Morgunblaðið - 14.03.1978, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 14.03.1978, Qupperneq 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978 Merkur fundur í Pompei Napólí, Ítalíu 12. marz. Reuter. FUNDIST h'afa í rústum Pompei-borgar 25 bronsmunir sem fornleifafræðingar segja að sé merkasti fornleifafundurinn í Pompei í áraraðir. Pompei lenti undir hrauni í eldgosi fyrir um 1900 árum, en mikill hluti borgar- innar hefur verið grafinn upp. Munirnir fundust í húsi sem ríkur veitingahúseigandi í Pompei átti. A meðal þeirra eru 130 cm há stytta, lampar og fagurlega skreytt skál. Búizt er við að fleiri fornminjar eigi eftir að finnast í rúsum borgarinnar á næstu dög- um. — Loðna Framhald af bls. 48 620, Álsey VE 150, Hrafn GK 560, Sandafell GK 300, Gjafar VE 260, Bergur VE 490, Svanur RE 340, Glófaxi VE 140, Dagfari ÞH 500, Helga Guðmundsdóttir BA 700, Bára GK 220, Vonin KE '170, Gullberg VE 580, Skarðsvík SH 620, Þórkatla II 240, Þórður Jónasson EA 380, Sigurbjörg ÓF 250, Örn KE 550, Húnaröst AR 620, Huginn VE 550, Loftur Baldvinsson EA 770, Stapavík SI 540, Arnarnes HF 260, Árni Sigurður AK 850, Fífill GK 600, Þórshamar GK 500, Börkur NK 1050 og Andvari VE 230 lestir. I gær mánudag höfðu 24 skip tilkynnt afla frá miðnætti til kulkkan 22. Bátarnir voru þessir: Pétur Jónsson RE 600, Guð- mundur RE 800, Magnús NK 500, Rauðsey AK 500, Geir Goði GK 170, Bjarnarey VE 160, Grindvík- ingur GK 600, Eldborg GK 550, Ársæll KE 410, Breki VE 730, ísafold HG 840, Eyjaver VE 200, Sigurbergur GK 150, Arney RE 100, Helga RE 270, Guðmundur Kristinn 280, Bylgja 150, Súlan 700, Steinunn 170, Vörður 260,. Narfi 1.100, Sæbjörg 470, ísleifur IV 70, og Hákon 400 lestir. — Aðilar vinnu- markaðarins Framhald af bls. 46. samninga. Viðbrögðin við samningunum hafa verið blendin eins og við var að búast. Efnahagsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar, Gösta Bohman, sagði í viðtali við Svenska Dag- bladet s.l. sunnudag, að ríkis- stjórnin mundi íhuga aðgerðir, sem stuðluðu að því, að verðhækk- anir færu ekki yfir 7,25 prósent á þessu ári. — Svanur Framhald af bls. 2 hólms og hefur jafnan litið á sig sem Ilólmara. Tveir einleikarar léku með hljómsveitinni, annar á túbu, Brian Beam, og hinn á trompet, Arne Björhei, sem er stjórn- andi Lúðrasveitar Stykkis- hólms og skólastjóri tónlistar- skólans hér. Tónleikarnir voru fjölbreyttir og stóðu yfir í tvær klukkustundir. Var gestunum innilega fagnað. Á morgun, þriðjudag, er væntanlegur hingað til Stykkishólms Friðrik Ólafsson stórmeistari og mun hann tefla hér fjöltefli við þá, sem hafa áhuga og fer fjölteflið fram í félagsheimilinu. Fréttaritari. — Hermdarverk Framhald af bls. 47. í fjölbýlishúsi í Nahariya í Noröur-ísrael. Þrír hryöjuverkamenn, er höföu haft íbúöina á valdi sínu, létu lífiö einnig. 6. mars, 1975. Hópur hryöjuverka- manna nær á sitt vald Savoy-hótelinu í miöborg Tel Aviv og berst viö ísraelska hermenn, sem sendir eru þeim til höfuös. Einn gísl, kona og sex hryöju- verkamenn eru drepnir og tíu ísraelskir hermenn særast. Al Fatah gengst viö ábyrgöinni. 4. igúst, 1975. Dulbúin sprengja springur á Zion-torgi í Jerusalem og drepur 13, særir 72. Aöalstöövar Palestínumanna í Beirút skýra svo frá aö „Píslarvættisdeild Farid al-Boubaly“ hafi staöið aö verknaöinum, sem var einn sá blóöugasti síöan 1948, aö ísraelsríki var stofnaö. 3. maí, 1976. Bifhjól springur í lofti upp á aöal-viöskiptagötu Jerúsalem, Ben Yahuda götu, og særast 28 manns. 