Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978 stórum dráttuni stöðu fiskvinnsl- unnar í Vestmannaeyjum, eins og hún hefur verið og er í dag. Eg held að það verði ekki vefengt, að Vestmanneyingar urðu nokkuð í fararbroddi, þegar horfið var frá hinum hefðbundnu salt- fiskverkunum og yfir í frystingu, enda mun fyrirtæki Einars heitins Sigurðssonar, Hraðfrystistöð Vestmannaeyja vera eitt af elstu fyrirtækjum landsins sinnar teg- undar. Aðrar fiskvinnslustöðvar fylgdu í kjölfarið og átti uppbygg- ing þeirra sér stað í áföngum aðallega eftir lok síðari heims- styrjaldarinnar og þurftu þær aðeins í mjög takmörkuðum mæli að leita tjl hinna hefðbundnu lánasjóða, sem þá voru fyrir hendi. Mikill afli barst á land í Eyjum á þessum árum, en úrvinnslu hans var mætt með aukinni vélvæðingu, þannig að þrátt fyrir að frysting útheimti mun meira vinnuafl en saltfiskverkunin, fór aðkeyptur vinnukraftur til Vestmannaeyja minnkandi ár frá ári og styrkti þetta mjög aðstöðu og fjárhagsaf- komu stöðvanna, enda voru þær háir skattgreiðendur bæði til ríkis og bæjar um langt árabil og fjárhagsstaða þeirra þannig, þegar rekstur þeirra stöðvaðist af óvið- ráðanlegum ástæðum í ársbyrjun 1973, að þær áttu verulegt fjár- magn liggjandi í viðskiptabanka sínum og óinnkomnum afurðum, sem þá var ætlað til frekari vélvæðingar og til að styrkja rekstrargrundvöll þeirra með tog- arakaupum eða á annan hátt. En allt fór þetta á annan veg en til stóð. Uppb.vgging stöðvanna að nýju eftir rekstrarstöðvunina 1973 gleypti allt fjármagn þeirra og meira til og veikti að sjálfsögðu rekstraraðstöðu þeirra. Þorskafli bátaflotans af heimamiðum hefur á, til þess að gera, fáum árum minnkað um nær helming og hefur það að sjálfsögðu aukið á erfið- leika fiskvinnslunnar, en úr því hefur nokkuð verið bætt með kaupunt á fjórum skuttogurum til Vestmannaeyja á síðustu árum. í föstum skorðum ' Forystumenn fiskvinnslunnar í Eyjum hafa frá upphafi verið harðduglegir menn og framsýnir og ávallt viljað kunna fótum sínum forráð. Settu þeir á sínum tíma upp sameiginlega skrifstofu sem fylgdist með nýtingu aflans dag frá degi, ekki einasta heildar- aflans heldur hverrar fisktegund- ar fvrir sig, þannig að aðstaða er til úrbóta ef eitthvað fer úrskeiðis sem viðráðanlegt er að lagfæra. Einnig hafa stöðvarnir í Eyjum mjög öruggt eftirlit með fjárhags- afkomu fiskvinnslunnar og vita á hverjum tíma, hvort hún er rekin með halla eða hagnaði, enda komu upplýsingar um neikvæða afkomu fiskvinnslunnar á miðju síðasta ári frá hinni sameiginlegu skrif- stofu fiskvinnslunnar í Vést- mannaeyjum, sem leiddi til þess að löggiltir endurskoðendur voru fengnir til þess að kanna rekstrar- stöðu fiskvinnslunnar og kom þá í Ijós sama niðurstaða og hjá fiskvinnslunni í Eyjum, að afkoma fiskvinnslustöðvanna á Suður- og Suðvesturlandi var neikvæð. Rekstrargrundvöllur, sem Þjóð- hagsstofnun hafði byggt útreikn- í taflheiminum er talað um eitruð ]>eð. Inn í bankakerfið á íslandi eru komnir eitraðir peningar. Á ég þar við þaö fé, sem viðskiptabankarnir í tilfellum neyðast til að taka að láni í opinn viðskiptareikning hjá Seðlabankanum, þar sem krafist er 36% ársvaxta, sem verða í raun 40 til 45%, með því að vextir eru reiknaðir í tiltekinn dagafjölda af hæsta toppi viðskiptareiknings og getur vaxtaprósentan orðið mun hærri ef toppurinn stendur aðeins í skamman tíma. Nú er mér það ekki kunnugt, en ég hlýt að draga í efa, að slíkt vaxtaokur þekkist hjá nokkru öðru siðmenntuðu þjóðfélagi. Vextir og viðskiptagjald af yfirdrætti á hlaupareikningnum Framhald á bls. 29 Guðlaugur Gíslason, alþm.: Staða Refsivaxtaform Seðlabankans Fiskvinnslan í Vestmannaeyjum hefur verið í sviðsljósinu hjá