Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978 Framboðslisti Alþýðubandalagsins í borgarstjórn: Sigurjón, Adda Bára og Þór Vigfússon í efstu sætunum Magnúsi Kjartanssyni boðið efsta sætið á þinglistanum en hann mun hafa hafnað þvi FULLTRÚARÁÐ Alþúðubanda- lagsins í Reykjavík hefur verið boðað til fundar í kvöld, þar sem kynnt verður tillaga kjörnefndar um framboðslista við borgar- stjórnarkosningarnar í vor. Sam- kvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun Sigurjón Pétursson skipa fyrsta sæti listans og í öðru sæti verður Bára Sigfúsdóttir. í þriðja sæti listans er Þór Vigfússon, konrektor Menntaskól- ans við Sund, og í fjórða sæti er Guðrún Helgadóttir, deildarstjóri í Tryggingastofnun ríkisins. Þor- björn Broddason, sem var í þriðja sæti G-listans við síðustu borgar- stjórnarkosningar, færist aftar á listann og mun samkvæmt því, sem Morgunblaðið kemst næst, vera í 7. sæti nýja listans. I fimmta sæti mun vera Guðmund- ur Þ. Jónsson, formaður Lands- sambands iðnverkafólks, og í sjötta sæti Guðrún Ágústsdóttir, sem áður var í sjöunda sæti. Alþýðubandalagið fékk við síð- uastu borgarstjórnarkosningar þrjá menn kjörna, Sigurjón, Öddu Báru og Þorbjörn. Um framboðsmál Alþýðubanda- lagsins fyrir alþingiskonsingarnar er allt mun óljósara. Þó mun Magnús Kjartansson hafa hafnað öruggu sæti á listanum, sem kjörnefnd hafði boðið honum. Þá mun Eðvarð Sigurðsson gjarnan vilja víkja fyrir manni úr verka- mannastétt, en náist ekki sam- staða um neinn, mun hann vera tilbúinn til þess að vera áfram á li^tanum. Þá mun í ráði að Svava Jakobsdóttir haldi áfram og einnig hefur Svavar Gestsson verið nefndur sem líklegur frambjóð- andi og þá að öllum líkindum í stað Magnúsar Kjartanssonar. I staö Eðvarðs hefur Benedikt Davíðsson verið nefndur, en full- trúar sterkra afla innan flokksins úr verkamannastétt vilja ógjarnan skipta á honum og Eðvarði, þar sem líta má á Benedikt sem fulltrúa iðnaðarmannanna innan flokksins. Morgunblaðið sneri sér í gær- kvöldi til Magnúsar Kjartanssonar og innti eftir því hvort hann myndi taka sæti á framboðslista Alþýðubandalagsins í Reykjavik í komandi þingkosningum. Magnús svaraði: — Það er rétt að uppstillingar- nefnd bauð mér fyrsta sætið á listanum í Reykjavík, en ég vil heldur að hún skýri frá því hverju ég svaraði henni. Morgunblaðið reyndi í gær- kvöldi að ná tali af Guðmundi Ágústssyni formanni uppstill- ingarnefndar en án árangurs. BSRB krefst endurskoðunar á kaupliðum AÐILDARF'ÉLÖG Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hafa nú öll tilnefnt fulltrúa í samninga- nefnd BSRB — segir í fréttatil- kynningu frá bandalaginu, sem Morgunblaðinu barst í gær. Hefur fyrsti fundur stjórnar og samn- inganefndar þegar verið haldinn, eins og sést af eftirfarandi úr fréttatilkynningunni: „Sameiginlegur fundur stjórnar og samninganefndar bandalagsins var haldinn i gær, 13. marz. Þar voru kjaramálin rædd. Stjórn og samninganefnd samþykktu ein- róma að krefjast endurskoðunar á kaupliðum kjarasamnings BSRB við ríkið. Stjórnir og samninga- nefndir hvers félags bæjarstarfs- manna fyrir sig taka ákvörðun um kröfur um endurskoðun á kauplið- um