Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978 7 Kosningalög Kosningalög hafa mjöK verið til umræðu undanfarið. einkum meðal almennings en einnig innan veggja Alþinjíis. Sýnt er. að endurskoðun stjórnar- skrár hefur miðað það ha «l oíí það skammt. að hugsanlegar breytingar á henni hafa ekki áhrif á framkvæmd eða nið- urstöður kosninga á þessu ári. Hins vegar eru enn möguleikar á því að ná fram breyt- ingum. sem til aukins réttlætis og hygginda horfa. með breytingu á kosningalögunum. ef þingvilji til slíks er fyrir hendi. Hér á eftir verður drepið á nokkr- ar hugmyndir. sem fram hafa komið í þessu, efni, án þess að brjóta þær til mergjar eða taka afstöðu til þeirra. 1) Úthlutun uppbót- arþingsæta miðist ein- vörðungu við atkvæða- magn en ekki hlutfall flokka í kjördæmum. Þessi breyting flytti uppbótarþingsæti frá fámennustu kjördæm- unum til Reykjaness- og Reykjavíkur og drægi nokkuð úr misvægi at- kvæða eftir kjördæm- um. sem flestum þykir hafa færzt um of í aukana. þótt eðlilegt sé að verði nokkuð áfram. 2) Kosningar fari fram á laugardegi í stað sunnudags þann veg að þeir mörgu. sem starfa við framkvæmd kosn- inga eða vaka talninga- nótt eigi hvíldardag framundan og geti mætt hvíldir til næsta vinnudags. Slíkt þarf ekki að draga úr kjör- sókn. enda þegnréttindi að mega nýta atkvæðis- rétt. þótt á stöku stöð- um kunni að vera unnið á laugardögum. Sú framtíðarhugmynd hef- ur og verið viðruð að kosningar til sveitar- stjórna og Alþingis fari fram samtímis til að spara fé og fyrirhöfn. 3) Settar verði reglur um prófkjör þann veg, að þau fari fram sam- tímis hjá öllum flokk- um í sama kjördæminu og að hver kjósandi geti aðeins tekið þátt í próf- kjöri eins flokks, að sjálfsögðu eftir frjálsu vali. Ilugmyndir eru og uppi um að fella próf- kjörin inn í hinar al- mennu kosningar þann veg. að hver kjósandi geti valið á milli fram- bjóðenda á þeim fram- boðslista. er hann kýs. Líklegt verður að tdja, að mál þróist á þann veg með einum eða öðrum hætti. Aðalatriðið er að kosningarétturinn þró- ist til aukins lýðræðis og þegnréttar hvers og eins — og verði sem jafnastur eins og önnur mannréttindi í þjóðfé- laginu. Eðlilegt er. að hugmyndir í þá átt séu reifaðar og ræddar ein- mitt nú. „Litla, ljóta kommaklíkan.“ Með einni undantekn- ingu hafa allir fslenzkir stjórnmálaflokkar horf- ið að prófkjörum. sem fela fólkinu sjálfu end- anlegt vald um röðun á framboðslista. Fram- kvæmd prófkjara hér á landi hefur ekki verið gallalaus. Raunar hafa komið fram mjög alvar- lcgir gallar. sem valda áhyggjum um þróun þeirra í framtíðinni. Einnig gætir nokkuð þreytu hjá fólki í bar- áttuaðferðum frambjóð- enda í prófkjöri, en þau eru hins vegar sjálfsögð viðleitni til aukins lýð- ræðis og munu vonandi þróa af sér byrjunar- og framkva‘mdagalla. Þessir byrjunargallar réttlæta hins vegar eng- an veginn þröngsýni. afturhaldssemi og for- dóma Alþýðubandalags- ins. sem einn fslenzkra stjórnmálaflokka neit- ar almennum kjósend- um sínum um þetta áhrifavalds sem hér um ræðir. Það gegnir furðu. hve fast forystumenn Al- þýðubandalagsins knýta sig forneskjunni um val frambjóðenda. Þar má engu breyta. ekkert þróast til fjölda- áhrifai allt verður að vera eins og það var. Áhrifavald „litlu, ljótu kommaklíkunnar“ má ekki skerða. Hún þarf að