Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei5sla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Vandi nskvinnslunnar á Suðurnesjum að sem af er þessari vetrarvertíð hefur afli í þremur stærstu verstöðvum á Suðurnesjum dregizt sam- an um 21% og er um 2.100 lestum minni frá áramótum miðað við síðustu mánaða- mót en á sama tíma í fyrra. Ef reiknað er með, að þetta aflamagn hefði farið í fryst- ingu lætur nærri, að verð- mætatapið nemi um 420 milljónum króna. Þessi afla- brestur á Suðurnesjum, sem er mjög alvarlegur, hefur margvísleg áhrif á byggðar- lögin þar, þegar hann bætist við þá rekstrarerfiðleika, sem fyrir voru í fiskvinnslu og útgerð á þessu svæði. I Njarðvíkum eru 3 fiskiðju- fyrirtæki í gangi af 6 og meðal þeirra fyrirtækja, sem hafa lokað, er stærsta hrað- frystihús staðarins. í Sand- gerði hefur eitt frystihús lokað. Yfirleitt eiga fisk- vinnslustöðvar í þessum landshluta við mikla erfið- leika að etja. Vandi þeirra kemur svo fram í því, að þau geta ekki staðið skil á opinberum gjöldum til bæjar- og sveitar- félaga, sem aftur veldur miklum þrengingum í fjár- hag sveitarfélaganna. Afla- leysið kemur líka fram í því, að vinna í fiskvinnslu- stöðvunum er mun minni en tíðkazt hefur yfir háver- tíðina, sem þýðir tekjutap fyrir fólkið, sem í fisk- vinnslustöðvunum starfar. í fréttatilkynningu frá Út- vegsmannafélagi Suðurnesja, sem birt var í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum, kemur fram, að á síðastliðnu ári nam útflutningsverðmæti þess afla, sem á land berst á Suðurnesjum, um 14,5 millj- örðum króna eða um 20% af öllu útflutningsverðmæti sjávarafla landsmanna og gefur það glögga hugmynd um þýðingu þessa landsvæðis fyrir útflutningsframleiðslu okkar. I fréttatilkynningunni segir ennfremur „að fisk- vinnsla og útgerð Suður- nesjamanna á við mikla fjárhagserfiðleika að stríða þegar á heildina er litið og er nú svo komið, að fjöldi fyrirtækja hefur orðið að » hætta störfum og önnur ramba á barmi stöðvunar. Skuldir fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækja við sveitarfélögin, rafmagnsveit- urnar og ríkissjóð og olíu- féiögin og ýmis þjónustu- fyrirtæki eru svo miklar, að í algert óefni er komið ... íbúar Suðurnesja vona, að þingmönnunum megi í sam- einingu takast að finna við- hlítandi lausn þessa vanda. Takist það hins vegar ekki, er fyrirsjáanlegt stórfellt at- vinnuleysi á Suðurnesjum ásamt því, að hinn mikli þáttur sjávarútvegs Suður- nesjamanna í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar mun að verulegu leyti bresta." Til viðbótar þeim vanda, sem hér hefur verið lýst í fiskvinnslu á Suðurnesjum, eru svo horfur í sambandi við loðnufrystingu afar slæmar, en undanfarin ár hefur lang- mest af þeirri loðnu, sem fryst, hefur verið, verið fram- leitt í frystihúsum suðvestan- lands. Frystihúsin hafa verið tilbúin til loðnufrystingar frá því um miðjan febrúar en loðnugöngur hafa verið svo hægfara, að ekki hefur verið hægt að flytja loðnuna frá miðum úti af Suðausturlandi til Suðurnesja og Faxaflóa- svæðisins. Er nú talið, að ekki muni takast að frysta upp í nema brot af sölu- samningum við Japan og gefur auga leið, að þetta er einnig mjög verulegt áfall fyrir Suðurnesjasvæðið, svo og aðrar þær verstöðvar, þar sem loðnufrysting hefur farið fram. Vandi fiskvinnslunnar á Suðurnesjum og raunar einn- ig í Vestmannaeyjum er vandi, umfram þá almennu