Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978 Kappræðufundir ungra sjálfstæðismanna og Alþýðubandalagsins Þessi uppdráttur sýnir svæðin, þar sem Israelsmenn réðust inn í Líbanon. Borgirnar Tyrus og Sídon eru sérstaklega merktar. — Innrás Israelsmanna Framhald af bls. 1. sínar og síðdegis á þriðjudag varð uppi fótur og fit þegar flugufregn- ir komust á kreik um ísrelskar herþyrlur yfir Líbanon. ísraelska lögreglan yfirheyrir í þaula þá tvo skæruliða, sem komust lífs af á laugardaginn, og hefur að sögn yfirvalda komið í ljós að skæruliðarnir höfðu upp- haflega í hyggju að koma að landi mun nær Tel Aviv og ná þar á vald sitt Pan American-gistihúsinu, sem er á ströndinni. Umfangsmik- il rannsókn fer fram á því hvort unnt var að bjarga lífi einhverra þeirra, sem fórust í blóðbaðinu á laugardaginn. Harðar deilur eiga sér stað milli hers og lögreglu um ástæðurnar fyrir því að skæruliðunum tókst að vinna þetta voðaverk. Af hálfu lögreglunnar er því haldið fram að herinn hafi haft njósn af því aö aðför af sjó hafi verið í aðsigi og að herinn hafi verið svo seinn á vettvang að hann hafi ekki getað aðstoðað í skotbardaganum. Lög- reglan er á hinn bóginn sökuð um mistök við fjarskipti á þjóðvegin- um, sem skæruliðarnir óku eftir með herfang sitt. — íþróttir Framhald af bls. 31. Dönunum, en þó var staöan lengi 11:10 í seinni lotunni. Tvíliðaleik kvenna unnu Varaagyo og Imelda, Indónesíu, en í úrslitum unnu þær Ueno og Yonekura frá Japan með 15:8, 8:15 og 15:4. Komu þau úrslit töluvert á óvart því indónesísku stúlkurnar voru ekki meöal þeirra fjögurra, sem álitnar voru sterkastar. í tvenndarleik unnu þau Lena Köppen og Steen Skov- gaard þau Mike Tredget og Noru Perry 15:9 og 15:13. Leiðrétting í ÞAKKARÁVARPI sem birtist í Mbl. á laugardag frá eftirlifandi eiginkonu og dætrum Bjarna Sveinssonar frá Viðfirði varð sú misritun að þar stóð frá Miðfirði. Mbl. biðst afsökunar á þessum mistökum. SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna og Æskulýðsnefnd Al- þýðubandalagsins hafa ákveðið að gangast fyrir kappræðufund- um í iillum kjördæmum landsins á næstu vikum. Umræðuefnið verður Höfuðágreiningur ís- lenzkra stjórnmála í efnahags- og utanríkismálum. Fundarform verður þannig að frá hvorum aðila verður einn fundarstjóri og þrír ræðumenn frá hvorum aðila á hverjum fundi. Fundarstaðir hafa verið ákveðnir og verður fyrsti fundurinn á Selfossi n.k. fimmtudagskvöld. Síðan verða tveir fundir n.k. laugardag. Annar í Vestmannaeyj- um og hinn á Akureyri og þá verða tveir fundir 8. apríl á Isafirði og Egilsstöðum, tveir fundir 15. apríl í Siglufirði og Borgarnesi og Hafnarfjörður: Sögusýning vegna 70 ára afmælis HAFNARFJARÐARKAUPSTAÐ- UR veröur 70 ára hinn 1. júní n.k. í því tilefni er m.a. ráðgert að koma upp sögusýningu og hefur Lionsklúbburinn Ásbjörn tekið að sér að annast sýninguna í sam- vinnu við Gísla Sigurðsson, safn- vörð, en bæjarráð hefur lagt til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að varið verði einni milljón króna til þessarar sýningar. Sonur