Morgunblaðið - 14.03.1978, Page 21

Morgunblaðið - 14.03.1978, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978 21 • Jóhannes Eðvaldsson skoraði fyrsta mark Celtic í 3>0 sigurleik l%ðsins gegn Ayr United í skozku úrvalsdeildinni á heimavelii Celtic á laugardaginn. • Toppliðið í v-þýzku knatt- spyrnunni, FC Köln, vann Duis- burg 5i2 á laugardaginn. Bo- russia Monchengladbach gerði hins vegar jafntefli á móti Bayern Miinchcn, 1*1, á útivelli. Köln er nú með 40 stig úr 29 leikjum, en Borussia hefur 36 stig og á einn leik til góða. • Landsliðsmennirnir Ólafur Benediktsson og Jón Iljaltalín Magnússon mættust í sænsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Lið Jóns, Lugi, lék þá á heimavelli gegn Olympia og vann 29i27. Drott. en með því liði leikur Agúst Svavarsson, vann Heim 29i21. Nú er nær öruggt að það verða Ystad, Drott, Lugi og Heim. sem mætast í fjögurra liða úrslitakeppni um sænska meist- aratitilinn. en Olympia er hins vegar í mikilli fallhættu. • Dankersen vann Dietsenback 16il5 í V-Þýzkalandi á sunnudag- inn. en lið Einars Magnússonar, Hannover. og Gunnars Einars- sonar, Göppingon. töpuðu hins vegar bæði. • Golísveit Keilis, sem keppti fyrir Islands hönd á Evrópumeist- aramóti Klúbha um helgina. varð í 14. sæti af 21 sveit, scm þátt tók í keppninni. íslenzku kylfingarn- ir léku samtals á 628 höggum. en sigurvegararnir voru frá V-Þýzkalandi. Þeir léku á 579 höggum. • Lið Breiðabliks sigraði í 2. deild kvenna í handknattleik, en liðið vann ÍR á föstudaginn 20-9 og íærðist UBK þar með uppfyrir ÍBK á stigatöflunni. Þá vann Breiðahlik lið Týs írá Vestmanna- eyjum í 3ju deild karla um helgina og stendur liðið nú, ásamt Þór, bezt að vígi í deild- inni. Nánar á morgun. • Indónesinn Lim Swie King var ekki vinsælastur keppenda á Opna danska meistaramótinu í badminton um helgina. Hann lagði dönsku keppendurna að velli hvern á fætur öðrum og þeirra á meðal Frost og Delfs, en Kihlström frá Svíþjóð vann hins vegar Svend Pri. í úrslitum einliðaleiksins vann King Kihl- ström í skemmtilegum leik. Nán- ar á morgun. • Tom Weiskopf sigraði á 272 höggum í miklu tennismóti í Miami um helgina og fékk 40 þúsund dollara í sigurlaun. í öðru sæti varð Jack Nicklaus á 273 höggum. en hann lék á 65 höggum síðasta dag keppninnar, en parið á vellinum cr 72. John Mahaffey varð þriðji á 278 höggum. • Franz Klammer varði titil sinn í brunkeppni heimsbikarsins á laugardaginn er hann sigraði í brunkeppni í Sviss. Kom Klammer í mark á 3/100 sckúndu betri tíma en Norðmaðurinn Erik Háker. í brunkeppni kvenfólks- ins á laugardaginn sigraði Anne Marie Moser-Proell. Stefán Jasonarson, bóndi í Vorsabæ, var meðal þátttak- enda í Víðavangshlaupi ís- lands á sunnudaginn. Þrátt fyrir, að maðurinn sé kominn nokkuð á sjötugsaldurinn lét hann sig ekki muna um að skokka þá sex kílómetra, sem hlaupnir voru í Víðavangs- hlaupinu. A blaðsíðu 23 er greint frá Víðavangshlaupinu