erfiðleika, sém verið hafa í sjávarútvegi og fiskvinnslu undaníarna mánuði, en gengisbreytingunni og öðrum ráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum var ætlað að draga úr þeim vandamálum undir- stöðuatvinnuveganna. Hins vegar er ljóst, að fiskvinnslan á Suðurnesjum og í Vest- mannaeyjum á við sérstök, staðbundin vandamál að stríða, sem takast verður á við með einhverjum hætti. Takist ekki að finna viðhlít- andi lausn á þessum vanda á næstunni, er fyrirsjáanlegt, að til atvinnuleysis getur komið í þessum iandshlutum og að því verður að vinna öllum árum, að til þess komi ekki. En það er nauðsynlegt að þjóðin geri sér grein fyrir því, að þótt vandamál fisk- vinnslunnar á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum sé af margvíslegum toga spunninn, á mjög verulegur samdráttur í afla á undanförnum árum og þ.á m. nú á þessari vetrar- vertíð mjög ríkan þátt í þessum erfiðleikum. V-Þýzkaland: Blaðadeilan magn- ast og málmiðnaðar- menn hefja verkföll Bonn, 14. marz. Reuter. FLESTIR Vestur-Þjóðverjar verða án dagblaða á morgun og þúsundir málmiðnaðar- manna leggja þá niður vinnu. Vinnudeilurnar sem um ræðir virðast nú á góðri leið með að verða þær alvarlegustu í landinu síðari ár. Vinnuveitendasamband V-Þýzkalands hefur for- dæmt samtök prentara og málmiðnaðarmanna. Samband blaðaútgefanda skýrði frá í dag, að um 90% aðildarfélaga ætluðu að loka á starfsfólk sitt á morgun í mót- Flugræning- inn gafst upp Denver, 14. marz, AP. FLUGRÆNINGINN sem rændi vél United Airlines sem var í áa-tlunarflugi á milli San Fran- cisco og Seattle gafst í morgun upp fyrir lögreglu í Denver. Sá ræninginn sitt óvænna er áhöfn vélarinnar hafði komizt frá borði og skilið ræningjann þannig einan eftir í vélinni. í ljós kom við handtöku flug- ræningjans, Clays Thomas, 27 ára gamals Kaliforníubúa að hann var óvopnaður. Taska, sem hann sagði Framhald á bls. 18 Skipaður for- seti Guatemaia Guatemala, 14. marz. AP. ÞING Guatemala kaus í gær hin hófsama íhaldsmann Fernando Romeo Lucas Garcia forseta lands- ins. Fór forsetakjörið fram fyrir luktum dyrum og voru hcrsveitir þá í viðbraðgsstöðu fyrir utan þings- húsið. Þar sem enginn frambjóðenda í forsetakosningunum 5. marz hlaut hreinan meirihluta kom til kasta þings að ákveða hver yrði næsti forseti landsins. Garcia hlaut flest atkvæði í kosningunum 5. marz. Við atkvæðagreiðslu í þinginu hlaut hann atkvæði 35 þingmanna af 61, eða þremur fleiri en til þurfti. mælaskyni við verkföll prentara. Þýðir þetta að af 250 dagblöðum landsins koma um 230 ekki út á morgun. Hvorugur deiluaðili hefur sýnt sveigjanleika í samkomulags- átt, segir í fréttaskeytum. Prent- arar boðuðu til verkfallsaðgerða vegna aukinnar tæknivæðingar í blaðaútgáfu. A morgun hefja um 65.000 málmiðnaðarmenn í Stuttgart verkföll til að mótmæla kaupi sínu og kjörum. Félög málmiðnaðar- manna í héruðunum Baden- Wúrttemberg og Norður Rín- Westfalíu hafa samþykkt verk- fallsaðgerðir takist ekki brátt samkomulag um kjör þeirra. I þessum tveimur héruðum starfar um þaö bil helmingur málm- iðnaðarmanna landsins, sem eru 3,6 milljónir. Veður víða um heim Amsterdam 9 rigning Apena 16 heióríkia Berlín 12 skýjað Brússel 12 akýjaó Chicago 3 rigning Frankfurt 10 rigning Genf 8 místur Helsinki ófáanlegt Jóh.borg 24 sólskin Kaupm.höfn 7 rigning Líssabon 16 sólskin London 12 skýjaó Los Angeies 21 heióríkja Madrid 22 sólakin Malaga 18 skýjað