hafa áfram vit fyrir „sauðsvörtum almúgan- um“. Það er eins og það sé „meir en nóg“ lýðn- um til handa að fá að kjósa þá sem „klíkan“ velur til framboðs. Svo virðist sem í afstöðu Alþýðubandalagsins. allri forneskju þess. felist nokkur tregi og söknuður eftir „eins flokks kerfi“, þar sem aðeins „verðugir“ fá að bjóða fram og fólkið fær aðeins að kjósa þá. sem „klíkan“ velur fyr- ir þá. Ekkert mótfram- boð. engir valkostir. aðeins flokksræðið og alræðið. Áður fyrr við- urkenndu kommúnistar þessa afstöðu sína bæði í orði og á borði. Nú hafa þeir „tungur tvær og tala sitt með hvorri“. En í raun eru þeir hinir sömu og þeir vóru. Andstaðan gegn fjölda- áhrifum prófkjöranna er aðeins ein staðreynd- in því til sönnunar. Alþýðubandalagið er staðnaður og steinrunn- inn afturhaldsflokkur. þröngsýnn og kreddu- fasturi nokkurs konar safngripur í hliðhollum skilningi talað. Hann á að fá að vera í „friði“ í sínu miðaldamyrkri. Vonandi fer þeim fækk- andi sem vilja draga þessa fornljós nútimans — í komandi kosning- um. þangað á hún ekk- ert erindi. MAHARISHI MAHESH YOGI Keflvíkingar Námskeið í Innhverfri íhugun hefst í kvöld meö almennri óbindandi kynningu í Verkalýöshúsinu (VÍK) kl. 20.30. Námskeiöiö sem er kvöldnámskeið tekur síöan um vikutíma, þar sem viökomandi lærir slökun og afar þægilega íhugun. Sýndar veröa vísindarannsóknir, þar aö lútandi. Öllum heimill aögangur. íslenzka íhugunarfélagið ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? M Al GLYvSIR l'.M ALLT LAND ÞEGAR M Al'GLYSIR I MORGINBLAÐINI OMEGA 203 LJÓSRITUNARVÉL SMÁ EN KNÁ Lausnin fyrir skrifstofuna er einföld, hraövirk, áreiðanleg og hver sem er getur notfært sér hana. Pappírsforði á rúllu, stærð Ijósrits skorið eftir stærð frumrits og pappírsverö mjög hagstætt. Leitið nánari upplýsinga. OOIympia Intemational ÖM)^©{M](UJ^ KJARAIM HF skrifstofuvélar & verkstæöi - Tryggvagötu 8, simi 24140 ÞAKKIR Kæru vinir nær og fjær Viö minnumst meö þakklæti samstarfs og vináttu á liönum árum. Hreppsnefnd og íbúum Geröahrepps, prestshjónum, söfnuði og kirkjukór Utskálakirkju og konum úr Slysavarnadeild kvenna í Garöi þökkum viö hjartanlega fyrir samsæti og höföinglegar gjafir 15. jan. s.l. Ennfremur flytjum við sýslunefnd Gullbringusýslu og stjórn Slysavarnafélags íslands þakkir fyrir veittan heiöur. Ásdís Káradóttir Sigurbergur H. Þorleifsson _____________________frá Garöskagavita. loftnet og fylgihluti á hag- psfeindstæki Stæðu verði! stigahlíð 45- 47 sími 91 - 31315 Sk íðabakterían er afbragös fermingargjöf Gefið fermingarbarninu skíðanámskeið í Kerlingarfjöllum i sumar. Skíöanámskeiðin 1978 Nr. Frá Rvk. Lengd Tegundnámskeiðis 1 21 júní 6 d Unglinganámskeið (yngri en 1 5 ára) 2 26 jurw 6 d U nglinganámskeið 3 1 júlí 6 d Fjölskyldunámskeið 4 6 júli 6 d Fjölskyldunámskeið 5 1 1 júlí 6 d Fjölskyldunámskeið 6 16 júli 7 d Almennt námskeið 7 22 júli 7 d Almennt námskeið 8 28 júli 7 d Almennt námskeið 9 3 ágúst 6 d Fjölskyldunámskeið 10 8 ágúst 6 d Fjölskyldunámskeið 1 1 13 ágúst 6 d Unglinganámskeið (14— 1 8 ára) 1 2 18 ágúst 6 d Unglinganámskeið (1 4— 1 8 ára) 1 3 23 ágúst 6 d Unglinganámskeið Keppendur Bókanir og miðasala: FERDASKRIFSTOFAN ”!f URVAL mr Eimskipafelagshusinu simi 26900 Ath.biójió um upplýsingabækling. Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.