og öll úrslit eru birt. (ljósm. Friðþjófur). Sigurður Jónsson var meðal keppenda á Þorramóti skíða- manna á Seljalandsdal um helgina. Þessi „íslnzki Sten- mark“ náði ekki að sigra að þcssu sinni, en á blaðsíðu 22 er greint frá gangi mála á skíðamótinu á ísafirði. (ljósm. (Jlfar). Stefán Gunnarsson skorar eitt af rúmlega 20 mörkum Vals gegn FH í Laugardalshöllinni á sunnudag. Valsmenn unnu öruggan sigur og vonir FH um meistaratitil heyra til fortíð- inni. í opnu blaðsins er greint frá handknattleiknum um helgina. SYRPA 800 M HLAUP KVENNAi Ulrike Bruns.A-býskal. Totka Potrova, Búlgaría Marianna Suman, Rúmenía 800 M HLAUP KARLA. Marku Taskinent Finnland Olaf Beyer, A-Þýskaland Roger Milhau, Frakkland 1500 M HLAUP KVENNA. Ileana Silai, Rúmeníu Natalia Marasescu. Rúmenía Birgitte Kraus V-Þýskalandi KÚLUVARP KARLAi Reijo St&lberg, Finnland Wladislaw Komar. Pólland Geoffrey Capes, Bretland Alexander Baryshnikov, Rússlandi 1500 M HLAUP KARLA Antti Loikkanen. Finnland Thomas Wessingen. V-Þýskal. Jurgen Straub, A-Þýskal. 400 M HLAUP KVENNA Marina Sidorova Rússland Rita Bottiglieri. Italíu 53,18 2J)2,3 Karoline Kafer. Austurrfki 53,56 2.02,5 100 M HLAUP KARLA 2.03,4 Pietro Mennea, Ítalíu 46,51 Ryszard Podlas, Pólland 46,55 1.47,4 Nikolai Chernetskij, Rússland 46,72 1.47.7 3000 M HLAUP KARLA 1.47.8 Markus Ryffel, Sviss 7.49,5 Emiel Puttemans, Belgíu 7*49,9 4.07,1 Joerg Peter. A-Þýskal. 7.50,1 4.07,4 4.07,6 60 M GRINDAHLAUP KARLA Thomas Munkelt. A Þýskaland 7.65 20,48 Alexandr Kulebjakin, Rússland 7.72 20,16 Giuseppe Buttari, Ítalíu 7.86 20.11 60 M HLAUP KVENNA 19,95 Marlies Oelsner, A-Þýskal 7.12 (HEIMSMET) 3.38,2 Linda Haglund, Svíþjóð 7.13 3.38.2 Ljudmila Stozhkova 7.27 3.40.2 ÞRÍSTÖKK KARLA Keith Connor, Bretlandi 16.35 52,42 Alexandr Yakovlyev, Rússlandi 16.47 Carol Corbu, Rúmeníu 16.41 HÁSTÖKK KARLA Vladimir Yaschchenko. Rússlandi 2.35 (NÝTT HEIMSMET) Rolf Beilschmidt. A-Þýskal. 2.29 Wolíang Killing. V-Þýskalandi 2.27 LNGSTÓKK KVENNA Jarmila Nygrynove. Tékkóslóvakía 6.62 Idliko Szabo. Ungverjalandi 6.49 Susan Reeve, Bretlandi 6.48 LANGSTÖKK KARLA Laszlpo Szalma. Ungverjalandi 7.83 Ronald Desruelles, Belgíu 7.75 Vladimir Tsepelev. Rússlandi 7.73 KÚLUVARP KVENNA Helena Fibingerova. Tékkóslóvakía 20,67 Margitta Droese, A-Þýskalandi 19,77 Eva Wilms, V-Þýskalandi 19.24 STANGARSTÖKK KARLA Tadeusz Slusarksi. Póllandi 5.45 Vladimir Trofimenko, Rússlandi 5.40 Vladimir Sergienko, Rússlandi 5.40 STÓR KOSTLEGT HEIMSMET í HÁSTÖKKINU Frá Jóni S. Þórðarsyni. fréttamanni Mbl. í Mflanó. * STÓRFENGLEGU Evrópumeistaramóti í frjálsum íþróttum innanhúss lauk hér í Mflanó í gærkvöldi. íslenzku keppendurnir þrír náðu ekki eins góðum árangri og búizt var við. en stóðu sig þó engu að síður sæmilega miðað við aðstæður. Fyrir ári síðan varð Hreinn Halldórsson Evrópumeistari í kúluvarpi og hefði árangur hans þá nægt til sigurs að þessu sinni. Ingunn Einarsdóttir setti