Morgunblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1978 17 Indira viðbúin fangelsisvist Nýju-Delhi 16. marz. AP. INDIRA Gandhi fyrrverandi for- sætisráðherra sagði í dag að núverandi stjórn Indiands væri staðráðin í að varpa henni í fanselsi og gera út af við hana í eitt skipti fyrir öll. Hún gaf í skyn að götuóeirðir gætu siglt í kjölfarið. Hún minnti á ókyrrð sem greip um sig þegar hún var höfð eina nótt í fangelsi vegna ásakana um spillingu í október. Hún sagðii Ég vildi að þeir hefðu haft mig í haldi í eina viku og þá hefðu þeir séð hvað hefði gerzt. “ Frú Gandhi sagði um væntan- lega skýrslu stjórnarnefndar sem hefur sakað fyrrverandi stjórn hennar um valdníðslu að skýrslan og nefndin skiptu engu máli því að stjórnin væri staðráðin í að taka hana fasta hvað sem það kostaði. Hún endurtók ásakanir um að stjórn Moraji Desai forsætisráð- herra hefði staðið sig frámunalega illa i öllum mikilvægum málum og staðið að ofsóknum og pyntingum stuðningsmanna hennar í Kon- gressflokknum. Frú Gandhi hélt því fram, að Desai virtist vera að hverfa frá hlutleysisstefnu og gaf í skyn að yfirlýsingar frá Jimmy Carter Bandaríkjaforseta gæfu það til I Veður cíða um heim Amsterdam 7 skýjaö Apena 18 heiðríkja Brtissel 7 skýjaó Chicago 2 skýjaö Frankfurt 8 skýjað Genf 10 skýjað Helsinki -2 snjókoma Joh.borg 24 sólskín Kaupm.h. • 7 rigning Lissabon 17 sólskin London 12 slydda Los Angeles 21 heiðríkja Madrid 16 heiðrikja Malaga 18 léttskýjað Miamí 27 skýjað Moskva 3 skýjað New York 9 skýjað Ósló --4 snjókoma París 13 skýjaö Palma 16 léttskýjað Róm 14 heiðríkja Stokkhólm. 3 skýjað Tel Aviv 19 heiðríkja Tókíó 11 sólskin Vancouver 10 skýjað Vínarborg 12 skýjað kynna. Hún lagði áherzlu á að Rússar væru vinveittir Indverjum og kvað þá aldrei hafa beitt Indverja þrýstingi. Hins vegar kvað hún Bandaríkjamenn telja að hlutleysisstefna jafngilti óvináttu. Rostropovich: Neitar ásökun París. 16. marz. AP. SELLÓLEIKARINN Mstislav Rostropovich fordæmdi í dag þá ráðstöfun Sovétstjórnarinn- ar að svipta hann og konu hans sovézkum ríkisborgara- rétti og kvað hana ómannúð- lega og ólöglega. Hann neitaði því líka í yfirlýsingu, að hann og kona hans, sópransöngkonan Galina Vishnevskaya, hefðu tekið þátt í óþjóðlegri starfsemi. Hann sagði að ekkert raunverulegt samband væri á milli ásakan- anna á hendur þeim hjónum og hinna raunverulegu ástæðna sem lægju á bak við ákvörðun- ina. I yfirlýsingu Rostropovichs sagði að í raun og veru væri hér um að ræða hefndarráðstöfun vegna samstöðu sem hann og kona hans hefðu sýnt með fólki sem hefði sætt ofsóknum. Hann sagði að á þessum erfiða tíma færi hann og kona hans þess á leit við vini sína, tónlistarunnendur og allt vel- viljað fólk, að það segði skoðun sína á þeirri ómannúðlegu og ólöglegu ráðstöfun að svipta þau rétti sínum til að lifa og deyja í föðurlandi sínu. „Við tókum og tökum ekki þátt í stjórnmálum, hvorki heima né erlendis. Við fórnum öllum kröftum okkar fyrir tónlistina svo að fegurð hennar megi ylja heiminum," segir í yfirlýsing- unni. Talsmaður Rostropovichs sagði að hann og kona hans hefðu farið frá París í dag og mundu ekkert frekar láta frá sér fara að svo stöddu. Ekki var látið uppi hvert þau hefðu farið. ERLENT Þetta gerðist Föstudagurinn, 17. marz. 197fi Gerald Ford Bandartkja- forseti skýrir reiðum bandarísk- um Gyðingum frá því, að hann adli að halda fast við þær áætlanír sínar að selja Egyptum herflutningavélar. 1973 Ofursti í flughcr KamlKxlíu stelur flugvél og gerir árás á forsetahftllina í Phnotu Penh. Ix»n Nol forseti sleppur óskaddaður, en að minnsta kosti 20 manns látast. 1971 Golda Meir forsíetisráð- herra ísraels lýsir yfir að þjóð hennar failist ekki á áíetlanir Bandaríkjánna um landamtera- óryggi í Miðáuslurlöndum. 195fi Bandarískur kafbátur finnui vetnissprengju sem af slysni féll í Miðjarðarhaf undan Spánarströndum. 1918 Bretland, Frakkland, Belgia, Holland og Lúxemborg undirrita 50 ára sáttmála í Brússel um samstarf gegn hernaðarinnrás í Evrópu og samvinnu á sviði efnahagsmála, félags- og hernaðarmála. Lfbanir og Palestínumenn sem búa í Sabra sjást hér bera á brott borgara sem féll í loftárás ísraelsmanna á bæinn á miðvikudaginn. simamynd ap Eþíópía býður friðarviðræður Nairobi. 