Miami 23 heióríkja Moskva ófáanlegt New York 8 rigning Ósló 4 sóiskin Palma 15 skýjaó Róm 13 skýjaó Stokkhólmur 3 skýjaó Tel Aviv 15 rigning Tókyo 10 heiðrfkja Vancouver 9 skýjað Vlnarborg 10 akýjaó Bandaríkjadal- ur fellur enn Lundúnum — 14. marz — AP. Reuter. ENN fellur Bandaríkja- dalur á gjaldeyrismarkaði í Evrópu. en þó hjarnaði hann aðeins við á tímabili í dag eftir fallið í gær. Hefur ástandið á peninga- markaði yfirleitt verið rólegra en í gær, en þó gætir enn verulegrar spennu. Þegar gjaldeyris- viðskiptum var hætt í kvöid voru 2.0435 v-þýzk mörk í Bandaríkjadal (voru 2.0488 við lokun í gær) en um tíma var gengið2.0502. Gagnvart sterlingspundinu stendur Bandaríkjadalur nú í 1.9157 en var í gær 1.9075. Gullverð hækkaði um 1.50 dali á markaði bæði í Zúricb og Lúndúnum og er talið að það nái senn 190 dala markinu, sem það náði í síðustu viku. Það er almenn skoðun að ráðstafanir stjórna Bandaríkj- anna og V-Þýzkalands í því skyni að styrkja bandarískan gjaldmiðil hafi verið algerlega ófullnægjandi, eða eins og fjár- málasérfræðingur nokkur komst að orði: „Plástur var settur á holund." Bendir allt til áframhaldandi spennu i gjald- eyrisviðskiptum á næstunni. The Fínancial Times í Lundúnum segir um síðustu aðgerðir til að styrkja Banda- ríkjadal, að þegar læknir hafi komizt að raun um gangsleysi lyfs reyni hann aðra aðferð til að lækna sjúklinginn. Nú hafi v-þýzk og bandarísk yfirvöld hins vegar afhjúpað dapurlegt úrræðaleysi sitt með því að halda áfram sömu lyfjagjöf. Blaðið telur að ráðstafanir í gær séu tilraun til að verja atvinnu- rekstur einkaaðila fyrir eðlileg- Framhald á bls. 18 Ródesíuskæruliðar and- vígir allsherjarráðstefnu London, 14. marz, Reuter. Forystumenn rhódesiskra skæruliðsasamtaka neituðu í dag boði Breta um ráðstefnu allra aðila um iandið, og sögðust halda áfram bar áttuaðgerðum sinum. Joshua Nkomo og Robert Mugabe, forystumenn skæru- liðahreyfinganna tveggja, af- þökkuðu boð Owens utan- ríkisráðherra Breta í lok fjögurra klukkustunda fund- ar þremenninganna. í viðtali við blaðamenn sögðust skæruliðaforingjarnir frem- ur vilja ráðstefnu svipaða Mölturáðstefnunni, sem haidin var fyrir sex vikum, og þá eingöngu með þátttöku Breta, Bandaríkjanna og full- trúa skæruliða. Nkomo og Mugabe sögðu að afstaða Breta hefði valdið vandræðum og töfum að undanförnu, en hrósuðu mjög afstöðu Bandaríkjamanna til skæruliðahreyfingarinnar. Þetta gerðist 1975 Aristotle Onassis, gríski skipakóngurinn, deyr í París, 69 ára að aldri. 1973 Bandarískir . og sovézkir fulltrúar hefja fjórðu umferð SALT-af- vopnunar viðræðnanna. 1960 Afvopnunarráðstefna „Hinria tíu stóru“ hefst í Génf. 1911 Bandamenn hefja rnikla sókn gegn herjum Þjóðverja við Cass- ino-fjall á Ítalíu. 1913 Japanskar flugvél- ar gera loftárás á Ilar- win í Astralíu í Kyrra- hafsstríðinu. Þjúðvbrjar hrekja heri Rússa frá Khartov. 1916 12 þúsund Bandáríkjahermenn undir forystu J. Pers- hings hershöfðingja sendir til Mexíkó til að yfirhuga Pancho Villa byltingarleiðtoga. 1901 Þjóðvcrjar segja að Yangtze-samkomu- lagið frá 1900 við Breta nái ekki til Mansjúríu og slitnar því upp úr við- ræðuni í Ixmdon um brezkt-þýzkt-japanskt bandalag gegn Rússum. 1776 Bandaríkjaþing samþykkir að yfirráð brezku krúnunnar í Bandaríkjum Norður- Ameríku séu á enda. II fyrir Krist. Júlíus Caesar keisari Rómverja myrtur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.