ís- landsmet í 60 metra grindahlaupi er hún hljóp á 9,03 sekúndum. Ingunn átti við lasleika að stríða vikuna fyrir mótið og var enn með hálfgerða flenzu í keppninni. Hún keppti því ekki í 60 metra hlaupinu á sunnudag, en það hlaup vann Margit Olsner frá A-Þýzkalandi á heimsmeti, 7,12 sekúndum, eftir gífurlega keppni við Lindu Hag- lund frá Svíþjóð sem fékk 7,13 sekúndur. Lilja Guðmundsdóttir hljóp vel framan af 800 metra hlaupinu, fékk um 61 sekúndu í millitíma og hélt í við keppendur sína. En Lilja „Sprakk" eiginlega og missti af keppendum sínum og var nokkuð frá íslandsmeti sínu. Jón Diðriksson var óheppinn í 800 metra hlaupinu. Til að ná góðum tíma varð hann sjálfur að leiða hlaupið. Eftir 400 metra sprettu keppendur hans fram úr honum g hann missti af Islands- meti þrátt fyrir góða tilraun. Jón hefði unnið seinni riðilinn í 800 metra hlaupinu með tíma sínum og þannig komist í úrslit, því sá riðill vannst á 1:56 mínútum. „Eg er óánægður með þennan árangur. Ég ætlaði mér í það minnsta að setja met. Maður hljóp ágætlega framan af, en síðan ekki söguna meir,“ sagði Jón Diðriks- son um hlaup sitt í spjalli við Mbl. Mótið í heild var annars stór- fenglegt. Höllin sem keppt var í er stórkostleg og íslenzku keppend- urnir nutu góðrar gestrisni ítal- anna. Grein mótsins var án efa hástökkið og Yaschenko frá Sovét- ríkjunum var maður mótsins. Rússinn setti heimsmet, er hann stökk þá ótrúlegu hæð 2,35 metra, en Bielschmidt frá A-Þýzkalandi stökk 2,29 og Wolfgang Killing frá V-Þýzkalandi stökk 2,27 metra. Ólympíumeistarinn Wzola var með en týndist í hópnum og gat lítið. í f.vrra vannst Évrópumeist- aratitillinn á 2:25 metra, en sá árangur nægði ekki á verðlauna- pall að þessu sinni. Sjö manns stukku yfir 2,20 metra. Yaschenko var ákaft hylltur og tr.vlltust áhorfendur nánast er hann setti metið. ítalir voru ánægðir með sitt fólk sem vann nokkur verðlaun og fengu áhorf- endur góð tækifæri til að fagna. Mennea, einn bezti spretthlaupari heims í mörg ár, keppti nú í 400 metrunum og sigraði eftir að hljóta slæma útreið í hlaupinu. Var hann lokaður inni og laminn, en á síðustu metrunum smeygði hann sér fram úr tveimur hlaupur- um og sigraði. Ég hélt að íþrótta- höllin ætlaði aö springa, slík voru fagnaðarlætin landa Mennea. Reijo Stahlberg frá Finnlandi sigraði í kúluvarpinu, kastaði 20,48 metra, eða nokkru skemur en Hreinn Halldórsson vann titilinn á í fyrra. Frábær árangur náðist í 1500 metra hlaupi karla, tveir fyrstu fengu sama tímann, 3:38,2 mínútur. —JSÞ/ —ágás Vladimar Yaschenko virðist ekki hafa mikið fyrir því að svífa yfir 2.35 m á Evrópumeistaramótinu í Mílanó sunnudaginn. Þetta 19 ára gamla undrabarn hástökksins kvartaði yfir þreytu að keppninni lokinni, enda þurfti hann að stökkva 20 stökk í keppninni. Hann verður ekki með liði Evrópu, sem keppir gegn Bandaríkjunum í Mílanó í kvöld. Símamynd AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.