Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978 viw cí.'p' MORÖdKe-v KArriNU 1 '0 '7_ >. ,p -V.. ir GRANI göslari l>ctta cr a'ðisffonKnasta inislinKatilfclli sem ég hef á ævi minni séð! Skiptir eníju máli. eftir nokkra dana verður búningurinn eins «K sniðinn á bi«! Getur verið að ég hafi misskilið hlutverk mitt? Sýnir 26 verk á Mokka UNG myndlistakona, Þor- björg Sigrún Harðardótt- ir, kennari, hefur opnað myndlistasýningu í veit- ingahúsinu Mokka. Þar sýnir Þorbjörg 26 teikn- ingar sem allar eru teikn- aðar á s.l. ári. Þorbjörg, sem er sjálfmenntuð í myndlist, byrjaði að teikna fyrir um ári. Sýn- ing hennar stendur fram til 8. apríl n.k. Farðu niður, borgaðu bílinn og taktu með þér það sem eftir er af bögglum í bílnum! Gestaleikur eða spurningakeppni „Kæri Velvakandi. Ég get ekki stillt mig um að skrifa nokkrar línur um þá, að mér finnst, furðulegu ráðstöfun sjón- varpsins að láta Gestaleik víkja fyrir spurningakeppni mennta- skólanna. Þeir, sem ég þekki, eru allir sammála um það, að Gestaleikur hafi verið einn vinsælasti „fjöl- skylduþáttur" sem sjónvarpið hef- ur nokkru sinni sýnt. Þátturinn var léttur og líflegur og oft á tíðum bráðfyndinn. Hann höfðaði jafnt til yngri meðlima fjölskyld- unnar sem þeirra eldri. Heima hjá mér settust til dæmis allir í fjölskyldunni við tækið þegar von var á Gestaleik, — en það er meira en hægt hefur verið að segja um aðra þætti. Auðvitað á spurningakeppni skóla fullan rétt á sér í sjónvarpi. En því miður verð ég að segja að mér finnst þátturinn of þunglama- legur og stirður. Skólakeppnir eiga og geta verið skemmtilegar, en þær eiga ekkert erindi á bezta tíma sjónvarpsins á laugardögum. Þá eiga sjónvarpsáhorfendur heimtingu á því að fá létt og skemmtilegt sjónvarpsefni, t.d. á borð við Gestaleik, Prúðuleikarana eða létta gamanþætti. Það væri athyglisvert að fá að heyra frá forráðamönnum sjón- varpsins um það hvað réð því að Gestaleikur var ekki látinn halda áfram, svo vinsæll þáttur, en slátrað fyrir þátt sem er ekki neitt sambærilegur. Það virðist vera einkennileg stefna sem ræður ríkjum í skemmtideild sjónvarps- ins. Ég missti af síðasta þætti Gestaleiks, en mér er sagt að hann hafi verið mjög góður. Er mögu- leiki á að fá þáttinn endursýndan? Ég er viss um að fleiri taka undir þá ósk mína. IIÓÁS.“ Haft var samband við Jón Þórarinsson dagskrárstjóra í lista- og skemmtideild sjónvarpsins og sagði hann ekki vera uppi neinar ráðagerðir um að halda Gestaleik áfram nú í vetur. Eftir að spurningakeppni skólanna lýkur verður sennilega á dagskrá nýr þáttur nokkur laugardagskvöld er verða myndi fram á vorið þannig að ekkert væri vitað hvað tæki við á næsta vetri. Námskeið um skotvopn og sprengiefni Dagana 7. til 9. mars s.l. var haldið námskeið á vegum Lögregluskóla ríkisins fyrir lögreglumenn til að kynna lög nr. 46/1977 um skot- vopn, sprengiefni og skotelda og reglugerð nr. 16/1978 um skot- vopn. Námskeiðið sóttu lögreglu- þjónar og fulltrúar lögreglustjóra víðsvegar að af landinu. Meðfylgj- andi mynd. er frá námskeiðinu. r „A sama tíma að ári” í leik- för um landið Leikflokkur Þjóðleik- hússins hefur að undan- förnu sýnt leikritið „Á sama tíma að ári“ níu sinnum á Húsavík og var það frumsýnt þar. í frétt frá Þjóðleikhúsinu segir að sýnt hafi verið fyrir troðfullu húsi og margir hafi orðið frá að hverfa þar eð ekki var unnt að hafa fleiri sýningar vegna þess að heimamenn þyrftu á húsinu að halda fyrir sýningar á Skjaldhömrum. Um næstu helgi verða sýningar á leikritinu í Vestmannaeyjum á föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld, á Selfossi verður sýnt annan dag páska og síðan víðar á Suðurlandi, í apríl verður sýnt á Vesturlandi og Vestfjörðum og í maí á Norður og Austurlandi. Leikstjóri er Gísli Alfreðsson, leikmynd eftir Birgi Engilberts og með hlutverkin fara þau Margrét Guðmundsdóttir og Bessi Bjarna- Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir leika hlutverkin^ tvö í gamanleiknum „Á sama tíma að ári.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.