fjölmiðlum að undahförnu og er það í sjálfu sér ekkert óeðlilegt, þegar utan úr Blyjum berast þær fréttir að fyrir liggi að loka eigi öllum fiskvinnslustöðvunum þar og senda allt starfsfólkið heim, 700 til 800 manns, nú í vertíðarbyrjun vegna skriflegrar tilkynningar útibús Utvegsbankans um að æftirleiðis verði allt andvirði hefðbundinná afurðalána tekið til niðurgreiðslu á hlaupareikningi fiskvinnslufyrirtækjanna en komi hvorki til útborgunar hráefnis, sem afurðaveðsetningin byggist á, eða vinnulauna, nema þeirrar einu viku, sem verkafólk átti þá inni. Var tilkynning þessi að sjálfsögðu bein fyrirmæli um lokun fisk- vinnslustöðvanna, þar sem útilok- að var að ætlast til þess af forráðamönnum þeirra, að þeir kölluðu verkafólk til vinnu eða tækju við afla bátaflotans vitandi að þeir hefðu í hvorugu tilfellinu aðstöðu til greiðslu eins og samn- ingar segðu til um. Uppi al bryggjunni lengst til vinstri, sem heitir Nautshamars- bryggja, eru frystihúsin Fiskiöjan h.l. og ísfélag Vestmannaeyja h.f., en viA Friðarhöfn lengst til hœgri stendur Vinnslu- stöö Vestmannaeyja h.f. Fiskimjölsverksmiðja Einars Sigurössonar h.f. stend- urvið Nautshamarinn, #n Fiskimjölsverksmiöj- an í Vestmannaeyjum h.f. stendur viö Friðar- höfn. Bryggjan í miðj- unni heitir Básaskers- bryggja. Ljösmynd Mbl. Sigurgeir. inga sína á, stóðst ekki. Mæddi þetta frekast á hinum stórvirku vinnslustöðvum í Vestmannaeyj- um, en vanda þeirra vegna erfiðrar lausafjárstöðu vegna uppbygging- arinnar eftir rekstrarstöðvunina 1973 var þá að nokkru mætt með sérstakri fyrirgreiðslu, sem for- sætisráðherra hafði milligöngu um við Seðlabankann og hefði dugað, ef ekki hefði til komið óviðráðanlegur rekstrarhalli á árinu 1977. Þegar málefni fiskvinnslunnar í Eyjum eru skoðuð í samhengi, bæði fortíð og nútíð, hlýtur það að vekja nokkra undrun þeirra sem kunnugir eru, að hún skuli allt í einu koma í sviðsljós fjölmiðla á þann hátt, sem verið hefur að undanförnu, en það stafar að ég held fyrst og fremst af því, að hún hefur verið gerð að bitbeini vegna átaka innan bankakerfisins um form refsivaxta Seðlabankans gagnvart viðskiptabönkunum, og mun ég koma að því síðar. Staða Utvegabankans Frá upphafi hefur verið til þess ætlast að Útvegsbankinn fjár- magnaði rekstur sjávarútvegsins ásamt höfuðbanka þjóðarinnar, Landsbankanum. Miðað við að- stæður og miðað við þær sveiflur, sem öllum er kunnugt um að eru í sjávarútveginum, tel ég að Útvegsbankinn hari komist vel fram úr málum og gegnt skyldu sinni eins og til var ætlast af honum. Auðvitað hlaut hin breyti- lega og sveiflukennda staða sjáv- arútvegsins að leiða til þess, að bankinn hefur í undantekningatil- fellum neyðst til þess að festa fé í rekstri einstaka fyrirtækja lengur en ætlað var og hann hefði óskað, en hvergi mér vitanlega þó svo að nokkur ástæða sé til að ætla að tjón hljótist af. Eignarstaða bankans miðað við síðustu ársreikninga er mjög sterk. En eftir að refsivaxtaformið var tekið upp hjá Seðlabankanum hefur Útvegsbankinn óneitanlega átt nokkuð í vök að verjast með fjármögnun í sambandi við rekst- ur sjávarútvegsins og er það ekki óeölilegt, þegar þess er gætt, að um 60% af útlánum bankans eru vegna sjávarútvegs og fiskvinnslu. físk- vinnsl- unnar íVest- manna- eyium Þróun fisk- vinnslunnar í Eyjum Með því að allt umtal um vinnslustöðvarnar í Eyjum nú að undanförnu hefur verið mjög neikvætt fyrir þá aðila, sem þessum málum stjórna og mörg ómakleg orð fallið í þeirra garð, þykir mér rétt að rekja í mjög Nýjar kjólasendingar frá Rembrandt Lavinia fíoda Franskar alsilkiblússur Safari dragtir frá NÆG BÍLASTÆÐI Tízkuverzlunin Raudardstígl Sími 15077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.