25. maí, 1976. Feröataska springur á Ben Gurion-flugvelli, drepur tvo og sjö særast. Alþýöufylkingin fyrir frelsi Palestínu segist ábyrg. 3. júli, 1976. ísraelsk hersveit gerir skyndiárás á Entebbe-flugvöll í Uganda og frelsar 105 gísla, flesta þeirra Israelsmenn, úr haldi flugræningja á bandi Palestínumanna. Höföu þeir áöur rænt flugvél frá franska flugfélaginu „Air France" á leiöinni frá Aþenu til Parísar. Nokkrir hryöjuverkamenn létu lífiö, meira en 20 Ugandahermenn, þrír gíslar og einn ísraelskur herforingi. — Snorri Jónsson Framhald af bls. 48 reyna að koma í veg fyrir stöðvun atvinnuvega og atvinnuleysi. Auk þess er það allra hagur að reynt sé að draga úr verðbólgunni. Ástand atvinnuveganna verður æ alvarlegra, sbr. nú síðast aflabrest á vetrarvertíð og minni loðnuveiði og lakari nýtingu hennar en vonir stóðu til. Það er ekki fremur hagur launþega en atvinnurekenda að knýja fram hærra kaup en at- vinnuvegirnir standa undir. Vakin er athygli á því að þrátt fyrir ákvæði laga nr. 3/1978 munu laun að meðaltali verða um 40% hærri 1978 en 1977. Viðræður þær, sem framundan eru milli aðila vinnu- markaðarins um kaupliði kjara- samninga, verða því að dómi vinnuveitenda að taka mið af þeim staðreyndum. Vinnuveitendur eru að sjálf- sögðu reiðubúnir til viðræðna um allar þær hugsanlegar leiðir til að auka kaupmátt launa og draga úr verðbólgu, séu þær jafnframt til þess fallnar að styrkja stöðu atvinnuvega og draga úr hættu á atvinnuleysi. — Sett verði undir- nefnd til að ræða framangreint." Snorri Jónsson kvað 10-manna nefndina ekki hafa tekið undir skipan slíkrar undirnefndar, þar sem umboð nefndarinnar hefði ekki náð svo langt. Hins vegar hefðu fulltrúar ASÍ verið reiðu- búnir til þess að skipa undirnefnd með vinnuveitendum, sem fjallaði um kröfu ASÍ, þ.e.a.s. að tryggður sé sá kaupmáttur sem um var sarnið í sumar. Eftirfarandi fréttatilkynning kom frá Alþýðu- sambandinu eftir fundinn með vinnuveitendum: „Á fundi með forsvarsmönnum Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna í dag klukkan 14 lagði 10-manna nefnd Alþýðusam- bands íslands fram kröfugerð sína, vegna kjaraskerðingarlaga ríkisstjórnarinnar. I upphafi fundarins mótmælti Snorri Jónsson, varaforseti ASI, útgefnum kaupskrám VSI og VMSS, þar sem slík kauptaxtaút- gáfa væri brot á samningum aðila vinnumarkaðarins frá 22. júní s.l., og ekki einu sinni í samræmi við kjaraskerðingarlögin. Þá var borin fram sú krafa, að launþegum yrði bætt sú kjara- skerðing sem þeir verða fyrir vegna kjaraskerðingarlaganna, þannig að kaupmáttur launa haldist óskertur, eins og um var samið milli aðila. Alþýðusambandið bendir á, að kjaraskerðingarlögin hafa losað um öll bönd og nýjar verðhækkan- ir dynja nú yfir landsmenn, þar sem aðhald óskerts vísitölukerfis gagnvart stjórnvöldum er úr sögunni. Þessar verðhækkanir fást aðeins bættar af hálfu leyti, þannig að full þörf er fyrir launþega að fá verðbæturnar aftur í gildi, eða ígildi þeirra. Leggja ber áherzlu á, að hér er ekki um eiginlegar samningavið- ræður að ræða heldur er verið að reyna að tryggja launafólki þau kjör, sem um var samið í síðustu kjarasamningum, þannig að kaup- máttur sá, sem um var samið, haldist óbreyttur.