Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978 15 [tríhr»H( Frumvarpsdrög millibinganefndar um starfsemi Sjóðurinn Þjóðhátíðargjöf Norðmanna: stiórnmálaflokka: Reglur um úthlutun fjár til stjórnmálaflokka Tíu aðilar hlutu styrk samtals 2,4 millj. kr. DRÖG að frumvarpi til laga fyrir réttindi og skyldur stjórnmála- flokka hafa verið samin af sérstakri milliþinganefnd. sem Alþingi samþykkti að kjósa hinn 18. maí 1976.1 þessum drögum er m.a. kveðið svo á. að ákveði Alþingi að veita fé til styrktar stjórnmálaflokkum, skulu fjórð- ungur þeirrar fjárhæðar skiptast jafnt á milli flokka. sem hafa tvo eða fleiri þingmenn. en 75% skuli skiptast milli flokka. sem skráðir eru hjá dómsmálaráðuneytinu í hlutfalli við atkvæðafjölda þeirra í síðustu alþingiskosningum enda hafi þeir fengið 1% atkvæða eða meira. Þingsályktunin, sem samþykkt var á síðasta þingi var svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að kjósa 7 manna milliþinganefnd til að undirbúa fraumvarp til laga um réttindi og skyldur stjórnmála- flokka. Nefndin skal hraða störf- um. Kostnaður greiðist úr ríkis- sjóði." Ellert B. Schram var kjörinn formaður nefndarinnar, en aðrir nefndarmenn voru: Magnús Torfi Ólafsson, Kristján Benediktsson, Ragnar Arnalds, Ingvar Gíslason, Benedikt Gröndal og Sigurður Hafstein. Nefndin varð ekki sam- mála um, hvort í lagafrumvarpinu skyldi ákveðið um beinan ríkis- styrk til stjórnmáiaflokka og því er aðeins kveðið á um niðurjöfn- unarreglur, samþykkti Alþingis sérstaklega að veita fé til flokk- anna. Helztu nýrnæli þessara frum- varpsdraga eru: „Stjórnmálaflokk- ar skulu skrá sig hjá dómsmála- ráðuneytinu með því að leggja fram afrit af lögum sínum og stefnuskrá, svo og nöfn og heim- ilisföng stjórnarmanna. Allar breytingar á lögum, stefnuskrá eða stjórn skulu jafnharðan send- ar ráðuneytinu. Skulu slík gögn birt í Lögbirtingarblaðinu. Nýr flokkur skal auk ofan- greindra upplýsinga senda ráðu- neytinu nöfn, heimilisföng og nafnnúmer a.m.k. 1000 flokks- manna úr eigi færri en fjórum Hamrahlíð- arkórinn í Keflavík KÓR Menntáskólans við Hamra- hlíð heldur tónleika í, Félagsbíói í Keflavík miðvikudaginn 15. marz kl. 21. Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Á efnisskránni verður tónlist frá 16. og 17. öld, þjóðlög frá ýmsum löndum, íslenzk tónlist, negrasálmar og andleg tónlist. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Tónlistarfélags Keflavíkur. Kvikmynd um jarðskjálfta og jarðskjálfta- vamir sýnd í dag MIÐVIKUDAGINN 15. marz verður sýnd á vegum Háskólans og Upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna ný handarísk kvikmynd um jarðskjálftaspár og jarð- skjáiftavarnir. í myndinni er greint frá nýjum uppgötvunum, sem geta leitt til þess að unnt verði að segja fyrir um jarðskjálfta. Einnig er fjallað um leiðir til þess að koma í veg fyrir tjón í jarðskjálftum. Sýningin fer fram í stofu 158 í húsi verkfræði og raunvísinda- deildar við Hjarðarhaga og byrjar klukkan 17.15. Öllum er heimill aðgangur en sérstaklega eru þó jarðvísindamenn og byggingaverk- fræðingar hvattir til að sjá