Morgunblaðið - 15.03.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 15.03.1978, Síða 1
32 SÍÐUR 54. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Innrás Israelsmanna í Suður-Líbanon hafín Tveir úr hollenzka árásarliðinu eftir að skipunin var gefin um að ráðizt skyldi á bygging- una, sem sést í baksýn. (AP-símamynd) Herþotur, fallbyssubátar og fjöl- mennt herlið taka þátt í aðgerðum Beirút — Tel Aviv — New York 15. marz — AP-Rcuter. ÍSRAELSKAR hersveitir gerðu í nótt innrás í Suður-Líbanon og fjölmennt herlið tók sér stöðu í bækistöðvum við landamærin meðan ísraelskar orrustuþotur gerðu loftárásir á helztu vígi Palestínu- manna. sem eru í Bint Jbeil og Maron Al-Ras. bá hafa óljósar fregnir borizt af árásaraðgerðum ísraelsmanna af sjó á hafnarborgirnar Tyrus og Sídon. ísraelsstjórn hefur lýst því yfir að árásirnar séu í hefndarskyni fyrir hryðjuverkaárásina í ísrael á laugardaginn var. Eftir því sem næst verður komizt hófust þessar hernaðaraðgerðir rétt fyrir miðnætti og hefur fastafulltrúi PLO hjá Sameinuðu þjóðunum látið í ljós þá skoðun að innrásin sé upphafið að meiriháttar styrjöld. Fregnum af innrásinni ber ekki saman. en telja má áreiðanlegt að ísraelskir fallbyssubátar séu reiðubúnir við hafnarmynni Tyrus og Sídons og séu þeir í þann veginn að hefja árásir þar. M má telja áreiðanlegar fregnir af lest brynvarðra bíla á leiðinni frá Rmaish, sem hægrimenn í Libanon hafa haft á valdi sínu. að Bent Jbeil, sem eru mikilvægasta bækistöð Palestínumanna í Suður-Líbanon. Undanfarna sólarhringa hafa hundruð barna. kvenna og gamalmenna verið flutt á brott úr flóttamannabúðum Palestínuaraba í Suður-Líbanon af ótta við hefndaraðgerðir ísraelsmanna vegna árásarinnar á laugardaginn. og fátt manna er nú orðið eftir í Tyrus og Sídon. en þar haía palestínskir flóttamenn verið mjög fjölmennir. Terzi. fulltrúi PLO hjá SÞ. Iét í ljós þá skoðun í nótt að Sýrlendingar mundu fljótlega blanda sér í þessi átök. Amvar Sadat forseti Egypta- lands fordæmdi á þriðjudag harð- lega hryðjuverkaárás Palestínu- skæruliða þar sem talið er að 33 hafi látið lífið og allt að 80 særzt. Sadat sagði að árásin hefði verið „mjög hryggilegur atburður", sem gæti komið Miðausturlöndum inn í nýjan vítahring hefndaraðgerða, um leið og hann skoraði á aðila málsins að gæta stillingar. Egyptalandsforseti kvað enn mik- ilvægara en áður að sem fyrst yrði samið um frið við ísrael, en í friðarsamningum yrði að taka tillit til vandamála Palestínu- araba. I Israel hafði þess verið beðið með mikilli spennu hverjar boðað- ar hefndarráðstafanir Begins for- sætisráðherra yrðu, en hann hét því á þingi á mánudag, að „aflima hinn illa arm PLO“. Palestínskir skæruliðar við landamærin hafa verið í við- bragðsstöðu við loftvarnabyssur Framhald á bls. 18 „Þeir eru frjálsir,” hrópaði liðsforinginn —enginn lét lífið í ár- ásinni en sex særðust Assen — 14. marz — AP. Reuter. „ÞEIR eru frjálsir, þeir eru frjálsir!