“ Ólafur Jónsson kvað vinnuveit- endur hafa svarað því til, er fulltrúar ASI sögðu að kaupgjalds- skrá vinnuveitenda væri röng, að hún væri í samræmi við samning- ana frá í sumar og lög ríkis- stjórnarinnar um ráðstafanir í efnahagsmálum. Næsti fundur aðila hefur verið ákveðinn fimmtudaginn 16. marz. — Dökkt útlit Framhald af bls. 48 störfuðu, en við erfiðleikana bætt- ist samt að aflinn hefði verið frekar tregur og síðan væri útlit fyrir að loðnufrysting ætlaði að bregðast að miklu eða öllu leyti. Miklar vonir væru þó bundnar við þá könnun er fram færi hjá stjórnvöldum á vanda fiskvinnsl- unnar, en meðan beðið væri eftir þeim niðurstöðum, mætti segja að lifa væri frá degi til dags, og aldrei væri að vita hvaða dag allt lokaðist. Sveitarstjóri í Sandgerði sagði að þar væri fremur dauft yfir atvinnu, en þó hefði aðeins eitt hús stöðvast, Frystihús Rafns hf. Aflabrögð hefðu verið treg enda verið mikið gæftaleysi en þó hefði hjálpað verulega upp á sakirnar að tiltöluiega vel hefði aflazt á línu. „Hins vegar er aðeins unnið hér frá 8—5 og óneitanlega finnst manni það hálftómlegt að sjá húsin hér loka kl. 5 um hávertíðina þegar vaninn hefur verið að unnið sé allan sólarhringinn og um helgar líka, sem nú þekkist varla.“ Eiríkur Alexandersson, >bæjar- stjóri í Grindavík, hafði svipaða sögu að segja. Fyrirtækin þar ættu við mikla erfiðleika að etja og menn teldu aðeins tímaspursmál hvenær allt stöðvaðist, ef ekki rættist úr. Hins vegar kvað hann naumast unnt að tala um neitt atvinnuleysi enn sem komið væri. Haraldur Gíslason, sveitarstjóri í Garði, kvað horfurnar dökkar en þó hefði aðeins eitt fyrirtækið stöðvast, Hraðfrystihús Svein- björns Árnasonar, sem einnig mætti að nokkru leyti rekja til fráfalls hans sjálfs. Hins vegar væri aðeins venjuleg 8 tíma vinna í frystihúsunum sem stæði, afli væri fremur tregur og í ofanálag virtist loðnan með öllu ætla að svíkja Faxaflóahafnirnar en loðnufrysting hefði jafnan hjálpað mjög upp á sakirnar um þetta leyti árs. — Bruni Framhald af bls. 48 landa á Raufarhöfn í gær. Slökkvi- liðið á staðnum á ekki reykköfun- artæki, en fékk slík tæki lánuð úr Rauðanúp. Rauf slökkviliðið þak hússins til þess að komast að eldinum. í gærkveldi var verið að vinna að því að loka þakinu svo að unnt yrði að koma hita á húsið að nýju til þess að frostskemmdir yrðu ekki á því. Húsið er steinhús með léttu lofti og sperrum. Valur Einarsson, sem unnið hefur við loðnubræðslu, en hefur undanfarið verið að undirbúa að verka hrogn fyrir hrognakaup- mann, mun hafa hug á að endur- reisa húsið. Fjölskyldan flytzt nú til venzlafólks, en henni stendur til boða húsnæði í verbúð frystihúss- ins á Raufarhöfn. — Hassmál Framhald af bls. 48 hefur setið í gæzluvarðhaldi í tæpa 70 daga. Báðir eru menn þessir hálfþrítugir. Eins og áður hefur komið fram leikur grunur á því, að þessir menn hafi í fyrra tekið þátt í því að smygla mörgum kílóum af hassi í notuðum sjónvarpstækjum til landsins. — Ræða Geirs Framhald af bls. 18 símanum, en síminn hefur aftur á móti hækkað mun rneira en almenna vöru- og þjónustuhækk- unin. Hér ber þó að taka tillit til að hér er um hækkun í Reykjavík að ræða, sem hefur verið meiri en annars staðar í landinu, og breyt- ingin í söluskatti þannig að tekjustofninn hefði ekki aukizt samsvarandi. Ef við tökum hljóð- varpið hefur það hækkað um 778 á rnóti 765, sjónvarpið hefur hækkað urn 625 eða minna en vísitalan o.s.frv. Hitaveitan hefur ekki hækkað nándar eins mikið. Þetta gefur nokkra mynd af opinberu gjöldunum, sem hafa ekki hækkað meira yfir höfuð en gjöld annarrar þjónustu og vöru, en varðandi