Maos barðist með Rússum Hong Kong, 14. marz. AP. ELZTI sonur Mao Tse-tungs flokksformanns. Mao An-ying. barðist við hlið sovézkra her- manna í heimsstyrjöldinni síðari og tók þá meðal annars þátt í vörn Leningrads. að því er skýrt er frá í einu blaði kommúnista í Ilong Kong í dag. Mao An-ying, sem lézt í Kóreustyrjöldinni árið 1950, barð- ist einnig við hlið rússneskra hermanna í Póllandi svo og í öðrum löndum Austúr-Evrópu. Fyrir frammistöðu sína hélt Stalín Mao An-ying boð og gaf honum að launum skammbyssu, samkvæmt frásögn blaðsins Wen Vei Po. Blaðið byggir frásögn sína á grein sem eiginkona Maos'Án-ying Liu Sung-Lin reit í kínverskt tímarit. Er þetta í fyrsta sinn sem frá því er skýrt, að sonur Maos hafi barizt með Rússum. síðasti fundurinn verður í Njarð- vík 23. apríl. í samtali Mbl. við Anders Hansen framkvæmdastjóra SUS kvað hann það von þeirra sem að þessum fundarhöldum standa að fólk kynni vel að meta þetta fundarform og fjölmenni á fund- ina, en sem kunnugt er var haldinn fundur sömu aðila í Reykjavík í janúar s.l. og hann sóttu á 13. hundrað manns. Ekið á bíl í Hafnarfirði FÖSTUDAGINN 10. marz á tíma- bilinu klukkan 10—11.30 að morgni var ekið á bifreiðina G-228, sem er ljósrauð Volkswagen-fólks- bifreið, þar sem hún stóð á bílastæði við Strandgötu utan við pósthúsið. Hægra afturbretti var skemmt og mátti sjá gula máln- ingu í skemmdunum. Það eru tilmæli rannsóknarlögreglunnar í Hafnarfirði að tjónvaldurinn gefi sig fram avo og vitni ef einhver eru. Leiðrétting í samtali við Þóru Borg í Morgunblaðinu s.l. laugardag féllu niður í prentun nokkur orð og leiðréttist það hér með. Þóra segir: „Það var kostulegt með Addý. Eniilía systir mín átti að leika hana, en vegna veikinda hjá henni varð ég að fara inn í sýninguna viku fyrir frumsýningu og nú leilf ég í sömu skónum." Orient áfram í bikamum og Forest jók for- skotið í 1. deild ÚRSLIT í ensku knattspyrnunni í gærkvöldi urðu sem hér segir: Bikarkeppnin: Orient — Middlesbrough 2:1 1. deild: Notthingham Forest — Leicester 1:0 QPR — West Ham 1:0 Wolverhamton — WBA 1:1 2. deild: Burnley — Mansfield 2:0 Sheffield Utd — Stoke 1:2 Sunderland — Crystal Palace 0:0 Orient mætir Arsenal í undan- úrslitum bikarins. Mörk liðsins í gærkvöldi skoruðu Kitchen og Mayo en Armstrong skoraði mark Middlesbrough. Notthingham For- est náði 6 stiga forystu í 1. deild með sigrinum í gærkvöldi. Robertsson skoraði sigurmark Iiðsins. Leichester virðist dæmt til að falla ásamt Newcastle og ef til vill West Ham, sem tapaði í gær- kvöldi. Sigurtnark QPR skoraði Cunningham. + Inniiegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför sonar okkar, BALDVINS, Ólína Margrét Sigurjónsdóttír, Haukur Siguröason. t Þökkum ínnilega auðsýnda samúö viö fráfall og jaröarför ODDBJARGAR GUDNADOTTUR fré Hvammi, Hans Gústafsson, Elin Þórarinsdóttir, Ingibjörg Guönadóttir, Benedikt Guöjónsson, Elísabet Guðnadóttir, Anna Guönadóttir, og aörir aöstandendur. — Flugræningi Framhald af bls. 16 að geymdi sprengju, reyndist aðeins innihalda bækur, dagblöð og