“ hrópaði foringi í hollenzka úrvalsliðinu sem yfirbugaði þrjá hryðju- verkamenn og frelsaði 70 gísla, sem þeir höfðu á valdi sínu í stjórnarbyggingu í bænum Assen í NorðurHol- landi. Sex gíslar særðust í áhlaupi herdeildarinnar, sem er sú sama og réðst á Kosningarnar í Frakklandi: Litlar líkur á mynd- un vinstri stjórnar fresti þar til kröfur þeirra um að fá 29 fanga lausa, flugvél til að flytja þá úr landi og 13 milljón dala Framhald á bls. 18 París — 14. marz — AP-Reuter LEIÐTOGAR stjórnarflokk- anna í Frakklandi hæðast mjög að samkomuiagi vinstri manna um að ganga sameinaðir að kjörborðinu í síðari umferð þingkosning- anna, á sunnudaginn kemur, og halda því fram að um hrcinan skrípaleik sé að ræða. Christian Bonnett inn- anríkisráðherra heldur því fram að kommúnistar hafi fengið loforð um mikilvæg ráðherraembætti í hugsan- legri vinstri stjórn að laun- um fyrir samkomulagið, en stjórnmálafræðingar cru á hinn bóginn yfirleitt þeirrar skoðunar að það hafi verið kommúnistar, sem hafi orðið að láta undan sí^a. Talið er vafasamt að hmn naumi meirihiuti atkvæða — 49.7 prósent á móti 48.3 — nægi vinstri mönqum til stjórnar- myndunar. I síðari umferð- inni stendur baráttan um 423 þingsæti, en 68 fram- bjóðendur fengu hreinan meirihluta í fyrri umferð. I samkomulagi vinstri flokk- anna um samvinnu í síöari um- ferðinni voru helztu ágreiningsmál látin liggja á milli hluta, en það er stefnan í þjóðnýtingarmálum og afstaða kommúnista til varnar- mála, sem mestu ósamkomulagi hafa valdið milli flokkanna. Kommúnistar stefna eindregið að þjóðnýtingu á flestum sviðum efnahagslífsins og vilja nú orðið beita sér fyrir því að auka kjarnorku vopnaforða landsins. Jafnaðarmenn vilja á hinn bóginn takmarkaða þjóðnýtingu og telja nauðsynlegt að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um það hvort Frakkland eigi að viðhalda kjarn- orkuvopnabúri sínu. Hvað varðar Framhald á bls. 18 (AP-símamynd) Ilann grét af létti þegar árásin var afstaðin og hann var oröinn frjáls á ný ásamt 69 öðrum gislum. S-Mólúkkarnir höfðu fórnarlömbin á valdi sínu í 29 stundir. jarnbrautarlest, sem Suður- Mólúkkar héldu í gíslingu í 19 daga í maí í fyrra. í úrvalsliðinu voru 60 menn, og liðu tuttugu mínútur frá því að liðið' réðst til atlögu og þar til allt var um garð gengið. Sex gislanna eru illa sárir. Hollenzka stjórnin ákvað að láta til skarar skríða þegar fresturinn, sem hryðjuverkamennirnir höfðu veitt henni til að verða við kröfum þeirra, var lið- inn og glæpamennirnir til- kynntu að þeir myndu skjóta tvo gísla á hálftíma Endurhœf- ingu lokið í Shanghai Peking — 14. marz — Reuter FRA því var skýrt í Peking í dag að lokið væri endurhæfingu yfir 10 þúsund Shanghai búa. sem á sínum tíma hafi orðið fórnarlömb „fjögurra manna klíkunnar“. Sagði Hsin- hua-fréttastofan að endurhæf- ingin hefði farið fram á vegum svæðisncfndar kommúnista- flokksins f Shanghai. og sé hér um að raiða lið f þeirri stefnu að „afhjúpa og gagnrýna illa breytni klíkunnar". I fregninni kemur fram að leiðrétting hafi fengizt á málum þeirra, sem hafi verið ofsóttir fyrir tilstilli klíkunnar, en Chiang Ching, ekkja Maós, er sögð hafa verið potturinn og pannan í óþurftarverkum þeim, sem hún lét af sér leiða. Félagar hennar þrír voru allir frá Shanghai, en klíkunni var út- skúfað árið 1976 fyrir að hafa lagt á ráðin um stjórnarbyltingu í Kína.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.