opinbera þjónustu þarf auðvitað að hafa sérstakt aðhald, því þar skortir samkeppni. Kaupmenn eru bundnir við hántarksálagningu og hafa þannig takmarkaðan samningsrétt. Ég tel hámarksákvæði álagningar vera af hinu illa. Lágiaunabætur hafa hlotið gagnrýni. Ég lagði megináherzlu á, að önnur greinin yrði sett í frumvarpið og gert sé þannig ráð fyrir hærri verðbótum til þeirra, sem lægst hafa launin. Þetta er vandasamt í framkvæmd, en bæði taldi ég, að það mundi draga úr gagnrýni á lögin sem slík og svo hitt, að sanngjarnt væri, að þetta yrði gert. Gagnrýni af hálfu launþegasamtakanna og ábending- ar frá vinnuveitendum urn erfið- leika í framkvæntd sýnir og sannar, að kauptaxtar og kaup- samningar hér á landi eru þannig upp byggðir,. að það sé tómt mál í raun og veru að tala um kjarabætur til hinna lægstlaunuðu án þess að þær kjarabætur færist upp eftir öllum launastigum. En þá er bezt að hætta einfaldlega þessu tali um kjarabaúur til hinna lægstlaunuðu, ambands Islands, ef þeini býður svo við að horfa. Það er eftirtektarvert, hverjum var att út í foraðið 1. og 2. niarz sl. Það voru Dagsbrúnarmenn, sem sagt er að séu hinir lægst- launuðu. Þar vaf verkfallið, en hinir hærra launuðu gengu til sinnar vinnu. Menn mega ekki hafa oftrú á, að unnt sé að skipta tekjuskiptingar- málum innan þjóðfélagsins með ákvörðunum stjórnvalda. I frjáls- um samskiptum fá menn að njóta sin og þá leitar allt til jafnvægis, en að svo miklu leyti sem réttlát tekjuskipting fæst ekki með frjáls- um samningum er ekki um annað að ræða en beita réttlátum og sanngjörnum skattalögum. Þess vegna hef ég verið andvígur afnámi tekjuskatts að öllu leyti vegna þess, að ég held að við Islendingar sem búum í nábýli hver við annan, þolurn ekki mjög mikinn tekjumun innan okkar þjóðfélags. Við viljum ákveðið jafnrétti og jafnstöðu. Þessuni orðum mínum vil ég ljúka með því, að ég tel og legg áherzlu á, að verzlunin búi við jafnrétti á við aðrar atvinnugreinar og svo verði um alla framtíð. — Stjórn á Ítalíu Framhald af bls. 46. traustsyfirlýsingu fyrir páska. Bandaríkjastjórn hefur margoft varað Andreotti við að rnynda stjórn úieð stuðningi kommúnista, og sagt að hún myndi ekki líða kommúnistastjórn í einhverju landi Vestur-Evrópu. Stjórnin, sem er sú 37. á Ítalíu frá stríðslokum, mun beita sér fvrir því að minnka atvinnuleysið í landinu og reyna að stemma stigu við þeirri glæpa- og hryðju- verkaöldu er nú gengur yfir landið. Andreotti sagði í gær, að hann myndi gera sitt ýtrasta til að tryggja að stjórnin héldi velli út árið, en ljóst er að erfitt verður fyrir hann að halda stjórninni saman, því kommúnistar hafa nú þegar lýst yfir óánægju sinni með ráðherraskipanina. Dagblaðið L‘Unita sagði, að hin nýja stjórn landsins sýndi að enn ríktu miklar deilur innan Kristilega demó- krataflokksins og að ljóst væri að flokkurinn væri ófær um að ráða •frani úr vandamálum sínum. I desember á árinu verða.for- setakosningar á árinu og í kjölfar þeirra almeniiar kosningar. Saga Borgarættarinnar Svartfulg Fjallkirkjan I Fjallkirkjan II Fjallkrikjan III Vikivaki Heiðaharmur Vargur i véum Sælir éru einfaldir Jón Arason Sálumessa Fimm fræknisögur Dimmufjöll Fjandvinir Gunnar Gunnarsson hefur um langt skeið venð emn virtasti hofund ur á Norðurlöndum Ritsafn ......._™ Gunnars Gunnarssonar Almenna Bókafélagið, Austurstræti 18, Bolholti 6, slmi 19707 simi 32620

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.