sleikipinna. Flugmenn vélarinnar læddust frá borði þegar ræninginn gekk inn eftir farþegarýminu til að athuga hvort verið- væri að fylla eldsneytistanka vélarinnar, eins og hann bað um. Hann ætlaði flugmönnunum áð fljúga með sig til Kúbu. — Holland Framhald af bls. 1 lausnargjald, yrðu uppfylltar. Fresturinn rann út kl. 13 að íslenzkum tíma, og fjörutíu mínút- um síðar var gert áhlaup á bygginguna. Skömmu áður höfðu hryðjuverkamennirnir hringt til lögreglunnar og tilkynnt að þeir hefðu skotið einn gísla. Um leið og þessar upplýsingar bárust var ákveðið að ráðast á bygginguna þegar í stað. Úrvalsliðið var flutt með þyrlum á stað í námunda við Assen, og var legið þar í leyni. Árásin var gerð úr tveimur áttum. Þegar árásarmenn komu að bygg- ingunni varð fyrir þeim lík konu, sem lét lífið í árás hryðjuverka- mannanna í gærmorgun. Þegar þeir komu upp á efstu hæð byggingarinnar kom í ljós að gíslinn, sem hryðjuverkamennirn- ir höfðu skotið, var ekki látinn heldur særður. Fyrri fregnir bentu til þess að S-Mólúkkarnir væru sex eða sjö að tölu, en þegar á hólminn kom reyndust þeir vera þrír. S-Mólúkkarnir voru vopnaðir vélbyssum af ísraelskri gerð. Haft var eftir einum gíslanna í dag, að S-Mólúkkarnir hefðu þegar verið búnir að velja sér tvö fórnarlömb, sem fyrst átti að myrða, og var þar um að ræða tvo bæjarfulltrúa í Assen. — Frakkland Framhald af bls. 1 þjóðnýtingu bankanna náðist hins vega samkomulag. Kveðið er á um að flokkarnir skipti á milli sín ráðherrastólum „í samræmi við atkvæðamagn", en Francois Mitt- erand leiðtogi jafnaðarmanna sagði í dag, að í sambandi við stjórnarmyndun hlyti að verða tekið tillit til fjölda þinjgsæta. Daghlaðið Liberation, sem ekki er flokksbundið en er jafnan mjög vinstri sinnað í skoðunum, og hið virta, óháða blað Le Monde er sammála um að hinn naumi atkvæðameirihluti nægi vinstri flokkunum ekki til stjórnarmynd- unar. Vinstri flokkarnir fengu sem f.vrr segir 49.7 prósent þegar fylgi allra vinstri smáflokka er meðtal- ið, en stjórnarflokkarnir, að smá- flokkum lengst til hægri meðtöld- um, fengu 48,3 prósent. Eru þá ótalin atkvæði umhverfisverndar- manna, sem ekki vilja lýsa stuðn- ingi við einstaka flokka í síðari umferðinni, en talið er að atkvæði þeirra muni skiptast nokkurn veginn jafnt milli vinstri og hægri fvlkingar. Þótt litlar líkur séu á því að vinstri flokkarnir hafi nægilegt bolmagn til stjórnarmyndunar að síðari atkvæðagreiðslu lokinni eru flestir sammála um að þeir bæti við sig verulegum fjölda þingsæta, en í kosningunum fengu þeir 175 þingmenn af 490. Nú er kosið um 491 þingsæti, af þeim 68 frambjóð- endum sem fengu meirihluta á sunnudaginn var, eru 63 stuðn- ingsmenn núverandi stjórnar- flokka. — Bandaríkja- dalur Framhald af bls. 16 um afleiðingum mikils við- skiptahalla með opinberum lán- tökum. Nær hefði verið að hækka vexti, en þær ráðstafan- ir, sem gripið var til, muni verka ögrandi á þá sterku fjárhagsað- ila, sem vanmetið hafi Banda- ríkjadal. — Ný miðstjórn Framhald af bls. 2 Gunnar Guðbjartsson 135, Halldór Kristjánsson 