16. marz. AP — Reuter EÞÍÓPÍUMENN sögðust í dag í fyrsta sinn reiðubúnir til að semja um varanlegan frið við Sómalíumenn. Skilyrði slíkra viðra'ðna eru þó þau að Sómalir láti fyrst af öllu landatilkalli í Eþi'ópíu. Kenýa og Djibouti. Castro forseti Kúbu hrósaði í útvarpi kúbönskum hcrmönnum að ekki varð meira manntjón á vígstöðvunum í Ogaden. Jafn- framt var tilkynnt í Washington Enn fellur dollarinn Tokýó. Frankíurt. London. 16. marz. AP — Reuter. Bandaríkjadalur fór halloka á gjaldeyrismörkuðum í dag. Ilrak- aði dalnum gagnvart japanska yeninu, þýzka markinp og sviss- neska frankanum. Hrap hans gagnvart yenintí var meira en fyrr og hefur dalurinn ekki fyrr verið falur fyrir jafn fá yen og í dag. Talið er að ránið á ítalska stjórnmálamanninum Aldo Moro og átökin fyrir botni Miðjarðar- hafsins valdi síðustu áföllum dollarans, sem lækkar nú fjórða daginn í röð. Japansbanki og Seðlabanki Vestúr-Þýzkalands keyptu mikið af Bandaríkjadölum í dag, en allt kom fyrir ekki. í dag að ríkisstjórn Bandaríkj- anna ráðfærði sig nú við þing landsins um sölu á vopnum til Sómalíu. Talsmaður stjórnarinnar í Eþíópíu sagði í dag að Sómalir yrðu að lýsa yfir að þeir virtu stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og Einingar- samtaka Afríkjuríkja, áður en Eþíópíumenn hæfu friðarviðræður við þá. „Ef Sómalir verða við þessum tilmælum og biðja afsök- unar á mistökum sínum síðustu mánuðina, er Eþíópía reiðubúin að hefja viðræður um varanlegan frið milli landanna", sagði fram- kvæmdastjórinn. Fídel Castro sagði í útvarps- ávarpi á miðvikudag að herir Sómaliu hefðu verið gjörsigraðir og að Eþíópíumenn hefðu gefið loforð um að virða landamæri Sómalíu. Castro lét einnig í ljós vonir um að varanlegur friður héldist milli grannríkjanna. Hann sagði það Sómalíumönnum að kenna að til vopnaðra átaka kom. Forsetinn nefndi ekki í ávarpi sínu mannfall í Ogaden né hversu mikinn herstyrk hann hefði sent þangað. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði í dag að verið væri að kanna hvað stjórnin gæti afhent Sómal- íumönnum af vopnum og öðrum birgðum. Hann sagði ekki ljóst hversu miklar vopnabirgðir yrðu sendar til Sómalíu. Eþíópíuútvarp skýrði frá í dag að Sómalir hefðu fellt 64 eigin hermenn er þeir yfirgáfu borgina Jijiga fyrir 11 dögum. Ekki hefur þessi frétt verið staðfest, en útvarpið skýrði einnig frá að Sómalir hefðu eytt flestu sem hægt var að eyða í borginni áður en þeir flýðu heri Eþíópíu. Samþykkja námumenn nýju drögin? Washington. 16. marz. AP. SAMNINGANEFND námuverka- manna í Bandaríkjunum lýsti á miðvikudagskvöld yfir stuðningi við nýframkomin drög að samn- ingi og sendi hann á vinnustaði, þar sem nú kemur til kasta verkfallsmanna að skera úr um, hvort þeir vilja ganga að honum eða ekki. Mjög naumt var á mununum í atkvæðagreiðslu samninganefndar um samninginn en viðkomandi aðilar telja að það þurfi þóekki að þýða að hann verði felldur í allsherjaratkvæðagreiðslu. Tals- verðar tilslakanir af hálfu at- vinnurekenda var að finna í drögum þessum. einkum með tilliti til sjúkrabóta og skyndiverkfalla, sem þeir áður höfðu tekið hart á. 1921 Pólska þingið stofnsett. 1891 Símasamband kemst á milli Lundúna og Parísar. 1813 Friðrik Vilhjálmur þriðji af I’rússlandi iýsir stríði á hendur Frökkum. 1619 Enska þingið leggur lá- varðadeildina niður. 1526 Karl fimmti, heilagur keisari Rómverja, giftist Isa- bellu af Portúgal. Spakma li dagsins» Það er ekk- ert slænit við Irland nema að það er írskt og það er ekkert slæmt við England nema að það er ekki írskt. George Bernard Shaw, irskur rithöfundur (ISöti— lítöb). Sovézku geim- fararnir lentir Moskvu. 16. marz. AP — Rcutcr. SOVÉZKU geimfararnir Yuri Romanenko og Georgy Grenchko sem dvalið hafa lengur en nokkr- ir aðrir úti í geimnum. lenti fari sínu í Kazakhstan 1' dag klukkan 11.19 að íslenzkum tíma. Lend- ingin gekk að óskum og eru geimfararnir sagðir við góða heilsu. Þeir Romanenko og Grechkov hófu geimför sína í byrjun desem- ber. Þann 11. desemher tengdu þeir far sitt Salyut-6 og dvöldu því í meira en 96 sólarhringa um borð í geimstöðinni áður en þeir sneru til jarðar. í dvöl sinni um borð í Salyut-6 fengu geimfararnir þrjár heim- sóknir, tvær mannaðar og eina ómannaða. Þann fjórða marz höfðu þeir dvalið lengur en nokkr- ir aðrir í geimnum, en fyrra metið áttu bandarískir géimfarar, 84 daga. Þegar eru fyrirhugaðar heim sóknir í Salyut-6 á þessu ár Verða þá geimfarar af a-evrópsk þjóðerni í áhöfn með sovézkur geimförunr. Salyut-6 verðu endurskírður Intercosmos af þess tilefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.