kjarasamninga sinna við hlut- aðeigandi sveitarstjórnir. Geirfinnsmálið: Dómur sakadóms um 1000 blaðsíður ENN ER ólokið frágangi á dómi sakadóms Reykjavíkur í Geir- finnsmálinu og fylgiskjölum og hefur embætti ríkissaksóknara því ekki fengið málið í hendur ennþá. Samkvæmt upplýsingum Har- alds Henryssonar sakadómara er geysimikið verk að ganga frá dómnum og fylgiskjölum hans. Dómurinn sjálfur er um þúsund blaðsíður og fylgiskjölin eru mörg þúsund talsins. Þarf að ganga frá þessu í einum tuttugu eintökum vegna ríkissaksóknaraembættis- ins, Hæstaréttar og verjanda og eykur það enn á vinnuna. Er þetta lang viðamesti dómur í sakamáli hérlendis og telja kunnugir að dómurinn muni vart rúmast í venjulegu bindi af Hæstaréttar- dómum þegar þar að kemur, en talið er að dómur í málinu falli vart í Hæstarétti fyrr en einhvern tíma á árinu 1979. Framhald á bls. 18 Hinir nýju ráðgjafar Iðnaðarbankans. vega á móti áhrifum verðbólgu á sparnaðartímanum er þeim sem undirbúa töku IB-veðláns heimil- að að breyta mánaðarlegum inn- borgunum einu sinni á ári í samræmi við verðlagsbreytingar. Endanlegt IB-veðlán breytist jafnframt sem nemur hækkun innborgana. Til tryggingar IB-veðláni þarf að setja fasteigna- veð. Til kynningar á þessari nýjung í þjónustu bankans hefur verið gerður sérstakur bæklingur, sem verður afhentur á öllum af- greiðslustöðum bankans ásamt ítarlegum reglum um IB-lán og IB-veðlán. Til þess að auðvelda fólki töku ákvarðana um mánað- arlegar innborganir er á bakhlið bæklingsins eyðublað fyrir greiðsluáætlun einstaklinga og heimila. Greiðsluáætlunin er ein- föld aðferð til að gera áætlanir fram í tímann og hún skapar á sama tíma betri vitund um efnahag og möguleika á sparnaði. Ráðgjafa- þjónusta Til þess að kynna fólki hin nýju IB-lán og IB-veðlán og til að leiðbeina því um notkun kerfisins hefur ákveðinn hópur starfsfólks verið sérstaklega þjálfaður til þessara ráðgjafastarfa. Þeir eru nefndir IB-ráðgjafar og eru tveir á hverjum afgreiðslustað. Á síð- ustu árum hefur orðið mikil breyting á bankastarfsemi erlend- is. Reynt hefur verið að auka tengsl viðskiptavina og starfsfólks' með persónulegum ráðgjöfum. Með því eru samskipti viðskipta- vina og bankans einfölduð og gerð persónulegri. Enn sem komið er hafa bankar hér á landi ekki farið inn á þessa braut enda kallar hún á töluverðan fjölda starfsmanna. En með IB-ráðgjöfum stígur Iðnaðarbankinn fyrstu skrefin í þessa átt. Um er að ræða tilraun og mun framhaldið vitaskuld ráðast af viðbrögðum viðskipta- vina við þessari nýjung. —Hafa baðskápar —i Vinsælu Hafa baösk$parnir eru komnir aftur: Fáanlegir úr teak, aski og hvítlakkaöir. Margar geröir fyrirliggjandi. Mjög hagstætt verö. ÚTSÖLUSTAÐIR: Málningarþjónustan, Akranesi íbúðin hf., Akureyri Bústoð hf., Keflavík Brimnes, Vestmannaeyjum Kaupfél Húnv. Blönduósi Kaupfél Hvammsfjarðar Búðardal Kaupfél Héraðsbúa Egilsstöðum KASK Hornafirði Kaupfél V-Hún. Hvammstanga Kaupfél Rangæinga Hvolsvelli Kaupfél Fram Neskaupstað Kaupfél. Skagfirðinga Sauðárkróki Kaupfél. Skaftfellinga Vlk. Vald Poulsen h/f SUÐURLANDSBRAUT 10 sími 38520—31 142

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.