.l. ári. en við höfum gert okkar hezta til að hrinda þcim margháttuðu árásum, sem á smásöluvei'zlunina hafa verið gerðar“, sagði Gunnar Snorra- son formaður Kaupmannasam- taka íslands f upphafi máls síns á aðalfundi samtakanna s.l. fimmtudag. Þá sagði Gunnan í árslok 1972 var smásölu- álagning skert samkvæmt 30% in skert í kjölfar gengisfellingar. Nú skyldi maður halda, að stjórnvöldum hefði þótt nóg að gert og nægilega þjarmað að verzluninni, en svo var ekki. I febrúarmánuði 1975 er álagnirrg- in enn á ný skert, og var þá verzlunin búin að þola tvisvar sinnum álagningarlækkun á sama tíma og allur kostnaður rauk upp úr öllu valdi. Eftir mikla baráttu og sleitulausa vinnu, fékkst svo nokkur álagningarhækkun í apríl 1975, Gunnar Snorrason formaður K.Í.: Frá Aðalfundi Kaupmannasamtakanna f s.l. viku að Hótel Sögu. „Margháttaðar árásir gerðar á smásöluverzlunina á s.l. ári” reglunni, í kjölfar gengisfelling- ar. Þessa skertu álagningu mátti verzlunin þola allt árið 1973. í marz 1974, að afloknum kjara- sam'ningum, náðist loksins fram nokkur álagningarhækkun, enda var þá um svo stórfellda kostnaðaraukningu hjá verzlun- inni að ræða, að hjá því varð ekki komist, ef algjört hrun átti ekki að verða. En Adam, hann var sko ekki lengi í Paradís. Sama ár, eða í september 1974, var þessi leið- rétting tekin aftur, og álagning- sem bætti að hluta til þessar tvær skerðingar, en hvergi þó að fullu. Verzlunarálagning var svo óbreytt, svo til í tvö og hálft ár, eða þar til seint á árinu 1977, þrátt fyrir miklar rekstrar- kostnaðarhækkanir, sem verzlunin varð að taka á sig. í því sambandi má nefna, að laun verzlunarfólks hækkuðu um ca. 60% á árinu, en laun vega meira en helming í rekstri verzlana. Þá hafa aðrir rekstrarkostnaðarlið- ir verzlunarinnar stórlega hækk- að s.s. vextir, sími, rafmagn, hiti og húsaleiga, svo að nokkuð sé nefnt. Það reyndist þó svo, að tekjuaukningin, sem verzlunin fékk á s.l. ári, stóð hvergi nærri undir kostnaðarhækkunum. Hinn 8. febrúar núna var svo gerð enn ein gengisfellingin, og í kjölfar hennar ákváðu verð- lagsyfirvöld lækkun á smásölu- álagningu og að beitt yrði enn einu sinni hinni svokölluðu 30% reglu, sem alveg eins mætti kalla 70% skerðingarregluna, þ.e.a.s. að verzlunin fær aðeins að leggja á þriðjunginn af hækkuninni. Þessu var mótmælt, eftir því sem hægt var við verðlagsyfir- völd, svo sem verðlagsstjóra og í Verðlagsnefnd, en allt kom fyrir ekki. Þá var rætt við ráðherra um málið og alveg sérstaklega ræddi ég við for- sætisráðherra og mótmælti 30% reglunni. Að frumkvæði Kaup- mannasamtakanna var boðað til fundar ‘með forráðamönnum þeirra atvinnurekendasamtaka, sem fulltrúa eiga í Verðlags- nefnd. Sá fundur var haldinn 16. febrúar. Á þeim fundi voru rædd öll tiltæk ráð til mótmæla, og nefnd skipuð í málið. Um 30% regluna er það að segja, að þótt einhver rök hafi verið fyrir hendi, þegar hún var fyrst við höfð, að þá eru þau haldlítil í dag. Vextir hafa t.d. margfaldast síðan. Að beita henni nú, er því hrein valdníðsla, sem mæta verður með öllum tiltækum ráðum. Þá ræddi Gunnar nokkuð um skipulagsmál og sagði m.a.: Skipulagsmál Kaupmanna- samtaka Islands hafa verið til umræðu á