134, Daníel Ágústín- usson 126, Guðmundur G. Þórar- insson 121, Guðmundur Bjarnason 119, Ólafur Þórðarson 115, Pétur Einarsson 114, Guðrún Benedikts- dóttir 113, Haukur Halldórsson 109 og Halldór Pálsson 103. Aðalfundur miðstjórnar verður haldinn í dag og þar verður kjörin stjórn flokksins. - Loðnulöndunin Framhald af bls. 2 sínum verkahring að hafa eftirlit með því hvar loðnan væri geymd á landi fyrir vinnslu, það væri fremur Verðlagsráðs að finna að því ef loðna væri geymd á túnum eða í gröfnum gryfjum. í rauninni varðaði loðnunefnd ekki um það hvar loðnan væri geymd ef til- kynnt hefði verið formlega til nefndarinnar með plássið. Andrés kvaðst hafa heyrt um löndun loðnu til geymslu utan venjulegs þróar- rýmis á Austfjörðum og nefnd hefðu verið nokkur þúsund tonn í gryfju á Neskaupstað. Haraldur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Fiskimjölsverk- smiðjunnar í Vestmannaeyjum, kvað það mjög óhagstætt fyrir þá að fá slíkt löndunarbann. „Að- stæður í þessum efnum eru síbreytilegar," sagði Haraldur, „en þegar pláss er ekki fullnýtt þá er sá tími farinn. Við miðum allt við sem bezta nýtingu hráefnisins og því er svona stopp á laust þróar- rými alveg óskiljanlegt. Það voru settir styrkir á siglingu með loðnu til Vestmannaeyja, en þegar búið var áð tilkynna þróarpláss fyrir þúsundir tonna í holtum og móum á Austurlandi hafði ekkert skip áhuga á að sigla með afla til okkar og að auki er um að ræða hið aðflutta þróarrými sem Norglobal er. Það væri fróðlegt að fá úr því skorið hver er þjóðhagslegur gróði af rekstri Norglobals. Það er verið að tala um olíukostnað á siglingu með afla til okkar, en hvað skyldi Norglobal kosta í erlendum gjald- eyri í dag? Það væri forvitnilegt að fá upplýsingar um það.“ — Geirfínnsmál Framhald af bls. 3. Svo sem fram hefur komið í fréttum Mbl., er málum Kristjáns Viðars Viðarssonar, Sævars Cieci- elskis, Tryggva Rúnars Leifssonar og Guðjóns Skarphéðinssonar sjálfkrafa áfrýjað til Hæstaréttar samkvæmt lögum. Hins vegar notfæröu verjendur Erlu Bolla- dóttur og Alberts Klahn Skafta- sonar ekki rétt sinn til áfrýjunar en ríkissaksóknari getur áfrýjað málum þeirra. Hefur ríkissak- sóknari þriggja mánaða frest til að íhuga áfrýjun eftir að honum hefur borizt dómur sakadóms. — A brattan að sækja Framhald af bls. 17 stjórnarflokkanna að koma til Viðræðna um baráttu aðferðir neituðu þeir og töldu slíkan fund aðalleiðtoga •ástæðulausan. Það fer að sjálfsögðu eftir ýmsu hver úrslit verða úr seinni umferðinni á sunnudag, m.a. hversu almenn þátttaka verður. Flest rök hníga þó að því að vinstrimenn muni eiga undir högg að sækja. Má t.d. benda á að kjördæmaskipan er mjög hagkvæm hægrimönnum, þann- ig að vinstrimenn þurfa e.t.v. um 52% atkvæða til að ná meirihluta sæta á þingi. Með hliðstjón af fyrirliggjandi úr- slitum er ólíklegt að þetta takist jafnvel þótt flokkur umhverfis- verndarmanna snúist á sveif með þeim allir sem einn á sunnudag. M » *.» •«• • * 4. • • •J*. * é..t.W4M • • • I W WM +J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.