Morgunblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1978 7 r Vörður við veginn Þaö var fjallaö um tvennt í stökum steinum í gær, sem varöað hefur veg ríkisstjórnarinnar ó líðandi kjörtímabili. Ann- ars vegar útfærslu fisk- veiðilögsögu okkar í 200 sjómílur og íslenzk áhrif á albjóðlega Þróun hafrétt- armála. I Því sambandi var minnst á, að útfærslunni í 200 mílur var fylgt eftir með tvennum hætti, sem í frásögur er færandi og hafa mun afgerandi áhrif á Þjóðarhag: • 1) Með skammtíma- samningum var bundinn endir á margra alda veiði- sókn brezkra og vestur- Þýzkra veiðiflota á ís- landsmiðum, sem í raun verður áhrifaríkasta fisk- verndaraðgerðin. • 2) Með samningum vórú og brotnir niður tollmúrar EBE-ríkja gagn- vart íslenzkum sjávaraf- I uröum, sem opnað hefur okkur mun greiðari leið með afurðir okkar á Evrópumarkað. Hins vegar var fjallað um Þann talsverða árang- ur, sem felst í atvinnu- öryggi um gjörvallt landið — á sama tíma sem víðtækt atvinnuleysi hefur herjað á nágrannaÞjóðir okkar og raunar flest OECD-ríki, sem eru flest ríki V-Evrópu, Japan, Bandaríkin og Kanada. Þar hafa margar milljónir manna Þurft að búa við atvinnuleysi, ekki sízt ungt fólk. Og atvinnuleys- iö haföi komið öðrum fæti milli stafs og hurðar á íslenzkum vinnumarkaði í formi rekstraröröugleika og fyrirsjáanlegrar stöðv- unar í fiskvinnslu. Sú staðreynd leiddi til marg- umræddra efnahagsráð- stafana núverandi ríkis- stjórnar, til stuðnings út- flutningsgreina Þjóöar- búsins. Frumskylda fullvalda Þjóöar Þaö er ein af frumskyld- um fullvalda Þjóðar að tryggja öryggi sitt í við- sjárverðum heimi. Smá- Þjóðir flúðu í Því efni, áður fyrr, á vit hlutleysisyfirlýs- inga. Síðari heimsstyrjöld- in sýndi fram á algjört haldleysi slíkra yfirlýsinga. Þrjú Norðurlanda: Dan- mörk, Noregur og ísland, vóru hernumin, Þrátt fyrir slíkar yfirlýsingar. Bitur reynsla Þessara Þjóða, einkum bræöraÞjóða okk- ar, olli Því m.a., aö Þær gerðust allar aðilar að Atlantshafsbandalaginu, varnarbandalagi vestr- ænna lýðræðisríkja, sem virkjað hafa samtakamátt Þjóðanna til sameigin- legra varna og öryggis. Þjóöir Atlantshafsbanda- lagsins eiga og menning- arlega samleið — og sam- eiginleg viðhorf til Þjóð- skipulags lýðræðis og Þingræðis og almennra Þegn- og mannréttinda. Þeim hefur og tekizt að tryggja pegnum sínum félagsleg og efnahagsleg lífskjör, sem eru — vægt orðað — mörgum áratug- um á undan lífskjörum fólks, er býr við annars konar Þjóðskipulag. Atlantshafsbandalagið kom á valdajafnvægi, sem tryggt hefur frið í okkar heimshluta í nokkuð á fjórða áratug, auk pess að stöðva útpenslu kommún- ismans, sem ógnaði Evr- ópu á Þeirri tíð. Engu að síður hefur allar götur frá lyktum síðari heimsstyrj- aldarinnar geisaö ófriður einhvers staðar í heims- byggöinni; ófriður, sem óvæntar kringumstæður hefðu getað breytt í enn stærra bál. Öryggissam- tök lýðfrjálsra Þjóða hafa Því mikilvægu hlutverki aö gegna í samtíðinni sem og fyrirsjáanlegri framtíð. Öryggis- málin heil í höfn Enginn vafi er á Því að aðild íslands að varnar- bandalagi vestrænna ríkja á grónu fylgi að fagna í öllum lýðræöisflokkum Þjóöarinnar: AlÞýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Engu að síöur var svo komið á dögum vinstri stjórnarinn- ar síðari að nokkurrar óvissu gætti um Þessa aðild hérlendis. Sú óvissa sagði rækilega inn er heill og óskiptur með slíkri aöild, að óbreyttum að- stæðum í veröldinni. Öryggismál Þjóðarinnar hafa og flutzt frá óvissu til festu — í núverandi stjórnarsamstarfi. Sú staðreynd er geymd en ekki gleymd í vitund Þjóð- arinnar. Þjóðin gerir sér grein fyrir Því að ekkert er tryggt í samfélagsmálum okkar nema Það eitt, sem meirihluti hennar stendur trúan og vakandi vörð um. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur dyggilega sýnt að hann vill standa að Þessari Þjóða- og öryggissam- vinnu með Þeim hætti, er sæmir fullvalda Þjóð. Þjóð, er tryggja vill öryggi sitt — en halda fullri sæmd, reisn og sjálfsákvörðunar- rétti. Sá, sem vill vera viss um afstööu Þjóðarinnar viss um Þjóðaröryggi með Þjóðarsæmd, veit, hvaða íslenzkum stjórnmála- flokki er bezt treystandi til að tryggja slíka Þjóöar- hagsmuni. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl AK.LYSIR I M AI.LT LAND ÞEGAR ÞL' ALGI.ÝSIR I MORGLNBLAÐINl Páska- FREYJA Leyft okkar verð verð Nr. 11 V8/ 715. Nr. 13 1.2Í1.'1.100. Nr. 15 Z00A 1.820. VÍKINGUR Leyft Okkar verð verð NOI Leyft verð OPIÐ TIL KL. 10 I KVOLD VÖRÐUFELL, Þverbrekku 8 Sími 42040 og 44140 ^“KÖKUSALA^“ til eflingar minningarsjóös Guörúnar Berg- sveinsdóttur veröur í Skátaheimili Ægisbúa í íþróttahúsi Hagaskólans, laugardaginn 18. marz kl. 2 e.h. Hjá okkur fáiö þiö páskakökurnar. Smákökur — Tertur — Formkökur Stjórnin. Terelynebuxur frá kr. 2.975.-. Gallabuxur kr. 2.500.—. Leöurlíkijallar kr. 5.500.—. Úlpur margar geröir (lágt verö). Peysur nýkomnar. Skyrtur, ný sending, dökkir litir, sokkar o.fl. ódýrt. Andrés Skólavörðustíg 22. Opiö til kl. 7 á föstudögum og til kl. 12 á laugardögum. ÚTIHURÐIR úr teak, cypriss og furu, ýmsar gerðir. Ávallt fyrirliggjandi. ÁTJý Timburverzlunin Volundurhf. KLAPPARSTIG 1. SIMI 18430 — SKEIFAN 19. SIMI 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.