fundum fram- kvæmdastjórnarinnar oftar en áður á s.l. ári. Eins og að líkum lætur, þurfa slík mál endur- skoðunar við í þjóðfélagi, sem breytist jafnört og hér hjá okkur. Það gefur auga leið, að þjóðfélagið var öðruvísi fyrir rúmlega hálfri öld, þegar fyrstu kaupmannafélögin voru stofnuð, s.s. Kaupmannafélag Hafnar- fjarðar og Félag matvörukaup- manna. Kaupmannafélag Hafnar- fjarðar var stofnað 1921, og þá var ólíkt erfiðara að fara til Hafnarfjarðar en er í dag, þegar heita má að byggðin nái alveg saman með malbikuðum og steyptum vegum og götum. Aðalsamgönguleiðin var þá sjó- leiðin. Sömu sögu er að segja t.d. frá Vestfjörðum, þar hafa samgöng- ur breyzt stór%e%a ne tilkomu vega, flugvalla o.s.frv., og þannig er það um allt land, og m.a. þess vegna er nauðsyn- legt að endurskoða félagssvæðin úti á landi. Byrjunin á þessari endurskoð- un var stofnun Kaupmanna- félags Vestfjarða, en það var stofnað að Núpi í Dýrafirði, 24. september s.l. Áður var á þessu svæði Kaupmannafélag Isafjarð- ar með félagssvæði Isafjörð og nágrenni, en félagssvæði Kaup- mannafélags Vestfjarða nær um alla Vestfirði, og eru því allir kaupmenn á Vestfjörðum nú í einu félagi, en áður urðu kaup- menn, sem fyrir utan félags- svæði Kaupmannafélags ísa- fjarðar voru, að vera félagar í Kaupmannasamtökunum sem einstaklingarar. Það var ánægjulegt að fá tækifæri til að dvelja þessa fallegu septemberdaga á Vest- Framhald á bls. 33. ....— Fyrsta starfsskýrsla Norræna fjárfestingarbankans lögð fram FYRSTA starísskýrsla Norræna fjárfestingarbankans hefur nú verið liigð fyrir Norrænu ráðhcrranefndina. Skýrslan fjallar um tímabilið 1. júní 1976 — 31. desember 1977. en bankinn hefur starfað frá miðju ári 1976 og hefur aðsetur í Helsinki. Verkefni bankans er að veita lán til fjárfestingar og útflutnings. sem varðar hagsmuni tveggja eða fleiri Norðurlandaþjóða. segir í frétt um starfsemi bankans. Hefur bankinn m.a. veitt lán til eftirtalinna framkvæmda: — Til byggingar 50.000 tonna kísiljárnbræðslu á íslandi (Eigendur íslenzka ríkið og Elkem-Spigerverket). — til skipulagsbreytinga ogo hagræðingar í norskum og sænskum áliðnaði (Norska fyrirtækið Árdal og Sundal Verk A/S) — til að auka framleiðslu í Noregi á stál- og álhlutum fyrir sænskan bílaiðnað (Norsku fyrirtækin Kongsberg Vápenfabrikk og Raufoss) — til að reisa sænsk-finnska bílaverksmiðju í Finnlandi. (Sænsk-finn- ska fyrirtækið Saab-Velmet). — til lagningar 780 km langrar raflínu milli Finnlands og Svíþjóðar, sem er mikilvægur hiuti í hinu sameiginlega rafdreifikerfi Norðurlanda (Finnska fyrirtækið Imatran Voima). — til byggingar orkuvers í suðvesturhiuta Finnlands, sem er sameiginleg framkvæmd fmnskra og sænskra aðila (Industrins Kraft). — til vöruþróunar og frámleiðslu á gjaldkerakössum með rafeindabún- aði og er þetta sameiginleg framkvæmd finnskra og sænskra fyrirtækja í norðurhluta Finniands (Kajaani OY og Datasaab-Veimet). — til Gautaborgarhafnar til byggingar gámahafnar, en um höfnina fara 30'/ af vöruflutningum tii eöa frá öðrum Norðurlöndum. — til lagningar raflính milli Borgundarhólms og Svíþjóðar (Östkraft og Sydkraft). — til byggingar „Nordkalottcenter" í Luieá til að stuðla að