þessa mynd. kjördæmum, þar af minnst 50 úr hverju. Stjórnmálaflokkar, sem skráðir hafa verið, eiga rétt og bera skyldur samkvæmt lögum þessum. Þá segir í frumvarpsdrögunum að endurskoðaðir og samþykktir ársreikningar stjórnmálaflokka, landssamtaka þeirra og kjör- dæmissambands, sjóða eða stofn- ana, sem eru eign þeirra eða starfa í þeirra þágu, gerðir í samræmi við góða reikningsskilavenju, skulu sendir dómsmálaráðuneytinu og látnir í té þeim, sem þess óska. í framhaldi af þeim reglum um skiptingu ríkisstyrks, sem lýst er í upphafi fréttar þessarar, segir, að sé nýr flokkur skráður sam- kvæmt lögunum, skal á kosninga- ári greiða honum úr ríkissjóði sömu upphæð fyrir hvern með- mælanda og veitist fyrir hvern kjósandá — og er þar vitnað til 75% reglunnar sem áður er getið. Á dómsmálaráðuneytið að reikna út skiptingu fjárins. Ursula Ingólfsson Fassbind held- ur píanótónleika á vegum Tónlist- arfélagsins kl. 19.00 í kvöld í Austurbæjarbíói. Ursula Ingólfsson Fassbind heldur píanótónleika á vegum Tónlistarfélagsins kl. 19.00 í kvöld og eru þetta áttundu tónleikar fyrir styrktarfélaga á þessum starfsvetri. Verða þeir í Áustur- bæjarbíói. SJOÐURINN Þjóðhátíðargjöf Norðmanna hefur nýverið úthlut- að styrkjum, í þriðja sinp og fengu alls 10 aðilar styrki eða 283 einstaklingar. Sjóðnum er ætlað það hlutverk að auðvelda Islend- ingum ferðir til Noregs en í tilefni 1100 ára afmælis Islandsbyggðar samþykkti norska stórþingið að færa íslendingum eina milljón norskra króna að gjöf er verja skyldi til úthlutunar ferðastyrkja í því skyni að efla samskipti þjóðánna. Höfuðstóll sjóðsins er varðveitt- ur í Noregi og er vaxtatekjum Á efnisskrá eru tilbrigði eftir J.S. Bach, Goldberg-tilbrigðin, tilbrigði um „Ah, je vous dirais-je, manan“ eftir Mozart, tilbrigði op. 27 eftir Webern og tilbrigði um „Weinen, Klagen, Sorgen, zagen“, eftir Liszt. hans varið tii að úthluta og fór fyrsta úthlutun fram árið 1976. Þá sóttu 26 aðilar um styrk en 14 fengu og tóku alls 283 einstakling- ar þátt í hópferðum á vegum þeirra. Árið 1977 sóttu einnig 26 aðilar um styrk og var þá úthlutað 1.9 m. króna til 127 einstaklinga-í 7 félögum. Þriðja úthlutun fór fram í janúar 1978. 25 umsóknir bárust og var 2.4 miilj. króna úthlutað í styrki sem ætlaðir eru til að stýrkja hópferðir 283 manna og þá fengu: Kammersveit Reykjavíkur, Félag Norskunema við Háskóla íslands, Samband ungra sjálf- stæðismanna, Verkalýðsfélagið Rangæingur, Norskunemar í námslfokkum Reykjavíkur, Nem- endafélag fiskvinnsluskólans, Ni- undi bekkur grunnskóla Seyðis- fjarðar, Norræna félagið, Taflfél- ag Vestmannaeyja, Félag skóla- stjóra og yfirkennara. I stjórn sjóðsins sitja Davíð Ólafsson, seðlabankastjóri, for- maður, Björn Bjarnason, skrif- stofustjóri og norski sendiherrann á íslandi. FERMINGARGJAFIR Skrifborðsstóiar styðja vel við bakið á skólafólkinu. 8 gerðir. \ Bakpokar^^^ Nýja „línan"^ í skólatöskum. Jarðlíkön Margar stærðir. LUXO Iampar4 gerðir. Vasatölvur Margar gerðir. Taflmenn ► -W IU«k Píanótónleikar í Austurbæiarbíói i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.