Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978 5 Góður línuafli Vest- fjarðabáta í febrúar GÆFTIR voru sa-miloga góðar hjá Vcstfjarðabátum fyrstu þrjár vikur febrúarmánaðar en í lok mánaðarins gerði norðanRarð. sem stóð í viku, segir í yfirliti. sem Mbl. hefur borizt frá Jóni Páii Ilalldórssyni trúnaðarmanni Fiskifélags íslands á ísafirði. Afli var nokkuð góður á línuna í febrúarmánuði á meðan gæftirn- ar héldust en vegna ógæftanna í mánaðarlokin varð úthaldið í mánuðinum endasleppt. Afli tog- aranna var lengst af heldur tregur en góðir kaflar hjá togur- unum bættu mánaðaraflann. Heildaraflinn í febrúar var 6.000 lestir, og er heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 11.539 lestir. í fyrra var febrúaraflinn 7.658 lestir og heildaraflinn frá áramót- um 12.561 lest. Afli línubátanna var nú 3.037 lestir í 508 róðrum eða 6,0 lestir að meðaltali í róðri, en í fyrra var afli línubátanna í febrúar 4.186 lestir eða 7,4 lestir að meðaltali í róðri. Bátaaflinn var nú 3.235 lestir, en afli togaranna 2.765 lestir. 47 (37) bátar frá Vestfjörðum stunduðu bolfiskveiðar í febrúar, réru 35 (28) með línu, 10 (9) með botnvörpu og 2 með net. Aflahæsti línubáturinn í febrúar var Heiðrún frá Bolungar- vík með 163,1 lest, en hún var einasti línubáturinn, sem var á útilegu. í fyrra var Vestri frá Patreksfirði aflahæstur línubáta í febrúar með 224,0 lestir í 21 róðri. Guðbjartur frá ísafirði hafði mestan afla togaranna, 355,2 lestir, en í fyrra var Guðbjörg frá ísafirði með mestan afla í febrúar, 510,2 lestir. Verksmiðjuútsala aldarinnar er í fullum gangi í kjallara Iðnaðarhússins, Hallveigarstíg Kuldafatnaður — Vinnufatnaður — Efni — Ýmsar smávörur og margt fleira Pólarúlpur fullorðinna plussfóðraðar No. 38—44 Kr. 8.200 - No. 46—56 Kr. 9.700.- Vattfóðraðar stuttar No. 38—44 Kr. 6.100,- No. 46—56 Kr. 6.900.- Sloppar stuttir/síðir Samfestingar og ýmis annar vinnufatnaður Allskonar vinnujakkar, sportjakkar og hálfsíðir kuldafrakkar m' w K ^ I p Kerrupokar í Gæruúlpur (íslandsúlpur) Allskonar efni, bútar og margt, margt fleira. Nýjar vörur teknar fram í dag: t.d. skyrtur — sloppar — samfestingar — stuttjakkar Stórkostlegt úrval af allskyns í, J térelyne & ull ★ kakhi ★ poppelin BTnUÍII I.U. plussfóðruð ★ flanel ★ tweed alullarefni ★ nylon o.m.fl. Aðeins 2 dagar eftir LAMY penni er vel valin gjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.