aukningu ferðamannastraums til nyrztu héraða Svíþjóðar, Finnlands og Noregs (veitt í febrúar 1978). Norræni fjárfestingarbankinn hefur samtals veitt 15 fjárfestingarlán að fjárhæð sem nemur 103 milljónum SDR (sérstakra dráttarréttinda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins) eða um 32 milljörðum íslenzkra króna. Norræni fjárfestingarbankinn hefur að auki gefið vilyrði fyrir fjórum útflutningslánum að fjárhæð sem nemur 119 milljónum bandaríkjadala, eóa rúmlega 30 milljörðum íslenzkra króna. Lán þessi munu veitt til b.vggingar orkuvera í Austuriöndum fjær og í Latnesku Ameríku, sölu tækja til b.vggingar olíuleiðslu í Latnesku Ameríku auk byggingar- áætlunar í Austpr-Evrópu. Hér er um að ræða framkvæmdir, sem tilboð hafa verið gerð í og ekki eru lengra á veg komnar, og hafa því engar iánveitingar enn farið fram. ! Á fyrsta starfstímabili Norræna fjárfestingarbankans hefur einkum I verið að því unnið. ' að skipuleggja starfsemi bankans og starfsiiðs hans, en nú starfa við bankann 18 manns; að freista þess að lánveitingarnar skiptist þannig á viðfangsefni, að skýrt komi fram hvaða svið athafna eigi að njóta stuðnings bankans; að setja nánari starfsreglur fyrir lánveitingar bankans; að kynna bankann sem lántakanda og hefja lántöku á alþjóðaiánamark- aði með útboði 7 ára skuldabréfsláns að andvirði $40 millj. en lán þetta var boðið út á Evrópudollaramarkaði með 7% % vöxtum. Við mat á fjárfestingaráætlunum og fyrirtækjum hefur bankinn samvinnu við lánastofnanir á Norðurlöndum. Jafnframt hefur verið rætt um samvinnu við Evrópska fjárfestingarbankann (sem er EBE stofnun), og má nefna að nú eru til athuganir í báðum bönkunum nokkur viðfangsefni á sviði orkumála, sem bankarnir gætu fjármagnað í sameiningu. Stofnfé Norræna fjárfestingarbankans nemur 400 milljónum SDR eða sem svarar til rösklega 124 milljarða íslenzkra króna, sem skiptist á Norðurlandaþjóðirnar í hlutfalli við þjóðarframleiðslu. í árslok 1977 var niðurstöðutala á efnahagsreikningi bankans um 108 miiljónir SDR eða tæplega 34 milljarðar íslenzkra króna, hreinar vaxtatekjur námu 1.476 milljónum íslenzkra króna og rekstrarafgangur nam 955 milijónum ísienzkra króna og var færður á varasjóðs eins og samþykktir bankans gera ráð fyrir. Bankastjórn Norræna fjárfestingarbankans fer með æðsta vald í öilum málefnum bankans. Formaður bankastjórnarinnar er Hermod Skanland bankastjóri Noregsbanka, en varaformaður (frá 1. desember^ 1977) er Erling Kristiansen, ambassador í danska utanríkisráðuneytinu (fyrri varaformaður var Lars Blinkenberg, ráðuneytisstjóri). Banka- stjóri er Bert Lindström. Af íslands hálfu sitja í bankastjórninni Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar og Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri. í samþykktum bankans er kveðið á um, að eftirlitsnefnd, skipuð af Norrænu Ráðherranefndinni og Norðurlandaráði, skuli endurskoða reikninga bankans og fyigjast með því að bankinn sé rekinn í samrænli við samþykktir hans. Eftirlitsnefndin, en formaður hennar er Odd Sagör, Þrándheimi, hefur í skýrslu sinni hinn 10. febrúar síðastliðinn, staðfest að svo hafi verið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.